Vísir


Vísir - 09.07.1963, Qupperneq 2

Vísir - 09.07.1963, Qupperneq 2
2 V1SIR . Þriðjudagur 9. júli 1963. |||s§ HITINN í Reykjavik i gær setti sinn svip á áhorfendarað- irnar í Laugardal í gærkvöldi. Klukkan 21 var hitinn 19 stig, glaðasólskin og ekki vindgola. Á áhorfendabekkjum og í stæð- unum við austanverðan völlinn fóru menn úr jökkunum og jafnvel í stúkunni þar sem skugga bar á voru menn út leik- inn jakkalausir. Leikmenn fóru ekki varhluta af þessu. „Ég hef aldrei leikið í öðrum eins hita á íslandi,“ sagði Ámi Njálsson, „eini Vals- maðurinn á Isiandi", eins og einhver kallaði hann, en félagar hans ferðast um þessar mundir um Noreg eins og kunnugt er. Kannski hefur hitinn lamað íslenzka liðið svo sem raun varð á í þessum leik, hver veit? í þessum góðviðrisleik í Laugardal voru aðeins Helgi Dan. hinn góð- kunni og snjalli landsliðsmarkvörð- ur og verður ekki annað sagt en að hann sómi sér vel í slnu gamla sæti í liðinu. Tilraunaliðið ber nafni sitt af þeim Sigurvin mið- verði og Axel Axelssyni útherja, en Hrannar Haraldsson, sem átti að leika framvörð, var meiddur og því ekki með. Sigurvin er mjög sterkur, stöðvar marga sókn en snýr ekki vörn í sókn, — boltar frá honum eru allt of mikið út í loftið og tilviljanakenndir, — fimm sinnum f röð fór sending frá honum til finnsks leikmanns. Þetta þarf hann að lagfæra m. a. Axel var með annan hálfleikinn, fékk spark og var ekki með í seinni hálfleik. Hann var „sveltur" fyrstu 26. mfn. leiksins, en þær 19 mín. sem hann fékk bolta og bolta á stangli gerði hann góða hluti, en samstarf hans og Skúla h. inn- herja var ekkert, t. d. fékk hann aldrei bolta frá Skúla. Vörnin kom annars vel út. Jón og Árni sterkir, en framverðirnir eru ekki nógu afgerandi, — það vantar Garðar (og kannski Svein Teitsson seinna í sumar). Þó var Björn Helgason duglegur og vann mest allra liðs- manna og á lof skilið. Framlínan var slakasti hluti liðsins, — líflaus með öllu. Kári sem kom ,inn í seinni hálfleik breytti hér engu og féll vel inn í deyfðina. Er greini- legt að hér verður Landsliðsnefnd- in í vanda og verður fróðlegt að sjá hvemig þeir vísu menn ráða úr þvf þegar þar að kemur. Dómari var Haukur Óskarsson og dæmdi hann mjög vel. — jbp — Heitt í Laugardal Veður var einstaklega gott í gær, og fóru margir áhorfendur úr jökkunum vegna hitans. Heimsmelstarinn í stangarstökki Það var ekki oft sem boltinvi komst þetta nálægt markinu lilrmm imáslihnetndar tókst að verja þrátt fyrir að hann er meiddur í hendi eftir leik Vals og Akraness, en þá fékk Helgi skot frá Hermanni Gunnarssyni í hönd- ina og varaði sig ekki á skothörku nýliðans. í seinni hálfleik átti Ellert Schram allgott færi en var seinn að sjá boltann sem rann framhjá og til markvarðar. Finnar sóttu sem fyrr, en hurð skall nærri hæl- um á 21. mín. Vinstri innherji Finna skaut hörkuskoti sem stefndi f markhornið en Helgi varði glæsi- Iega f horn. Enn varði Helgi er sami maður komst í skotfæri nærri | marki en á ská við það, mjög lag- | lega gert hjá Helga. Leikurinn var allur heldur slakur I og það litla