Vísir - 03.09.1963, Page 9

Vísir - 03.09.1963, Page 9
V í S I R . Þriðjudagur 3. sent. 19G3. HEIMSÓKN Á DAG- HEIMILIÐ LYNGÁS AÐ SAFAMÝRI 5 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Oti á leiksvölunum. Þaö er gaman að vega salt og leika sér í rennibrautinni. að halda starfsemi félagsins gangandi?" „Við höfum rekið happdrætti árlega frá stofnun þess og feng- ið viðurkenningu fyrir ákveðn- um degi til merkjasölu — þ. e. á þriðja sunnudegi nóvember- mánaðar ár hvert. Við fáum líka nokkrar tekjur af sölu minning- arspjalda, og konur innan fé- lagsins hafa verið mjög dugleg- ar við fjáröflun með bazörum og öðru slíku. Oft fáum við gjafir frá góðu fólki, sem vill málefninu vel, og eins er tals- vert um áheit“. Vísir að aðalhæli. „Hvað er hægt að taka á móti mörgu vangefnu fólki til hælis- vistar, eins og sakir standa?“ „Ja, Kópavogshælið er lang- stærst enda er það eins konar vísir að aðalhæli, sem þarf að vera í hverju landi. Þar eru rúm fyrir 90—100 sjúklinga". f „Hvað áttu við með aðal- hæli?“ „Aðalhæli þarf helzt að vera það stórt, að þar sé hægt að hafa margar deildir, sérmennt- að starfslið og aðstöðu til að þjálfa fólk, sem vill gera að- hlynningu vangefinna að sér- grein sinni. Heppilegasta stærð- gefinna sé um 15—20 börn, svo að þú sérð, að ekki veitir af að gera allt, sem unnt er, til að koma upp fleiri hælum“. „Eruð þið ekki einmitt með happdrætti núna?“ „Jú, það verður dregið 23. desember í bílahappdrætti, sem við höfum efnt til — þ. e. núm- erin á miðunum svara til skrá- settra bifreiða á landinu. Bíleig endur hafa forkaupsrétt að sínu bílnúmeri til septemberloka og geta fengið miða frátekna eða keypta, ef þeir snúa sér til skrif- stofu félagsins, Skólavörðustíg 18“. Nám, starf og leikur. Nú birtist forstöðukonan, Jón ína Eyvindsdóttir, í dyrunum, og fjármálin gleymast í bili, þeg ar við snúum okkur að því að skoða þetta fallega og vistlega heimili. Því er skipt í tvær deild ir, sem eru algerlega aðskildar, og þarna eru leikstofur, vinnu- herbergi, leiksvalir, skólastofa og snyrtiherbergi. Eldhúsið er stórt og nýtízkulegt, og við hlið ina á því er borðstofan. Myndir hanga á veggjunum, alls konar leikföng eru á borðum og hill- um og í höndum barnanna, og í vinniiherbergjunum má sjá um. „Það er um að gera að fá þau til að hafa eitthvað fyrir stafni“. „Hvernig fer fram venjulegur dagur hér á heimilinu?" „Ja, þau koma til okkar um níuleytið á morgnana, og kl. 10 að samþýðast þeim, sem fyrir eru?“ „í flestum tilfellum komast þau fljótt inn í hópinn. Við sýn um þeim kubba og leikföng, svo sjá þau hin börnin búa til ýmis- legt og langar að gera eins; það „Ég veit ekki — ég var 10 ár fóstra á venjulegu barnaheimili, svo vann ég eitt ár á Kópavogs- hælinu, komst inn í þetta og gat ekki slitið mig frá því aftur“. „Það verkar ekki niðurdrag- andi á yður?“ UNUM MEÐ in er talin 3—400 rúm, og það er ákjósanlegt, að aðalhæli sé staðsett nálægt stórum spltala, sem hefur á að skipa þeim sér- fræðingum og tækjum, sem kostnaður leyfir ekki, að til séu á hælinu sjálfu. Þangað eiga líka foreldrar og aðstandendur, sem hafa vangefið fólk í heima- húsum, að geta sótt ráðlegging- ar og leitað eftir rannsókn“. „Og hvað komast margir á hin hælin?“ „Á Sólheimum eru eitthvað um 40, í Skálatúni 27 og hérna á dagheimilinu 40. Og að Efra Seli skammt frá Eyrarbakka er hægt að taka á móti 6—8 drengjum Það er Símon Sig- mundsson, bróðir frú Sesselju, forstöðukonu á Sólheimum, sem hefur þá í sinni umsjá. Þau hafa bæði unnið ómetanlegt starf á þessu sviði, systkinin, og helg- að vangefnu fólki krafta sína um áratuga skeið af mikilli fórnfýsi". Bílahappdrætti í haust. „Hvað heldurðu, að enn vanti mörg rum, til þess að eftirspurn sé nokkurn veginn fullnægt?" „Það er ákaflega erfitt að fá nákvæmar skýrslur um það, en árið 1960 starfað i skipulags- nefnd á vegum félagsins, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væru