Vísir - 17.07.1963, Page 3

Vísir - 17.07.1963, Page 3
V í SIR . Miðvikudagur 17. júlí 1963, 3 MBI Um síðustu helgi fór fram heljarmikið skíðamót íKerlingar fjöllum, þar sem flestir beztu skíðamenn Reykjavíkur leiddu saman hesta sína. Af úrslitum verður ekki sagt hér, enda því gerð skil f blaðinu í gær, én hins vegar viljum við vekja frek ar athygli á þessari óvæntu í- í sumarskíðamótinu voru samtals 29 keppendur frá Rvíkurfélögunum. Á skíðum í þróttakeppni, með þvf að birta myndir af keppendum og leik- vangi í myndsjánni í dag. Skíðamót þetta undirstrikar rækilega þá þróun, sem nú á 'sér stað hér sunnanlands, og reynd- ar um land allt — þá þróun, að vetraríþróttir á íslandi eru að verða nöfnin tóm. Ýmist eru þær að falla niður vegna duttl- unga veðurguðanna eða að þær eru að færast úr vetrar. f sum- aríþróttir. Þannig heyra skauta- mót liðinni tfð — og þannig er nú skíðamótunum, meira að segja landsmótunum, aflýst og frestað um heilu vikurnar vegna snjóleysis. Og þannig eru skfða- mótin nú haldin á sumrin — og það hér sunnanlands. Hvort einhverjir hafa á móti þessari þróun er svo annað mál. Annars var veðrið á Kerlingar- f jöllum ekki sem bezt, því nokk- uð kalt var, víst allt að frost- marki. Hins vegar var veður bjart, og nægur snjór og keppn- in fór hið bezta fram. Var mót- ið haldið á vegum skfðadeildar ÍR, og er það fyrsta sumarskfða- mótið, sem haldið er hér á landi. Keppt var í öllum flokkum karla og kvenna, rásmark var liðlega 1300 metra hæð, enda- mark um 100 metrum neðar. í brautinni voru 21 hlið og lengd brautarinnar um 400 metrar. Keppt var f Fannborgarjökli. Mótstjóri var Sigurjón Þórðar- son og framkvæmdanefnd móts- ins naut góðrar aðstoðar þeirra Valdimars Örnólfssonar, Eirfks Haraldssonar og Sigurðar Guð- mundssonar, en þremenningarn- ir hafa um þessar mundir vin- sæl skíðanámskeið f Kerlingar- fjöllum. Þeir komu fyrir drátt- arbraut fyrir keppendur og aðra í Fannborgarjökli, sem dró kepp endur alla leið að rásmarki. Þá Iánnðu þeir húsnæði til mótslita, verðlaunaafhendingar og loka- kvöldvöku. Frá KerlingarfjöIJum. Broshýrir og sólbrúnir keppendur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.