Vísir - 04.07.1963, Qupperneq 8
8
VlSIR . Fimmtudagur 4. júlí 1963.
VISIB
Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjúri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I Iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Dómur Kjaradóms
Dómur Kjaradóms í gær er stærsti áfanginn í
launamálum ríkisstarfsmanna í þrjá áratugi. Hann var
kveðinn upp á grundvelli Iöggjafar sem núverandi ríkis
stjóm lét setja og veitir öllum opinbemm starfsmönn-
um mikilvæg ný réttindi: samningsrétt um kaup og
kjör. Sú löggjöf var stórfelld hagsbót og dómurinn
í gær sýnir það glögglega að þáttaskil hafa orðið í
kjaramálum þessa fjölmenna hóps launþega. Á ríkis-
stjómin þekkir skildar fyrir að hafa komið kjaramál-
um opinberra starfsmanna í sanngjarnt og eðlilegt
horf og bætt úr áratuga misrétti. Hin mikla kauphækk
un er bein afleiðing hinnar nýju löggjafar.
Launahækkunin sem nú kemur til framkvæmda
er opinberum starfsmönnum mjög mikilvæg. En annað
er þó ekki síður merkilegt við dóminn og hina nýju
skipan mála. Aðilar komust að samkomulagi um skipt-
ingu í launaflokka. Með því hafa skapazt nýir mögu-
leikar til þess að tekið verði sérstakt tillit til mennt-*
unar, sérhæfni og ábyrgðar, sem vom vart fyrir hendi.
Mismunurinn á lægstu laununum og þeim hæstu er
nú mikill og hinn gamli launajöfnuður úr sögunni. Er
það vel, því hann var lengi dragbítur á launaskipulag
ríkisins og olli almennri óánægju. Nú er ríkið orðið
samkeppnishæft við einkareksturinn á vinnumarkað-
inum og búast má við því að fleiri hæfileikamenn leiti
nú eftir störfum hjá hinu opinbera en áður hefir verið.
Þrátt fyrir dóminn er þó ýmislegt enn óráðið.
Þannig er um skipun einstakra starfsmanna í launa-
flokka. Það verkefni er enn að mestu óleyst og er
mikið vandaverk. Kemur þar til kasta kjaranefndar,
ef samkomulag næst ekki. Annað vandamál em
aukagreiðslur og uppbætur þær sem opinberum starfs-
mönnum hafa verið greiddar fram til þessa, einkum
í hærri launaflokkunum. Dómurinn tekur ekki beina
afstöðu til slíkra greiðslna en í honum felst þó sá
skilningur að ýmsar slíkar greiðslur hljóti að falla
niður til spamaðar í útgjöldum ríkisins.
Má segja að það liggi í hlutarins eðli, þar sem þær
vom í upphafi hugsaðar sem timabundin leiðrétting á
of lágum launum.
Að lokum þetta: Hér er um að ræða leiðréttingu
a launum stéttar, sem fyrir löngu dróst aftur úr öðrum
starfshópum um launakjör. Þá hækkun sem opinberir
starfsmenn hafa nú fengið er því ekki unnt að leggja
til gmndvallar launahækkunwa. annarr^&téUa. Þá
væri miklu launaskriði boðið
algjörlegri upplausn efnahagí
Rúmenar semja við
vestrænar þjóðir
Rúmenar og Tékkar
krefjast nú aukins frjáls
ræðis til samninga og
samstarfs við vestrænar
þjóðir. Og þar sem Rúm
enar fara þegar sínar eig
in götur í trássi við
Rússa má segja, að sam-
fylkingin sé rofin.
Vestrænir fréttamenn í Berlín
segja, aö um seinustu helgi —
þegar fimm kínverskir sendiráös
’......' “ m
Mao.
starfsmenn voru að fljúga heim
og Krúsév var kominn til Ber-
línar — til þess að treysta sig
I sessi sem höfuðleiðtogi komm
únista, — hafi tvennt gerzt, sem
komi sér illa fyrir hann.
Iagt Rúmeníu, að hætta við öll
áform um aukningu þungaiðnað
ar og Ieggja megináherzlu á
landbúnaðinn.
Dej neitaði.
Hann hefir I reyndinni þegar
hrundið af stað risavaxinni aukn
ingu viðskipta við vestræn lönd.
Hann hefir boðið vestrænum
iðjuhöldum og kaupsýslumönn-
um og tæknilega sérþjálfuðum
mötjnum frá Vestur-Evrópu að
koma til Rúmenlu, aðallega frá
Vestur-Þýzkalandi og ltallu, en
einnig eru áformuð allmjög auk
in brezk-rúmensk viðskipti og
margt brezkra kaupsýslumanna
er nú 1 Búkarest, til þess að
semja um viðskipti.
Og menn spyrja nú hvort
Krúsév sé að missa tökin á
leiðtogum fylgiþjóðanna, —
hvort Rúmenta, og jafnvel
Tékkóslóvakía, muni nú fara sln
ar götur meira en áður, og auka
viðskipti og samstarf yið vest-
rænar þjóðir — og gera það á
eigin spýtur I trássi við Rússa?
