Vísir - 02.07.1963, Qupperneq 8
8
V í S í R . Þriðjudagur 2. júlí 1963.
t?tgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinisson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 iínur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Úrelt skip
Fyrir nokkrum dögum birtist viðtal hér í Vísi, sem
ðskipta athygli hefur vakið. Þar var rætt við Hilmar
Kristjónsson forstjóra fiskveiðideildar Matvælastofn-
unar S. þ.
Hilmar sagði að ekki væri vafi á því, að íslendingar
stæðu þjóða fremst í því að hagnýta sér nýjustu tækni
við síldveiðar, og væru íslendingar manna óragastir
við að kaupa sér ný Ieitartæki og annan þann útbúnað,
sem auka mætti aflann og spara vinnu.
Hins vegar lýsti hann nokkurri íurðu sinni yfir því,
að við skulum ekki hafa hagnýtt okkur nýjustu tækni
á sviði togveiða og benti á margt sem þar hefði komið
fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Hér fer það held-
ur ekki milli mála, að togarafloti okkar er úreltur og
stenzt alls ekki lengur kröfur tímans. Það er heldur
engin furða. Meginhluti hans var byggður rétt upp úr
styrjöldinni með þeirri tækni sem þá tíðkaðist og höfðu
reyndar litlar framfarir þá Iengi átt sér stað vegna
kyrrstöðutímabils styrjaldarinnar.
Nú hafa skuttogarar alllengi verið í notkun hjá öðr-
um þjóðum og reynzt vel. Er því lítil áhætta fyrir okk-
ur að feta þar í fótspor nágrannaþjóðanna og nýta
reynslu þeirra. Breytingarnar á togaranum Narfa sýna
að íslenzkir útgerðarmenn hafa opin augun fyrir því
sem erlendis er að gerast á sviði togaratækni, þó enn
sé skammt komið í því að hagnýta nýjar hugmyndir.
Togaraaflinn hefur lengi verið rýr og afkoma togar-
anna erfið. Landhelgisbreytingin á auðvitað sinn þátt í
því. En úr þessu ástandi verður ekki bætt nema skipin
séu af beztu og fullkomnustu gerð og við drögumst
ekki aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í veiðitækni.
Breytingin á ferðamálunum
Ferðaskrifstofurnar keppast nú við að auglýsa sum-
arleyfisferðir til útlanda, og víða er þar hvert sæti
skipað löngu áður en lagt er af stað. Er óhætt að full-
yrða, að ekki hafi fleiri farið í kynnis-, skemmti- og
fræðsluferðir til annarra landa en nú í sumar.
Þetta ber vott um það hve fólk hefur mikið fé aflögu
og má segja að skemmtiferðir til útlanda séu einn bezti
mælikvarðinn á afkomu almennings. Það er engin til-
viljun, að þetta atriði helzt í hendur við mikil fjárráð
á flestum öðrum sviðum.
Dagar gjaldeyrisskortsins eru horfnir, þegar ferða-
maðurinn knúði oft árangurslaust á dyr gjaldeyris-
nefndar og þrautalendingin var að kaupa ferðagjald-
eyrinn á svörtum markaði. Þó er ekki ýkja langt
síðan svo var. Vonandi koma aldrei slíkir tímar aftur,
því hér var í rauninni um víðtækt ferðabann að ræða.
Meðan hið frjálsa stjórnarfar ríkir og skynsamlegri
efnahagsstefnu er fylgt, er engin hætta á að tímar
svarta markaðarins komi aftur.
Ólafur V. Noregskonungur.
Æviatriði Ólafs konungs hafa
verið svo títt rakin við ýmis
tækifæri, að þau verða ekki
endurtekin hér nákvæmlega,
heldur verður getið hér nokk-
urra atriða úr ágætri grein um
hann eftir norska blaðakonu,
Esther Normann Treider, en
greinin var rituð í tilefni afmæl-
isins. Segir blaðakonan frá ýms-
um viðburður úr ævi konungs,
þar sem hún sjálf var viðstödd.
Blær sögunnar.
Það var sem blær sögunnar
færi um litlu barok-kirkjuna við
Stórtorgið í Kristianíu 21. marz
1929, er þau voru gefin þar sam
an í hjónaband Ólafur, þá ríkis-
arfi, og Martha prinsessa af
Svíþjóð. Öllum er þar voru
fannst þeir vera áhorfendur að
sögulegum viðburði. Fögur og
virðuleg vðktu þau aðdáun.
„Krónprúishjónin" var orð,
sem NorSmönnum varð ekki
tamt. Og 1 meðvitund þjóðar-
innar voru þau: Ólafur og
Martha.
Þegar þau voru gefin saman,
voru 6 aldir liðnar frá því, er
norskur ríkisarfi hafði gengið í
hjónaband í höfuðborg Noregs.
Fyrsta prinsessan
á rúmum 6 öldum.
Og árið eftir átti sér stað nýr
konunglegur viðburður. og þjóð-
arviðburður. Þá var lítil
prinsessa skfrð í Hallarkapell-
unni — fyrsta prinsessan, sem
Ólafur V. Norðmannakon-
ungur er sextugur í dag. Hann
hlaut ástsældir allrar norsku
þjóðarinnar, þegar frá þeirri
stundu, er hann sem barn fyrst
leit fjöll og firði Noregs, —
borinn í land af föður sínum,
hinum danska prinsi, er kominn
var til þess að taka við konung-
dómi, eftir að þjóðin hafði veitt
samþykki sitt, eftir skilnaðinn
við Svía, og tók sér konungs-
heitið Hákon VII, og það niá
fullyrða, að þær ástsældir hafi
vaxið með hverju árinu, og hafi
aldrei verið meiri en í dag.
Foreldrar konungs, Hákon
VII og Maud drottning, áttu frá
fyrstu tíð vinsældum að fagna
með norsku þjóðinni, og vax-
andi með árunum. I heimsstyrj-
öldinni síðari, er nazistar lögðu
undir sig Noreg, og konungur-
inn og Ólafur þá ríkisarfi, voru
útlagar, treystust böndin þeirra
milli og norsku þjóðarinnar enn
meir, og það var einn glæsileg-
asti og bjartasti sögulegi dagur-
inn í allri sögu Noregs, er heim
var snúið að hildarleiknum lokn
um, til endurreisnarstarfsins.
Ólafur konungur kom hingað
til lands bæði sem ríkisarfi og
konungur, sýndi þjóðinni og
landinu virðingu og ást með
heimsóknum sínum, og ávann
sér virðingu, aðdáun og hlýhug
allrar þjóðarinnar.
fæðzt hafði f Noregi í 629 ár,
og hlaut nafnið Ragnhild Alex-
andre. Maud drottning hélt son-
ardóttur sinni undir skírn.
Tveimur árum síðar var það
Astrid prinsessa, og þriðja barn
ið var drengur, Haraldur ríkis-
arfi, skírður á sama stað 1. apríl
1937, en þá hafði ekki fæðzt
norskur prins í Noregi í 567 ár.
Heimilið
að Skaugum.
Þegar gamla húsið að Skaug-
um brann í maí 1930, sagði
Martha prinsessa, að hún vildi
eignast heimili — ekki bara stað
til að búa á, og þessar óskir
tók húsameistari ríkisins, Arne-
berg, til greina og reist var í
stað hins gamla, sem brann, lágt
Framh. á bls. 13
Konungsfjölskyldan kemur heim úr útlegðinni. Myndin er tekin á bryggju í Osló, er híjómsveit leik-
ur þjóðsöng Norðmanna, „Ja, vi elsker dette landet“, cftir Björnstjerne Bjömson.