Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 1
 VISIR 53. árg. — Föstudagur 24. maí 1963. — 116. tbl. Nýir eigendur aí Valhöll Eigendaskipti hafa nú orðið að Hótel Valhöll á Þingvöllum, Ragnar Guðlaugsson Hressing- arskálanum og Pétur Daníelsson Hótel Borg hafa selt, en kaup- endur eru Ragnar Jónsson Þórs kaffi, Sigursæll Magnússon Sælakaffi og Þorvaldur Guð- mundsson Hótel Sögu. Verið er að gera ýmsar endurbætur á Hótel Valhöll um þessar mund- ir og keppa hinir nýju eigendur að því að opna um miðjan júni. Ragnar Guðlaugsson hefir í raun og veru annazt rekstur Hótel Valhallar síðan 1944, og oft orðið að leysa þar erfið við- fangsefni, í sambandi við mann- fagnað, við erfiðar aðstæður og tekizt vel. Eitt árið sá Pétur Daníelsson um Valhöll, en hann var meðeigandi í hlutafélaginu Valhöll, sem aðrir hafa nú keypt sem fyrr segir. Vísir hafði í morgun tal af einum hinna nýju eigenda, Sig- Framhald á bls. 5. ÁFRAMHALDANDI VIÐREISN ÞÝÐIR: 35-40 millj. króna skattalækkun Á miðvikudaginn gaf f jármálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, þá yfirlýsingu hér í blaðinu að á næsta þingi þyrfti að endurskoða tekjuskattslögin, með það fyrir augum að almennar launatekjur yrðu skattfrjálsar. Slík endurskoðun, sem Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa forgöngu um ef hann heldur stjómar- aðstöðu sinni, mun þýða 35—40 millj. kr. almenna skattalækkun. Yrði sú skattalækkun mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjumar. Ef talið er að almenn hækkun á tekjum frá skattabreytingunni 1960 sé 30% ættu hjón engan skatt að greiða af 90 þús. kr. tekjum og barnafrá- dráttur að verða 13. þús. kr. fyrir hvert bam. Hjón með 3 böm á framfæri mættu þá hafa 130 þús. kr. árstekjur sem yrðu skattfrjálsar, í stað 100 þús. kr. í dag. Skattfrjálsar tekjur einstaklinga myndu einnig hækka um 30%. Hér er um stórkostlega hagsbót að ræða fyrir allt láglaunafólk í landinu. Mikið ríður því á að Sjálfstæðisflokkunum sé tryggð aðstaða á næsta kjörtímabili til þess að koma þessum breytingum í framkvæmd. hafi tekjuskattur veriö algjör- lega afnuminn á venjulegum Iaunatekjum fólks. Síðan þessi skattabreyting var gerð eru nú liðin þrjú ár. Á þeim tíma hafa launatekjur fólks almennt hækkað um 30%. I samræmi við þá stefnu stjóm arflokkanna að almennar launa tekjur skuli vera skattfrjálsar þarf því að framkvæma endur- skoðun á skattalögunum á næsta þingi, eins og fjármála- ráðherra hefir lýst yfir hér i blaðinu. Yrðu þá skattfrjálsar tekjur hjóna með um 90 þús. kr. árslaun. Samsvarandi hækkun yrði á skattfrjálsum tekjum einstakl- inga, sem nú em 50 þús. kr. Barnafrádráttur yrði þá um 13 þús, krónur í stað 10 þús kr. í dag. Eins og fyrr er sagt er hér um stórfellt hagsmunamál allra launþega í landinu að ræða og mjög raunhæfar kjarabætur. En til þess að unnt sé að fram- kvæma svo víðtæka skatta- lækkun þarf viðreisnin að halda áfram og uppbygging efnahags- lifsins má ekki stöðvast. Mikið ríður því á að kjósendur velji viðreisn en hafni glundroða og skattpiningarstefnu þeirri, sem einkennt hefir stjómarfar Fram- sóknarflokksins og kommúnista. Með því að tryggja Sjálfstæð isflokknum aukið fylgi er grund völlur lagður fyrir slíkar kjara bætur á næsta þingi. Ríkisstjóm Ólafs Thors er fyrsta ríkisstjórnin sem Iækkað hefir skatta á þjóðinni um langa hríð. Strax og viðreisnarstjómin tók við völdum snemma á árinu 1960 var gerð yfirgripsmikil skattalækkun. í henni fólst það að tekjur Iáglaunafólks voru gerðar með öllu tekjuskattslaus ar. Afnuminn var með öllu tekju skattur á tekjur hjóna upp að 70 þús. krónum og á tekjur ein staklinga upp að 50 þús. krón- um. Þýddi þetta tugmilljóna skattalækkun, og einmitt hjá þeim sem minnst höfðu fyrir sig að leggja. Þá voru skatt- frjálsar tekjur hjóna hækkaðar um 10 þús. kr. fyrir hvert barn, þannig að hjón með t. d. 3 böm á framfæri sínu greiða nú engan tekjuskatt af 100 þús. kr. árs- tekjur. Má segja að með þessu ftg .. >i 'í.-y : ■ Borgarspítalinn nýi tekur til starfa innan tveggja ára Eins og Reykvíkingar hafa veitt athygli er borgarspítalinn nýi í Fossvogi vel á veg kominn og er gert ráð fyrir að hann taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Nú á að fara að leggja drög að kaupum á tækj- um og búnaði til spítalans og þykir rétt að hafa væntanlega forráðamenn hans með í ráðum við allar útveganir. í samræmi við það hafa nú stöður yfir- lækna við handlækningadeild og röntgendeild spítalans verið auglýstar lausar til umsóknar, en yfirlæknar lyflæknisdeildar og slysavarðstofu hafa þegar verið starfandi um árabil í borgarspítalanum (í Heilsu- verndarstöðinni nýju), þeir dr. Óskar Þ. Þórðarson og Haukur Kristjánsson. Einnig hafa stöð- ur forstöðukonu og matráðs- konu við nýja spftalann í Foss- vogi verið auglýstar lausar til umsóknar, en allar hinar aug- lýstu stöður, sem nefndar hafa verið verða að sjálfsögðu ekki veittar fyrr en spítalinn tekur tii starfa. GOS INNST VIÐ LAUGAVEGINN Um miðja vikuna kom heitt vatn og gufá úr nýrri borholu innst við Laugaveginn. Var þetta ágætis hola, sem bætti við hitaveitu okkar um 15 sekúndulitrum af 130 stiga heitri gufu. Er nú þegar sýnilegt að hér í landi borgarinnar fæst nógur hitakraftur til leiðslu hita veitu í alla byggðina. Það var snemma morguns, sem starfsmenn á stóra bornum urðu varir við, að gufa var kom in i holuna. Gerðist þetta með snöggum hætti og var kraftur- inn svo mikill, að Iíktist einna helst Geysis-gosi. Var borinn þá kominn niður á um 700 metra dýpi. Myndin sem hér birtist var tekin um morguninn, þegar gr.s- ið stóð sem hæst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.