Vísir - 17.05.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 17.05.1963, Blaðsíða 15
/ í SIR . Föstudagur 17. maí 1963. 15 0& framhaldssago eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar hugmynd um hvað hún var að hugsa. Hann gat að eins beðið þar til hún sjálf opinberaði það. — Ég sagði þér, að ég geymdi þau á öruggum stað. Þú vilt þó skki, að lögreglufulltrúinn finni þau. Allt í einu rann eins og ljós upp 'yrir honum. Og hann horfði á iiana skelfdur, eins og lostinn reið ir slagi: — Og nú þegar þú veizt það — hvað hugsarðu þér að gera? Hún reis upp og sneri sér að honum. —- Skilurðu það ekki, Rupert? Honum varð allt í einu óglatt af lyktinni af sterka ilmvatninu hennar — og vegna tillits augna hennar, en það varð ekki mis- skilið. — Fari í heitasta ef ég geri það, sagði hann gremjulega, en hann skildi það mæta vel. — Það er þó einfalt mál, Rupert. Ég vil að eins eitt, Rupert — þig. •— Já, það er það, sem þú,vilt. sagði hann kuldalega, þú vilt verzla við mig, og þitt framlag verður — þögnin. Hann brosti beisklega. — Það hijómar næstum eins og hótun — eins og þeir hóta, sem hafa leynivopn í fórum sínum og geta tortímt þeim, sem þeir hóta. -— Það var eins og augu hennar stækkuðu um helming — svo undr andi var hún, en þau báru líka hræðslu vitni. -— Þú mátt ekki láta þér neitt svo hræðilegt um munn fara. Skil- urðu ekki, að ég elska þig. — Elskar, sagði hann í örvænt ingu. Honum fannst, að hann væri luktur inni, þar sem engin tök voru að brjótast úr. — Hefi ég ekki sannað það?, spurði hún og var nú vottur móð ursýkislegrar æsingar í rödd henn ar. Ég hefði getað afhent lögreglu fulltrúanum þessi blautu föt. Ég hefði getað sagt honum, að ég hefði orðið vör við það, er þú læddist út um klukkan eitt f nótt, og að ég heyrði þig koma inn aft ur. Hún horfði á hann biðjandi augnaráði. — En ég gerði það ekki, Rupert. Ég sagði ekki eitt orð, sem hefði getað leitt grun að þér. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til þess að ekki kæmist upp um þig. Hún lagði hönd sína á handlegg hans. — Reyndu að vera rólegur, ástin mín, sagði hún sefandi röddu. Ég skil allt. — Gerirðu það? —• Það er bara ímyndun þín, að þú sért ástfanginn í Sorrel. Ég játa, að ég óttaðist það, en svo skildist mér, að þú værir að leiða aðra á villigötur með því. Ég hélt, að þú værir mér glataður. En í nótt skildist mér hve heimsk ég hafði verið. Hún vafði handleggjunum um háls honum. — Samt var nú þetta ekki fallegt af þér elskan mín. Það var ekki um að villast að- dáunina í augum hennar og hann horfði inn í skínandi björt augu hennar. — Og mamma þín, spurði hann skjálfandi af angist og fyrirlitningu — hefirðu engar tilfinningar? — Þú veizt, að ég hefi allt af hatað hana. Ó, það var skammar- legt hvernig hún reyndi að eyði- legga lífshamingju okkar. Mér hef ir aldrei fundizt, að ég ætti þig, að ég ætti þig ein — fyrr en nú. Hún hallaði höfði að öxl hans. — Nú veit ég, að tilfinningum þínum er eins varið og tilfinning- um mínum. Ó, Rupert, ég get næst um ekki trúað, að nú sé sá tími runninn upp, er við getum vgrið hamingjusöm saman -— þú og ég. Hcnum fannst allt í einu, sem hann væri sviftur öllum þrótti. Hann tók utan um hana — sér til stuðnings. Hún hafði rétt fyrir sér. Han hafði ekki um neitt að velja. Samt yrði hann að reyna .... — Enginn nema þú myndir hætta á jafnmikið mín vegna — það verð ég að játa. Hann reyndi að seg.Vt þetta hlý- lega, ástúðlega. Hún kyssti hann. Hann lagði hendur sínar að vörum hennar og horfði í augu hennar. Hélt hún í raun og veru, að hann hefði gert þetta hennar vegna? — En nú skal ég taka á mig allar byrðar, sagði hann. Segðu mér bara hvað þú hefir gert við fötin, svo að ég geti losnað við þau. Ó, þú þaft engar áhyggjur að hafa af þeim. Þau eru á vísum stað. Hún mælti nú í allt öðrum tón Svo losaði hún sig úr faðmi hans og gerði sér upp kæti. — Eigum við ekki að koma niður og sjá hvernig lögreglufulltrúanum gengur? Skjálfti fór um alla limi hans. Þegar hann skipulagði morðið hafði ekki flögrað að honum hvað þá meira, að neitt í þessa átt gæti gerzt. Vissi Diana hvað hún var að gera? Eða var hún að leika hlutverk elskandi konu til þess að nú sér niðri á honum. Diana hló — virtist gersamlega áhyggjulaus. En honum rann á ný sem kalt vatn milli skinns og hör- unds, er hann heyrði hana mæla svo. — Það skiptir engu um hana lengur, sagði hún. Það skiptir ekki neinu um neitt framar, nema mig og þig. Og Jónatan. Vertu hug- hraustur, og losaðu þig við þennan raunalega uppgjafarsvip. Allt fer vel, máttu trúa. En niðri í dagstofunni tók Davíð i Iíkt til orða. — Það fer allt vel um það er lýkur, sagði hann. Biðin virtist engan enda ætla að taka. Fyrst var beðið eftir lögregl