Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 24. maí 1963. 5 Yfír 20 bátar meí 13 þúsund tuttaur Tuttugu og einn síldarbátur fengu 13.000 tunnur í gærkvöldi og nótt á svipuðum slóðuni og áður eða 15 sjómílur NV af Akranesi og allt vestur undir Jökul. Af eftir- töldum bátum lögðu fimm upp á Akranesi, 2200 tunnur, en hinir flestir eða allir í Reykjavík. Skírnir 800, Sigurður Bjarnason 350, Sæþór 500, Jón Garðar 350 Guðrún Jónsdóttir 800, Fiskaskagi 200, Garðar 800, Halldór Jónsson 600, Skarðsvík 1300, Jökull 250, Ólafur Magnússon 1200, Auðunn 600, Þórsnes 700 í nótt og 1100 i gærkvöldi, Höfrungur II. 700 I nótt og 500 í gærkvöldi, Steingrímur trölli 550, Valafell 500, Guðmundur Péturs 400, Eldborg 800, Snæfell 950, Páll Pálsson 300. Jurðýta — Framhald af bls. 16. staðinn, þrjár jarðýtur og gúmmíhjólaskófla. Þegar að öllum undirbúningi var lokið og strengjum hafði verið komið í jarðýtuna voru blakkir notaðar til þess að tvö- falda átakið. Nálgaðist ýtan smátt og smátt, þar til að 3 jarðýtur tóku í hana og drógu hana upp í fjöru. Var jarðýtan síðan um nótt- ina flutt til Keflavíkur. Ekki var hægt að segja strax um hversu skemmdirnar höfðu orð- ið miklar, en búízt var við að það þyrfti að rífa hana sundur stykki fyrir stykki. Jarðýtan er af gerðinni „Cat- erpillar D 9“ og mun hún vera um 45 tonn. En „tönnin“ var ekki á henni þegar að óhappið vildi til. Valhöll — í fyrrakvöld urðu menn varir við óvenju mikla olíubrák á ytri höfn- i.nni hér í Reykjavík og var lög- reglunni gert aðvart um þetta. Var talið samkvæmt lauslegri á- 1 gizkun að þarna kynni að vera um | mörg tonn af olíu að ræða sem í runnið hafi í sjóinn. Var og óttazt að hún kynni að verða fugli að fjörtjóni. í fyrstunni var talið að olíu- rennsli þetta stafaði frá olíugeym- um Essó í Örfirisey, en samkvæmt upplýsingum forstjóra Olíufélags- ins, Jóhanns Gunnars Stefánsson- ar, eru litlar sem engar líkur fyrir því að svo geti verið. Forstjórinn sagði að allar leiðslur og kranar frá geymunum hafi verið gaum- , gæfilega rannsakað og hvergi orðið vart við leka. Jóhann Gunnar taldi | allar líkur benda til þess að olíu- j brák þessi stafaði frá olíuskipum | þeim sem undanfarið hafa verið hér við að'losa olíu, bæði í Laug- arnesi og Örfirisey. Gæti alltaf komið fyrir að eitthvað rynni af olíu í sjóinn þegar verið væri að tengja leiðslurnar frá skipinu við tankana í landi og eins þegar ver- ið væri að taka þær upp. Enn glæðásf huntaraflinn Afli bátanna, sem eru á humar- veiðuin frá Akranesi er enn að giæðast. Hann hefur verið um 4 tonn í róðri og talsvert af öðrum fiski að auki. Nú koma þeir inn með um 6 tonn. í gær komu 3 bátar með 5-6 tonn af humar hver en einn var að losa í morgun og hafði -sá feng- ið 6 tonn. Enn einn var væntan- legur með 6 tonn. Mikill fjöldi barna og unglinga vinnur við humarinn í landi. Framhald _-.l bls. 1. ursæli Magnússyni. Hann sagði að þeir hefðu fullan hug á að byggja nýtt hótel á Þingvöllum þegar aðstæður leyfðu, hvað sem úr yrði, ákvörðun í því efni biði síns tíma. Þeir hefðu nóg á sinni könnu í bili við endurbæt- ur á því hóteli sem fyrir er á Þingvöllum; þar væri m. a. unnið að endurnýjun