Vísir - 03.09.1963, Page 4

Vísir - 03.09.1963, Page 4
V í S I R . Þriðjudagur 3. sept. 1963. □□□□aDaDcmDQEJDaaaciasDafaanDZiS'aciQaaQsaEaaHGaRD HELANDER QcntSnnncncnncDnEnraEacEscnEEsacEsnraíiEnRnRncEinn Tvær vikur cru liCnar af rétt- arhöldunum í Helandermálinu. Höfuðandstæðingur biskupsins, Segelberg, hefur verið yfir- heyrður og það er mál manna að verjanda biskupsins hafi tekizt að draga nægiiega mikið fram f dagsljósið til að sýna fram á hversu dómurinn sé byggður á veikum líkum. Marg ir telja að ekki verði annað unnt en sýkna Heiander. Ekki er öll nótt úti enn. Helander sjálfur á eftir að vitna. — Og nú hefur það gerzt. Fulltrúi saksóknarans á í fullu tré við biskupinn ef hann vill ganga hart að honum, því gamli maðurinn er sjúkur, á að ganga undir uppskurð, raunverulega þegar í stað, en uppskurðinum hefur verið frestað vegna rétt- arhaldanna, fram í janúar. Son- ur Helanders, sem er læknir, er með föður sínum í réttinum. Á- reynslan fyrir gamla manninn á eftir að vera mikil og það er rétt að vera við öllu búinn ... ,'Ú'g hef ekki minnstu hug- mynd um það hver hefur skrifað nafnlausu bréfin eða hver póstlagði þau, segir Dick Helander snemma í yfirheyrsl- unum, sem svar við spurningum Bemdtsson, fulltrúa ríkissak- sóknara, og annars af tveimur verjendum sínum, Dick Fred- holm. ,Ég hef aldrei ritað greinar eða bréf undir öðru nafni en mínu eigin. Hins vegar hef ég notað nafnið Georg Arvidson, þegar ég hef gefið þessar smá- gjafir, sem ég hafði efni á að gefa til fátækra og sjúkra. Það var einmitt undir nafninu Georg ~r% • 1 Arvidson, sem Helander keypti Halda-ritvélina, sem skiptir miklu máli. Að því verður kom ið síðar i réttarhöldunum. 'p'ulltrúi saksóknara spurði Hel ander náið út í samband hans og Segelberg. Helander kvað ekkert sérstakt um það að segja. Hann minntist þess er Segelberg réðst á hann á götu og skammaði hann fyrir að hafa ekki gefið sér nægilega háa einkunn á einu guðfræðipröf- inu. Hins vegar vissi hann ekki til að Segelberg hefði veitt sér stuðning í biskupskjörinu 1952, en hann kvaðst hafa fengið heillaóskaskeyti frá honum, þeg ar hann var útnefndur biskup. Helander var spurður um sam tal hans við Segelberg og þá staðhæfingu að Helander hefði sagt honum að hann vissi hver hefði ritað bréfin. Helander svar aði því til, að hann hefði enga fullvissu haft um þetta atriði. Hann hefði gizkað á þetta eftir fregnum, sem sér hefðu borizt frá Stokkhólmi. Kvaðst biskup- inn vilja undirstrika að hann hefði aldrei haft einhvern sér- stakan í huga, hvorki leikan eða lærðan, eins og Segelberg hafði fullyrt. Ákærandinn: — Báðuð þér Segelberg að draga ákæruna til baka? Helander: — Aldrei. Ákærandinn: — Báðuð þér hann um að fara til Aulen biskups? Helander: — Nei, aldrei. En 29. aprjl hringdi Aulen biskup til mín frá Lundi og sagði að Segelberg hefði verið hjá sér og ámálgað að ég hefði ritað nafn- lausu bréfin, og 28. apríl hringdi Brillot erkibiskup til mín. Ákærandinn: — Hvernig mun ið þér þessar dagsetningar? Helander: — Hinn 29. apríl var brúðkaupsdagur minn. Ákærandinn: — Eru menn vanir að muna það sem gerist á brúðkaupsdögum þeirra? Helander: — Já, að minnsta kosti man ég vel þenna brúð- kaupsdag, því þá gerðist ýmis- legt sérstætt. — Meira sagði biskupinn ekki um þetta. En hann hefði getað sagt hvað það var, sem minnti hann á daginn. Brillot erkibiskup hafði beðið hann að víkja úr biskupsstóln- um. Þetta vissi ákærandi og þarfnaðist engra frekari skýr- inga. k kærandinn spurði út f atriði, sem verjandinn hafði gert mikið úr fyrr í réttarhöldunum. Verjandinn hafði sagt að Segel- berg hefði ritað bréf til danska kirkjumálaráðherrans Karl Her- mansen og hótað honum mál- sókn, þar sem hann hafði ekki leiðrétt eitthvað sem hann rit- aði um Segelberg og Helander- málið. Ákærandinn: Fyrrverandi kirkjumálaráðherra og nú Her- máiuvNWv, pwófestur /?agði m.ér í símtali. í gær að það væri ekki r^í:.er,M§lfflfttftmJögfFæ.