Vísir - 12.07.1963, Blaðsíða 4
V í S IR . Laugardagur 13. júlí 1963.
Afmælisrabb við Baldur
Eiríksson fimmtugan
'yið erum staddir á Siglufirði
einn af þessum lognblíðu
sólskinsdögum sumarsins.
Allsstaðar eru menn að störf
um frá morgni til kvölds, og
hljómkviða hins annríka dags
dynur manni að eyrum.
Pað er ekki auðvelt að ná
tali af neinum í þessum starf-
andi bæ. Þó skal þess freistað
að hitta að máli einn af hinum
störfum hlöðnu mönnum. Petta
tekst ekki í fyrstu tilraun, en
loks semst svo um að rabbað
skuli saman yfir kaffibolla og
góðum vindli að kvöldlagi að
lokinni dagsins önn.
Þessi maður er Baldur Ei-
ríksson, forseti bæjarstjórnar
Siglufjarðar. Hann hefur átt
sæti í bæjarstjórninni síðan
1954 og jafnframt verið forseti
hennar ávallt síðan, og á nýaf-
stöðnum bæjarstjórnarfundi
varð hann sjálfkjörinn sem slík-
ur til loka yfirstandandi kjör-
tímabils. Var þetta I 10. skipti,
sem hann var kjörinn í þessa
virðingarstöðu, og hefur enginn
annar verið það jafnlengi í Siglu
firði. Það lætur að líkum, að
maður, sem svo lengi hefur haft
afskipti af opinberum málefn-
um bæjarins, kann frá mörgu að
segja úr þróunarsögu bæjarins
sfðasta áratuginn. En þar sem
aðeins gefst tlmi til þess að
spjalla saman, nánast á hlaup-
um, verður stiklað á stóru og
ekki farið ýtarlega út í hin ein-
stöku málefni.
^ður en við snúum okkur að
málefnum bæjarins, skulum
við aðeins, með örfáum orðum,
kynna manninn sem við ræðum
við.
Baldur Eiríksson er fæddur
og uppalinn á ísafirði. Hann
er sonur hjónanna Kristínar Ein
arsdóttur frá Hríshóli í Reyk-
hólasveit, af Rauðseyjarætt, og
Eiríks Br. Finnssonar, verkstjóra
frá Hruni á Ingjaldssandi, af
þekktum önfirzkum ættum.
Baldur stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri og
lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1934. Á æskuárum sínum á Isa-
firði tók hann mikinn þátt í
félagsmálum, þegar tími gafst til
frá námi, og 5. janúar 1935 var
hann kosinn bæjarfulltrúi í
aukakosningum á ísafirði, sem
fjórði maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins, þá rúmlega 21 árs að
aldri, og var það jafnframt i
fyrsta skipti, sem hann sjálfur
gat lagt ló'ð á vogarskálina, með
því að neyta atkvæðisréttar
síns.
dvaldi hann einnig í Cuxhaven
við skrifstofustörf hjá „Nord-
see“ sem þá var stærsta tog-
araútgerðarfélag í Þýzkalandi.
Vorið 1937 fluttist hann til
Siglufjarðar og var þá ráðinn
ritstjóri „Siglfirðings", málgagns
Sjálfstæðismanna. Síðan hefur
Baldur dvalizt á Siglufirði við
ýmis störf, s. s. kaupsýslu og
Baldur Eiríksson.
skrifstofustörf, en hefur síðan
1943 starfað á skrifstofum Síld-
arverksmiðja ríkisins.
Árið 1943 kvæntist Baldur
frú Hólmfríði Sveinbjörnsdóttur
frá Hámundarstöðum í Vopna-
firði, mikilli myndar- og ágæt-
iskonu. Þau hjónin eiga 6 börn
Á árunum :J.935 ri'PS ,u$$3éíIoá lífi. Auk þess ólust upp á
dvaldist hann- í Þýskalandi vl(^f,þeirra tveir synir Hólm-
nám og-störf:'Kyilnti hann sér
sérstaklega á þeim tíma fisk-
vinnslu og meðferð sjávaraf-
urða ásamt dreifingu og verzlun
með þær í Hamborg-Altóna. Þá
fríðar af fyrra hjónabandi. Ann
ar þeirra er látinn fyrir nokkr-
um árum.
