Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 24. maí 1963, 3 Úr réttarsalnum á Seyðisfirði. Hægra megin á myndinni sjást skipstjórinn Þórarinn Olgeirsson og verjandi hans Gísli ísleifsson. í bak- sýn eru dómforseti Erlendur Bjömsson bæjarfógeti og Guðlaugur Jónsson meðdómandi. Nú í vikunni var brezkur tog ari tekinn að veiðum innan land helgi við Austurland. Þett var 500 tonna togari frá Grimsby, sem heitir Spurs. Var hann ný- kominn á niiðin, þegar Þór kom að honum og tók hann fastan. Var farið með hann til Seyðis- fjarðar og þar var myndin sem hér birtist í Myndsjánni tekin í réttarsal. Þessi réttarhöld voru óvenju- leg að því leyti, að skipstjórinn á hinum brezka togara er Is- lendingur að ætt, Þórarinn Einar Olgeirsson sonur Þórarins Olgeirssonar í Grimsby. Sést hann á myndinni Iengst til hægri með verjanda sínum. Framkoma hans í réttinum var öll hin prúðasta og skiptl þar mjög í tvö hom frá fram- komu hin, alræmda John Smiths. Þórarinn er 46 ára að aldri og hefur verið togaraskipstjóri síðan 1939. Á stríðsárunum starfaði hann í brezka flotanum á togara sem notaður var sem tundurduflaslæðari. Hann hefur löngum verið að veiðum á is- landsmiðum, en aldrei fyrr verið tekinn fyrir landhelgisbrot. Það kom fram í réttinum, að honum sárnaði það mjög per- sónulega, að hann skyldi nú hafa verið tekinn, sérstaklega þar sem hann kvaðst hafa lagt mikla áherzlu á það, að hér hefði verið um algert óviljaverk og kenndi því um að skekkja hefði verið á áttavita togarans auk þess sem straumar hafi ver- ið sterkari þama en hann hafði búizt við. Togarinn hafði verið að veið- um á svæði þar sem heimilt er að veiða upp að sex mílum, en síðan hafði hann rekið inn i „gaflinn“ á tólf mílna svæði. Þama sem skipstjórinn viður- kenndi brot sitt tók skjótan tíma að kveða upp dóminn. Dómforsetinn Erlendur Björns- son las upp og tilkynnti að skip stjóri fengi 260 þús. króna sekt og afli að verðmæti 16 þús. kr. og veiðarfæri að verðmæti 120 þús. voru gerð upptæk. Skipstjórinn hlýddi á dóminn og svipur vonbrigða kom á hann. — Mér finnst þetta harð- ur dómur, sagði hann. Hér var um algert gáleysisbrot að ræða, en ég fæ sömu refsingu og um ásetningsbrot hefði verið að ræða. Ég vildi því leyfa mér að áfrýja dómnum til Hæstaréttar Íslands. Þetta sama kvöld setti Geir Zoéga umboðsmaður togarans tryggingu fyrir öllum greiðslum og þá gat Þórarinn skipstjóri á Spurs siglt þegar út aftur til veiða. -K Sr. Árelíus Níels- son formaður BÆR Fjölmennur fundur Hvutur Bandalag æskulýðsfélaga Reykja víkur hélt ársþing sitt nýlega. Þar vom gerðar ýmsar breyt- ingar á lögum og stefnuskrá sam- takanna. Bygging æskulýðshallar virðist nú ekki tímabært viöfangs- ef,ni í bili, þar eð hentugra þykir að dreifa æskulýðsstarfsemi borg- arinnar meira í hin ýmsu þéttbýlu og mannmörgu hverfi. íþróttasamböndin fylkja sér hins vegar ein um byggingu íþrótta- hússins í Laugardalnum, sem jafn- framt verður sýningarhöll verzlun- arsamtaka og borgarinnar yfirleitt. B.Æ.R. vill hins vegar sem heild leggja áherzlu á að efla samstarf og kynni hinna ýmsu aðildarfélaga með því að beita sér fyrir æsku- lýðsdegi og jafnvel æskulýðsviku, þar sem efnt yrði til samkomu- halds, listkynninga og sýninga, sem túlkuðu sem bezt hugsjónir og áhugamál unga fólksins á hverj- um tíma. Auk þess yrði aukin og efld fyrirgreiðsla um útvegun fræðslu- þátta, fyrirlestra, kvikmynda og kyrrmynda, sem orðið gætu starf- semi hinna ýmsu aðildarsamtaka að liði, og haldin námskeið fyrir verðandi foringja og forystumenn. Þing B.