Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 31. maí 1963, 3 f- ' < X ■ Eins og sjá má á myndinni var keppnin mjög jöfn. og enginn vildi láta sig fyrr en í síðustu lög, Sundkeppni lögreglunar .^nu iíiUj <Bí biitiuii i Það var glaða sólskin um há- degisbil. Stór hópur hraustra lögreglumanna stóð á laugar- bakkanum. Að þessu sinni voru þeir ekki klæddir svörtum borða lögðum einkennisbúningum eða í erindum yfirvaldsins, heldur stóðu þeir þama á sundskýlum og biðu þess að keppnin hæfist. Skotið reið af úr byssu Erl- ings Pálssonar yfirlögregluþjóns og kapparnir stungu sér í laug ina. Hin árlega boðsundskeppni Iögreglumanna var hafin. Nær árlega síðan 1938 hafa Iögregluþjónar þreytt með sér sundkeppni. Keppnin sem er boðsundskeppni er milli þriggja vakta götulögreglunnar. Og s.I. þriðjudag vom varðstjóramir þrír: Guðmundur Hermannsson, Óskar Ólafsson og Bjarki Elías- son mættir með sveitir sínar til keppni. Að sjálfsögðu vant- aði ekki dómara, tímaverði og aðra starfsmenn, þau störf önn- uðust Sigurður Þorsteinsson, varðstjóri og þjálfari lögregl- unnar, rannsóknalögreglumenn auk Einars Hjartarsonar, sem var yfirtímavörður. í fyrra háðu sveitir sömu Tólf lögregluþjónar af þeim fjórtán, sem skipuðu sveitina sem sigraði, ásamt varðstjóranum. Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn afhendir Guðmundi Hermanns- syni, varðstjóra verðlaunagripinn sem keppt var um. Ljósm. Vísis B.G. varðstjóra keppni og lauk henni með sigri vaktar Guðmundar Hermannssonar. , Að þessu sinni voru það 14 manna sveitir sem kepptu og er ekki hægt að segja annað en keppnin hafi í fyrstu verið jöfn og hörð, en þegar á leið tóku menn Guðmundar að sækja sig mjög og sigruðu nú aftur. Hlutu þeir fagran verð- launagrip, sem Jónatan Hall- varðsson fyrrverandi lögreglu- stjóri gaf upphaflega til keppni þessarar er hún hófst 1938. ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.