Vísir - 17.05.1963, Blaðsíða 4
VISIR . Föstudagur 17. maí 1963.
/
„Fossunum" er unnið við
HVAÐ GERA skip Eimskipafé-
Iags Islands, Brúarfoss, Detti-
foss, Goðafoss, Gullfoss og Sel-
foss? Margir telja fávíslega
spurt og sé svárið einfaldlega
það, að skip þessi flytji varning
og farþega milli landa. En ef
spurt er, hvað þau geri meira,
mun ýmsa reka i vörðurnar, því
að minna fer fyrir starfsemi
skipanna í þágu haf- og fiski-
rannsókna landsmanna.
Það er tæpast hægt að kalla
þessi skip, sem nefnd eru hér
að ofan, rannsóknaskip, en ekki
skulu menn gera of lítið úr því
hlutverki, sem' þau hafa verið
látin taka að sér í þágu þessarra
nauðsynlegu rannsókna íslend-
inga. Það er mikill og margvís-
legur fróðleikur, sem afla þarf,
af stórum svæðum, og þjóð eins
og íslendingar, sem eiga allt sitt
undir sjávarfangi en hafa hins
vegar ekkert fullkomið rann-
sóknaskip í þjónustu sinni, geta
ekki betur gert en fengið lið-
veizlu þeirra, sem hafa skip í
föstum ferðum á þeim slóðum,
þar sem girnilegastur fróðleikur
leynist í djúpunum.
Vísir hefir leitað til Sigur-
laugs Þorkelssonar, blaðafull-
trúa Eimskipafélagsins og beðið
hann um upplýsingar um þessi
mál. Hefir hann brugðizt yel við,
og látið blaðinu í té gögn, sem
hann hefir fengið frá tveim
stárfsmönnum fiskideildar At-
vinnudeildar háskólans, sem
hafa um þetta fjallað og vita
því gerst um þetta mál.
SÖFNUN SÝNIS-
HORNA AF SVIFI
Nokkur skip E.í. hafa stund-
um haft meðferðis tæki, sem
nefnt er átuvísir, og safnar hann
sýnishornum af svifi sjávar. Um
þetta atriði segir í greinargerð,
sem Ingvar Hallgrímsson fiski-
fræðingur hefir tekið saman og
látið E.í. í té:
„Átuvísirinn (Continuous
Plankton Recorder), sem dreg-
inn er af nokkrum skipum Eim-
■skipafélagsins, var fyrst smíð-
aður af próf. A. C. Hardy í
Hull. Var hann fyrst og fremst
gerður í því skyni að fá sam-
fellda mynd af útbreiðslu svifs
í sjónum.
Venjulegast eru teknar ákveðn
ar stöðvar, t. d. með 10 sjó-
mílna millibili og svifsýnishorn
tekin með háfum, og verða menn
þá að áætla, hve mikið svif-
magn er milli stöðvanna. Slík-
ar athuganir er aðeins hægt að
gera á rannsóknaskipum, því að
ekki er mögulegt að fá önnur
skip til að nema staðar á um
klukkustundar fresti til að safna
sýnishornum af svifi sjávar. En
þennan vanda leysir átuvísirinn
að mestu leyti.
450 SJÓMÍLUR í
EINUM DRÆTTI
Hann er dreginn af skipum á
fullri ferð og helzt nokkurn veg-
inn á sama dýpi, þ. e. um 10
metrum frá yfirborði. Það svif,
sem er í þeim sjó, sem flæðir
gegnum átuvísinn, safnast á
grisju og geymist uppvafið á
kefli í rotverjandi vökva (sjá
mynd). Grisjan nægir fyrir um
450 sjómílna stöðugan drátt. Við
rannsókn svifsins, sem fer fram
í Hafranns'óknastofunni í Edin-
borg, er grisjan tekin upp og má
þá sjá, hve mikið svifmagn hef-
ir verið á hverjum stað og jafn-
framt breytingu frá einum stað
til annars.
Svif það, sem finnst í hafinu
sunnan og suðvestan lands,
berst upp að ströndum Islands,
og er því mjög mikilsvert að
kunna góð skil á því. Jafnframt
eru hrygningarstöðvar karfans f
hafinu suðvestan Iandsins. Af
þessum sökum hefir fiskideild
Atvinnudeildar Háskólans haft
áhuga á, að safnað verði svifi
frá þessu hafsvæði.