ðingur hefði sagt í réttinum: Að sér Helander er miðdepillinn í deilunni milli hákirkjumanna og lágkirkjumanna. vitnastúku (Hermannsen) hefðu borizt nafn laus bréf frá Svíþjóð eftir að honum hafði borizt bréfið frá Segelberg. Þá stóð Malmström á fætur og sagði: Gott, þá óska ég eftir að leggja fram sem sönnun bréf frá prófastinum til Helander, dagsett 30/6 1960 og ég les úr bréfinu. „Ég hefi fengið sæg af nafnlausum bréfum frá Svfþjóð. Þessi bréf eru öll rituð af and- stæðingum Helanders biskups“. Bréfið var undirritað með eigin hendi prófastsins. Mei þessu Iauk yfirheyrslum ákærandans yfir Helander í bili. Stundum varð Helander að bera við minnisleysi. Sagði ákærandinn einu sinni í hæðnis tón að verjandanum Malmström hefði þótt það sérstakt tiltöku- mál, þegar Segelberg misminnti. Helander svaraði því til að ekki væri hægt að bera sig saman við Segelberg. „Ég vil benda yð ur á að ég hefi átt við erfiðleika að stríða síðan ég var dæmdur, og eftir að gerður var á mér uppskurður fyrir nokkrum ár- um, tók ég eftir að minnið var byrjað að bregðast. TVTú tók Fredholm lögfræðing- 1 ^ ur við, en hann er annar af verjendum Helanders. Hann spurði Helander hvort hann hefði nokkru sinni ritað nafn- laus bréf eða greinar og neitaði biskupinn því. Einnig lét hann Helander rekja ýms ævitariði sín. Þá spurði hann um hvenær hann hefði fyrst keypt ritvél: Helander: Ég keypti Halda- ritvél árið 1920. Þá rauf dómforsetinn yfir- heyrslurnar og sagði: Jæja, verj andi nú erum við að nálgast at- riði, sem þarfnast sérstakrar at- hugunar síðar. Spurði verjand- inn þá ekki frekari spurninga og var réttarhöldunum frestað. Helander yfirgaf réttarsalinn, í fylgd með syni sínum, greini- lega þreyttur og slitinn. Menn sögðu að Helander hefði sloppið bærilega frá yfirheyrslunum. Fuiltrúi saksóknara hafði hliðr- að sér hjá að ganga mjög hart að honum, og réttarhöldin höfðu ekki verið látin standa jafnlengi og við hafði verið bú- izt. J^ður skilist verður við þessar yfirheyrsiur verður að géta þess að 10 af hinum nafnlausu bréfum, sem lögreglan hafði und ir höndum við rannsókn máls- ins á sínum tíma eru horfin. Að sögn saksóknarans voru Hugo Lindberg, þáverandi lög- fræðingi, Helanders, fengin bréf in í hendur, en hann afhenti þau öðrum aðila til rannsóknar á pappirnum, sem i þeim var. Síðan voru þau aftur send til Linbergs, en enginn veit hvar þau eru nú niðurkomin. Engar skýringar var unnt að fá á þessu í réttarhöldunum Verj- andinn, Nils Malmströn, taldi það ekki vera skyldu sina að út- skýra hvað yrði af gögnum lög- reglunnar í málinu. Tjá er ekki úr vegi að víkja að hinum kirkjulegu deilum sem blandast hafa I Helander- málið. Nils Malmström hefur sagt í langri ræðu, snemma í þessum réttarhöldum, að ekki væri unnt að komast að réttri niðurstöðu i málinu án þess að hafa þessar deilur í huga. "|VTikill klofningur er innan sænsku kirkjunnar. Skipt- ingin er aðallega í svokallaða lágkirkjumenn og hákirkjumenn. Hákirkjumenn eru taldir standa nær kaþólskum en hinir starfa í samræmi við kenningar Lúthers. Ýmis samtök hákirkjumanna eru nefnd eftir kaþólskum dýr- lingum. Það væri langt mál að rekja ágreining í einstökum atriðum. En vert er að hafa 1 huga, sagði Nils Malmström, að Strangnes, biskupsdæmið, sem Helander fékk veitingu fyrir, eftir allharðar kosningar var eitt af höfuðvígjum hákirkju- manna. Þeir sóttu því fast að vinna kosninguna, 1952, og enn þá fastar að endurheimta biskups dæmið eftir að Helander hafði verið dæmdur. Eric Segelberg höfuðandstæðingur Helanders, í umræddu dómsmáli, er einn af áköfustu og ofstækisfyllstu há- kirkjumönnum Svíþjóðar. Og Helander er að margra áliti eins konar leiksoppur í hinum áköfu deilum hinna stríðandi aðila. Hreinsum vel og fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum EFNALAUGIN LINDIN H.F., Skúlagötu 51, sími 1825 Hafnarstræti 18, sími 18820. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.