Vísir - 17.07.1963, Side 9

Vísir - 17.07.1963, Side 9
V í S IR . Miðvikudagur 17. júli 1963. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: Samningsréttur og kjarabætur Þegar kjaradómur hefur nú kveðið upp úrskurð sinn um launakjör og vinnutíma starfs- manna ríkisins, er rétt að renna augum yfir aðalatriði og að- draganda þessa mikilvæga máls. Ríkisstarfsmenn höfðu orðið útundan. I marga áratugi höfðu em- bættismenn og aðrir opinberir starfsmenn orðið útundan og dregizt aftur úr um kjör sfn. Sóttu ýmsir hæfileika- og atorkumenn oft fremur til annarra starfa, þar sem betri kjör voru f boði en hjá hinu opinbera. Öðru hvoru var bœtt uppbótum ofan á laun þeirra, en þá oftlega mismun- andi hundraðstölum, sem jók enn á misréttið gagnvart þeim, er miklu höfðu kostað til sér- náms og gegndu erfiðustu ábyrgðarstöðum. Laun opinberra starfsmanna voru ákveðin með launaiögum, þar sem Alþingi hafði sfðasta orðið. Þar sem svo erfiðlega hafði gengið að fá lagfæringar á þann veg, var ekki að undra, þótt upp temu kröf- ur fyrir allmörgum árum um samningsrétt til handa samtök- um hinna opinberu starfsmanna. Óskum um samningsrétt ekki sinnt lengi vel. 1 9 ár samfleytt, 1950—58, var núverandi formaður Fram- sóknarflokksins fjármálaráð- herra, en undir þann ráðherra heyra launamál opinberra starfs manna. En óskir þeirra um samningsrétt og róttæka leið- réttingu á launakjörum fengu ekki áheyrn. Skriður kemst á málið. Árið 1959 var Guðm. 1. Guð- mundsson fjármálaráðherra. 1 Varð hann við ósk bandalagsins og skipaði nefnd til þess að at- huga og gera tillögur um samn- ingsréttinn. Sú nefnd klofnaði í þrennt og skilaði hver nefndar hluti sínu frumvarpi. Samningsréttur lögfestur. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var málið tekið upp að nýju. Lét hún semja nýtt frumvarp, sem samkomu- lag náðist um við Bandalagið, og var það frumv. síðan lögfest. Þessi nýju lög fólu f sér fuil- an samningsrétt Bandalags- starfsmanna ríkis og bæja um launakjör ríkisstarfsmanna. En ef samningar tækjust ekki, skyidi Kjaradómur skera úr. Ríkisstjórnin marka stefnu sína. Ríkisstjórnin markaði strax þá stefnu að Ieggja sig fram um að samningar tækjust, að bjóða fram verulegar kjara- bætur til opinberra starfsmanna almenn og að rétta hlut þeirra, sem sérstakar kröfur eru gerðar til um menntun, ábyrgð og sér- hæfni. Eins og þessi rfkisstjórn hafði ein orðið við óskum um samn- ingsrétt, eins bauð hún fram miklu meiri kjarabætur og leið- réttingar í einum áfanga en aðrar rfkisstjórnir hafa gert. Launatllboð ríklsstjómar- innar nam rúmlega 32% meðalhækkun launa, begar 7i/2% hækkunin frá í vor er meðtalin. Dómur Kiaradóms fól í sér um 45% meðal- hækkun. Lokakröfur Banda- Iagsins námu um 94% með- altalshækkun (7]/2% með- talin) auk mikillar hækkunar vegna styttingar á vinnu- tíma. Þegar þœr staðreyndir eru hafðar í huga, sem hér hafa verið raktar, hrynja sem spila- borg þær rangfærslur, sem Tfminn gerist sekur um, að rfk- isstjórnin hafi komið í veg fyrir samninga, vegna þess, hve smá- tæk hún hafi verið í tilboðum til opinberra starfsmanna. Sér- hver ooinber starfsmaður getur metið það sjálfur f Ijósi stað- reynda, hvort núverandi ríkis- stjórn eða aðrar eldri hafi sýnt málefnum ríkisstarfsmanna meiri skilning. ☆ þröng var þar engin, athafnir ekki