Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR GRIPSHOLM hér með450farþega SAMIÐ Á SEYÐISPIRÐl Samkomulag milli vinnuveit- enda og launþega þeirra er vinna að sildarverkun á Seyðis- firði, náðist f nótt, og kemur því ekki til vinnustöðvunar á þessum einum helzta sfldarstað landsins. Samninganefndir héldu fund f nótt og náðu þá sam- komulagi. 1 morgun var síðan stofnað vinnuveitendasamband á Seyðisfirði fyrir forgöngu Barða Friðrikssonar, fulltrúa Vinnuveit endasambands íslands, sem tek- ið hefur þátt i samningaviðræð- unum á Seyðisfirði. Enn er ekki vitað, um hvað var samið, en sennilegt er þó, að samningarnir hafi verið grundvallaðir á þeim samning- um, sem önnur verkalýðsfélög i landinu hafa gert að undan- förnu. Verkfall hafði verið boðað á Seyðisfirði frá og með 10. júlí, en til þess kemur nú ekki. Þess skal getið, að söltunarstöðin Sókn h.f. hafði þegar samið við verkalýðsfélag staðarins. Sólarhringsaflmn: 21270 mál og tunnur síldur Nokkur veiði var s.l. sólarhring á miðunum austur til norður frá Raufarhöfn. Var vitað um afla 21 skips af þeim slóðum með samtals 12320 mál og tunnur. Mikið er salt- að á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Fyrir Austfjörðum var vitað um afla 21 skips með 7850 mál og tunnur úr Reyðarfjarðardýpi. Veð- ur var gott en þoka á miðunum eystra. TIL RAUFARHAFNAR höfðu eftirtalin skip tilkynnt veiði kl. 7 í morgun sem hér segir: Fiskaklettur 250, Haraldur Ak 350, Halkion 300, Jón Finsson 600, Hug- rún 350, Steinunn 700, Friðbert Guðmundsson 120, Björgúlfur EA 350, Eldey 300, Fákur GK 200, Helgi Helgason 1500, Akraborg 500, Sæfari EA 850, Þorbjörn 1300, Faxa borg 700, Óiafur Bekkur 1900, Baldur EA 900, Gullborg 300, Ólaf- ur Magnússon (fékk aflann þar sem önnur skip voru fyrir og fengu ekk- ert) 550, Garðar EA 150 og Heima- skagi 100 mál. TIL SEYÐISFJARÐAR Keilir 100, Hafþór RE 150, Ver Ak 250, Höfrungur annar 300, Guð- mundur Þórðarson RE 700 og aftur Framh. á bls. 5 Fimmtudagur 4. júlí 1963. Nýr veitingasalur á Húsavík Húsavík í morgun. Veltingahúsið Hlöðufell á Húsa- vík opnaði um s.l. mánaðamót ný húsakynni fyrir alla almenna veit- ingasölu. Þetta eru í hvívetna hin vistleg- ustu húsakynni og þar geta allt að 120 manns setið til borðs samtímis. Framkvæmdastjóri Hlöðufells er Jón Jóhannesson. Sænska skemmtiferðaskipið Gripsholm kom hingað í morgun frá New York með um 450 skemmti ferðamenn. Gripsholm er með fegurstu skip ; um heims. Það hefir komið hingað I 6 sinnum áður. í dag er 4. júlí — þjóðminningardagur Bandaríkja manna — og skipið skreytt veifum stafna milli. Var sól yfir sundunum, er skipið skreið inn á ytri höfnina í morgun og lagðist þar fyrir akkeri. Zoega-ferðaskrifstofan annast móttöku ferðamannanna og hefir skipulagt ferðir til ýmissa staða nærlendis. Munu um 3 af hverjum 4 farþegum á skipinu taka þátt í þeim. Skipið heldur áfram ferð sinni seint í kvöld og heldur til Noregs. 1 nótt sást til manns vera að brjótast inn í verzlunina Teppi í Austurstræti. Var lögreglunni strax gort aðvart og fann hún manninn inni í verzluninnl. Við leit á manninum fundust á honum rúmlega 14 þús. kr. í pen- ingum, en hann vildi litlar upplýs- ingar gefa við lögregluna í nótt, hvorki um peningana, heimilisfang sitt eða annað. Hann var fiuttur í fangageymsluna og var tekinn til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni í morgun. Rannsóknariögreglan skýrði Vísi svo frá í morgun, að ekki væri ann- að að sjá en maður þessi væri geð truflaður. Hafði hann setið aðgerð arlaus í stól á innbrotsstaðnum er lögreglan handtók hann og ekki sjá- anlegt að hann hafi hafzt þar neitt að, enda engu stolið í verzluninni. Peninga þá, sem á honum fundust við leitina taldi lögreglan að hann hafi átt, a.m.k. hafi henni ekki bor izt vitneskja um neinn peningastuld sem unnt væri að setja í samband við hann. Rann mannlaus inn á þvottastæði Sá atburður gerðist í gærdag á þvottastæði Shell við Suður- landsbraut, að stór mannlaus vörubill rann inn á þvottastæðið og rakst á fólksbifreið, sem kona var að ljúka við að þurrlca eftir þvott, en henni tókst að forða sér. Nánari atvik þessa óhapps voru þau að bllstjóri vörubíls- ins skildi hann eftir í halla í Bolholtinu, og var bíllinn I gangi en með handbremsuna á. Stuttu síðar rann vörubíllinn af stað, hafnaði fyrst á ljósastaur og beygði staurinn nokkuð, því næst hélt bíllinn ferð sinni áfram og rann niður á þvottastæði Shell. Kona nokkur var að ljúka við að þurrka fólks bíl á stæðinu, og brá henni skilj- anlega mjög, þegar hún sá stóra vörubifreið kastast fram á vél- arhús fólksbifreiðarinnar. Skemmdir á vörubílnum urðu mjög litlar, en talið er, að fólks- bifreiðin hafi skemmzt mikið og var hún óökufær á eftir. Seyðisfirði f morgun. Vélbáturinn Guðbjörg ÍS 14 sem lenti f árekstri við brezkan togara út af Norðfjarðarhomi í gær fór inn til Neskaupstaðar. Þar fer við- gerð fram á bátnum og sjópróf f málirtu verða haldin þar. Vitneskja hefur fengizt um það að brezki togarinn sem lenti í á- rekstrinum leitar ekki hafnar á ls- landi, heldur fer til heimahafnar í Grimsby og þar mun skýrsla verða tekin af skipstjóranum. Guðbjörg fór fyrst til Seyðis- fjarðar og þar var meðfylgjandi mynd tekin í gærmorgun.. Sýnir hún þær skemmdir ,sem hinn harði árekstur olli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.