Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 10
w V í SIR . Fimmtudagur 4. júli 1963. e-M-es gEiizlwismftiíi" Vauxhall Victor ’57, Ford ’51, góður 8 cyl., beinskiptur. Skipti á eldri bíi. NSU Prinz ’62. Austin 7 ’62, ekinn 15 þús. Ford Prefect '56, skipti á 6 manna. Commer Cob ’63, 130 þús. staðgreitt. Sodiak ’55, 75 þús. Fíat 50C ’62, 75 þús. Staðgreitt. Scoda St. ’61. Skipti á eldri. Viðskiptin beinast ávallt þangað sem þjónustan er bezt. Gjörið svo vel að hafa samband við okkur strax. Bílasala Matthíasar er miðstöð hílaviðskiptanna. Mikið úrval af öllum tegundum bifreiða. SELUR ÍDAG: Vuxhall Viktor Super ’62 lítið ekinn, vel með farinn 4ra gíra. — Mercedes-Benz 180 ’56 í mjög góðu star.di og vel útlítandi. Volks- wagen ’60-62. Jóhann Olafsson Stórkaupmaður F. 3. okt. 1891. D. 27. juní 1963. Jóhann Ólafsson er látinn, hann andaðist á heimili sínu, Öldugötu 18, síðastliðinn fimmtu- dag 27. fyrra mán. Hann hafði gengið að störfum fram að dánardegi sínum en veiktist snögglega er leiddi til þess sem orðið er, þrátt fyrir hjálp og ráð hinna færustu lækna. Jóhann var Eyfirðingar að ætt. Foreldrar hans voru Ólafur Jóns- son gagnfræðingur og kennari og kona hans Jórunn Jóhannsdóttir frá Hvarfi í Svarfaðardal. Þau bjuggu á Hallgilsstöðum í Arnarneshreppi nokkur ár og þar var Jóhann fæddur 3. okt. 1891. Á æskuárum sínum var hann á Völlum í Svarfaðardal með for- eldum sínum um árabil, en missti móður sína er hann var átta ára gamail og sundraðist þá heimili foreldra hans. Var Jóhann eftir það ýmist hjá frændfólki sínu eða vandalausum. Hann var fermd ur á Völlum 1906 af séra Stefáni Kristinssyni, sem gefur honum við ferminguna ágætiseinkunn í öilum námsgreinum. Sama ár og hann fermist flyzt hann til Ak- ureyrar og leggur fyrir sig húsa- smíðar og fleiri iðnir þar. Hann tók sveinsbréf í húsasmíði á Akureyri rúmlega tvítugur að aldri. Haustið 1914 breytir Jóhann um störf. Hann flyzt þá frá Ak- ureyri og gengur í Verziunarskóla Islands og tekur burtfararpróf þaðan vorið 1916 með mjög hárri einkunn. Hann hlaut 5.67 í aðal- einkunn en reglur skólans leyfðu 6 hæst. Þeir munu örfáir sem náð hafa svo háu prófi við skólann sem hann hlaut, enda var hann frá- bær námsmaður og jafnvígur á aliar kennslugreinir. Var sama hvort voru erlend mál eða ís- lenzk tunga, reikningur eða bók- færsla. Allt lék í höndum hans og frágangur alis þess er hann fór með var með mikilli prýði. Námið allt virtist honum létt eins og það væri leikur, sem litla áreynslu þurfti við. — Hann var orðinn 23 ára er hann hóf námið og fullþroska maður og þá þegar kunnur margs konar störfum. Að sjálfsögðu var hann „dúxinn"“ í skólanum báða veturna. Var það sameiginlegt álit allra bekkjarsystkina hans að honum bæri sá titill og væri hans verð- ur. Framkoma Jóhanns í skólan- um var til fyrirmyndar bæði gagnvart kennurum skólans og námssystkinum. Við sem tókum burtfararpróf úr Verzlunarskólanum 1916 um leið og Jóhann vorum 22. Af þeim hóp eru þrettán enn á lífi, en Jóhann var sá níundi þeirra, sem kvatt hafa. í skóla var Jóhann strax búinn að ákveða framtíðarstarf sitt, enda sneri hann sér þá þegar, er skóla lauk, sumarið 1916, að því er honum var efst í huga. Það sumar stofnaði hann heildsölu- verzlun í félagi við þá bræður Sigfús og Sighvat Blöndahl. Ráku þeir hana í nokkur ár, en síoar gekk Jóhann i féiag