Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudagur 31. maí 1963. Stjórnmálafundur Heimdallar á laugardag: Kvikmynd um atburðina 30. marz 1949 verður sýnd Árás kommúnista og fylgiliðs þeirra á Alþingis húsið 30. marz 1949 var sögulegur atburður. At- burðurinn var sögulegur vegna þess að hann var tilraun annarlegs minnihluta til að beygja yfir- gnæfandi meirihluta íslenzka löggjafarþingsins undir vald sitt og vilja. Atlagan mistókst, lýðræðið verða að engu af því að ofbeldissinnaður minni- hluti vill það feigt og reynir að granda því. Atburðimir 30. marz 1949 vom kvikmyndaðir. Ein þeirra kvikmynda, sem þar voru teknar verður sýnd á fundi Heimdallar í Sjálfstæðishúsinu næst- komandi laugardag. Fundurinn er almennur stjórn Austurvöllur varð vígvöllur 30. marz 1949 — vettvangur kommúnista til valdbeltingar gegn Alþingi Islendlnga. ÖIl lögreglan og varalið var kvatt út. Borgaramir komu lögregl- unni einnig til aðstoðar. Árás- inni var hrundið. í átökum sínum við óaldar- lýð kommúnlsta beitti lögreglan táragasi og kylfum. Kommún- istar beittu grjóti, sem þeir rifu upp úr Austurvelli, bareflum, sem þeir náðu sér i, og þeir hvöttu sitt lið gegnum hátalara. stóðst raunina. Fyrst og fremst er að þakka sam- tökum borgaranna, sem brugðu við skjótt og slógu skjaldborg um þingið og hús þess og vörðu það gegn ofbeldismönnunum. Lýðræðissinnar fögnuðu sigri, kommúniskir áróðursmenn voru ýmist hand- teknir eða hraktir á brott. Ýmsir hlutu þunga dóma Hæstaréttar íslands eftir löng og söguleg málaferli. Enginn trúir því að kommúnistar hafi látið ó- sigurinn sér I léttu rúmi liggja. Síðan þeir biðu ósigur við Alþingishúsið fyrir fjórtán árum. Þeir ganga enn þá með kreppta hnefana í vasanum býðst. Þegar gengið er til kosninga og kommúnist- ar eru meðal frambjóðenda, er ekki úr vegi að rif ja þennan atburð upp. Hann minnir á hvers gæta þarf. Að lýðræðinu stafar hætta af kommúnistum, og lýðræðið verður að vemda, ef það á ekki að málafundur, en ræðumenn eru allir úr hópi ungra Sjálfstæðismanna. Þeir eru Birgir ísleifur Gunnars son, borgarfulltrúi, Bjarni Beinteinsson, formaður Heimdaííar, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, Gunnar G. Schram ritstjóri, Pétur Sigurðsson alþingismaður og Ragn- hildur Helgadóttir, alþingismaður. Fundarstjóri verður Þór Vilhjálmsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Lúérasveit Reykjavíkur leikur frá klukkan 14. Ungt fólk er hvatt til að sækja fundinn. Sjálf- stæðismenn munu fjölmenna til að hlýða á ræður forystumanna sinna og til að sjá hina fróðlegu kvik mynd um atburðina við Alþingishúsið 30. marz 1949. Ársarmenn belttu grjóti og bar- eflum. Hvar átti grjótiö að lenda? i einhvern andstæðinginn eða Alþingishúsið? í átökunum urðu margir fyrir alvarlegum meiðslum, t. d. lögregluþjónar. Afíi Akureyrarartogaranna á síðasta árí 5473 tonn Nýlega var haldinn á Akureyri aðalfundur Útgerðarfélags Akur- eyrlnga, en það gerir út fimm tog- ara, þá Kaldbak, Svalbak, Harð- bak, Sléttbak og Hrfmbak og m.b. Ingvar Guðjónsson. Auk þess rek- ur það hraöfrystihús, aðrar fisk- verkunarstöðvar og netaverkstæði. Á fundinum voru lesnar upp rekstrarskýrslur og reikningar fyr- ir síðastliðið ár. Framleiðslan var sem hér segir: Selt erlendis í 23 söluferðum 2,936 tonn. Freðfiskur til útflutnings 29,099 kassar eða 729 tonn. Heilfrystur fiskur 56 tonn, beita 91 tonn, nýr fiskur seldur innanlands 54 tonn. Full- verkuð skreið 82 tonn, skreið ó- pökkuð 8,5 tonn. Óverkaður salt- fiskur til útflutnings 12,2 tonn, verkaður saltfiskur til útflutnings 33,6 tonn, söltuð þorskflök 6.2 tonn. Úrgangur til Krossanesverk- smiðju 1,594 tonn. Afli togaranna var þessi: Kald- bakur 722 tonn á 165 úthaldsdög- um, Svalbakur 1,514 tonn á 235 dögum, Harðbakur 1,335 tonn á 209 dögum, Sléttbakur 1,479 tonn á 245 dögum og Hrímbakur 421 tonn á 77 úthaldsdögum. Samtals gerir þetta 5,473 tonn á 931 út- haldsdegi. Skuldir útgerðarfélagsins reikn- ast vera 95,9 milljónir króna. — Stærstu skuldirnar eru 21,5 millj. við Akureyrarbæ, 16,1 millj. við ríkissjóð, 12 millj. við stofnlána- deild sjávarútvegsins, 8,7 millj. við Landsbankann og 6,9 millj. við Hambros banka í London. Eignir félagsins að frádregnum höfuðstólsreikningi eru bókfærðar 49,2 millj. kr. Þar kemur í ljós, að Harðbakur er bókfærður 8 millj. kr., Hrímbakur 6,5 millj., Slétt- bakur 2,9 millj., Svalbakur er bók- færður 525 þús. kr. og Kaldbakur 300 þús. kr. Um rekstur skipanna á s.l. ári er það að segja að á aðalrekstrar- reikningi er reksturshalli félagsins reiknaður 2,8 millj. kr. Þá er reikn- að með ágóða af þremur togurum af Kaldbaki 2500 krónur, af Sval- baki 381 þús. og Sléttbaki 513 þús. kr. ágóða. En halli af tveim- ur togurum, af Haröbaki 2,2 millj. kr. halli og Hrímbaki 1,1 millj. En þegar alít er talið saman í rekstri togaranna, fyrningar, stofn- lánavextir og greiðslur til afla- tyggingasjóðs kemur í ljós að geysilegt tap er á rekstri allra tog- aranna. Tapið á rekstri Kaldbaks er þá 2,2 millj. kr., Svalbaks 1,2 millj. Harðbaks 1,6 millj., Slétt- baks 1 millj. og af rekstri Hrim- baks 1,1 millj. Eða samtals um iy2 milljón króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.