Vísir - 02.07.1963, Síða 16

Vísir - 02.07.1963, Síða 16
VISIR Þrlðjudagur 2. júli 1963. Fyrstu söltunaruiyndirnar ....... ..^ ’H:n; Laxveiði glæðist „Fyrsta merkið (tyrir uppsaltaöa tunnu) á sumrinu" segir Garðar um !eið og hann tekur tunnuna hjá Kristínu Sigurðardóttur, sem hefir saltað síld i rúm 40 ár. úreinileg merki áverka Laxveiðin er nú mikið að glæð- ast, að því er Albert i Veiðimann- inum tjáði Vísi í morgun, er hann leitaði frétta hjá honum. í stöku ám er veiði orðin prýðis góð, eins og Þverá f Borðarfirði. Þar byrjaði veiði 20. júní, sagði Albert, og má segja, að veiðin þar hafi verið skínandi góð. Norðurá, í Borgarfirði, hefir veiði verið all- góð, og er komin vel af stað í Grímsá. Hún er alltaf seinni til. Þá var netaveiði í Hvítá í Borgar firði ágæt í vikunni sem leið. Komu ágaetar göngur og ágætar fréttir af þeirri veiði, þegar netin voru tekin upp á föstudagskvöld. 1 Miðfjarðará er ágæt veiði og hafa veiðzt þar yfir 300 laxar (í júní). I Víðidalsá er veiðin að glæð- ast og góð veiði hefir verið f Laxá í Ásum seinustu daga. Hún er mikil Veiðiá. í Blöndu er veiði orðin vel góð, en Svartá léleg enn. í Skagafirði og Eyjafirði er lítið um laxveiði. Verið er að rækta upp Eyjafjarðará sem laxveiðiá, en lít- ið veiðzt enn sem komið er. í Fnjóská er einhver veiði. Hún er ágæt silungaveiðiá. Laxá í Suður-'Þingeyjarsýslu var orðin sæmileg í lok síðustu viku neðan til, en lítil veiði enn ofár. Rannsóknarlögreglan vinnur á- fram að rannsókn banaslyssins í sambandi við vítissótabrunann, sem Vísir skýrði frá í gær. Magnús Eggertsson varðstjóri staðfesti í morgun, það sem Vísir skýrði frá í gær, að sterkar líkur bentu til að maðurinn sem varð fyrir vítissódabrunanum, muni hafa orðið fyrir líkamsárás. Hann sagði að áverkar sem fundizt hafi við líkamskrufningu hafi verið svo miklir að ólíklegt sé að þeir hafi getað orsakazt við fali, eins og hinn látni hélt sjálfur fram við rannsóknarlögregluna. Magnús sagði Vfsií morgun að ekkert hafi komið fram ennþá sem hafi leitt lögregluna á ákveðið spor, en hins vegar sé unnið að rannsókn málsins eftir föngum. Hæsti báturinn veiB- ir í iandsteinunum Lenti á Imsastaur Ailt í fullum gangi á söltunarstöð Ólafi Ragnarssyni. Hafliða h.f. á Siglufirði. Myndirnar voru teknar síðdegis á laugardaginn, fyrsta söltunardaginn, af ljósmyndara Vísis á Siglufirði, Hér birtist fyrstu mynd- irnar af söltun sumarsíldar innar. Þær tók ljósmyndari Vísis á Siglufirði á laugar daginn, en þá um hádegi hófst söltunin. Síldin var væn og feit allt upp í 21% að fitumagni, og var fjör í söltuninni um helgina og mikill handagangur í öskj- unni. í gær var saltað á flestum stöðvunum á Siglu „BÍLLINN ER KOMINN!" „Mamma, bíllinn er kominn", kallaði lítil stúlka til mömmu Framhald á bls. 5 firði en þær eru 30 talsins, en í morgun var hins vegar engin söltun þar í bæ. Fréttaritari Vísis á Siglu firði sendi eftirfarandi frá sögn af því þegar söltunin hófst á laugardaginn í þess um mesta síldveiðibæ á ís- Iandi: - Það hefur vakið mikla at- hygli að fjórir bátar stunda síld veiðar uppi f landsteinum í Vest mannaeyjum og að einn þeirra, Reynir, sem hóf þessar veiðar 15. júní er orðinn miklu afla- hærri en hæstu síldarbátarnir fyrir norðan. Reynir hefir fengið nær 11 þúsund tunnur síldar við Eyjar á rúmum hálfum mán uði, og næstur honum kemur Kári með röskar 6 þúsund tunn ur. Hæsti báturinn fyrir norðan, Sigurður Bjarnason frá Akur- eyri, er með tæpar 7 þúsund tunnur og næstur honum er Sigurpáll, hinn nýi bátur sem Eggert Gíslason stýrir, með tæpar 6 þúsundir tunnur. Síldin, sem veiðist við Eyjar, er ekki söltuð, en segja má að þeir hafi mokað henni upp í landsteinunum. í gærveldi vildi það óhapp til á mótum Suðurlandsbrautar og Álf- heima að ökumaður Ienti með bif- reið sína út af akbrautinni og hafnaði á Ijósastaur. Ljósastaurinn skekktist, bifreiðin skemmdist verulega og ökumaður- inn meiddist eitthvað, en þó ekki meir en svo að hapn afþakkaði Iæknishjálp eða flutning í slysa- varðstofuna. Annað umferðarslys varð nyrzt á Grundarstíg síðdegis í gær, er 3ja ára telpa varð fyrir bifreið. Hún er flutt í slysavarðstofuna, en meiðslin talin óveruleg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.