Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 11
V í SIR . Þriðjudagur 9. júlí 1963. r. 'iÆMi mj Skrifstofustjórinn er ákaflega elskulegur. 1 morgun lét hann mig hafa skriflegt, hvenær ég ætti að mæta, hvenær ég ætti að fara í kaffi, og hevnær ég mætti fara heim. Ég skil nú ekki vel af hverju. Ég er jú búin að vinna þama f 2 ár. Nætur og helgidagavarzla frá 6. til 13. júli er í Apótek Austur- bæjar. UTVARPIÐ Þriðjudagur 9. júlí. Fastir liðir eins og venjulega 8. .00 Morgunútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Einsöngur: Hermann Prey syngur lög eftir Brahms og Richard Strauss. 20.20 Frá Mexikó IV. erindi: Mexí kanska þjóðin nú á dögum Magnús Á. Árnason listmál- ari). 20.45 Píanótónieikar: Alfred Cortot leikur valsa eftir Chopin. 21.10 „Fornleifafræði", smásaga eft ir Fritiof Nilson Piraten í þýð ingu Sveins Einarssonar fil. kand. (Haraldur Björnsson leikari). 21.35 Tónleikar. 21.45 íþróttaþáttur (Sigurður Sig- urðsson). 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Að :■ alsteinsdóttir). 23.00 Ðagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 9. júlí. 17.00 Mr. Wizard 17.30 First Lady 18.00 Afrts News 18.15 The Merv Griffin Show 19.00 Summer On Ice Þegar þau koma á áfangastað, segir Fan: Góða nótt Rip, ég vona að við eigum eftir að sjást oft, og hann svarar: Ég verð I SUPPOSE X HAVE TO <50 ~AVr RICKSHA IS DOU BLE - PARKED... &ooo NlöHT, RIR X HOPE THAT WE SEE EACII OTHER OFTEN. víst að.hypja mig, annars verður kerran of dýr. Þegar hann er kominn á sitt hótel, stingur hann lyklinum á skráargatið, og veit ekki um hinn óboðna gest sem bíður eftir honum með kreppta hnefa. A LOHG Day... some REST WILL BE , WELCO/V'E. hugsar með sér: Þetta hefur ver- ið nokkuð langur dagur. Ég verð feginn að fá að hvíla mig. Hann 19.55 Afrts News Extra 20.00 The Real Mc Coys 20.30 Armstrong Circie Theater 21.30 Stump The Stars 22.00 Steve Canyon 22.30 To Tell The Truth 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Lawrence Welk Dance Party Norrænufræðingar i heimsókn í síðustu viku kom til Rvíkur 16 manna hópur kennara og stúd- enta í norrænum málum við há- skóiann í Gautaborg. Hópurinn kom með leiguflugvél beint frá Gautaborg og mun dveljast hér á landi þrjár vikur. Skoðaðir verða helztu sögu- og merkisstaðir sunnan-, vestan- og norðanlands. Verður fyrst farið um Suðurlandsundirlendið og allt upp að Stöng í Þjórsárdal og aust- ur f Skaftafellssýslu, síðan upp í Borgarfjörð, um Snæfellsnes og Dali og þaðan norður í land allt austur í Mývatnssveit a.m.k. Að lokum verður dvalizt nokkra daga í Reykjavík. — Ferðaskrifstofa rík isins hefir verið með í ráðum um skipulagningu ferðarinnar og ann- azt margháttaða fyrirgreiðslu við útvegun gistingarstaða o.fl. Venia er, a ðstúdentar í norræn- um málum við sænska háskóla fari árlega náms- og kynnisferð undir leiðsögn kennara sinna, oftast um Svíþjóð ,en stundum til nágranna- landanna. Aðeins einu sinni áður hefir slík ferð verið gerð til íslands, þá einnig frá Gautaborg, en nú eru um 30 ár síðan. Prófessor Hjalmar Lindroth hafði forgöngu um þá ferð, en hann er m.a. kunn ur fyrir- ágæta bók, er hann skrif aði um ísland (Island — motsats- ernas ö) og út köm 1930 í tilefni af Alþingishátíðinni. Fyrir hópnum að þessu sinni er eftirmaður Lindroths, prófessor Ture Johannisson ,einn þeira 18, er sæti eiga f sænsku akademí- unni, og