Vísir - 12.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 12.07.1963, Blaðsíða 16
VISIR MERKILEGT RANNSÓKNARTÆKI Laugardagur 13. júlí 1963. .. ' Fundur bluðumunnu Fundur verður haldinn i Blaðamannafélagi fslands um launamálin í Nausti, uppi, kl. 3 á mánudag. — Aríðandi að allir félagsmenn mæti. Prestskosning ó Húsnvík Prestskosningar fóru fram í Húsa víkurprestakalli sl. sunnudag og voru atkvæði talin í skrifstofu bisk ups í gær. Á kjörskrá voru 976, bar af kusu 381. Umsækjendur voru tveir sr. Björn H. Jónsson, sem hlaut 245 atkvæði og Hreinn Hjartarson, cand. theol, sem hlaut 134 atkvæði. Auðir seðlar voru tveir. Kosning var ólögmæt. í hinum nýju húsakynnum Eðlis- fræðistofnunar Háskóians, hefir ný lega verið lokið við að setja upp nýtt tæki er nefnist „Massa Spec- tometer“. Teekið er notað til þess að mæla hlutföll isótópa. Og auk þess rannsaka þungavatnsinnihald venjulegs vatns. Vísir hafði I gær tal af Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor og leitaði helztu upplýsinga í sambandi við tækið. Massa Spectometerinn er gjöf frá Alþjóða Kjarnorkumálastofnuninni, og var gefinn 1960, en ýmislegt hef ur orðið til þess að tefja uppsetn- ingu hans og það er fyrst nú, að far ið verður að taka hann í notkun. Eins og fyrr segir, er uppsetningu lokið, en eftir er að stilla ýmis mælitæki, og má gera ráð fyrir að það taki nokkrar vikur. Það er bandarískur maður, dr. Friedman, sem hefur séð um uppsetningu tæk isins hér. Dr. Friedman, sem unnið hefur á vegum Vélfræðistofnuar Bandaríkjanna lét smíða samskonar tæki fyrir rannsóknarstofu sína, Framh. á bls. 5. Á myndmni eru prófessor Þorbjöm, öm Garðarsson og dr. Friedman. XÍ i %■ llf . I' HeUKfsmmmr á tílboð- um í NJARB VÍKURHÖFN ÁVR lokað á Siglufirbi Siglufirði f gær. Gránað hefur i fjöll umhverfis Siglufjörð og í kaupstaðnum sjálf- um var aðeins 3ja stiga hiti í dag. Lengst af hefur verið þoka og súld í dag. Til hafsins er hvassviðri og fjöldi skipa hefur komið inn í nótt og dag og leitað vars á Siglufirði. Megnið af þeim eru íslenzk síld- veiðiskip. Þegar séð varð að landlega myndir verða á Sigluf. og fjöldi sjó manna í landi var gripið til þeirra ráðstafana að loka áfengisverzlun- inni á staðnum. Bygging landshafnar i Keflavík og Narðvik var boðin út snemma í vor, bæði hérlendis og eriendis. Gert ér ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstunni og verði unnið fyrir 5—7 milljónir króna í sumar og á að ljúka öllu verkinu á þremur árum. Þjóðhátíðar- dagur Frakka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka hinn 14. júlí mun sendi- herra Frakklands á íslandi, hr. Jean Strauss og frú, taka á móti gest um að heimili sinu Skálholtsstfg 6, sunnudaginn 14. júlí kl. 17,30—19. Allir vinir Frakklands hjartanlega velkomnir. Tilboðin í þetta mikla mannvirki voru nýlega opnuð og höfðu að- eins borizt tvö tilboð, en auk þess borizt margar fyrirspurnir erlendis frá, einkum frá Hollandi. Það þyk- ir tíðindum sæta að um heimings- munur er á tilboðunum tveimur. Efrafall, sem annast nú hafnargerð- | ina í Þorlákshöfn, býðst til að taka að sér verkið fyrir 38—46 milljónir | króná, en tilboð frá Byggingafé- ! laginu Brú, sem mun vera í sam- | bandi við þýzkt fyrirtæki um þetta j tilboð, hljóðar upp á 80—86 mill- i jónir. Tölurnar eru ekki nákvæmar. Mognús Guðmundsson efst- ur ú GoHmóti íslunds Gólfmót íslands byrjaði á Akur- eyri f gp.'r og voru leiknar 18 holur. Eftir þessa umferð er Magnús Guðmundsson, Ak, efstur í meist- araflokki eftir að hafa Ieikið um- ferðirnar í 74 höggum. Nr. 2 Óttar Yngvason, R. 77. nr. 3 Hermann Ingimarsson, 78, nr. 4 Pétur Björns son, R, 83, nr. 5—6 Jóhann Eyjólfs son R, og Arnkell Guðmundsson, R 84, nr. 7—9 Gunnar Konráðsson, Gunnar Sólnes og Gestur Magnús- son 85 og nr. 10 