GAMLI GULLFOSS
DRÓ ÁTUVÍSI
Því miður höfum við ekki bol-
magn til að senda skip suðvest-
ur í haf, til að safna sýnishorn-
um af svifi með skömmu milli-
bili. Hins vegar hefir Hafrann-
sóknarstofan í Edinborg notað
átuvísa til slíkrar söfnunar um
alllangt skeið, og hafa skip ým-
issa þjóða dregið átuvísa fyrir
rannsóknastofuna. Meðal annars
má geta þess, að fyrir fyrri
heimsstyrjöld dró gamli Gull-
foss átuvísa I tilraunaskyni fyr-
ir prófessor A. C. Hardy. Árið
1957/var korpið á fót samstarfi
milli Fiskideildar og Hafrann-
sóknarstofunnar í Edinborg um
notkun átuvísa á' sk'ipaleið-
um til og frá íslandi. Var leitað
til Eimskipafélagsins í þessu
efni, og var málaleitun Fiski-
deildarinnar tekið með mestu
velvild og skilningi. Fyrsti
dráttur átuvísa fór svo fram á
Tröllafossi f ársbyrjun 1957. f
upphafi var átuvfsirinn dreginn
fyrstu 450 sjómílurnar á Ieið
skipsins frá Reykjavík vestur
um haf, en síðar hafa átuvísar
verið dregnir alla leið ti! Ný-
fundnalands, og hafa skipin
Dettifoss, Goðafoss, Brúarfoss
og Selfoss tekið þátt í þessum
drætti auk Tröllafoss.
NVl GULLFOSS
HJÁLPAR EINNIG.
Árið 1960 hóf svo Gullfoss
drátt átuvísa á leið sinni frá
Reykjavík til Skotlands en
hann siglir eins og kunnugt er
yfir helztu fiskimið okkar
sunnan lands. Fiskideild var
mjög umhugað um að fá safnað
svifi frá Selvogsbanka og nær-
liggjandi hafsvæði, og var þvf
leið Gullfoss mjög ákjósanleg f
því tilliti. Magn fiskveiða frá
ári til árs, svo og rek seiðanna
frá hrygningarstöðvunum kem-
ur mjög greinilega fram við
söfnun með átuvfsum. Er því
mjög líklegt, að þegar fram f
sækir megi nota gögn þau, er
safnast á Gulifossi til hjálpar
við athuganir á stofnsveiflum
ýmissa helztu nytjafiska okkar.
MERKILEG-
USTU GÖGN.
Þótt of snemmt sé að skýra
frá þeim árssveiflum og breyt-
ingum á svifi sjávar í norðan-
verðu Atlantshafi, sem komið
hafa fram við þessar athuganir,
er óhætt að fullyrða, að gögn
þau, sem skip Eimskipafélags-
ins hafa safnað fyrir Fiskideild
á undanförnum árum eru ein
þau merkilegustu, sem til eru
frá norðvestanverðu Atlants-
hafi.
Þessi skip Eimaskipafélags-
ins hafa verið nokkurs konar
hafrannsóknaskip í þessu tilliti,
og vill Fiskideild þakka þá
góðu fyrirgreiðslu, sem starfs-
menn félagsins, bæði á sjó og
landi, hafa ætlð sýnt íslenzkum
hafrannsóknum."
Þar með lýkur frásögn Ingv-
ars Hallgrímssonar fiskifræð-
ings, og mun mörgum vafalaust
þykja fróðlegt að kynnast þann-
ig þessum þætti í siglingum
skipa Eimskipafélagsins, því að
fæstir munu hafa um hann vit-
að, þótt hann sé ekki öldungis
ómerkur.
GEGNSÆISMÆLIRINN
Á M.S. GULLFOSSI.
Þá er enn ógetið tækis eins,
sem komið hefir verið fyrir í
ms. Gullfossi, og fer hér á eftir
lýsing á því eftir Þórunni Þórð-
ardóttur fiskifræðing:
„Gegnsæismælirinn, sem er
staðsettur í vélarúmi Gullfoss,
er sívalningur úr persplexi,
einn og hálfur meter á lengd og
10 sm. á þvermál. í öðrum enda
sívalningsins er ljósgjafi, en í
hinum enda hans er fótósella,
sem er í sambandi við sjálfrit-
ara, og ritar hann upp ljós-
magnið, sem nær fótósellunni.
Sjó frá um það bil 3—5 metra
dýpi er stöðugt dælt í gegnum
tækið, meðan skipið er á ferð.
Loftbólur f sjónum, sem truflað
gætu mælinguna, eru fjarlægð-
ar £ til þess gerðri loftgildru.
Gegnsæi yfirborðslaga sjávar
er að mestu háð því, hve mikið
er þar af svifþörungum — því
meira sem er af þörungasvif-
um, því minna sést I gegnum
sjóinn. Mælingarnar í Gullfossi
gefa til kynna magn þörunga-
svifsins á hinum ólíku hafs-
svæðum á leið Gullfoss og einn-
ig breytingarnar, sem verða
með árstíðum á hinum ýmsu
svæðum.
Framh. á bls. 10
TOGSTEFNA
SKRUFUAS
FRARENNSU
SVIFIÐ SÍAST FRÁ SJÓNUM OG LENDIR MILU TVEGGJA GRISJA,
ER VEFJAST Á SPÓLUNA, SEM LIGGUR i F0RMALÍNI.
ENDURTEIKNAÐ UR NATURE ADRIFT (J. FRASER 1962)