við Biörn Arnórsson og hélzt þeirra félags- skapur í meira en þrjá tugi ára. Síðustu tíu árin voru synir Jó- hanns meðeigendur hans um verzlunina. Heildverzlun þessi hefir þegar starfað í 47 ár við góðan orðstír og mikla tiltrú. Jóhann kappkostaði þegar í byrjun starfseminnar, að ná sem mestri þekkingu og kunnleika á verzlun og viðskiptum og að komast í sem bezt oghagkvæmust verzlunarsambönd. Hann hikaði ekki við að fórna fé, kröftum og tíma í þeim tilgangi. Þannig fór hann á fyrsta starfsári verzlunar sinnar til Vesturheims í viðskipta erindum og til að kynnast sjálfur viðskiptaháttum þar. Nokkrum árum siðar ferðaðist hann alla leið til Japan, sem var þá nær einsdæmi um íslenzka kaupsýslu- menn og hefir til skamms tíma verið næsta fágætt, þótt samgöng ur hafi mjög færzt í annað horf en var, er Jóhann leitaði fjár og frama £ hinum fjarlægari Austur- Við allt sem hann tók að sér eða honum var falið lagði hann fram krafta sína af einlægni og hlífði sér hvergi við störf. Hann hafði langan vinnudag meðan heilsa leyfði, enda kom hann á- fram, afkastaði meira starfi, en svarar til getu eins manns, þó miðað væri við þann er væri vel verki farinn. Máske hefir hann reynt um of á kraftana þótt styrkir væru, og því enzt skemur en ella, Áhugi hans og atorka ýtti þar jafnan á, svo lengi sem fært var. löndum. Hann fór þá „hnöttinn hring". Vegalengdir og torleiði lét Jóhann ekki hamla ferðum sínum. Gifta fylgdi honum jafnan á ferðum hans, hann komst heilu og höldnu heim aftur, kunnari viðskiptalifinu í fjarlægum Iönd- um og reynslunni ríkari um stofnun nýrra sambanda eftir nýjum leiðum. Heildsölu sína rak Jóhann ætíð af miklum áhuga, dugnaði og áreiðanleika, enda varð hún brátt fjölþætt og yfir- gripsmikil, en útheimti mikið starf og örugga forstöðu og var þá lika allfarsæl tekjulind. Hann aflaði sér brátt öruggrar þekkingar og kunnáttu á hverju því sem hann tókst á hendur og var ætíð reiðubúinn að leiðbeina og útskýra hvaðeina fyrir þeim er minni reynslu höfðu í at- vinnurekstrinum. Til hans var jafnan gott að leita. Jóhann hélt sig ekki innan lok- aðs hrings eða takmarkaðs sviðs, hann var jafnan reiðubúinn að ræða um hvert það mál sem líð- andi stund og atburðir gáfu efni til og hafði þá jafnframt í huga og til samanburðar það sem búið var að gerast og dró ályktanir af því. Hann gerði sér jafnan glögga grein þess sem framundan var og hafði á takteinum rík rök fyr- ir málstað sínum, án þess að lítilsvirða rök þess er hann ræddi við. Mér finnst að íslenzk verzlunarstétt hafi mikið misst við burtför Jóhanns og að stórt skarð sé fyrir skildi. Jóhann gegndi ýmsum störfum fyrir rikið og Reykjavíkurbæ. Hann var bæjarfulltrúi eitt kjör- tímabil. Forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur og Innkaupastofnun- ar bæjarins alllengi. Átti sæti um skeið I skólanefnd Verzlunar- skólans og einnig í stjórn Verzl- unarráðs íslands. Hann sat í Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur í mörg ár, auk ýmissa fleiri starfa í þágu alþjóðar. Jóhann kvæntist 1929 ágætri konu, Margréti Valdimarsdóttur kaupmanns Þorvarðarsonar í Hnífsdal. — Hún lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra, Ólafi, Jóhanni, Birgi og Sol- veigu. Var hjónaband þeirra Margrétar og Jóhanns ástúðlegt og heimilið honum mikilsverður og góður hvíldarstaður að lokn- um störfum hvers