Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 04.07.1963, Blaðsíða 4
4 VI S IR . Fimmtudagur 4. júfí 1963. Dómur Kjaradóms um laun opinberra starfsmanna Kjaradómur hefur kynnt sér framlögð sóknar- og varnargögn aðila og kallað fyrirsvarsmenn þeirra fyrir sig til að svara spurn ingum, er dómurinn hefur talið rétt að Ieggja fyrir þá til skýr- ingar málinu og þá fyrst og fremst um þau atriði, er dóm- inum ber samkvæmt 20. gr. lag- anna m. a. að hafa hliðsjón af. Kjaradómur sjálfur hefur einnig í eftir föngum aflað sér gagna og upplýslnga 1 samræmi við ákvæði 18. greinar laganna. Þá hefur Kjaradómur sérstak- lega talið þörf á að afla gagna og upplýsinga um, hver séu raun- veruleg laun opinberra starfs- manna, eihstaklinga og/eða hópa, og í hvaða mynd þau séu greidd, hver sé raunveruleg launabyrði ríkisins nö og í hvaða mynd. Gagna og upplýsinga um þessi efni hefur dóminum reynzt tor- velt að afla á þeim skamma ti'ma, sem hann hefur haft til umráða, en telur þó á grundvelli þeirra takmörkuðu upplýsinga, er aðilar hafa aflað og dómurinn sjálfur, að ljóst sé, að auk fastra launa, njóti ýmsir ríkisstarfsmenn við- bótartekna frá ríkinu, auk greiðslna fyrir venjulega yfir- og aukavinnu. Ennfremur er Ijóst, að launabætur þessar koma misjafnt niður og ná ekki til allra starfs- manna. Ekki er ljóst, að hve miklu Jgyti þessar launabætur muni niður, falla með breytingum á launakeffi ríkisins. Kjaradómur getur ekki kveðið á um þetta atr- iði, enda hlýtur framkvæmd öll í þessu efni að hvíla á fram- kvæmdavaldinu. Þá hefur dómurinn, að því leyti, sem kostur er á, gert sér grein fyrir fyrirkomulagi launamála op- inberra starfsmanna f nágranna- löndunum, að þvf leyti sem slíkt er sambærilegt, en vegna mismun andi þjóðfélagshátta í hverju landi, er erfitt að draga traustar ályktanir af slíkum samanburði. Viðfangsefni Kjaradóms al- mennt falla í þrjá meginflokka: 1. Fjöldi launaflokka og skipting starfsmanna f þá. 2. Föst laun í hverjum Iauna- flokki. 3. Vinnutfmi, yfirvinnugreiðslur og önnur starfskjör. Um fyrsta viðfangsefnið ligg- ur fyrir samkomulag málsaðila um fjölda launaflokka og röðun starfsmanna í þá, og Ieggur dóm- urinn það samkomulag til grund- vallar og miðar við það í dóm- inum. Varðandi upphæð fastra launa eru báðir aðilar sammála um, að nauðsyn beri til að auka launa- mismun milli flokka til að tryggja að ríkið eigi kost hæfra starfs- manna og sé um það samkeppn- isfært við einkareksturinn. Dóm- urinn er þeirrar skoðunar, að nauðsyn sé verulegrar hækkunar á launum ríkisstarfsmanna, ef leið rétta á það misræmi, sem orðið er og tryggja þeim viðunandi launakjör með tilliti til þeirra launþega, er vinna sambærileg störf hjá einkaaðilum. Þessi launahækkun hlýtur að verða mest f efri launaflokkunum, bæði vegna samanburðar við launakjör f einkarekstri og þeirrar mennt- unar og ábyrgðar, sem störf í þessum flokkum krefjast. Við ákvörðun Iauna ríkisstarfs manna hefur Kjaradómur haft til hliðsjónar launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningum, þ. á m. þær breytingar, sem almennt hafa orðið á þeim nú nýverið, er margir hópar launþega fengu hækkuð laun sfn um 7,5%. Varð- andi samræmingu kjara ríkis- starfsmanna og annarra launþega hefur dómurinn einnig litið til þess, að atvinnuöryggi rfkisstarfs manna er meira en launþega í einkarekstri, og þeir njóta auk þess ýmissa réttinda og hlunn- inda umfram aðra launþega. Sam- ræming sú á launum ríkisstarfs- manna og annarra, sem að er stefnt, takmarkast einnig að nokkru af þeirri launaflokkun, sem liggur dóniinum