Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 24. maí 1963. -----y ... Guðmundur fru Miðdul lútinn Guðmundur Einarsson frá Mið- dál myndhöggvari og listamaður iézt í nótt á 68. aldursári. Guðmundur frá Miðdal var löngu landskunnur maður. Hann var óvenju fjölhæfur listamaður, jafnt sem myndhöggvari og drátt- listarmaður, leirbrennslumaður, rit- höfundur og ljósmyndari. Hann var íþróttamaður fram eftir ævi, Mynd þessa tók Ijósmyndari Vísis B. G. um hádcgisbilið á miðvikudag en þá höfðu nokkur hjálpartæki verið fiutt á staðinn. Framhald á bls. 5. Guðmundur Einarsson 45 tonna jarðýta festist í flæðarmáfí og fór í kaf Eftir mikið starf og strit all- an s. 1. miðvikudag og fram til klukkan tvö um nóttina, náðist ein stærsta og dýrasta jarðýtan, sem til er hér á Iandi, upp úr flæðarmálinu fyrir neðan Sorp- eyðingarstöðina við Grafarvog. Hér er um að ræða tiltölu lega nýja jarðýtu eign íslenzkra Aðalverktaka h.f. og mun hún hafa kostað um þrjár milljónir og sex hundruð þúsund. En svo slysalega vildi til, þegar verið var að skipa henni í land um kl. 9,30 s. 1. miðvikudagsmorgun að jarðýtan lenti í sjónum fest- ist f sandbleytu og um þrjú leyt ið, um daginn þegar háflæði var sást ekki lengur í ýtuna. Hún fór £ kaf og er því stór- skemmd. Undanfarið hefur þessi jarð- ýta unnið við Loranstöðina á Hellisandi og tók þá 1750 kr. fyrir klukkutímann. Það var sementsferjan frá Akranesi sem fengin var til þess ' að flytja ýtuna og gengu flutn- ingarnir vel þar til átti að setja hana í land inni í Grafarvogi. Það sem einkum olli þessu óhappi voru ónógar upplýsingar ||||| um fjöruna, því þegar til kom ||!l|| var hún of gljúp fyrir jarðýt- una. Var leitað til Björgunar h.f. um aðstoð, sem fékk síðan vél- ar frá nokkrum öðrum fyrir- tækjum til aðstoðar við björg- unina, sem hófst um kl. tólf á miðnætti. Allan daginn hafði verið unnið að ýta sandi niður í flæðarmálið, grafa braut fyrir ýtuna og koma ýmsum tækjum fyrir. Og þó klukkan væri orðin tólf á miðnætti hafði mikill/ fjöldi fólks safnazt saman fjörunni og sjá mátti samfellda röð bíla á veginum neðan úr fjöru og upp að Sorpeyðingar- -......... stöð. Fjöldi hjálpartækja hafði verið fluttur uppeftir, skurð- gröfu hafði verið komið fyrir á járnflekum í flæðarmálinu, sex dráttarbílar voru komnir á Framhald á bls. 5. Á háflæði flæddi alveg yfir ýt- una og um tíma voru 3 m niður á þak hennar. Á. myndinni sézt þegar ýtan er að fara í kaf. 44 taka þátt í sjó- stangaveiSimótinu Fyrsti aeindist björgunin að því að ná ýtunni upp f ferjuna aftur. SJÓREKIN ÚLPA FINNST Lfkur benda til að það sönnun- argagn hafi nú fundizt, sem bendi ótvírætt til afdrifa ungu mannanna tveggja sem hurfu úr Reykjavík um miðja s.l. viku, þeirra Bjöms Braga Magnússonar og Jóns Bjömssonar. Þetta sönnunargagn er sjórekin úlpa sem talin er vera af Birni Braga og fannst í fyrrakvöld rekin í fjörunni milli Pálsbæjar og Minni-Bakka á norðanverðu Sel- tjarnamesinu. Á svipuðum slóðum fannst og plitti rekið úr bátnum, sem talið er að þeir muni hafa farið út á. Henry Hálfdánarson forstjóri Slysavarnafélagsins tjáði Vísi að þetta benti til þess sem hann hafi í upphafi talið langlíklegast að báts og manna væri ekki langt að leita. Er hugmyndin að fá flugvél eftir hádegið f dag til að fljúga yfir svæðið vestur af Eiðisgranda og kanna hvort nokkur ummerki sjáist úr lofti. Þá er stórstraumsfjara og þess vegna óvenju góð aðstaða til leitar vegna grynninga. Gengið hefur verið á fjöru dag hvern síðan leitin að mönnunum tveim hófst og auk leitarflokka frá Slysavarnafélaginu hafa það einkum verið vinnufélagar þeirra Björns Braga og Jóns sem tekið hafa' þátt í leitinni sem sjálfboða- liðar. Sjóstangaveiðimótið hófst I gær i Vestmannaeyjum. Þá um morguninn létu 7 bátar úr höfn með glöðum og reifum kepp- endum. Það eru 44 menn sem taka þátt í keppninni. Sex þeirra mynda sveit frá Vestmannaeyj- um og 7 mynda sveit Banda- ríkjamanna af Keflavíkurflug- velli. Aðrir keppendur eru frá Reykjavík, en það fórst fyrir að keppendur kæmu frá öðrum löndum. Erfitt var að fá báta, þar sem humarveiðar eru nú byrjaðar af fullum krafti, en þó fengust 7 bátar 30-50 tonna og eru það þessir bátar: Haraldur, Erlingur, Sævar, Skúli fógeti, Víkingur, Guðbjörg og Auðbjörg. Fyrsta daginn gekk veiðin heldur treglega. Það var bræla á um morguninn en batnaði upp úr hádegi. Bátarnir dreifðu sér kringum eyjamar. Um kvöldið þegar komið var inn og aflinn vigtaður, kom i ljós, að Lúðvík Eggertsson var með mest aflamagn 103,6 kg, næstur var Marinó Þórarinsson með 99,7 kg og þriðji Loftur Framhald á bls. 5. Lilliendaltl lyfsali n Dalvík Lyfsöluleyfi á Dalvík hefur nú I verið veitt. Er skýrt frá þvf í Lögbirtingablaðinu, að Ingólfi Lilliendahl cand. pharm. hafi vcrið veitt lyfsöluleyfió frá 1. sept. n. k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.