Vísir - 17.07.1963, Side 7
V í S IR . MiðvikuUagur 17. júlí 1362
A
)
Grein bessi er kafli ur
bókirjni „The Fire Next
Time“ eftir ungan
blökkumann, James
Baldwin að nafni. Birt-
ist greinin íyrir skömmu
í brezka stórblaðinu
Sunday Times.
Baldwin er einn af
leiðtogum bandarískra
blökkumanna og bykir
efnilegasti rithöfundur
þeirra ! dag. Hafa grein-
ar hans vakið mikla at-
hygli víða um heim að
undanförnu ,einkum þar
sem vandamál blökku-
manna eru nú svo ofar-
!eaa á baugi í Bandaríkj-
unum.
þú værir í hans spOiUiu, iaroí
með strætisvögnum, sem skipt
er í deildir fyrir hvíta og svarta,
horfðu á skiltin, sem á stendur
„Hvítir“ og ,,Þeldökkir“ með
hans augum, líttu í augun á
konunni hans og syni, hlustaðu
með eyrum hans á stjórnmála-
ræður í norðri og suðri, ímynd-
aðu þér viðbrögð hans, þegar
honum er sagt að „bíða“.
Og allt þetta gerist í auðug-
asta og frjálsasta landi heimí
og það á miðri tuttugustu öld-
inni. Sú ísmeygilega og ban-
væna hugarfarsbreyting, sem
hinn nýi skilningur gæti valdið
í sinni þínu, myndi færa þér
heim sanninn um, að það eru
ekki vondir menn, sem tortfma
siðmenningunni; henni stendur
meiri háski af veiklyndum
mönnum en vondum.
Fyrir nokkrum mánuðum fór
ég inn á flugvallarbar í Chicago
ásamt tveim þeldökkum kunn-
ingjum sínum. Við erum allir
yfir þrítugt, eins og sjá má af
útliti okkar, en þjónninn neitaði
að afgreiða okkur, af því að við
værum ,,of ungir". Það útheimti
töluverða sjálfsstjórn að ienda
ekki í handalögmáli við hann
og mikið þras og eigi alllitla
heppni að ná tali af yfirboðara
hans, er afsakaði þjóninn á
þeim grundvelii, að hann væri
nýr í starfinu og hefði þar af
.u ivöðu fiestra hví.ra manna til
negra. Þarna virtust fleiri en
hann vera búnir að glata sam-
vizku sinni. Nokkrum árum áð-
ur hafði ég fundið til haturs í
garð þessara manna, en nú
aumkaði ég þá — aumkaði þá
til að fyrirlíta þá ekki. Og slík-
ar tilfinningar er ekki hollt að
bera í brjósti til samlanda
sinna .
Ruddaskapurinn, sem blökku-
mönnum er sýndur í Bandaríkj-
unum, er svo yfirgengilegur, að
ekki er hægt að fara um það of
sterkum orðum, þótt hvítu
mönnunum kunni að mislfka sú
staðhæfing. í fyrstu getur
negrinn tæplega trúað því, að
mögulegt sé að haga sér eins
og hvitu mennimir gera, og
hann veit ekki, hvað hann hef-
ur til saka unnið. Og þegar
honum verður ljóst, að hann
hefur ekki gert neitt til að verð-
skulda þessa meðferð, og að til-
raunir hvítu mannanna til að
eyðileggja hann eru gersamlega
óréttlætanlegar, hættir honum
til að fara að hugsa um þá sem
djöfla i mannsmynd. Engin
tunga á orð til að lýsa hörm-
ungum þeim, sem bandaríski
blökkumaðurinn verður að þola.
Og hingað til hefur ekki verið
frá þeim greint á hans máli —
hvíti maðurinn hefur skýrt þær
og skilgreint á sinn hátt með
Cú meðferð sem blökkumenn
hlutu í Bandaríkjunurn á
þeim árum, er síðari heims-
styrjöldin stóð yfir, markaði að
mínu áliti þáttaskil í viðhorfi
negrans til Ameríku. I stuttu
máli sagt dó þá gömul von í
brjóstum blökkumannanna, og
virðingin fyrir hvítum Banda-
ríkjamönnum tók að dvína. Við
fórum að aumka þá eða hata.
Settu þig í spor manns, sem
be r einkennisbúning ættjarðar
sinnar og hættir lífi sínu til að
verja föðurlandið. Félagar hans
í hernum og yfirmennirnir um-
gangast hann með lítilsvirðingu,
honum eru fengin öll erfiðustu,
ógeðsiegustu og auvirðilegustu
verkefnin, hann fær ekki að
dansa í skemmtiklúbbunum
sömu kvöldin og hvítu hermenn
irnir eða drekka við sömu bar-
ina og þeir. Hann sér Banda-
ríkjamenn auðsýna þýzkum her-
föngum meiri virðingu en hon-
um hefur nokkurn tíma verið
sýnd. En þrátt fyrir allt finnur
hann til meira frjálsræðis í
framandi löndum en nokkru
sinni heima á ættjörð sinni.
Heima! Sjálft orðið fær á sig
nýjan blæ, örvilnaðan og hroll-
vekiandi. Hugsaðu þér, hvað
bíður þessa manns, þegar hann
kemur r.ftur ... heim. Eftir all-
ar þær fórnir, sem hann hefur
fært í þágu fósturjarðarinnar.
Leitaðu þér að atvinnu, eins og
leiðandi eklci enn lært að grema
mun á negrastrák um tvítugt og
negrastrák, sem kominn er und-
ir fertugt.
