Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 16
IMMW»
'
2S 32 SS ,22 S5 .25 38 33 ,SS>,.53 38
-
** :: ■
Sjálfboða-
liðar óskast
í dag og í kvöld vantar Sjálf-
stæðisflokkinn sjáifboðaliða til
að vinna við skriftir. Þeir sem
vildu veita aðstoð eru beðnir að
koma í Vonarstræti 4 (V.R.), 3.
hæð, eða hringja í síma 2-23-16.
Söng í 8 óperum í vetur
Magnús Jónsson, óperusöngvari við
komuna í gær.
Magnús Jónsson óperusöngvari
kom til Reykjavíkur frá Kaup-
mannahöfn f gærkvöld, en eins og
kunnugt er hefur Magnús starfað
við Konunglegu óperuna i Kaup-
mannahöfn frá því 1957, þar af
fyrstu tvö árin sem nemendi ó-
peruskólans.
Vísir átti í morgun stutt sam-
-------------------------------<♦>
80 kennaraefni
útskrifui í dag
í dag kl. 2 var Kennaraskól-
anum sagt upp f fyrsta skipti í
hinu nýja húsnæði hans við
Stakkahlíð. Og við það tækifæri
brautskráði skólastjórinn, dr.
Broddi Jóhannesson, fleiri kenn
araefni en nokkru sinni hafa
verið brautskráð úr Kennaraskól
anum i einu, eða rúmlega 80
talsins.
Skólastjórinn dr. Broddi sagði
Vísi í morgun, að geysilegur
munur væri á starfsskilyrðum
skólans síðan hann flutti í hina
nýju byggingu. Þó hefur þetta
verið nokkurs konar millibils-
ástand meðan verið var að
vinna að frágangi.
En næsta haust verða tilbún-
ar ellefu almennar kennslustof-
ur og einhverjar sérkennslustof-
ur, móti fjórum almennum
kennslustofum, sem voru i
gamla skólanum við Laufásveg.
Tala nemenda f Kennaraskól-
anum i vetur var 215, sem er
mun meiri fjöldi en áður hefur
tal við Magnús og innti hann
frétta.
— Ég er alveg dailðþreýttíir
eftir erfitt starfsár, sagði Magnús,
og hlakka til að slappa algerlega
af hér heima í sumar. í vetur hef
ég sungið aðalhlutverk í 8 mis-
munandi óperum í Kaupmanna-
höfn og auk þess sem gestur í
Osló.
— í hvaða óperum helzt?
— Hertogann i Rigoletto, Hoff
mann í Ævintýrum Hoffmanns,
Rudolf í La Boheme, í Hollending
urinn fljúgandi og Töfrafiautunni,
svo eitthvað sé nefnt.
— Og nú er starfsárinu lokið?
— Já, þvf lauk með tónlistar-
hátið, sem stóð frá 15.—31. maí
og er m. a. ætluð til að gefa
ferðamönnum, sem þegar eru fam
ir að streyma að, tækifæri til að
kýiinast óperunni. Það var mikið
að gera I sambandi við þessa há-
tíð.
— Hvenær hefst svo starfið
aftur?
— Æfingar hefjast aftur í ágúst
og ég verð hér heima alveg þang-
að til ég verð kallaður út.
— Hvemig líkar yður að starfa
í Kaupmannahöfn?
— Mér líkar það vel, en vildi
þó heldur vera heima. — En hér
er því miður ekkert við að vera.
— Hafið þér fengið tilboð um
störf annars staðar?
— Já, ég get fengið nóg að
starfa í Þýzkalandi, en þar er sá
Framhaid á bls. 5.
Senn líður að því að Reyk-,
víkingar geti á ný gengið yfir
Austurvöll, sezt þar á bekk og '
hvílt sig eftir annir dagsins. — I
N.k. laugardag er ráðgert að i
„opna“ mikinn hluta vallarins,
aftur, búið verður að hreinsa
steinstéttirnar og koma fyrir
bekkjum.
Að þvf er Hafliði Jónsson
garðyrkjustjóri tjáði Vísi í morg
un hefur verkið gengið vel og
staðizt áætlun ,en hún var að
framkvæmdum þeim sem ljúka
á að sinni verði lokið fyrir 10.
júní. Svæðið meðfram Vallar-
stræti verður látið bfða tii
haustsins, en þar er ætlunin að
hlaða upphækkun úr grásteini,
sams konar og Alþingishúsið er
hlaðið úr. Verður þar komið
fyrir bekkjum.
Svipur Austurvallar hefur
breytzt nokkuð, steinstéttir
taka nú yfir meira svæði
Framhald á bls. 5.
22 sýna á Vorsýningunm
Á morgun opnar Myndlistar-
félagið vorsýningu sína f Lista-
mannaskálanum. Á sýningunni
verða sýnd verk eftir 22 lista-
menn, sextfu málverk og tólf
höggmyndir.
Myndlistarfélagið var stofnað
fyrir um það bil þremur árum
og eru meðlimir þess alls tutt-
ugu og sjö að tölu. Eitt aðal-
verkefni félagsins er að efna
til svokallaðrar vorsýningar ár-
lega og eins og fyrr segir verð-
ur sýningin opnuð á morgun
og mun hún standa til 21. júní.
Á sýningunni verða tvær
Fjórir meðlimir Myndlistafélagsins, sem eiga myndir á sýningunni Myndin tekin e- þeir voru að setja upp myndr í gær. Talið frá vinstri:
Sveinn Björnsson Helga Weisshappel Pétur Friðrik og Eggert Guðmundsson.. Ljósm Vísis B. G.)
deildir sérstaklega helgaðar
tveimur látnum listamönnum,
sem báðir voru félagsmenn
Myndlistarfélagsins, þeir Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal
og Gunnlaugur Blöndal. í dejld
þeirri sem helguð er Guðmundi
eru fjögur olfumálverk, eitt
þeirra er meðal þeirra allra síð-
ustu sem hann málaði. Átti
Guðmundur eftir að árita hana.
Einnig eru tvær vatnslitamynd-
ir og ein höggmynd eftir Guð-
mund.
Meðal þeirra listamanna, sem
eiga myndir á sýningunni eru
Kjarval, sem á eina mynd,
Finnur Jónsson, Eggert Guð-
mundsson, Helga Weisshappel,
Pétur Friðrik og Sveinn Björns-
son.
Sýning þessi er önnur vor-
sýningin, sem félagið gengst
fyrir.
Núverandi formaður Mynd-
listarfélagsins er Finnur Jóns-
son, listmálari.