einn af merkustu mál- fræðingum Svía. Hann hefir einu sinni áður komið til íslands, var varaforseti víkingaþingsins, sem hér var haldið 1956. Auk hans verða með í förinni dósentarnir Bengt Holmberg og Verner Ekenvall, ennfremur fil. lic. Sture Allén, sem vinnur nú að samningu sænsk-íslenzkrar orða- bókar ásamt Baldri Jónssyni mag ister. Sá síðastnefndi verður leið- sögumaður Svíanna hér á landi, en hann hefir undanfarin 3 ár verið lektor í íslenzku við háskólana í Gautaborg og Lundi. Hópurinn heldur utan 23. júlí. stjörnuspá 'át* r ^ i morgundagsins Farið í ferðaSag Þann 28. júní sl. fór starfsfólk Ríkisútvarpsins í eins dags ferðalag um Uxahryggi og Borgarfjörð. Veður var ágætt, að vísu sólarlitið, en ferðafólkið sjálft var í sólskinsskapi svo að það gerði ekki eins til. Komið var í Bifröst og borðað þar, og einnig syntú ferðalangarnir í nýju lauginni á Varmalandi. Milli 70—80 manns tóku þátt í förinni. Myndin sýnir ferða- fólkið vera að' teygja úr Ieggj- unum eftir langa setu f bilunum. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl: Það er ekki ávallt hollt og gott að færast of mikið f fang, því nú gæti það leitt til stöðv- unar. Þú getur elcki ávallt fengf ið það, sem þú girnist. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Láttu áhyggjur út af gangi fjár- málanna ekki hafa of djúpstæð áhrif á þig, þetta lagast allt saman. Efldu trú þína á mátt þinn og megin. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Það á ekki alltaf við að slá um sig eins og ríkisbubbi, sérstaklega þegar maður hefur á engan hátt efni á því. Það tekur sinn tíma að verða ríkur. Krabbinn, 22. júní til 23. júlf: Þú ættir að gcsta þess sérstak- lega að gleyma ekki skyldustörf um þfnum, ef þú vilt komast hjá áminningu eða fjárhagslegu tjóni. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Skoðanir annarra kunna að reynast varhugaverðar, þegar um of mikla bjartsýni er að ræða eða ónákvæmni. Gefðu öðrum ekki upp skoðanir þínar eins og nú stendur. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Vertu á verðbergi gagnvart þeim, sem koma og bjóða þér gull og græna skóga. Slík tilboð gætu reynzt minna virði, þegar til kastanna kemur. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Gerðu ekki of mikið úr styrk- leik keppinauta þinna, því þeir kynnu að skerða hlut þinn, ef þú sofnar á verðinum. Láttu sjálfsánægjuna bíða betri tíma. Drekinn, 24 .okt. til 22. nóv.: Opinber ákvæði eða aðrar ó- hjákvæmilegar reglur gætu haft truflandi áhrif á aðgsrðir þínar í dag. Misstu samt ekki móðinn. Þinn tími kemur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það er mikið atriði að kúnna sér hóf í öllu og vita hvenær tilhlýðilegt er að halda ekki lengra. Tefldu ekki út f tvísýnu. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Tilhneigingin til að koma of miklu í framkvæmd á of skömm um tfma gæti leitt til þess, að áform þín mundu ekki ná fram að ganga. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Vertu á varðbergi gegn vinnuaðferðum, sem gætu orðið of umhugsunarfrekar til ■ að svara kostnaði. Gættu hófs f neyzlu matar. Fiskarnir, 20. febr. til /20. marz: Ef þú hefur þá bjarg- föstu trú, að málstaður þinn sé hinn eini sanni, þá ættirðu ekki að láta hugfallast, þrátt fyrir andstöðu eða ógnanir annarra. \ " ■ ■ ;.. ■ >■;■. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.