eldhúss, símstöðvar og snyrtiherbergja og keppt að því sem fyrr var sagt, að geta opnað um miðjan næsta mánuð. Slys í nóft í nótt slasaðist maður í síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti er hann Ienti með fót í færibandi. Maður þessi heitir Gunnar Þor- geirsson, Ásgarði 5. Hann liggur nú í sjúkrahúsi eftir að skoðun á meiðslum hans hafði farið fram í slysavarðstofunni í nótt. Um líðan hans og meiðsli er blaðinu að öðru leyti ekki kunnugt. Þess mun einsdæmi að flokk- ur í stjómarandstöðu hafi haft eins mikil áhrif á gang þjóð- málanna og störf ríkisstjórnar- innar eins og Framsóknarflokk urinn. Eitt merkismálið af öðm er nú knúið fram vegna harðrar baráttu þess ágæta flokks — og á hann þó engan mann í ríkis- stjórn. Skemmst er að minnast hinna miklu tollalækkana sem rikis- stjórnin framkvæmdi á nýaf- stöðnu alþingi. Þá lækkuðu toll- ar á landsfólkinu um tæpar 100 milljónir króna. Einn aðalþáttur þeirra lækkana var stórlækkun á tollum á landbúnaðarvélum, svo nemur tugum þúsunda á hverju tæki. Þessa lækkun þökk uðu Framsóknarmenn sér og kváðu hana koma til vegna ein- beittrar afstöðu sinnar á þingi. Mættu bændur þakka Framsókn þessa miklu hagsbót sína. Svínbeygðu Breta. Og nú er komið í ljós að afl Framsóknar Iiggur víðar en á sviði dráttarvélanna. Þeir hafa nú, að eigin sögn, knúið Breta til þess að viðurkenna 12 mílna landhelgina við ísland og komið í veg fyrir að þeir vilji fá veiði réttindin við ísland framlengd þegar Iandhelgissamningurinn rennur út. Og þeir hafa líka knúið ríkis stjórnina til þessarar sömu stefnu fengið Ólaf Thors og ráð herra hans til þess að viður- kenna 12 mílna Iandhelgina. Þetta er stórkostlegt afrek, enda er Tíminn með glaðara móti vegna þessa mikla sigurs Fram- sóknar. Eysteinn á ráðherra- launum. Líklega er ókurteisi að minn- ast á það, svona neðanmáls, að Bretar voru reyndar búnir að viðurkenna 12 mílna landhelg- ina fyrir 3 árum, þegar þeir und irrituðu landhelgissamninginn, en í honum er heil grein um fulla viðurkenningu. Þá lýstu Bretar því einnig yfir að þeir myndu ekki fara fram á fram- lengingu samningsins. Og síð- an hafa stjórnarflokkarnir báð- ir margsagt að ekki kæmi til mála að réttindi þeirra yrðu framlengd. En á slíkum yfirlýs- ingum var auðvitað ekki viikið að byggja. Málið var ekki tryggt fyrr en Framsóknarmenn gengu til leiks og settu Bretann upp við vegg og knúðu ríkis- stjórnina til þess að gefa skor- inorðar yfirlýsingar. Liggur í augum uppi hves virði það er einu lýðræðisríki að eiga slíka stjórnarandstöðu, sem bæði er nógu máttug og nógu vitur til þess að skilja það að það er fyrst þegar hún grípur til vopna að hægt er aðt reysta heitum. Þetta afrek Framsókn ar sýnir að raunar ættum við íslendingar að fara að dæmi Breta og launa formann stjóm- arandstöðunnar sem ráðherra væri. Er það sú minnsta viður- kenning sem Eysteinn ætti að hlotnast fyrir að hafa knúð ríkis stjórnina inn á rétta braut í Iandhelgismálinu. Rökrétt ályktun. Og það er líka annað mjög athyglisvert í þessu máli. Hetju leg barátta framsóknar fyrir því að gera traktorana tollfrjálsa og bjarga 12 mílunum á þurrt sýnir að notagildi þessa ágæta flokks