stórbrotnar. En okkur, fréttamönnunum skjátlaðist illilega. Það þarf ekki alltaf marga menn til að vinna stór verk. Stundum þarf jafnvel ekki einn einasta. Þannig var það t. d. með garðinn, sem við héldum að lagður hefði verið út í sjóinn. Staðreyndin var sú, að þar var náttúran sjálf að verki. Á þessum garði braut brimið og fyrir innan var lygn og kyrr 6s- inn; Slík eru hafnarskilyrði á Rifi. Fyrr á árum var líka mikið út ræði frá Rifi, þaðan gerðir út fjöldi báta, enda var bæði höfn- in ákjósanleg og stutt frá Rifi 1 hin fengsælu mið þar úti fyrir. Nú hefur 7 hektara svæði verið fyllt upp, ræst fram og hefur myndast myndarlegur bali, ákjósanlegur til athafna fyrir framtíðarhöfnina. Á þessu fræddi okkur, hafnar- stjórinn á staðnum Ársæll Jóns son. „í sumar erum við að undir búa, þær miklu framkvæmdir, sem hér munu eiga sér stað vegna byggingar hafnarinnar. — Ætlunin er t. d. að lengja garð- inn, þannig að hann verði um 190 metrar. Síðan á að leggja 80 metra garð í vinkil frá hon- um, og hinum megin kemur gerð ur á móti og verður þannig myndaður hafnargarður beggja megin. Til þessara barfa verður kraninn stóri notaður. í sumar leggjum við stálþil hér innar, myndum þannig stfflu, og dælum sandi f burt, og dýpkum þannig hafnarstæði. 1 haust ætti að vera hér komin bryggja eða höfn fyrir um 30 báta. „Fullgerð á hún að geta tekið stór skip á við Tröllafoss. Hann er reiknaður á líkanið. Hérunnu danskir verkfræðingar að því að teikna upp og mæla svæðið og hafa þeir sfðan gert líkan af því, sem mér er sagt að sé ná- kvæmlega eins í öllum atriðum, nema, hvað það er sett eins og framtfðarhugmyndirnar eru. Og hvenær verða þær orðnar að veruleika? Ef allt gengur samkvæmt áætl un, þá ætti það að vera næsti haust. Náttúran sjálf hóf hafnarbygginguna Af öllum þeirn fram- kvæmdum og mannvirkj um sem verið er að vinna að vestur á Snæ- fellsnesi, er fátt merki- legra en þau áform að byggja höfn á Rifi. — Þaðan er aðeins örstutt stím á ein beztu fiskimið in við strendur landsins, og á staðnum sjálfum eru ákjósanlegustu skil- yrði fyrir hafnarstæði frá nátturunnar hendi. Ekki er ólíklegt þótt þær framkvæmdir sem nú hefjast í sumar verði upp hafið að blómlegri byggð á Rifi á Snæfells nesi. Okkur var kunnugt um að rfkisstjórnin hafi veitt 35 millj. króna til hafnarbyggingar og við vissum að á staðinn var kominn 100 tonna krani alla Ieið frá Isafirði, sá stærsti sem um getur hér á landi. Okkur lék því for vitni á að vita hvemig umhorfs væri á þessum útkjálka, sem svo mikla umönnun og athygli hef- ur vakið á sér að undanfömu. ■ 'Á Rifi er ekki mikil byggð, húsin er sennilega hægt að telja á fingrum sér, og að því að okk- ur var tjáð, var þar aðeins einn einmana sveitabær fyrir rúmum áratug. Umbrot em þar heldur AF SNÆFiLLSNESI ekki mikil sjáanleg enn sem kom ið er, kraninn er þar jú mikið rétt og út í sjóinn hefur að því er virðist verið lagður myndar- legur garður, sýnilega til þess að bjóða haföldunni byrginn. Mann Frá Rifi. Yzt til vinstri er kraninn stóri sem á að vhma aðalverkið á staðnum og út af honum má sjá garðlnn, sem að mestu er myndað- ur af núttúrunni sjálfri. Á honum brýtur brimið og fyrir innan er lygn ós. Fremst á myndinni er svæðið sem ræst hefur verið fram. Framh. á bls. 5

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.