Vísir


Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 16

Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 16
Miðvikudagur 17. júlí 1963. Samið við pípu- lagningamenn 1 gær var samið við pípulagn- ingamenn um 13% kauphækkun. Viðræður um kjarasamninga við verkfræðinga og farmenn fóru einnig fram í gær en báru ekki ár- angur. Óákveðið er hvenær næsti sáttafundur með verkfræðingum verður haldinn. í kvöld er samn- ingafundur trésmiða og vinnuveit- enda. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU IWÁLI ► Home lávarður utanríkisráð- herra kom til Haag í vikunni til viðræðna við Luns utanríkisráð- herra Hollands. — Sagði Home iávarður við blaðamenn að það væri skref í rétta átt, að ræða á þriggja mánaða fresti tengsl EBE og Bretlands innan vébanda Vest- ur-Evrópubandalagsins, — en ekki nóg. ► Bandaríkjamenn hafa borið upp við Kanada að nýju tillögur um að virkja sjávarföllin á Atlantshafs- strönd Kanada og Bandaríkjanna og verja til þess einum milljarð dollara. Það yrði margra ára verk að koma upp mannvirkjunum. Erfendir blaBa- og mynda- tökumenn til Skálholts Það verður ljósara með hverj- um deginum sem líður, að fleiri en íslendingar líta á vígslu Skál- holtsdómkirkju sem stórviðburð. Blaðamenn frá ýmsum erlendum blöðum, einkanlega þó blöðum á Norðurlöndum, hafa haft sam- band við hátíðarnefndina og til- kynnt, að þeir óski eftir að vera viðstaddir hátíðahöldin. Þá verða og teknar sjónvarps- kvikmyndir af þessari einstæðu athöfn. 1 því skyni komu hingað myndatökumenn frá brezka sjón varpinu I gærkvöldi, og einnig er von á mönnum frá danska sjónvarpinu til þess að kvik- mynda vígsluathöfnina. Mynd sú er þeir taka, verður sýnd á vegum ,,Nordvision“,' sem er samband sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum. Lausar skólastjóra- og kennarastöður Fræðslumálastjóri hefur auglýst lausar til umsóknar allmargar skólastjóra. og kennarastöður við skóla landsins. Er umsóknarfrest- ur til 28. þ. m. eða 31. þ. m. Meðal auglýstra starfa eru skóla- stjórastöður við bama- og ung- lingaskólann 1 Gerðaskólahreppi, barnaskóla Skutulsfjarðarskóla- hverfis, gagnfræðaskólann i Vest- mannaeyjum og bamaskóla Vest- mannaeyja. Þá eru auglýstar lausar kenn- arastöður við skólana á Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi, Nes- kaupstað og Seltjarnamesi, ásamt fleiri stöðum. Hún elskaði fólkið og fósturmoldina Það er flugvél af þessarl gerö, Dakota, sem Flugfélagið mun nota til Færeyjaflugs og nú er véríð afi sækja tll Bretlands. Færeyjaflugvél Flugfélags■ ins væntanleg Mikill viðbúnaður í Færeyjum Dakotavél sú, sem Flugfélag Is- lands hefur teklð á leigu til fyrir- hugaðs Færeyjaflugs, er væntanleg til Reykjavfkur f dag eða á morgun. Flugfélag Islands hefur sem kunn- ugt er, stefnt að þvi sfðan í byrjun þessa árs að hefja áætlunarflug um Færeyjar f tilraunaskyni í sumar. Má segja með sanni að það sé verðugt verkefni og virðingarvert framtak, sem hefur hvarvetna midzt vel fyrir, ekki sízt f Færeyj- um og hér á landi. Áætlunarflug til Færeyja var aðeins reynt eftir lok sfðasta striðs, en fljótlega var hætt við þá tilraun og hefur reglu- bundið Færeyjaflug ekki verið reynt siðustu 15 árin a.m.k., svo að lfta ber á fyrirhugaða tilraun Flugfélags Islands sem brautryðj- andastarf. Vantar enn formleg leyfi. En þótt allt sé til reiðu af hálfu Flugfélagsins og það sé að fá leigu- flugvél frá Bretlandi í dag eða á morgun og hafi áformað að hefja Færeyjaflug sitt 23. þessa mánað- ar, vantar þó enn þá öll formleg leyfi til þessa flugs. Það er þó von Færeyinga og Flugfélagsins, og allra, sem hlut eiga að máli, að dráttur á þessum leyfisveitingum verði ekki til að hindra eða tefja framkvæmd þessa máls, en leyfi þarf frá Danmörku, Noregi og Bret- Afli handfærabáta að glæðast í Bolungarvík Bolungarvík í morgun. Um þessar mundir róa 20 hand- færabátar frá Bolungarvík og hef- ur afli þeirra verið frekar tregur fram að þessu, en nú virðist hann vera að glæðast og í gær öfluðu flestir bátar vel. Aflahæstur var Pétur Jakobsson sem er einn á bát, með 2200 kg. af þorski. M.b. Haflina, skipstjóri Kristján Jensson, er að búast á rekneta- veiðar hér í djúpinu en ekki hefur verið reynt með reknet hér í sum- ar. Telja sjómenn líkur fyrir því að tölvert sé um síld hér úti fyrir, þar eð þeir hafi orðið varir við miklar háhymingavöður og auk þess komi mikil síld upp úr fiskin- um sem veiðist. Finnur. landi, þar eð viðkomustaðir í þessu flugi eiga að vera Færeyjar, Glasgow, Bergen og Kaupmanna- höfn. Birgir Þórhallsson, yfirmaður utanlandsflugs Flugfélagsins sagði Vísi í morgun að óyggjandi munn- Framh. á bls. 5 \ NNA BORG eiskaði alla tið tsland. Og þó að örlögin kæmu því þannig fyrir, að hún dveldist lengst af í Danmörku, var Island alltaf ofarlega i huga hennar. Það var ekki einungis fólkið sem henni þótti vænt um, það var líka jörðin. Ég minnist þess, að eitt sinn er við vorum á Ieið til Þingvalla, og stað- næmdumst, þá kraup Anna nið- ur og kyssti móðurmoldina. Þetta sagði danski leikarinn Poul Reumert, eiginmaður önnu Borg, í stuttu ávarpi sem hann flutti í gær, þegar hann afhentl Þjóðleikhúsinu að gjöf málverk af leikkonunni. Við- staddir voru einnig Stefán, son- ur hans, menntamálaráðherra og Þjóðleikhúsráð. Þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rósinkranz, þakkaði gjöfina. Sagði hann að það væri Þjóð- leikhúsinu mikið fagnaðarefni að taka við þessari gjöf. Anna Borg, sagði hann, skipaði heið- urssess í lffinu, hún skipaði heiðurssess í hugum okkar, og hún skal skipa heiðurssess f Þjóðleikhúsinu. Að svo mæltu hengdi Þjóð- Ieikhússtjóri málverkið upp yfir inngangi krystalsalarins. Frá vinstri. Guðlaugur Rósinkranz, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Hörður Bjamason, Gylfi Þ. Gfslason Poul Reumert, Haraldur Bjömsson. (Ljósm .Vísis B.G.)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.