er mörgum sinnum meira þegar hann er utan stjórnar. Hvorugt þetta mál ieysti Fram- sókn meðan hún var í vinstri stjórninni, þrátt fyrir ítrckaðar tilraunir. Þess vegna er Ijóst að það er landi og þjóð hið mesta nauðsynjamál að flokk- urinn sé áfram utan stiórnar, svo hann fái áfram beitt áhrifa- mætti sínum á bennan sérstæða en ákafle,»a áhrifamikla bátt os bjargað lífshagsmunum bjóðar- innar enn um skeið í örugga höfn. Fallegir munir á sýn- ingu Elliheimilisins í dag, föstudag, og á morgun,' verður opin á Ellilieimilinu, sölu- sýning á munum sem vistfólkið hefur búið til. Á sýningunni eru alls um 2000 hlutir, sem 50 af gamla fólldnu hafa gert. Meðal- aldur þeirra er útbjuggu muni fyr ir sýninguna er 80 ára, en elzt er Sigríður Brynjólfsdóttir, 101 árs. Á sýningunni er að finná ótrú- lega fallega og vel gerða hluti. Úr- val er einnig mikið. Klukkustreng- ir, sígarettuöskjur, skermar, dúkar, körfur bakkar o. fl. Hlutirnir eru listavel unnir. Á myndinni, sést Sigurlína Gísla dóttir, ein þátttakenda. Klukku- strengina þrjá hefur hún saumað út. Sigurlína, er fædd árið 1880 í Glæsibæ í Skagafirði. Það er ástæða til að hvetja Reykvíkinga og aðra til að skoða þessa sýningu, því að sjón er sögu ríkari. Sýningin verður opin frá 1—6 báða dagana. Stangoveiði — Framhald af bls. 16. Guðmundsson með 87,4 kg. Flesta fiska hafði Magnús Valdimarsson 117 talsins. Þyngsta fiskinn dró Banda- ríkjamaður Mc Donald. Var það lúða 11,8 kg. Mótið heldur áfram í dag og lýkur á morgun. Verða veitt vcrðlaun fyrir þýngsta fisk af hverri fisktegund, og fyrir mest an afla. Lótinn — Framh. af 16. síðu. fjallamaður og ferðalangur jafnt í heimalandi sínu sem á erlendum slóðum. Guðmundur fæddist 5. ágúst 1895 að Miðdal í Mosfellssyeit. Hann hóf listnámsferil sinn -hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera árið 1911, gekk á listaháskólann í Khöfn 1919 og stundaði mynd- höggvaranám í Munchen á árabil- inu 1921—25. Eftir það hefur Guðmundur helgað sig listinni og er löngu alþjóð kunnur jafnt fyrir höggmyndir sínar sem málverk. Árið 1930 stofnaði hann fyrsta listiðnaðarverkstæði fyrir leir- brennslu sem hérlendis hefur verið stofnað og er starfandi enn í dag. Eftir Guðmund liggja ýmis rit- störf m. a. þrjár bækur, sem eink- um fjalla um ferðalög hans heima og erlendis. Hann hefur og skrifað fjölda greinar £ ýmis tímarit og blöð, m. a. hefur hann ritað meira eða mirina £ Vfsi á undanförnum 45 árum. Guðmundur var og list- fengur áhugaljósmyndari og tók auk þess listrænar kvikmyndir. Guðmundur lét sig félagsmál miklu skipta, m. a. var hann einn af forystumönnum £ hópi mynd- listarmanna, hann stofnaði Fjalla- menn og varð formaður þeirra frá upphafi, hann hefur og átt sæti £ stjórn Ferðafélags íslands frá þvi skömmu eftir stofnun þess og fram til þessa. Guðmundur var kvæntur og ! lætur eftir sig börn. Hans verður I aetið nánar sfðar hér i blaðinu. Prófarkalesari Dagblaðið Vísir vill ráða prófarkalesara frá 1. júní. Stúdentsmenntun og staðgóð íslenzkukunnátta áskilin. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra blaðsins, merkt „Prófarkalesari“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.