Brezku blöðin segja, að Tékk
ar, sem verið hafa hlýönastir
fylgismenn Rússa, krefjist nú
meira athafnafrelsis, og hyggj-
ast þeir gera viðskiptasamninga
ve&trífenar iþjóðir og
talegt; og efþahagslegt
úð^'þær." En hætti Sæði
Rúmenar og Tékkar að láta
Rússa segja sér fyrir verkum á
vettvangi efnahags -og fjárhags
mála, fer þá ekki á sömu leið
er frá liður um hið stjórnmála-
lega samstarf?
TVÆR
RÁÐSTEFNUR.
Það eru tvær ráðstefnur, sem
framundan eru I Moskvu, hin
sovézk-kinverska um hugsjónir
og stefnu á vettvangi alþjóða
kommúnismans og svo ráðstefna
Breta, Bandarlkjamanna og
Rússa, um samkomulag um
Suslov á að semja vlð Kínverja
á Moskvufundinum.
kveðnari I afstöðu sinni en fyrr
á sviði efnahagsmála að minnsta
kosti og vilja aukið samstarf við
vestræn Iönd, og fara þar sínar
götur, og þótt það heyri að
sjálfsögðu undir stefnu Krúsévs
um friðsamleg samskipti, er þó
sá munurinn, að fylgiríkin vilja
ráða meiru sjálf, — taumarnir
kunna að vera að renna úr hönd
um Krúsévs sem aðalleiðtoga,
og aðstaöa hans þvl veikari en
fyrr, þótt fylgiríkin styðji hann
gagnvart Kína, nema að sjálf-
sögðu Albanir. Klnverjar, sem
ekki hafa viljað hvika hárs-
breidd frá sinni hörðu afstöðu,
munu ekki láta neitt fram hjá
sér fara, sem bendir til veikari
aðstöðu Krúsévs.
Um ,hina ráðstefnuna gætir
nokkurrar bjartsýni meðal vést-
rænná 'leiðtoga, eftir að Krúsév
lýsti yfir á fjöldafundi I Austur-
Berlín, að Sovétríkin gætu fall-
izt á samkomulag um bann við
tilraunum með kjarnorkuvopn I
lofti, á sjó og úti I himingeimn-
um og vildi gjarnan bann við
neðanjarðartilraunum líka, en á
það kvað hann vestræna leið-
toga ekki vilja fallast. En
margir spyrja þó, hvort ekki
muni koma eitthvert babb 1 bát-
inn, þegar farið verður að ræð-
ast við I Moskvu.
BARÁTTA „UPP Á LÍF
OG DAUÐA“
í New York Times var tekið
í trássi við KRÖSÉV
1 fyrsta lagi ásakaði Peking-
stjórnin sovétstjórnina beint um
það, að hafa „af ráðnum hug
framleitt klofning á vettvangi
heimskommúnismanns".
í öðru Iagi hafi Rúmenía til-
kynnt sovétstjórninni, að hún
ætli að fara slnar eigin götur
á sviði efnahagslegrar þróunar
— með aðstoð vestrænna þjóða,
— og má því við bæta, að það
vakti athygli um allan heim, að
Gheorghiu Dej forsætisráðherra
Rúmeníu sat ekki fund þann,
sem Krúsév boðaði kommúnista
forsprakka á I Austur-Berlín.
Brezkur fréttamaður sagði um
þetta: Ég spái þvl, að Dje verði
brátt eins kunnur og Mao tse-
Tung, höfuðleiðtogi klnverskra
kommúnista.
__Krúsév kom til Rúmen-
íM
4
bann við tilraunum með kjam-
orkuvopn.
Ef vikið er fyrst að fyrri ráð-
stefnunni, er þess að geta, að
þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur
að undanfömu og þrátt fyrir, að
Kínverjar saki Rússa um ýfing-
ar rétt fyrir ráðstefnuna, til-
kynntu þeir fyrir skömmu, að
þeir myndu samt senda sendi-
nefnd til Moskvu, og er gert ráð
fyrir, að þessi ráðstefna hefjist
á morgun.
Litlum vafa getur það verið
undirorpið, að aðstaða Krúsévs
væri sterkari, ef hann færi heim
frá Austur-Berlin með einhuga
fylgi kommúnistaleiðtoga Aust-
ur-Evrópu að baki sér, en að-
staða hans er af ýmsum talin
veikari eftir þessa ráðstefnu yf
irleitt að minnsta kosti, en eins
og fyrr var að vikið, gerast nú
SÍanna á-
ÍÉk
svo til orða fyrir skemmstu, að
„milli Moskvu og Peking væri
nú háð barátta upp á líf og
dauða", og hið kunna brezka
blað, The Guardian (áður Man-
chester Guardian) kemst að
sömu niðurstöðu.
Guardian telur, að báðir að-
ilar hafi I reyndinni gefið upp
alla von um sættir, og N.Y.T., að
„öll þessi þróun bendi til sögu-
lega mikilvægrar þróunarbreyt-
ingar“. Einhuga kommunistisk
heimshreyfing sé ekki til Iengur.
Komnar séu I staðinn tvær
alþjóðahreyfingar, er keppi um
yfirráðin, en forystumenn hvorr-
ar um sig telji sína hina einu
sönnu og réttu. Og þeir hata
og fyrirllta hverjir aðra, segir
New York Times.
Blaðið nefnir sem dæmi um
beiskjuna, að eftir að Pravda
Framh. á bis. 5
1 Hiírv*. V,
i- > ;• i'i'. t t