Baldur hefur tekið mikinn
þátt í félagsstörfum Sjálfstæð-
SNYRTING - FEGRUN
★ Viðskiptavinum vorum er bent á, að notfæra sér
þekkingu og reynslu fegrunarsérfræðingsins
Mademoiselle LEROY
frá hinu heimsfræga snyrtivörufyrirtæki
- ORLANE
er verður til viðtals og
leiðbeiningar hjá okkur
föstudag og laugardag n. k.
★ ÖII fyrirgreiðsla hennar er veitt
yður að kostnaðarlausu.
Regnboginn
BANKASTRÆTI 6 . Sími 22135
ismanna og m. a. verið formað-
ur félags þeirra. Hann er nú
formaður Kjördæmisráðs Sjálf-
stæðismanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra. Innan bæjarstjórn
arinnar hefur hann að sjálfsögðu
starfað í ýmsum nefndum. M.
a. verið formaður í Rafveitu-
nefnd frá 1954, setið í bæjar-
ráði, hafnarnefnd og í fræðslu-
ráði, sem fyrsti formaður þess.
gvo snúum við okkur að bæj-
armálum Siglufjarðar og leit
um upplýsinga hjá forseta bæj-
arstjórnarinnar. Hann gefur góð
og glögg svör, og talið berst að
hinum erfiðu síldarleysisárum,
sem bökuðu Siglfirðingum marg
víslega erfiðleika og raunir.
Eins og alþjóð er kunnugt, eru
síldveiðar og síldariðnaður und-
irstöðuatvinnuvegur Siglfirð-
inga. Þar hefur löngum verið
treyst á þennan kynjafisk, sem
stundum hefur brugðizt. Þetta
kom eftirminnilega fyrir á nefnd
um árum, svo að sumir misstu
jafnvel trú á framtíð Siglufjarð-
ar sem síldarbæjar.
Varð því að grípa til ýmissa
ráða' til lausnar þeim vanda,
sem að steðjaði. Mikil áherzla
var Iögð á það að finna nýjan
og breiðari grundvöll undir at-
vinnuafkomu Siglfirðinga og
koma á stofn nýjum atvinnu-
tækjum og f jölbreyttari viðfangs
efnum. Stefnt var aðallega að
aukningu fiskiskipa og vinnslu
fisksins í landi. Við lausn þess-
ara erfiðu vandamála nutu Sigl-
firðingar velviljaðrar aðstoðar
stjórnarvaldanna í landinu.
En „Róm var ekki byggð á
einum degi“ og þróunin heldur
áfram, því „enginn stöðvar tím-
ans þunga nið“. Viðfangsefnin
eru margþætt og stöðugt blasa
ný verkefni við með hverjum
nýjum degi. Þar vinna saman
kröfur nýs tíma, ör tæknileg þró
un og þrá borgaranna eftir
bættum lífsskilyrðum á menn-
ingarlegum og efnahagslegum
sviðum. Nokkuð hefur áunnizt í
þessum efnum. Hið árstíða-
bundna atvinnuleysi er alger-
lega horfið og skortur er að
verða á vinnuafli, útgerð hefur
verið aukin og er í örum vexti,
m. a. má nefna að tvö ný skip
eru nú I smíðum erlendis fyrir
siglfirzk fyrirtæki, og nýtt
hlutafélag með þátttöku Siglu-
fjarðarkaupstaðar og Síldarverk
smiðja ríkisins er 1 uppsiglingu.
Hefur stjórn Síldarverksmiðj-
anna fengið heimild Alþingis til
þessarar hlutafélagsmyndunar.
