Vísir - 02.07.1963, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 2. júlí 1963.
9
3. DRANGEYJARGREIN
DnnnanaaaaEanaaaanaLinaaDcaQEjaanaoanaaaciEaaaaDannacDESBasBaaaaanaannuEjEaEiaaQDnaancQaoaQ □□□□□□□□□□□□□ □□□□□□[]□□□□
Um
1 Þórðarhöfða — aðrir segja
Hegranesi — bjuggu tvö tröll,
karl og kerling. Þau áttu eina
kú. Eitt sinn er kýrin beiddi
urðu þau tröllhjónin að leiða
hana undit naut við hennar
hæfi. Það naut var í Tindastóli.
Til að stytta sér leið óðu karl
klifur og
Lendingarstaðurinn við Drangey. Hún er stórgrýtt og þar verður
ekki lent nema í ládauðum sjó.
og kerling yfir Skagafjörð, karl
fór á undan og leiddi kúna en
kerling rak á eftir. Var þá enn
nótt, en í bakaleið rann dagur
og urðu þau öll þrjú að steini.
Drangey er kýrin, kerlingin er
klettadrangur mikill skammt
sunnan við eyna, en karlinn
varð að öðrum drang norðan
við hana. Nú er hann hruninn í
sjó og örlar lítið sem ekki á
honum. Kerlingin hefur aftur á
móti orðið langlífari og hvorki
veður, sjór né tímans tönn hef-
ur bitnað á henni.
Drangeyju heilsað
Það var forn siður, sem hald-
izt hefur fram eftir öldum að
allir sem fara í fyrsta skipti til
Drangeyjar að vori heilsuðu
eynni, svo og karlinum á meðan
hann var enn við lýði og loks
kerlingunni. Kveðjan var svo-
látandi: ,,Heil og sæl Drangey
mín og allir þínir fylgjarar, heil
og sæl kerling mín og allir þln-
ir fylgjarar, heill og sæll karl
minn og allir þínir fylgjarar!“
Var það venja að formaður
bátsins læsi kveðju þessa fyrst-
ur, en bátsverjar slðan hver af
öðrum unz allir höfðu gert það.
Þá sögu hef ég heyrt, að það
hafi verið siður Málmeyjar-
bænda áður fyrr að flytja grjót
út I Drangey á hverju vori.
Sóttu þeir grjótið f Þórðar-
höfða og máttu hvorki vera
fleiri né færri en 14 steinar I
hvert sinn. Þetta var einskonar
fórn sem Drangey var færð I
fyrsta vorróðrinum ár hvert, en
ekki er Ijóst I hvaða skyni þetta
var gert né heldur hvað við lá
ef það var vanrækt.
Uppgangan á eyna.
Þverhnlpi umlykur Drangey
alla og er hún naumast talin
geng nema á einum stað. Þar
heitir Uppgönguvlk og er lend-
ingin stórgrýtt og ill nema I
ládauðum sjó. Fyrst er upp
bratta, lausa og stórgrýtta
skriðu að fara, en f um bað bil
miðju bergi kemur maður að
sléttum stalli og tæpri götu
með hengiflugi fyrir ofan og
neðan. Þar er Gvendaraltari og
hefur löngum þótt hættulegasti
kafli leiðarinnar, ekki slzt fyrir
þá sem lofthræddir eru. Á slð-
ari árum hefur verið komið fyr-
ir handriði á þessum stað, sem
menn geta haft sér til stuðn-
ings og öryggis. Við Gvendar-
altari hefur verið komið fyrir
töflu sem faðir vorið er greypt
I, vagfarendum til umhugsunar.
Grá Gvendaraltari, liggur leiðin
upp breiða gjá með lausu grjóti.
ofan á helluklöpp. Þar væri
engan veginn auðvelt hvorki
upp- né niðurgöngu ef ekki
væri þar traust festi til að
handstyrkja sig á. Slðasti áfang-
inn og sá brattasti heitir Upp-
gönguklettur. Þar hafði Grettir
stigann forðum og lét taka hann
upp þegar sást til mannaferða.
Seinna var komið þar festi til
stuðnings, en síðustu árin var
járnstigi festur f bergið og nú
má segja að hverjum amlóða sé
fært upp á Drangey.
Gott vígi.
Þessu var öðru vísi háttað
til forna eins og Grettissaga ber
ljósast vitni um. Þar segir, að
þegar Grettir kom til Guðmund-
ar ríka á Möðruvöllum til að
beiðast ásjár hans, þótti Guð-
mundi sér ekki hent að taka
við honum, en ráðlagði honum
að koma sér þar niður, sem
hann gæti verið óhræddur um
líf sitt.
Ekki kvaðst Grettir vita hvar
sá staður gæti verið.
„Ey sú liggur á Skagafirði,
er heitir Drangev“, sagði Guð-
mundur ríki. „Hún er svo gott
vfgi að hvergi má komast upp
á hana nema stigar sé við látn-
ir. Gætir þú þangað komizt þá
veit ég ekki þess manns von,
er þig sæki þangað með vopn-
um eða vélum ef þú gætir stig-
ans.“
Reyndar fór það svo að Hær-
ingur austmaður kleif Drangey
„aftur og fram um biargið“
komst upp þar sem ekki er
að að nokkur hafi klifið hvorki
fyrr né síðar. En ekki kom það
Gretti né Illuga bróður hans að
sök svo sem til var ætlazt,
heldur varð það klifurgarpinum
sjálfum fyrir verstu.
Kerlingin sótt heim.
Kerlingin — klettadrangur-
inn staki fyrir sunnan Drangey
þótti þó enn óárennilegri til
uppgöngu heldur en nokkurn
tíman eyjan sjálf. Þegar horft
er á Kerlinguna úr ákveðinni
átt er myndun hennar ekki ó-
áþekk kvenmanni, enda fyrst
og fremst fyrir þá sök að hún
hún hefur hlotið nafngift sína.
Það er ekki vitað til að Kerl-
ingin hafi verið klifin fyrr en
vorið 1839. Þá er það ungur
Húnvetningur, fullhugi mikill
og fræknleikamaður, Jóhann
Schram, sonur Gynther’s
Schram kaupmanns á Spákonu-
fellshöfða sem réðist til upp-
göngu á Kerlinguna. 1 fyrstu til-
raun hafði Jóhann aðeins kom-
izt upp á brjóstin á Kerling-
unni, en I þeirri næstu komst
hann alla leið upp.
Jóhann Schram var löngum
talinn fræknasti bjargmaður og
klettamaður sem menn höfðu
sagnir af. Þeim sem á hann
horfðu blöskraði dirfska hans.
Hann hafði ítrekað leikið sér
að þvf að klífa Kerlinguna og
afla þar fugla og eggja. Eitt
sinn varð honum fótaskortur
svo hann hrapaði, en var þá
svo lánsamur að lenda á sillu
Framh. á bls 10