Vísir - 17.05.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 17. maí 1963. elai S Mikfflfögnuður yf- i \ 21 dags þögn Nú er 21 dagur liðinn og enn bólar ekki á upplýsingum Þór- arins um þær heimildir sem hann hefur fyrir þeirri fullyrð-1 ingu sinni, að „áhrifamikil öfl f | Bretlandi muni krefjast fram- Iengingar á undanþágu Breta1 innan landhelginnar“. Vantar þó ekki stjórnmála- vangaveltumar í Tímanum þesa , 'iagana. Ef Þórarinn fær ekki ini í sínu eigin blaði, þá er 1 ’ kert sjálfsagðara en gefa hon um rúm í Vfsi. Allt viljum við gera til þess, að heyra upplýs-, ingar Þórarins. lítgerð Framhald af bl*. 16. Skólaskipið nýtur fyrst og fremst stuðnings frá Reykjavík urborg og fær nú einnig fjár- hagslegan stuðning af ríkisins hálfu eins og í fyrra. Jón kvaðst hafa heyrt að Æsku'vðsráð Akureyrar hefði hug á að fá Sæbjörgu í eina veiðiferð fyrir sjómannsefni nyrðra og lét í ljós von um að af því mætti verða ef rétt væri að mikill áhugi væri fyrir þessu máli fyrir norðan. Kominn fram — Framhald af bls. 16. haft hendur í hári þess manns og hann þegar viðurkennt fram- burð telpnanna sem réttan. Maður þessi er 27 ára gamall og mun eiga heimili í Reykjavík, þótt hann sé að meira eða minna leyti starfandi annars staðar. Hann hafði fengið bílinn í bílaleigu þegar hann var í þessum erinda- gerðurn. SjálfboÖa- liðar á kjördegi Þeir sjálfboðaliðar sem vilja starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjördegi eða fyrir kjördag eru beðnir um að Iáta skrá sig á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins eða í símum 17100 og 18192. Sjálfstæðisflokkurinn. Mikill fögnuður ríkir um ger- völl Bandaríkin yfir geimferðaaf- reki Gordon Cooper ofursta. Gordon Cooper ofursti lenti geimfari sínu heilu og höldnu á Mæðradagur — Framhald af bls. 16. kot í Mosfellssveit, en áður hafði nefndin notað ýmsa heimavistarskóla. I fyrra dvöldust alls 47 mæð- ur með 115 börn í Hlaðgerðar- koti og voru dvaldardagar sam- tals 2266. Auk þess hefur mæðrastyrksnefnd efnt til hvíld arviku fyrir eldri konur undan-, farin sumur og hafa vikur þess- ar verið nefndar sæluvikur. Umsóknir um dvöl í sumar eru þegar farnar að berast og hefur aðsóknin að heimilinu vaxið ár frá ári. Þörfin fyrir stærra húsnæði hefur því auk- izt og hyggst nefndin stækka húsnæðið svo fleiri mæður geti dvalið þar. En allt er undir borgarbúum komið hvort þetta tekst. Er fólk beðið að minnast þess að um leið og það kaupir fallegt blóm á 10 kr. stuðlar það að því að einstæðar og hvíldar- þurfandi mæður geti notið sum- ardvalar með börn sín í sumar og á komandi sumrum. Mið-Kyrrahafi í gærkvöldi og stjórnaði lendingunni sjálfur vegna bilunar á sjálfvirkum tækjum í 20. umferð. Hann varð því að skjóta sjálfur hemlaeldflaugunum til lendingar og er það vandasamt verk, og naut hann þar leiðbeiningar Glenns geimfara. Cooper lenti kl. 23.45 eftir ís- lenzkum tíma eigi fjær flugvéla- skipinu Kearsarge en svo, að geimfarið sást frá þvl á sjónum, en Kearsarge var aðal hjálparskip hans. Þegar voru sendar þyrlur á vettvang og fleygðu froskmenn sér úr því og komu flotholtum undir geimfarið, en Kearsarge renndi að því, og var svo notaður krani til að lyfta þvf upp á þilfarið. Læknar töluðu við Cooper áður en hann fór úr geimfarinu og sögðu líðan hans ágæta. Þar næst gekk Cooper undir þiljur til nákvæmari skoðun- ar og að henni lokinni var sagt, að hann væri alheill og hress. Kennedy forseti hringdi til hans og