Vísir - 02.07.1963, Side 1

Vísir - 02.07.1963, Side 1
liiilS Ólafur Noregskonungur Sextíu Ólafur Noregskonung ur er sextugur í dag. íslendingar árna honum heilla á þessum merku tímamótum og flytja norsku þjóðinni kveðjur. Grein um Ólaf konung birtist á áttundu síðu Vísis í dag. Miklar truflanir urðu á innan- lands- og millilandaflugi í gær vegna þoku, sem grúfði yfir Reykja víkurflugvelli og Keflavíkurvelli mestan hluta dagsins, en bjart var rétt fyrir vestan og norðan Reykja- vik. Tvær af millilandaflugvélum Loftleiða urðu að lenda norður á Akureyri og flugu síðan beint til meginlands Evrópu. Flugvélar frá Birni Pálssyni flugu norður til Ak- ureyrar í veg fyrir þessar milli- landaflugvélar með farþega úr Reykjavík og áhafnir, sem skipt var um, eins og venja er til. Lóan, flugvél Björns, gat lent í Reykja- vík er hún kom úr norðurferðinni í gær, en Björn varð að lenda hinni vélinni, Vorinu, á Keflavík- urflugvelli. Þriðja flugvél hans, og Framh. á bls. 5 Góð síldveiði í Reyðarfjarðardýpi Sl. sólarhring var góð síldveiði í Reyðarfjarðardýpi, 30—38 mílur undan landi. Vitað er um 17 skip sem fengu þar samtals 12.250 mál og tunnur. Tvö skip fengu samtals 1100 mál austur af Bjarnarey. Fyrir norðan var heldur treg veiði, 18 skip höfðu tilkynnt þaðan veiði samtals 6250 mál og tunnur i morgun. Samtals eru þetta þá 37 skip með tæp 20 þúsund mái og tunnur eftir sólarhringinn. Veður hefir verið og er gott á öllu veiði- svæðinu, en þoka fyrir norðan eins og verið hefir. Eftirtalin skip hafa fengið yfir 500 mál og tunnur sl. sólarhring og tilkynnt veiði sem hér segir: Til Rauðarhafnar: Valafell 800 mál og tunnur, Eldborg 1100, Þor- Framh. á bls. 5. Frá setningu ráðstefnu menntamálaráðherra Norðurlanda J. Bomholt Danmörk.Armi Hosia Finnland, Helveg Petersen Danmörk, Edenmann Svíþjóð, Sivertsen Noregi og Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra islands. Myndin var tekin í Hátíðasal Háskólans í morgun, en þar fer ráðstefnan fram. Fréttamenn á fundi með menntamólaráðherrum: N0RRÆNA HÚSIÐ verður reist á HáskólalóSinni Það hefur nú verið á- kveðið og samþykkt af viðkomandi aðilum að Norræna húsið verði byggt á Háskólalóðinni. kostnaðinum að bygging Ríkisstjórnir Norður- unni og hafa norsku og landanna munu eins og dönsku ríkisstjórnirnar kunnugt er taka þátt í Framh. á bh. 5 úkkur er þetta óskiljaníegt 53. árg. — Þriðjudagur 1. júlí 1963. — 148 tbl. Niðaþoka á Suðurnesjum: Flugið iamað — sagði frú Klara Tryggvason i morgun í dag fæst endanlega úr því skorið hvort þau Þórunn Jóhanns- dóttir og maður hennar, rússneski píanóleikarinn V. Askenazy, ætla að setjast að í Moskvu, en ekki í London eins og þau höfðu ákveðið fyrir þremur mánuðum. Við brottförina frá Moskvu til London í gær lýsti Askenazy þvi yfir að þau myndu setjast að í Moskvu. Skýrir Þjóðviljinn svo frá í morgún, en það blað hefir einna bezt fréttasamband fyrir austan tjald. Brezku blöð in I gær og fyrradag skýrðu einnig frá því að hjónin myndu búsetja sig I Moskvu. Er píanó- leikarinn M. Frager enn sem fyrr aðalheimildtn fyrir þeirri frétt. En sú spurning er nú á allra vörum, bæði I London og hér heima, hvort Askenazy og Þór- unn skipti ekki enn um skoðun þegar þau eru komin aftur vest ur fyrir tjald. — Okkur er þetta óskiljan- legt, sagði frú Klara Tryggva- son, er Vísir átti við hana sím- tal i morgun. Þau voru staðráð in í að setjast að í London og höfðu svipazt um eftir húsi sem þau ætluðu að festa kaup á. — Haldið þér að ástæðan til þessara snöggu hughvarfs Ask- enanzys geti verið sú að hann og foreldrar hans hafi verið beitt þvingunum af rússneskum stjómarvöldum? — Um það get ég ekkert sagt. Mér finnst það þó fremur ósenniiegt. Jóhann Tryggvason, faðir Þór unnar, var rétt genginn út úr Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.