Ragnar Steinbergs son Ak. 87. Efstír í 1. flokki eru Jóhann Guð mundsson. Ak. og Svava'- Haralds son, Ak. 89 högg og f 2. fl. Gunnai Berg Ak. 98 og Ragnar Jónsson R. 99. Þrír efstu menn í meistaraflokki eru taldir sigurstranglegastir. Flutti lútinn mann í land Togarinn Loch Melford frá Hull kom inn til Seyðisfjarðar með lát- inn mann kl. 7,30 í gærkvöldi. Álit- | ið var að hann hefði látizt af ! kransæðastíflu, en líkskoðun átti að fara fram seint í gærkvöldi. Hinn látni hét Edward Horsfield og var 46 ára gamall. Hann varð bráð- kvaddur er togarinn var að veiðum út af Seyðisfirði. Norræna sundkeppnin Norræna sundkcppin stendur yfir. Ef 42 þúsund íslendingar synda 200 metrana að þessu sinni, jafn- gildir það boðsundi 5% sinnum kringum íslands. Verið með i boðsundinu og stuðlið að sigri íslands. Framkvæmdanefndin. Dreifingarflugvélin hefur m§ að geru Dreifingarvél Sandgræðslu ríkis- ins hefur haft nóg að gera norður í Þingeyjarsýslu í vor og sumar. Hefur verið dreift áburði á hvert sandgræðslusvæðið eftir annað. Borin voru 18 tonn af áburði í sand ana norður af Ásbyrgi, 9 tonn í sandana norðan Víkingavatns í Kelduhverfi, 18 tonn í Þeystar- reykjaland, auk þess sem borið var á sandana alllangt austan við Kópa sker, alls 12 tonn. Eftir er að bera á svæði í norðurhluta Aðal- dals, út undir sjó og á Mývatns- öræfum, samtals 18—20 tonn. Byrjaður er uppblástur á Svína- dalshálsi upp með Jökulsá að vest- an og er það svæði talið þarfnast skjótrar athugunar. Bólusótt er nú að skjóta upp kollinum f Svfþjóð á ný, bæði f Stokkhólmj og Arboga. SALTSÍLDARAFLINN 110 ÞÚSUND TUNNUR Höffingleg gjöf Ásbjöm Ólafsson stórkaupmaður í Reykjavfk hefir afhent stjóm Formaður Styrktarfélags lamaðra 250 þúsund krónur að gjöf til minningar um föður sinn, Ólaf Ásbjamarson frá Innri-Njarðvik, en í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu hans. Af minningargjöf þess- ■’fi skal stofna sérstakan sjóð til styrktar þeim málefnum, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra beitir sér fyrir, og mun stofnandi sjóðsins, Ásbjörn Ólafsson, síðar setja sjóðnum skipulagsskrá og reglur um úthlutun úr honum. Formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er Svavar Pálsson. Á miðnætti síðastliðið fimmtu- dagskvöld nam bræðslusíldarmagn- ið á öllu landinu 164625 málum hjá Ríkisverksmiðjunum og 20200 mál- um hjá Rauðku á Siglufirði, en saltsildaraflinn á sama tíma nam 110607 tunnum. Bræðslusildaraflinn hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins skiptist milli verksmiðjanna sem hér segir: Siglu fjörður 3Í145 mál, Raufarhöfn 78050 mál, Seyðisfjörður 8325 mál, Húsavík 1541 mál og Reyðarfjörður 15564 mál. Rauðka á Siglufirði hafði á sama tima fengið 1270n mál síldar til bræðslu og 7500 mál af úrgangi. Síldarsöltunin skiptist niður á söltunarstöðvar sem hér segir: Siglufjörður 37950 y2 tunna, Ólafs- fjörður 5549, Dalvík 6061 >/2, Hrís- ey 1652, Hjalteyri 1471, Grímsey 705, Húsavík 4625, Raufarhöfn 36870y2, Þórshöfn 659, Bakkafjörð ur 140, Vopnafjörður 1521, Seyðis fjörður 4720, Neskaupstaður 7525 og Reyðarfjörður 1158 tunnur, eða samtals 110607 tunnur. Á Siglufirði hafa 23 söltunar- s-töðvar tekið á móti síld. Þær hafa saltað sem hér segir: Pólstjarnan 3647 tunnur, Hrímnir 1326, Gunnar Halldórsson 215, Hinriksen 2795, Sigfús Baldvinsson 638Ý2, Jón Gíslason 2037, Hafliði 2038, Haraldarstöð 3449, Kristinn Hall- dórsson 1142, Ýmir 529, Óskarssíld 1505, íslenzkur fiskur 555, ísafold 2717i/2, Kaupfélag Siglfirðinga 2208%, Reykjanes 1115, Vesta 374, Sunna 874, Njörður 1963, Nöf 405954, Síldarsöltun ísfirðinga 1803 Ásgeirsstöð 1504, Þóroddur Guð- mundsson 1399% og Steingrímur Matthíasson 56 tunnur, eóa 37950% tunna samtals.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.