Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Fimmtudagur 4, júlí 1963. — 150 tbl. BSRB FAGNAR DÓMNUM Vfslr haföi 1 morgun tal af Kristjáni Thorlacius formanni Bandalags starfsmanna rikis og bæja, BSRB, og leitaði álits hans á dómi Kjaradóms. Kristjáni fórust svo orð: Kristján , , , , „ Dómurinn felur í sér veru- legar kjarabætur og bandalagið fagnar honum, enda hefur heild- arstefna bandalagsins í rauninni orðið ofan á. Dómurinn hefur í ýmsum einstökum atriðum, fallizt á þær kröfur sem bandalagið gerði. Má nefna helzt, aldurs- hækkanirnar, fjöigun launa- fiokkanna og launastiganna. Dómurinn hefur tekið tillit til menntunar, sérhæfni og ábyrgð ar við ákvörðun launanna eins og bandalagið hafði lagt til að gert yrði, og er það afar þýð- ingarmikið. í heild hefur með þessum dómi skapazt mjög góður grundvöllur fyrir framtfðina. Stórfelldar launabæt- ur ríkisstarfsmanna # Með dómi kjaradóms sem kveðinn var upp f gær er margra ára misræmi í launum opinberra starfsmanna Ieiðrétt. Fá þeir verulegar launahækkan- ir auk ýmissa annarra bóta á kjörum. Kauphækkunin mun auka útgjöld rikissjóðs um 200 millj. kr. Launahækkunin mun nema um 200 millj. kr. Ekki munu þó útgjöld rfkissjóðs auk-° ast um sömu upphæð þar sem ýmsar aukagreiðslur, sem nú tíðkast verða felldar niður. Og skatttekjur rikissjóðs munu einnig aukast, þótt hlutur sveit arfélaganna verði þar stærri en ríkisins..... # Launahækkaniraar innan hinna einstöku flokka eru frá 20-90%. Mest er hækkunin f efstu flokkunum, en launafiokk- ar eru alls 28. I öðrum flokk- um er kauphækkunin að veru- legu leyti fólgin í auknum ald- urshækkunum. # 1 dómnum eru ítarieg ákvæði um vinnutíma opinberra starfs- manna og greiðslur fyrir auka- vinnu. Vinnutfminn er í aðalat- riðum óbreyttur en er þó styttur hjá nokkrum starfshópum, m.a. hjúkrunarkonum og slökkviliðs- mönnum. Vaktavinnuálag verð ur nú greitt á fleiri stundir en áður en það nær til fjölmenns hóps manna. • Dómur kjaradóms er birtur á bls. 4 og ræddur í forystu- grein Vísis f dag. 1. launaflokkur: Nýliðar á skrifstofum o. fl. 2. launaflokkur: Ósérhæfðir starfsmenn í iðnaði fl. 3. launaflokkur: Afgreiðslumenn á skrifstofum. 4. launaflokkur: Starfsmenn við iðjustörf o. fl. 5. launaflokkur: Dyraverðir .talsímakonur o. fl. 6. Iaunaflokkur: Innheimtumenn, næturverðir, bréf berar, aðalátappari ÁTVR o. fl. 7. launaflokkur: Flokkstjórar verkamanna, þvotta- menn ríkisspftala, aðstoðarmenn á sjúkrahúsum og fávitahælum o. fl. 8. Iaunaflokkur: Bílstjórar við mannflutninga og þungavinnuflutninga og langferðir, póstafgreiðslumenn, yfirbréfberar, o. fl. 9. iaunaflokkur: Aðstoðarmenn í bókasöfnum og öðrum söfnum, verkstjórar o.fl. 10. launaflokkur: Iðnaðarmenn (sveinspróf), leik- tjaldasmiðir, afgreiðslumenn ÁTVR stöðvarstjórar pós'ts og síma. 11. launaflokkun Loftskeytamenn, slökkviliðsm. o. fl. 12. launaflokkur: Barnakennarar án kennararétt- inda, iðnaðarmenn (sjálfstæð störf), símvirkjar, ljósmæður, lögreglu- þjónar, hárkollumeistari Þjóðleik- hússins o.fl. 13. launaflokkur: Hjúkrunarkonur, tollverðir með verzlunarskólaprófi, lögregluþjónar með viðbótarprófi úr lögregluskóla, sem dómsmálaráðherra metur gilt, o.fl. 14. Iaunaflokkur: aðra framhaldskóla, sem nú eru Hljómlistarmenn útvarps, raf- fastir kennarar með BA prófi frá magnseftirlitsmenn .skattaendur- H.l. læknakandidatar, skólastjórar skoðendur, sýsluskrifarar o.fl. minni bamaskóla o.fl. 15. launaflokkur: Varðstjórar