Jæja, á endanum fengum við
afgreiðslu, en þá gat ekkert
whisky lengur mildað reiði
okkar. Það var troðfullt af fólki
við barinn, og þetta hafði ekki
gengið hávaðalaust, en enginn
gerði sig liklegan til að hjálpa
okkur. Þegar við höfðum loks
fengið pantanir okkar afgreidd-
ar, kom ungur, hvítur maður á
vettvang og spurði, hvort við
værum kannske háskólanemar.
Ég býst við, að hann hafi talið,
að uppreistargirni okkar yrði
ekki skýrð á annan veg. Ég
svaraði honum, að hann hefði
ekki kært sig um að tala við
okkur áðan, svo að við kærðum
okkur ekki um að tala við hann
núna. Það særði hann bersýni-
lega, og ég fann til fyrirlitning-
ar í hjarta mínu.
En þegar annar kunningja
minna, sem barizt hafði í Kór-
eustyrjöldinni, sagði honum, að
þref okkar við barþjóninn hefði
einnig átt að snerta hann, svar-
aði ungi maðurinn: „Ég er fyr-
ir löngu búinn að glata sam-
vizku :minni“. Síðan sneri hann
baki við okkur og labbaði út.
g veit, að fólki er ekki um
að viðurkenna það, en þessi
ungi maður var gott dæmi um
villandi orðalagi. Blökkumaður-
inn hefur ekki fengið tækifæri-
til að kynnast sögu þjóðar sinn-
ar eða mannlegum réttindum
sinum; sannleikurinn hefur ver-
ið dulinn fyrir honum af ráðn-
um hug, þvi að valdi hvlta
mannsins er stofnað í hættu,
um ieið og negrinn tekur að
hugsa sjálfstætt og neitar að
taka til greina skýringar hvíta
kynstofnsins á ástandi hans og
högum. Allt hefur verið reynt
og er enn reynt til að halda
blökkumanninum niðri.
Það er afar ólfklegt, að negr-
ar komist nokkum tíma í valda-
aðstöðu í Bandaríkjunum, enda
eru þeir ekki nema u. þ. b. ni-
undi hluti þjóðarinnar. Þeir
hafa allt aðra aðstöðu en Af-
ríkumenn, sem eru að leitast
við að lyfta oki nýlendukúgun-
arinnar, endurheimta sjálfstæði
sitt og byggja land sitt upp á
ný. Negravandamálið í Banda-
ríkjunum er ekki sama eðlis,
en það er engu síður hættulegt,
bæði fyrir blökkumanninn sjálf-
an og eins landið, sem hann lifir
í þessari róstursömu tilveru
sinni.
öandaríski negrinn er ein-
stæður í sinni röð. Hann á
sér hvorki hliðstæður né fyrir-
renr. a í öðrum löndum Þel-
dökkir Múhameðstrúarmenn
taia um hinn „svokailaða banda-
BANPARISKI
NEGRINN
ríska blökkumann" og setja
bókstafinn X i staðinn fyrir
nafnið, sem hann hefur hlotið í
ánauðinni. Nöfn bandarískra
negra eiga nefnilega rætur sín-
ar að rekja til fyrstu hvítu
mannanna, er keyptu þá sem
þræla. Ég er kallaður Baldwin,
af því að forfaðir minn var seld-
ur hvítum manni, sem hét Bald-
win. í landi hvítra, kristinna
manna er ég afkomandi þræla,
sem keyptir voru eða rændir
frá ættflokki sínum í Afríku
Hvað er bandaríski negrinn ann-
að en heiðingi, réttindalaus,
forsmáður og kúgaður; heiðingi,
sem rænt hefur verið úr föður-
landi sínu, seldur eins og
skepna og meðhöndlaður eftir
því? Og í dag, heilli öld eftir að
hann fékk frelsi sitt í orði
kveðnu, er hann enn talinn —
kannske fyrir utan Indíánann —
fyrirlitlegasta lífvera i þessu
landi.
Það er óhugsandi, að negra-
vandamálið verði leyst án rót-
tækra breytinga á þjóðfélags-
kerfi Bandaríkjanna. Og það er
augljóst, að Bandaríkjamönnum
er óljúft að hrinda þeim breyt-
ingum í framkvæmd. Negrinn
er hættur að trúa á einlægni
hvíta bandaríska mannsins —
ef hann hefur þá nokkurn tíma
gert það. En hann veit orðið,
að hann hefur mátt til að ógna
hvíta manninum, ekki aðeins í
einstökum tilfellum og innan
þröngra takmarka eins og hing-
að til, heldur einnig á alþjóðleg-
um vettvangi. Stundum er talað
um „hinn nýja negra“, en það
hefur engin breyting átt sér
stað á hugarfari blökkumanns-
ins. Hins vegar er að verða erf-
iðara að halda honum í skefjum
og erfiðara að svæfa andlega
og þjóðfélagslega samvizku
hvíta mannsins. '
Hvítir Bandaríkjamenn lifa í
sjálfsblekkingu, ef þeir halda,
að negrinn ímyndi sér, að hvíti
maðurinn muni „gefa“ honum
eitthvað. Það er yfirleitt sjald-
gæft, að fólk kæri sig um að
Framh. á bL. 10.
Bandaríski blámaðurinn stendur nú í mikilli baráttu fyrir því að fá
aðgang að háskólum Suðurríkjanna. —- Myndin: Cleve McDowell,
21 árs gamall blámaður frá Drew í Missisippi, er annar blámað-
urinn, sem fengið hefir inngöngu í háskóla Missisippiríkis í Oxford.