Æ.R. taldi nauðsynlegt, að stjórn borgarinnar notfærði sér sem bezt þessi samtök æskulýðsins og styrkti því frjálst framtak B.Æ.R. til virkrar þátttöku í starf- semi Æskulýðsráðs þess, sem nú starfar. Hér eru framréttar hend- ur unga fólksins sjálfs og áhuga- samra manna og kvenna, sem unn- ið hafa áratugum saman að fé- lagsmálum æskunnar í borginni og eru þar reynslunni ríkari um allt, sem æskulýðsmál snertir. Taldi þing þetta einsætt, að bandalagið nyti framvegis styrks frá borg og ríki til eflingar starf- semi sinni og fól verðandi stjórn að athuga um slíkan fjárhags- grundvöll í náinni framtíð. En hingað til hafa samtökin engan opinberan stuðning hlotið nema þá óbeinlínis, og hefur fjárþröng því mjög torveldað allt starf B.Æ.R. Núverandi stjórn B.Æ.R. er þannig skipuð: Sr Árelíus Níelsson, form., sr. Ólafur Skúlason, ritari, Ingi B. Ár- sælsson, féhirðir, Ólafur Pálsson, varaform., Gísli Gunnarsson, meðstj., Gullveig Sæmundsdóttir, meðstj., og Ragnar Kjartansson, meðstj. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimálastjóra, Þór Guðjónssyni, nýlega hefur verið lítll silungs- veiði yfirleitt í ám í vor. Sennilegar orsakir fyrir þessari veiðitregðu taldi veiðimálastjóri vera þær hvað hlýindi voru mikil í marz aánuði í vetur og að silung- urinn hafi þá leitað til sjávar. Sil- ungurinn heldur sig f ánum að vetrinum, að því er bezt er vitað, en gengur til sjávar þégar hlýnar á vorin. í marzmánuði gerði vor- Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt efndi til kosningafundar í Sjálf- stæðishúsinu s.l. mánudags- kvöld. Var þar hvert sæti skip að og fundurinn hinn ágætasti veðráttu og eins fyrstu dagana í apríl og þá er sennilegast að sil- ungurinn hafi leitað fram og verið horfinn að mestu þegar veiðitím- inn hófst. Margir veiðimenn voru útbúnir í léiðangra um páskana, en þegar kuldahretið kom hættu ýmsir þeirra við að fara, en hinir gátu lítið aðhafzt sökum veðráttunnar. Síðan þá hefur verið mikil að- sókn í ýmsar veiðiár þ. á m. aust- í alla staði. Formaður Hvatar, María Maack, setti fundinn. Sjö konur fluttu þar næst ávörp og hvöttu konur til baráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi ur í Skaftafellssýslu, Árnes- og Rangárvallasýslu og viðar, en eft- irtekjan í heild verið rýr. Víðast hvar hafa menn þó orðið varir, en uppgrip hvergi. Einna bezt hafa menn látið af silungsveiði í Þor- leifslæk í Ölfusi og sumir telja sig hafa orðið sæmilega vara í Ytri-Rangá, en veiði aftur á móti brugðizt að mestu í Eystri-Rangá þótt þar sé oft um ágæta veiði að ræða. kosningum. Fyrst tók til máls frú Auður Auðuns, forseti borg- arstjórnar, frú Guðrún Helga- dóttir skólastj. Kvennaskólans frú Kristín Sigurðardóttir, frú Gróa Pétursdóttir, borgarfull- rúi, frú Jónína Þorfinnsdóttir frú Helga Marteinsdóttir veit- ingakona og frú Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður. Var gerður hinn bezti rómur að máli þeirra allra. Að ræðum loknum var kaffidrykkja. Þá söng Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari en Skúli Hall- dórsson lék undir. Kynntu þeir m.a. ný lög eftir Skúla. Þá skemmti Ómar Ragnarsson með gamanvísum og gamanspjalli. í upphafi fundarins tilkynnti formaður, að Hvöt efndi til eins dags skemmtiferðar um Suður- nes á morgun (uppstigningar- dag). e> SilungsveiBi hefur brugðizt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.