Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 6
6 VISIR . Þrföjudagur 9. júlf 1963. „Erum stolt af að vera af íslenzkum ættum44 Hinlr stóru hópar Vestur-ís- lenðinga, sem sótt hafa okkur hedm f sumar, eru nú senn á förum. Á undanfömum dögum hafa þeir ferðazt um landið vítt og breitt, og er nú komið að því að kveðja vinl og frændur, sem, Vestur-fslendingamir hafa hitt Og kynnzt hér. Og nú þegar þetta fólk, sem lagt hefur á sig dýrt og langt ferðalag alla leið til lslands, f þeim tilgangi ein- um að sjá Iandið sem foreldrar þeirra og frændur era fæddir í, heldur á brott, þá er ekki úr vegi að forvitnast um hversu því hefur lfkað — hvað það hef ur um förina að segja. Á miðvikudag hittum við að máli tvo vestur-fslenzka bræður frá Kanada, og f dag ræðum við við hjón, komin eins bg fleiri frá Winnipeg. Þau heita Kenneth og Helga Porter, en Helga er af íslenzk- um ættum. Kenneth er hins veg ar af brezkum uppruna. Helga er döttir Einars Jónssonar og Sólveigar konu hans, sem ættuð er af Suðurlandi, óg á hún mikinn fjölda ættingja hér. LANGÞRÁÐUR DRAUMUR RÆTIST. „Foreldrar mínir fluttu til Kanada áður en ég fæddist, svo þetta er f fyrsta skipti sem ég kem hingað. Hins vegar töluðu þau oftast fslenzku á heimilinu. Þar lærði ég málið og frá þeim fékk ég strax áhuga fyrir þessu fjarlæga landi. Allt frá því ég man fyrst eftir mér, hefur mig langað hingað, og það var lang þráður draumur sem rættist, jiegar við loks komumst hingað nú f byrjun júní". Ken, maður hennar, sem er borgarráðsritari Winnipegborg- ar, játaði að hann hefði ekki haft mikla hugmynd um ísland, fyrr en hann kynntisl konu sinni, og þar sem hún væri með Island á vörunum daginn út og daginn inn heima f Kanada, komst hann ekki hjá þvf að leggja orð f belg og fá áhuga. HOSAVÍK og húsavík. „Það fór svo, að mig langaði að sjá þetta mikið um talaða land, og ekki sízt Helgu vegna ákváðum við loks að leggja land undir fót. ?/ðai iandið' fívert ög' ehdilangt, séð að sjálfsögðú Gullfóss og Þing- velli, farið austur um land, að Mývatni, til Húsavíkur og Ak- ureyrar og landleiðis þaðan til Reykjavfkur. Mér var sérstak- lega umhugað um að komast til Húsavikur, get ég sagt þér. Þannig er mál með vexti, að f Manitoba fylki eru mýmargir staðir nefndir eftir íslenzkum stöðum, en einn þeirra heitir einmitt Húsavík. Það er lítið og afskekkt þorp, í hálfgerðri ein- angrun, og oftast er talað um Húsavík í grfni meðal okkar f Kanada, og þegar við höfum talað um að fara til íslands, við Helga, þá hefur fólk sagt: „Því farið þið ekki og heimsækið Húsavík?" Þykir þetta mikill brandari í Kanada. Ég hafði heyrt að Húsavík væri á norð- urkjálka íslands og bjóst satt að segja við þvf að það væri afskekkt þorp, eins og okkar Húsavík ? Kanada. Mér var því sérstaklega um- hugað að komast þangað, þó ekki væri nema til þess eins að geta sagt að ég hefði komið til Húsavfltur. En þegar ég virki- lega kom þangað, þá blasti við mér önnur sjón en ég hafði vænzt. Þar er allt í geysilegum uppgangi og ég varð stórhrif- inn af þeim myndarskap, sem þar rfkir. Og í rauninni erum við hjón- Rabbað við Vestur- íslendingana, Ken og Helgu Porter in stórhrifin af þeim myndar- skap, sem hér er alisstaðar og á öllum sviðum". Og Helga grípur inn í: „Hér er allt dásamlegt, land- ið og fólkið. Við Vestur-íslend- ingarnir f Kanada erum yfirleitt stoltir af því að vera af íslenzk- um ættum og státum okkur af þvf. En eftir að hafa komið hingað og verið hérna, er ég enn stoltari en fyrr. Að sjálf- sögðu hafði ég gert mér land og fólk í hugarlund,-lesið lýs-, ingar og séð 'myndfr; en-"það :gr, þó aldrei á við það ‘áð' siá hlöt- ina með eigin augum. Ég hélt líka að hér væri kaldara en raun er á. í einu orði: Ég hef sfzt orðið fyrir vonbrigðum". MEST HRIFINN AF BÓKAÁHUGANUM. „Og maðurinn minn hefur orðið sérstaklega hrifinn af einu hér, og það eru bækurnar. Bókabúðirnar eru á hverju götu- homi og við höfum enn ekki komið á það heimili, þar sem ekki hafa verið fyrir stórar hill- ur fullar af bókum“. „Já, já, það er „amazing“,“ skýtur eiginmaðurinn inn í. „Okkar álit beggja", segir Ken, „er, að ísland, náttúrufegurðin og landslagið allt sé svo sér- kennilegt, að það eigi engan sinn líka. í rauninni er fólkið hérna lfka mjög sérkennilegt, svo ekki sé talað um lifnaðar- hætti. íslendingar hafa „graci- ous way of living", mundi ég segja. Hér er hraðinn ekki eins mikill og annarsstaðar, hér ligg- ur mönnum ekki eins mikið á, eins og t. d. hjá okkur í Kan- ada. Hins vegar býst ég við að það komi fljótlega. Þess sjást merki hér f Reykjavík. „Annars skil ég ekki“, heldur hann áfram, „hvernig stendur á hinum miklu fólksflutningum hingað til Reykjavfkur. Mfn skoðun, eftir að hafa ferðazt um landið, er sú, að flestir stað- ir séu fegurri en einmitt hér í höfuðstaðnum“. „En þú sem borgarráðsritari og maður sem starfar f þjónustu stórrar borgar — hvað myndir þú segja helzt um Reykjavík?" „Það, sem vekur mesta at- hygli mína, er hinn mikli fjöldi sambýlishúsa í bórginni. Miðað við fólksfjölda eru sambýlishús- Framh. á bls. 5 □ D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D O D a D D D D D D D D D D D D D D D D D D D □ D D ;D9q D f D D □ D D n o D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D n D D D D D D Auto - lite kraftkerti í allar tegundir véla. Stórlækkað verð. Kraftkerti á kr. 25.75. NÝ GERÐ E». JÓNSSON & CO. Brautarholt 6 Símar 19215 15362. n.Tfpfv Rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll fyrir að- eins 145 bús. kr. Afgreiðsl? í júlí, ef pant- að er strax. Kynnist kostum FORD-bílanna UMBOÐIÐ SIMAR 22469 - 22470 SVEIIMIM h'Em

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.