Vísir - 02.07.1963, Síða 2
7
V f S I R . Þriðjudagur 2. júlí 1963,
herðar yfír okkur
Staðan eftir fyrri dag
landskeppninnar er
65:41 fyrir Dani
Stórsigur Dana er óum-
flýjanleg staðreynd í lands
keppninni í frjálsum íþrótt
um, sem lýkur í kvöld í
Laugardal. í gær unnu Dan
ir sér öruggt 24 stiga for-
skot og það þarf meira en
litla heppni til að taka þau
stig úr höndum þeirra. Dan
ir vinna hér sinn fyrsta
landskeppnissigur yfir ís-
landi en alltaf áður hefur
slíkri keppni lyktað með
sigri íslands. Landsliðs-
menn íslands fyrir 10 ár-
um hefðu ekki verið ánægð
ir með árangur sem þann,
sem toppmenn okkar ná
nú, því í allflestum grein
um er um afturf ör að ræða.
Danir unnu 8 greinar í gær,
Tvelr Danlr fyrstir í mark f 400 metra hlaupi. Fyrstur Brizzar en annar Anderson.
íslenzkur sigur í Iangstökki. Hinn efnilegi Úlfar Teitsson ásamt
ásamt félaga sínum Einari Frímannssyni (3.) og Jens Petersen,
sem tókst að ná öðru sæti f síðasta stökki keppninnar.
— ísland tvær, Úlfar Teits
son langstökk og Valbjörn
Þorláksson stangarstökk.
110 metra grindahlaupið í gær-
kvöldi færði fyrsta sigur Dana, en
Valbjörn Þorláksson varð annar,
náði góðu starti og tíminn varð
góður, bezti tími Valbjörns f grein-
inni, 15.3. Flemming Nielsen, sem
vann hlaupið var með 15.2 og
Gotfred Horstmann, sem háði
mikla baráttu við Valbjörn var á
sama tfma. Sigurður Lárusson fékk
16.2 sek.
Eftir fyrstu grein: DANIR 7 —
ÍSLAND 4.
100 metra hlaupið færir tvö-
faldan danskan sigur. Madsen á
10.7 og Friborg á 10.9. Valbjörn
varð 3. á 11.1, Ólafur Guðmunds-
son á 11.6. Danirnir eru mjög
skemmtilegir hlauparar og ekki er
ósennilegt að Madsen hnekki hinu
25 ára gamla danska meti 10.6 f
hlaupinu áður en langt um líður.
DANIR 8 (15) — ÍSLAND 3 (7).
400 metra hlaupið var enn einn
sigur Dana með 8 stig gegn 3, þ.
e. tvöfaldur sigur. Ungu mennirnir
okkar voru ekki menn gegn Dön-
unum, en Skafti hljóp þó ágætlega,
en vantar snerpuna á síðustu metr-
unum. Tímarnir: Brizzar 50.0, And-
erson 50.7, Skafti Þorgrímsson
51.4, Helgi Hólm 52.4. Kristján
Mikaelsson var veikur og gat ekki
keppt.
Staðan eftir 400 metrana: DAN-
IR 8 (23) — ÍSLAND 3 (10).
Fyrstu grindurnar. Valbjöm er hnífjafn Dönunum Horstmann og Nielsen. Tími Vaibjörns 15,3 var mjög góður.
Kúluvarpið leiddi f ljós gífurlega
yfirburði Aksels Thorsager. Hann
kastaði rétt aðeins lengra en
Huseby gerði hér fyrir 10 árum og
þótti gott þá. Lengsta kast Thor-
sager var 16.86, en Guðmundur
fyririliði Hermannsson vann 2.
verðlaun með 15.37 og Jón Péturs-
son 3. með 15 metra kasti. Tam-
bour bjargaði einu stigi fyrir Dani
með 14.37 m.
DANMÖRK 6 (20) — ÍSLAND
5 (15).
1500 metra hlaupið var
skemmtileg keppni Dananna um
fyrsta sætið. Hinn kornungi Ole
Steen Mortensen varð sjónarmun á
undan f markið á ágætum tíma, en
félagi hans Jörgen Dam, velþekkt-
ur sem listmálari f Danmörku,
varð annar á sama tíma, 3.54.4.
Islendingar hlutu það hlut hlut-
skipti að reka lestina eins og f
öðrum hlaupagreinum, Halldór Jó-
hannesson á 4.06.6 en nafni hans
Guðbjörnsson, yngsti maður í þess-
ari landskeppni fékk 4.16.0.
Stigin: DANIR 8 (37) — IS-
LAND 3 (18).
5000 metra hlaupið. Og enn einu
sinni tveir íslendingar síðastir. Til-
breytni þó að hér var um mikla og