unni. Svo eftir Iögríglulækninum — og nú niðurstöðunnar af lík- skoðuninni. I gær hafði allt verið með raun- veruleikablæ — og kannski yrði það svo á morgun, en í dag var tóm — og jafnvel Sorrel virtist framandi. Hún var klædd svörtu pilsi, sem á var óvanalega stór vasi, og hún var alltaf með höndina í vasanum eins og hún héldi um eitthvað, sem í honum var. Hún var í svartri peysu, sem var há i hálsinn.Hörund hennar virtist svo einkennilega hvítt — enn hvítara en vanalega, kannski af því að hún var svart- klædd. Hún var náföl, grænu, fall egu augun hennar starandi og tillit þeirra bar skelfingu vitni. — Heldurðu það?, spurði hún loks. — Vitanlega, sagði hann í upp- örvunartón. Burke er enginn heimskingi. Og Reynolds er á við tvo. Þeir munu komast að hinu sanna. — Ég er . . . svo . . . hrædd. •— Elskan mín — það er ég líka, Hann reyndi að mæla í hressi- legum tón. En þetta er ekki nema eðlilegt — að við séum smeyk. Kannski er það það eina, sem þessa stundina getur talizt eðlilegt. — Mér finnst ég sjá hana fyrir hugskotsaugum mínum — stöðugt. Hún var svo einmana. Hann færði sig nær henni, tók í hönd hennar, en það var eins og það væri enginn þróttur í henni. — Sorrel, elskan mín, við erum öll einmana. Erum einmana þegar við komum i þennan heim og eins Munið þér eftir þessum fimm milljónum, sem VORU í kassanum áður en þér lögðuzt? er við kveðjum hann, en þarna á milli eru þó tímar, sem við tengj- umst, stundum innilega, öðrum manneskjum, — leitum til annarra, af því að við höfum þörf fyrir það. Lokaðu mig ekki úti, Sorrel. Ég stend við hlið þér í þessu, geng við hlið þér hvert skref á þessari göngu. Trúðu mér, treystu mér. Við skulum reyna að hjálpa hvort öðru. — Ég er að reyna það Davíð. Vertu þolinmóður gagnvart mér. Ég vil ekki loka þig úti. — Það er bara . . . mér finnst stundum, að ég sé alveg að bug- ast. Hann þrýsti hönd hennar, von- daufur um að geta hjálpað henni. Hann bauð henni sigarettu. — Þakka þér fyrir, sagði hún og tók eina og reyndi að brosa. Og guði sé lof, að ég hefi þig, Davíð. Meðan hann hélt á eldspýtunni til þess að kveikja í sigarettunni heyrðu þau mannamál. Hún stóð eins og rígnegld — eins og hún byggist við, að fjandmaður hennar birtist þá og þegar. Davið tók sér stöðu við hlið hennar, er þau | komu inn Rupert og Diana. Diana fór á undan. Hún gekk rak leiðis til þeirra og var hin glað- legasta. — Mér datt í hug, að þið væruð hérna. Má ég Iíka fá sigarettu, Davíð. — Að sjálfsögði’ Vinsemd á yfirborðinu. Venju- lega kurteisisorð — eins og ástatt var líkast því, er dansmúsik var spiluð, þar sem að réttu lagi hefði átt að heyrast sorgargöngulag. Sorrel varð litið á Rupert og varð bilt við er hún sá breytinguna, sem orðin var á honum. Það var alveg ótrúlegt hver breyting var orðin á manninum. Hann leit undan, er hún horfði á hann. Hann virtist kinnfiskasoginn og hrukkur komar í andlit hans. Það var engu líkara en að hann hefði elzt um 10 ár á þeim hálf- tfma, sem liðinn var síðan er hún hafði séð hann. Og það var næst- T A R Z A N TAKZASJ'S HAK7EST J05, IN TEACHINS THE EASEK 50Y, ITO, TOTAUC, IS TOAAAHE HIM UM7EKSTAN? THE PIFFEREMCE 5ETWEEN 7, ME, MINE AM7 YOU, YOUÆS. OTHEK WOKPS, THE POY LEARMS QUICICLY. Það erfiðasta í sambandi við málakennsluna, er að kenna hon- um muninn á ég, mitt og þú, þitt. Hitt gengur prýðilega. Strákurinn staglast enn á: Þú Ito, ég Tarzan. Og aumingja Tarz an segir: Nei nei nei, sjáðu nú til (hann bendir á sjálfan sig og segir): ÉG. Ito, er fljótur til og segir: Nei nei nei, sjáðu nú til ar ÉG. (Já Ito er erfiðari viður- eignar en flest ljón sem apamað- urinn hefur fengizt við um dag- ana) Tarzan segir, ég er maður, þú ert drengur. En Ito, heldur blákalt fram hinu gagnstæða. Loksins tekur Tarzan í handlegg hans, og kynnir hann fyrir sjálf- um sér, og þá fer þetta að ganga betur. um ellibragður á honum, er hann gekk yfir gólfið út að glugganum. Honum var horfinn allur glæsi- bragur, hann virtist taugaveiklað- ur, vera, örvæntandi, en á hinn bóg inn var engu líkara en að Diana hefði yngzt um mörg ár. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, slmi 24616, PERMA, Garðsenda 21. sfmi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, nárgreiðsla við alira hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNl 6, sími 15493. HárgreiðJustofan SÓLE Y Sölvallagötu 72, Simi 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, slmi 14787. Hárgreiðslustofa ESTURBÆJAR Grenimel 9, sfmi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÖTTUR, Freyjugötu 1, simi 15799. Hárgreiðslustoia AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Strignskór Gúmmískór Barnnstígvél

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.