til grund- vallar, en hún bindur að veru- legu leyti launahlutföllin á milli einstakra starfshópa. Á móti þeirri leiðréttingu, sem dómurinn telur nauðsynlega og réttláta á launakjörum ríkisstarfs manna, hefur hann reynt að meta áhrif hennar á afkomu þjóðar- búsins, þ. á m. á fjárhag ríkis- sjóðs. Er f þessu sambandi rétt að benda á, að á móti hækkun fastra launa virðist geta komið verulegur sparnaður útgjalda með niðurfellingu annarra greiðslna, hagkvæmari rekstri vegna betri aðstöðu til að fá hæft starfslið óg með fastari framkvæmd um skipun manna í launaflokka. Að því er varðar þriðja flokk viðfangsefna dómsins, vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu og önnur starfskjör, hefur dómurinn talið rétt að lfta fyrst til þeirra reglna, sem um þetta hafa gilt til þessa. Þó hefur hann ákveðið ýmsar breytingar starfsmönnum til hags bóta, og hefur þá einkum verið stefnt að þvf að leiðrétta mis- ræmi og koma á réttlátari og hag felldari skipan í ýmsum efnum en verið hefur. Að þessu öllu athuguðu ákveð- ur dómurinn laun og kjör ríkis- starfsmanna, er hér skipta máli, þannig: Eftirfarandi reglur skulu gilda um vinnutíma ríkisstarfsmanna,,., yfirvínnu' yfifvinnukaup'bg'ðnny ur kjöf, er hér skiptá iMÍi: ‘ *’1 mæðraskólakennarar, iðnskóla- kennarar: allt að 30 klukkustund- ir, er fækki f 25 stundir, er kenp- ari verður 55 ára og 20 stundir, þegar hann verður sextugur. Lengd kennslustundar skal vera 45 mínútur. 3. Stýrimanna- og vélskólakenn arar: allt að 27 kennslustundir vikuíega, er fækki í 22 stupdir, er kennarj verður 55 ára og 17 stundir, er kennari verður sex- tugur. Lengd kennslustundar skal vera 45 mínútur. 4. Menntaskólakennarar, kenn- araskólakennarar og kennarar sér greinaskóla fyrir kennaraefni: 24—27 kennslustundir, er fækki í 22 stundir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er kertnari verð ur sextugur. Lengd hverrar kennslustundar skal vera 45 mín- útur. Kennsluskylda söngkennara í barhaskólum og gagnfræðaskól- um og kennara afbrigðilegra barna skal vera 4/5 af kennslu- skyldu almennra kennara. Kennsluskylda annarra kenn- ara, svo og skólastjóra, haldist óbreytt frá því, sem nú er. Sé hver kennslustund lengri eða skemmri en hér er fram tek- ið, skal vikuleg kennsluskylda breytast í hlutfalli við það. Kennurum er skylt að hafa umsjón með nemendum í stunda- hléum eftir nánari ákvörðun ..séðtöMjóra og kennarafundar. JJSfí ; ;1B16Hlðímg1tXf Lengd vinnutímans 1. grein VikUlegur starfstími starfs- manna ríkisins, sem hin föstu laun eru greidd fyrir, skal vera sem hér segþ-: A. 48 stundir. Verkstjórar og verkamenn við hvers konar útivinnu, starfsmenn á ríkisbúum, ráðsmenn og ráðs- konur, fólk við eldhússtörf, bif- reiðastjórar og þeir, sem vinna á reglubundnum vinnuvöktum og ekki eru taldir annars staðar. B. 44 stundir. Lögreglumenn, fangaverðir, toll verðir, slökkviliðsmenn, hjúkrun- arfólk, aðstoðarfólk við hjúkrun, starfsmenn á verkstæðum, við birgðavörzlu, vöruafgreiðslu, iðn- að og iðjustörf, vélgæzlu og önn- ur hliðstæð störf. C. 38 stundir. Starfsmenn á skrifstofum, teiknistofum, rannsóknarstofum, eftirlitsstofnunum, söfnum og aðrir, sem hliðstæð störf stunda. D. 36 stundir. Sjúkrahúslæknar, sjúkraþjálfar ar, starfsfólk við röntgen eða geislavirk efni. Ennfremur eftir- taldir starfsmenn, er vinna á reglubundnum vinnuvökum: Tal- sfmamenn, símritarar, loftskeyta- menn, veðurfræðingar, flugum- ferðarstjórar og aðrir, er hliðstæð störf stunda. E. Kennarar. 