óskaði honum til hamingju og kvaðst furða sig á hve tekizt hefði að framkvæma allt af mikilli ná- kvæmni. Hann hringdi einnig til konu Coopers og dætra, 13 og 14 ára, bauð fjölskyldunni allri til Hvíta hússins á mánudag. Cooper var 34 klst., 20 mínútur og 30 sekúndur í geimferðinni og hann flaug í henni yfir 960.000 km. vegar.lengd. Bílaleigur í Reykjavík Guðbjartur Pálsson í bílaleig- unni Bíllinn hefur sent Vísi eftir- farandi bréf: I dagblaðinu Vísi birtist þriðju- daginn 14. maí sl. grein, sem nefn- ist „Bílaleigur i Reykiavík". Skipt- ar munu skoðanir um ýmislegt, sem þar er staðhæft, eins og geng- ur. Vegna þess, að bílaleigan Bíllinn á engan hlut að sumum þeim skoðunum, sem frem eru settar í þessari grein, biðjum við yður um rúm fyrir eftirfarandi í heiðruðu blaði yðar: 1 áminnstri grein Vísis er talað um geigvænlegar afleiðingar harðn- andi samkeppni í þessari þjónustu- grein. Okkar skoðun er sú, að samkeppni muni, þegar til lengdar lætur, fyrst og fremst tryggja viðskiptavinum bilaleiganna full- komna þjónustu, og álítum að síð- ur en svo sé hér á döfinni neitt tiltakanlegt almennt vandamál. Sérstaklega viljum við taka af öll tvímæli í sambandi við þann harða dóm, er „flestar bílaleig- urnar“ og „forstöðumenn þeirra“ leggja á Ianda sína sem leigutaka bifreiða. í nefndri grein dagbl. Vísis er svo að orði komizt: „Flest- ar bílaleigurnar virðast taka þá Útför GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, kaupmanns, Garðastræti 13 A, fer fram í Dómkirkjunni laugardaginn 18. þ. m. kl. 10.30 árdegis. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þökkuð. Þeim, sem vildu vinsamlegast minnast hans, er minnt á Minningarsjóð Knattspyrnufélags Reykjavíkur. — Athöfninn' í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna, Sigurlína Högnadáttir. (þ. e. erlenda ferðamenn) fram yfir innfædda. Forstöðumenn þeirra segja, að útlendingar séu ábyggi- legri og kurteisari en íslenzkir leigiendur. Einkum Iiggur þeim ekki gott orð til sjómanna, sem fá leigðan bfl, fara í tveggja til þriggja daga ferðir í landlegu eftir að hafa greitt hinar föstu þúsund | krónur fyrirfram, en eiga svo ekki i meiri peninga, þegar til greiðslu! á leigunni kemur.“ Um framangreint talar auðvitað hver eftir sinni reynslu. Flestir er- lendir ferðamenn hafa reynzt hinir ágætustu leigutakar hjá okkur og að öllu leyti verðugir þeirrar þjón- ustu, sem við látum í té almennt, án tillits til þjóðernis. Hins vegar viljum við láta koma skýrt fram, og svo, að ekki verði um villzt, að við teljum útlendinga hvorki á- byggilegri né kurteisari en íslenzka leigutaka. Þá berum við sjómönnum, hvort sem er í landlegum eða öðrum frí- um hið bezta orð. Þeir hafa frá upphafi verið meðal beztu við- skipta vina okkar. Húseigendur Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Hitna sumir miðstöðvar- ofnar illa? Ef svo er, þá get ég lagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið i vor og sumar hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldu> Kristiansen pípulagningameistari 'iálsgötu 29 — Simi 19131 Allir minnast þess, hvemig SÍS og forystumemÁ þess stóðu fyrir kauphækkununum 1960, sem leiddu síðan til gengislækkunar. Allir vita líka að Eysteinn Jónsson situr m. a. í stjórn SÍS og hafði að sjálfsögðu hönd í bagga með þessum kauphækkunum fyrirtækis síns. Hefur hann og margoft þakkað sjálfum sér og SlS fyrir þetta framtak sitt. En gott er að hafa tungur tvær. Eysteinn