dags. Tveir voru bræður Jóhanns, Arngrímur, listmálari og prentari, hér í bænum og Kjartan, hinn kunni augnlæknir, sem Iátinn er fyrir nokkrum árum. Þeir eru áreiðanlega margir' sem vilja, nú þegar vegir skiljast, votta Jóhanni Ólafssyni virðingu og þakkir fyrir margháttuð og mikilvæg störf og góð kynni. Þeirra á meðal erum við, sem stunduðum skólanám samtímis honum fyrir nærri hálfri öld. Um framtíð hans og starf gerðum við okkur þá miklar vonir. Þær hafa ekki brugðizt, heldur rætzt. Við kveðjum hann með einlægri þökk fyrir kynnin þá og jafnan síðan. Við vottum ekkju hans og börnum, bróður hans og öðrum vandamönnum innilega samúð og óskum þeim öllum góðrar fram- tíðar og blessunarríks starfs. Jón ívarsson. LAUGAVE6I 90-02 ► 10 ára starfsemi sannar traust viðskipti. ► Komið og skoðið HJÓLBARÐA SALA VIÐGERÐIR Sími 3 29 60 23990 SÍMAR - 20788 BIFREIÐASALA MATTHÍASAR, Höfðatúni 2 Simi 24540. Aðolsföðvor — Framhala aí bls. 6 það óspart og spurðu hann fjölda spurninga um hinar ýmsu hliðar NATO og framtíðarhorfur banda lagsins. Seinna sama dag hafði íslenzki ambassadorinn, Pétur Thorsteins- son og frú, boð inni fyrir þátt- takendur og nutu menn þar ís- lenzkrar gestrisni um stund. Hópnum hafði verið boðið af Bonnstjórninni til að heimsækja V.-Berlín, og þangað var flogið á föstudag. Borgaryfirvöldin þar önnuðust kynninguna og móttök- una þar. Borgin var skoðuð hátt og lágt og dáðust menn mjög að hinni hröðu og glæsilegu upp- byggingu V.-Berlínar, einkum þeg ar haft er I huga, að 75% mann- virkja borgarinnar voru rústir einar i lok stríðsins. Einkum vakti það athygli okkar, hve velmegun virðist almenn, vöruúrval mikið og verðlag hóflegt og fólkið frjáls legt og vel til fara. Á laugardaginn voru okkur sýndar ýmsar merkar byggingar, svo og hlýddum við á erindi um Berlín og stjómmálaafstöðu V.- Berlínar. Ekið var meðfram hinum gífur- lega múr, sem hvorki er meira eða minna en 42 km. að lengd. Meðfram múrnum er þreföld gaddavírsgirðing og allt morandi af vopnuðum vörðum. Mjög víða meðfram múrnum gat að líta minnismerki og fjölda krossa um fórnarlömb kommún- ista, sem myrt höfðu verið á leið sinni til frelsisins. Okkur var tjáð að 3000 eigin- konur í V.-Berlín ættu menn sína austan megin. Svo gjörsamlega hafa a.-þýzkir kommúnistar sví- virt og troðið á fjölskyldubönd- unum. Við hittum að máli v.-þýzka verði, sem sögðu að með stuttu millibili væri skipt um verði aust an megin til að fyrirbyggja að þeir kynntust fólkinu á næstu grösum og freistuðust þá kann- ski til að hjálpa því að flýja við- bjóðinn. T. d. sagði mér einn vörð urinn, að það væri gamanmál manna vestan megin, að ef múr- inn yrði rofinn einn góðan veð- urdag, yrði þess ekki langt að biða að Ulbricht stæði einn eftir með konu sinni. £g vildi mikið vilja gefa til að hver einasti íslendingur ætti þess kost að sjá þetta stærsta tákn mannvonzku og mannfyrirlitning- ar, sem getur á að líta í heimin- um, því erfitt er að lýsa með orðuni þeim tiifinningum, sern hrærast í brjósti hvers frjáls manns, er hann stendur fyrir framan smánarmúrinn. Commer ’63, samkomul. iim greiðslur. Keyrður 5 þús. Volvo Amazone '59. Mercedes Benz ’63 FÖrubíll vill skipta á eldri vörubíl. Reno Daue phin ’63 kr. 90 þús. útb. S0 þús. Gjörið svo vel og skoð ið bílana. BTFREIÐASALAN BORGARTÚNI 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.