1. Barnaskólakennarar: allt að 36 klukkustundir, er fækki I 30 stundir á því skólaári, sem kenn- ari verður 55 ára og 1 24 stundir, þegar hann verður sextugur. Lengd hverrar kennslustundar skal vera 40 mínútur. 2. Gagnfræðaskólakennarar, hús 2. grein Um daglega vinnutíma skulu gilda þessi ákvæði: 1. 48 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 18,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. 2. 44 stunda vinnuvika skal unn in á tímanum frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. 3. 38 stunda vinnuvika skal unn in á tímanum frá kl. 9,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 9,00 til kl. 12,00. 4. 36 stunda vinnuvika og skemmri skal unnin á tímanum frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. Um það, hvenær starfstími hefj ist, skal ákveðið í samráði við starfsmennina með samþykki við komandi starfsmannafélags. Heimilt er að haga vinnudegi með öðrum hætti en að framan greinir, ef aðilar eru um það sammála. Á tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert er heimilt, með samkomulagi forstöðumanna hlutaðeigandi stofnana og starfs- manna, að fella niður vinnu á laugardögum, eida lengist dag- vinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum. 3. grein. Eigi skulu ákvæði þau, er að framan getur, valda því, að dag- legur vinnutími nokkurs starfs- manns lengist frá því, sem nú er. Þær starfsstéttir og starfsmenn, sem ákvæði 1. og 2. gr. taka ekki til, skulu halda þeim vinnutíma, sem verið hefur hingað til. 4. grein. Vinnutími starfsmanna ska! vera samfelldur eftir því, sem við verður komið vegna eðlis starfs- ins. Verði eyða í daglegum, sam- felldum starfstíma kennara, skal greiða fyrir hverja kennslustund 1 slíkri eyðu, laun, er nemi 1/4 hluta dagvinnulrfups samkv. 8. gr. Breytingar og frávik frá þeim vinnutíma, sem hér er ákveðinn, skulu þá aðeins gerð, að sam- þykki viðkomandí starfsmannafé- lags liggi fyrir. 5. grein. Matartímar skulu, eftir þvl sem við verður komið, vera frá kl. 12,00 til kl. 13,00, kl. 19,00 til kl. 20,00 og kl. 3,00 til kl. 4,00 og teljast þeir eigi til venjulegs vinnutíma. Kaffitímar teljast til venjulegs vinnutíma, og skulu þeir hjá þeim, er hafa 48 og 44 stunda vinnuviku vera tvisvar á dag mið að vlð. venjulegan vinnutím.a, 20 mínútur 1 hvert sinn, þó eigi .neína einu sinni á laugaTdögum.. Hjá þeim, er skemmri vinnu- viku hafa, er á hinum fasta dag- lega vinnutíma einn kaffitími, 20 mínútur, þó ekki á laugardögum. í næturvinnu og helgidagavinnu skulu kaffitímar vera í sama hlut falli og á hinum daglega vinnu- tíma. Þeir, sem vinna á reglu- bundnum vinnudögum, skulu ekki fá sérstaklega matar- eða kaffi- tíma, nema tíðkazt hafi til þessa. Heimilt er að fella niður kaffi- tíma og stytta matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanns við komandi stofnunar og starfs- manna, enda sé slíkt samþykkt af viðkomandi starfsmannafélagi. 6. grein. Frídagar eru allir helgidagar Þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti og 17. júní. Ennfremur að- fangadagur jóla og gamlársdagur frá'kl. 13,00 beri þá upp á virkan dag, svo og íftirtaldir dagar með sama hætti og tíðkazt hefur: 1. maí, fyrsti mánudagur í ágúst, 1. desember og laugárdagur íyrir páska. Frh. á bls. 7. Höfum til leigu Volkswagén Land jÍlpBiÍii | 8é bitrefðin tekin a kit[u i éirtn rnánuð vða Í^njfri tima, þ;i (ji'fum vl«l 10 — 20% Afsíju 4 leigugjaldi. — Leijfjum bífreiðir okkar aJlt njður.'i 3 iumL AlMíffltt BIFREÍÍLflGÍ h.f. REVKJAVÍK FLÁVÍK Ki.nip.n.-.tii' 10 sjmt 1 37 7o .fPPtfbn'itU 10(1 ?lm» 1»1D. | Sjuúurgom 01 sinu li".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.