Jónsson hefur nefnilega sjálfur setið í ríkisstjóm og staðið frammi fyrir þeim vanda, sem óraunhæfar kaup- hækkanir valda. Og hvað segir hann þá. Eftirfarandi um- mæli er kafli úr ræðu sem Eysteinn flutti á Alþingi 1948: „Nú er þjóðin enn einu sinni á vegamótum í þessum efnum. Nú skortir ekki raddir, sem segja: Dýrtíðin hefur vaxið í hlutfalli við launin. Nú ber að krefjast og knýja fram launahækkanir. Almenn herferð er undirbúin til launahækkana. Ef í hana verður lagt og hún ber árangur, getur enginn hagur af því orðið samt. Ástandið er þannig orðið, að því meiri launahækkanir sem verða, því meiri skattar — og því meiri skerðing vísitölu — þvi meiri gengislækkun eftir skamma stund — eftir því til hvers gripið verður í neyðinni. Launasamtökin verða að skilja að þau verða að taka alvarlega sínar eigin ályktanir og leggja þungann í að styðja það og krefjast þess að margs konar ráðstafanir verði gerðar, sem koma í staðinn fyrir kauphækkanir ...“. Alþt. 1948 (Fjárlög 1949), bls. 1199. ,Njósnaskýrslan' Framhald “it bls. 1. ist siðan framhald þessarar marklausu „njósnaskýrslu" Þjóðviljans og var það frekari eftirprentun á einkaskjölum Ásgeirs Magnússonar, sem hurfu úr íbúð hans eins og fyrr segir. Þjóðviljinn gætti þess auð vitað vandlega að þegja um það á hvem hátt skjölin hefðu komizt í hendur blaðsins. Ekk- ert birti blaðið heldur sem sýnt gat eða sannað að skjölin væru komin frá sendiráðinu, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Vísis og annarra blaða um bað. Látn- ar voru nægja fullyrðingar um að skjölin sýndu að þannig væri njósnað um alla íslend- inga! Með frásögn Ásgeirs Magnús- sonar og kæru hans tilrannsókn arlögreglunnar hefir verið flett kyrfilega ofan af helzta kosn- ingabragði kommúnista, bragði sem átti að færa þcini aukið fylgi við kjörborðið 9. júní. Má fara nærri um sannleiks- gildi annarra „njósnaskýrslna“ sem Þjóðviljinn hefir verið að birta undanfarna daga af þessu máli, enda hefir blaðið vand- Iega gætt þess að þegja um all- ar sannanir fyrir saneiksgildi þeirra. Yfirsakadómari Logi Einars- son, skýrði Vísi svo frá í morg un að rannsókn væri þegar haf- in í máli þessu. Hvað get ég gert tii kosmnga? Þeir Sjálfstæðismenn eru að vonum margir sem velta því fyrir sér, hvað þeir geti gert til kosninga, til að stuðla að sem glæsilcgustum sigri flokksins. Hinn óbreytti kjósandi gerir sér grein fyrir því, hve mikilvægt það er að tryggja áframhald hinnar hagstæðu efnahagsþró- unar, ábyrga og þjóðholla ut- anrikisstefnu og heilbrigt stjórn- arfar yfirleitt. Þetta fólk mun með atkvæði sínu á kjördegi lýsa yfir stuðn- ingi við þessa stefnu, en það eru rnargir, sem gjarnan vildu gera meira, og þeir geta líka gert miklu meira. Margháttij undirbúnings- störf þarf að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins, og er sjálf- boðavinna, bæði karla og kvenna á flestum aldri, vel þeg- in. Menn, sem vildu bjóða fram sín störf eða benda á aðra, sem líklegir væru til að starfa fyrir flokkinn, ættu að snúa sér til flokksskrifstofanna. í nútima þjóðfélagi vinnast ekki kosningar nema fjöldi manna leggi sig fram til að svo fari. Menn verða að vera á varðbergi gegn áróðri, snúast gegn óhróðrl og túlka sannleik- ann í hverju máli. Á öllu þcssu byggjast úrslit kosninganna. Sjálfstæðismenn hafa unnið sína sigra vegna þátttöku þúsundanna i kosninga baráttunni og svo mun einnig fara 9. júní.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.