sem af viti var kom j frá Finnum, sem voru sem fyrr of einstaklingssinnaðir og nýttu illa tækifærin, sem voru þeim stórlega í hag. Beztu menn þeirra voru Pitko, Malm, Valtonen og Niminen. Ljósir punktar í fslenzka liðinu Finnsko Biðið HAKA ótti stéran sigur skilið, en varð að láta sér nægja 0:® Ungu Finnarnir frá „Þús und vatna landinu“ áttu sannarlega þúsund færi á að skora gegn hinu sund- urlausa og illa leikandi til- raunalandsliði, sem hrein- Iega sprakk í tilraunaglasi landsliðsnefndar, en ágæt markvarzla Helga Daníels- sonar ásamt lítilli grimmd Finna við markið orsakaði það, að aldrei var skorað í leiknum, honum lauk 0:0, sem tilraunalandsliðið má þakka fyrir. Landsliðsnefnd er sannarlega ekki öfundsverð af hlutskipti sínu. Hún hefur til athugunar álitlegan hóp íslenzkra ungmenna, sem leika í tveim deildum knattspyrn- unnar, en mjög erfitt, ef ekki al- gjörlega útilokað virðist að ná saman 11 mönnum, sem geta bar- izt og unnið leik saman. Sennileg- ast verður eitt félagslið sterkasta lausnin, e. t. v. styrkt með 2—3 mönnum, en þá er auðvitað spurn- ingin hvaða lið það ætti að vera, því heldur eru þau bágborin liðin sem berjast í knattspyrnunni okk- ar. Finnar sóttu allmjög í fyrri hálf- leik en tækifærin voru ekki mjög hættuleg. Af ísienzka liðinu er það að segja að Gunnar Felixson átti gott færi á 31. mín. en misnotaði. Þetta færi kom ekki eftir gott sam- spil, heldur mistök sem áttu sér stað hjá Valtonen miðverði. Eftir þetta var nóg að gera hjá Helga Dan. og langskot voru al- gengustu aðferðirnar hjá Finnum, flest mjög þung skot, en Helga lamaðist alvarlega Líklegt er nú talið að heims- methafinn í stangarstökki, - Bandaríkjamaðurinn Brian Stern berg — geti aldrei framar stig- ið f fæturna. Það voru læknarn- ir á sjúkrahúsinu Seattle, þar sem hinn frægi íþróttamaður liggur, sem kunngjörðu þetta í gær. Sternberg slasaðist á æf- ingu í fyrri viku. Er hann við fulla meðvitund en Iamaður frá hnakka og niður úr og er lítil von um að takast megi að koma í veg fyrir lömunina. Sjálfur var Sternberg í góðu skapi og tók þessum alvarlegu fréttum með hetjumóði. Hann ræddi lft- illega við foreldra sína á laugar- daginn og sagðist fullviss um að hann næði sér fullkomlega. Á malarskóm d grasvelli Það vakti furðu margra á- horfenda hve illa leikmenn ís- lendinga stóðu á vellinum, voru sí og æ dettandi og virtist ekki þurfa hið minnsta tilefni til. Þó var völlurinn þurr og góður, enda ekki rigningardropi fallið á hann um daginn. Við skruppum niður í bún- ingsklefa í hléinu og hittum Axel Axelsson útherja og til- raunamann þar fyrir. „Jú, ég er á malarskóm,“ sagði hann. „Við leikum alla okkar leiki á möl f 2. deild, og það er hæg- ara sagt en gert að eiga gras- skó að auki, sem kosta um 1100 krónur“. Það voru fleiri en Axel á malarskóm, og enn aðrir á lé- Iegum grasskóm. Þetta er nokk- uð sem athuga þarf fyrir Ieiki sem þessa. Illa skæddir leik- menn geta vart náð árangri og þannig er með allan undirbún- ig undir leik. Honum er ábóta- vant.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.