lögreglu, vélstjórar, þulir, öryggisskoðunarm., slökkvi- liðstjóri á Rvíkurflugvelli o. fl. 16. launaflokkur: Barnakennarar heimavistarskóla, barnakennarar með a.m.k. árs fram haldsnám við kennaraháskóla, hér- aðsdýralæknar, ýmsir kennarar o.fl. 17. launaflokkur: Aðalbókarar og aðalgjaldkerar, kennarar við gagnfræðaskóla og 18. Iaunaflokkur: íþróttakennarar tæknifræðingar o.fl. menntaskóla, 19. launaflokkur: Áfengisvarnarráðunautur ríkis. ins, forstöðumaður fræðslumynda- safns, kennarar við gagnfræðaskóla með cand. mag. próf frá H. 1. o. fl. 20. launaflokkur: Aðstoðarlæknar, bókaverðir, kenn araskólakennarar menntaskóla- Framh. á bls 5 Dómurinn til grundvallar Ummæli Geirs Hallgrimssonar borgarsfjóra Nú þegar kjaradómur hefur ákveðið laun ríkisstarfsmanna, leikur mörgum forvitni á að vita, hvaða áhrif dómurinn hef- ur á laun og kjor starfsmanna Reykjavíkurborgar, en kjör starfsmanna rikis og bæja haldast mjög í hendur. Er jafn- vel sumt fólk, sem vinnur bæði hjá ríki og borg. Vísir sneri sér því til Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra og leitaði álits hans. Fórust borgarstjóra svo orð: Eins og er standa yfir samn- ingaviðræður milli Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og nefndar sem borgarráð hefur skipað um kaup og kjör starfs- manna borgarinnar. Þessar við- ræður hafa staðið yfir að und- anförnu. Þess er að vænta að viðræðumar muni markast af dómi Kjaradóms og fara fram á grundvelli hans. Er það af- leiðingin af því, hversu mjög störf og kjör starfsmanna rikis og borgar haldast f hendur, enda margir starfshópar sem starfa hjá báðum aðilum, s. s. lögreglu þjónar og hjúkrunarkonur. Á þessu stigi málsins get ég hins vegar ekkert um það sagt, hversu mikil áhrif dómurinn hefur á heildarfjárhag borgar- innar eða að hve miklu Ieyti tillit verður tekið til hans við ákvörðun launa starfsfóiks Reykjavfkurborgar. Fjármólnróðherra í morgun: 30 ÁRA MISRÆMI LEIDRÉTT Gunnar Thoroddsen. 1 tilefni af dómi Kjaradóms, snéri Vísir sér í morgun til Gunnars Thoroddsen, fjármála- ráðherra og bað hann að segja álit sitt á niðurstöðum dómsins. Ráðherra sagði: Meginatriði málsins eru þessi: 1 fyrsta lagi: f fyrra var opin- berum starfsmönnum með lög- um veittur samningsréttur, sem þeir höfðu ekki áður haft. Ef samningar tækjust ekki, skyldi kjaradómur skera úr. í öðru lagi: Rfkisstjómin taldi réttmætt og nauðsynlegt, eins og skýrt kom fram f launatilboði hennar, að bæta kjör opinberra starfsmanna almennt, og sérstak lega rétta hlut þeirra starfa, þar sem sérstakar kröfur eru gerðar, til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni. Hvort tveggja hefur nú orðið. Árangur kjarasamning- anna Iiggur nú þegar fyrir og felur í sér meiri launabætur op- inberum starfsmönnum til handa en þeir hafa nokkru sinni áður fengið. Nú hefur verið leiðrétt misræmi sem hefur verið að myndast og aukast f yfir 30 ár. í þriðja Iagi: Samkvæmt kjara samningalögunum skyldi Kjara- dómur við úrlausn sfna hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf hjá öðr- um en rfkinu. 2. Kröfum, sem geröar eru til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni. 3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins. Kjaradómur hefur nú ákveðið ríkisstarfsmönnum þau Iaun, er dómurinn telur réttmæt þeim til handa, miðað við núverandi launakjör annarra stétta f land inu. Niðurstaða dómsins gefur þvf ekki tilefnl til að aðrar stétt ir hafi uppi nýjar kröfur um kauphækkanir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.