Fyrirtækið skal annast útgerð
fiskiskipa og fiskiðnað. Vaxandi
áhugi hefur verið fyrir smábáta-
útgerð og henni þarf að búa
betri aðstöðu í landi.
í framhaldi af aukningu skipa
stólsins er og nauðsynlegt að
auka og endurbæta hafnar-
mannvirki. Mjög mikil átök hafa
verið gerð í þeim efnum: Hafn-
arbryggjan hefur verið endur-
byggð og er það verk langt
komið. Verður hún um 7000 fer-
metrar að flatarmáli öll með
steyptri þekju. Unnið er að hafn
armannvirkjum í svokallaðri
Innrihöfn. Þar er fyrirhugað at-
hvarf smærri fiskiskipa, fisk-
verkunarstöðvar, dráttarbrautar
o. fl. Ný skipasmíðastöð er að-
kallandi nauðsynjamál. Nýjar
síldarsöltunarstöðvar hafa verið
byggðar og aðrar endurbyggðar,
en margar þeirra gengu úr sér
á síldarleysisárunum.
Síldarverksmiðju bæjarins,
Rauðku, er verið að stækka og
endurbæta, svo sem koma þar
upp soðvinnslustöð og endur-
nýja stærri vélar. Þar verður
einnig byggt stærra mjöl-
geymsluhús o. fl. Með aukn-
ingu atvinnutækjanna í bænum
þarf að gera ráðstafanir til þess
að mæta aukinni orkuþörf. —
Skeiðsfossvirkjunin, sem er eign
Siglufjarðarkaupstaðar, hefur
fram að þessu fullnægt þörfinni
en nú er fyrirsjáanlegt að vinda
þarf bráðan bug að aukinni raf-
magnsframleiðslu. Hefur raf-
veitunefndin fengið heimild bæj-
arstjórnarinnar til nauðsynlegra
rannsókna og undirbúníngs til
stækkunar orkuversins. Gert er
ráð fyrir að frumáætlun að
þessu verki liggi fyrir f ágúst—
september í haust. Á þessu ári
eru liðin 50 ár síðan fyrsta raf-
stöðin tók til starfa í Siglufirði.
Þegar orkuframleiðslan frá
Skeiðsfossi hefur ekki nægt, eða
bilanir hafa orðið, hafa Síldar-
verksmiðjur rjkisins hlaupið und
ir bagga, og hefur ætíð verið
hin ágætasta samvinna við þær
í þessum efnum.
Jj^n, „maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði“. — í
menningar- og skólamálum hef-
ur verið reynt að fylgjast með
kröfum tímans. Bamaskólinn
hefur verið endurbyggður og
stækkaður og fullnægir nú þörf
inni eins og hún er í dag og
er nú hin glæsilegasta bygging.
Nýtt og veglegt gagnfræðaskóla
hús hefur verið reist, og er það
senn fullbúið. Mjög nýtízkuleg
sundhöll er að verða fullgerð.
Þar fer fram skyldunám barna
og unglinga og almenn sund-
kennsla og sundiðkun. Sund-
laugin er hituð upp með raf-
magni, en vegna þess að ekki
hefur verið næg raforka, enn
sem komið er, yfir vetrartím-
ann, hefur hún ekki verið rekin
þann hluta ársins. Fyrirhugað
er að byggja gólf yfir laugar-
þróna og nota sundhöllina til
annarra íþróttaiðkana yfir vetr-
armánuðina. Yrði þetta 450 fer-
metra salur, auk áhorfendasvæð
is. Leysir þetta á heppilegan
hátt aðkallandi þörf fyrir stærri
íþróttahús en áður hafa verið
til umráða.
Hafin er bygging ráðhúss, þar
sem bæjarstofnanirnar verða til
Framh. á bL. 10.
SI-SLETT P0PLIN
(N0-IR0N)
MINEEV&c/í«^te>*
STRAUNING
ÓÞÖRF
----J7-rl-rrn -- -