færri einstaklingar en 850, sem nauðsynlega þyrftu á hælisvist að halda. Auk þess er talið, að árleg fjölgun van- marga snotra hluti, sem þau hafa búið til með aðstoð fönd- urkennara og fóstranna: körfur af ýmsum gerðum og stærðum, bursta, mottur, ofna gólfklúta, servíettuhringi, perlusaumuð sígarettuhylki o. fl. „Þau eru reglulega iaghent, litlu angarnir, þegar þau kom- ast upp á þetta“, segir Jónlna, og það er ekki laust við, að bregði fyrir móðurstolti í svipn- Þórður Hjaltason, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags vangefinna hefst kennsla I lestri, skrift og reikningi. Venjulega eru 4—6 saman I hópi, en sum þarf að hafa ein; það fer allt eftir lynd- iseinkunn hvers barns. Kl. 12 borðum við öll saman, og eftir hádegið er föndurkennsla alveg til kl. 6, en þá fara þau heim. Við leggjum mikla áherzlu á talkennslu, sem Brandur Jóns- son, skólastjóri Málleysingja- skólans, sér um. Ekkert er þýð- ingarmeira en að þau læri að gera sig skiljanleg, og talkennsl- an hefur yfirleitt gengið ágæt- lega. Við reynum að fá börnin til að leika sér sem mest, bæði úti og inni, og það verður auð- vitað mikil hjálp, þegar garður- inn kemur. Svalirnar eru ágæt- ar, en ekki alveg nóg svigrúm á þeim“. Allt gengur eins og í sögu. „Hvað er það fyrsta, sem ger- ist, þegar nýtt barn bætist í hóp inn?“ „Fyrst lltur læknirinn okkar, Gunnar Biering, á það, talar við foreldrana og fær hjá þeim ýms ar upplýsingar um sögu þess, síðan er haldið greindarpróf, sem sker úr um, hvor deildin henti barninu betur — það ann- ast Kristinn Biörnsson sálfræð- ingur. Eftir það fáum við barn- ið til okkar, og þá reynum við að taka sem bezt á móti því, svo að því geti fundizt það vera eins og heima hjá sér“. „Hvernig gengur nýliðunum gengur allt eins og I sögu“. „Hvaða orsakir eru algeng- astar til þess að barn verði van gefið?" „Því gæti læknirinn nú svar- að betur en ég“. „Það er ótalmargt, sem til greina kemur“, segir Gunnar Biering. „Af þeim börnum, sem hingað koma, eru tveir hópar stærstir — annars vegar mon- goloid-börn og hins vegar börn, sem fengið hafa heilablæðingu I erfiðri fæðingu eða spastíska lömun, eins og hún er oft köll- uð. í minni hluta eru börn, sem hafa veikzt af heilahimnu- bólgu eða heilabólgum á fyrsta eða öðru ári, og þess utan eru alltaf nokkur tilfelli, sem segja má, að séu vangefin af alger- lega ókunnum orsökum — a. m. k. höfum við ekki getað upp götvað þær eftir venjulegum leiðum". „Á hvaða aldri fer að koma I ljós, að barnið sé vangefið?" „Oftast um 2—3 ára", verður Jónína fyrir svörum. „En for- eldrarnir geta stundum ekki horfzt I augu við þessa sorg- legu staðreynd, og hver getur fengið af sér að segja þeim það? Þetta er viðkvæmt mál, það liggur óskapleg sorg á bak við hvert tilfelli, þyngri en flesta grunar". „Maður hefur þörf fyrir að hjálpa þeini“. „Hvernig stóð á, að þér réð- uzt til þessa starfs?" „Nei, langt frá því, ég finn engan mun á því og starfi á venjulegu barnaheimili". „Engan mun?“ „Nei, viðhorfið er nákvæm- lega það sama; eftir dálítinn tíma finnst manni þetta sjálf- sagt og eðlilegt, og þannig þarf það líka að vera. Starfið sjálft er að sumu leyti ólíkt, en það er eitthvað sérstakt við þessi börn, sem kallar fram — ja, kannske það skásta I manni. Maður hefur þörf fyrir að hjálpa þeim. Þau verða háð okkur og við líklega þeim. Þau eru svo ljúf og góð, og það er knýjandi nauðsyn að gera allt, sem mögulegt er, til að stuðla að því, að þau verði þjóðfélaginu ekki of mikil byrði. Mörg barn- anna hérna ættu að geta lært að vinna fyrir sér, þegar þau vaxa upp, en auðvitað yrði starfið að vera algerlega við þeirra hæfi og helzt á sérstök- um vinnuhælum". „Hvað hefur dagheimilið Lyngás starfað lengi?" „Rúmlega tvö ár. Við byrjuð- um með 20 börn, en slðan bygg ingin var fullgerð, I lok sl. árs, höfum við haft 40, og þá er fullskipað". „Og hvað eru starfsstúlkurn- ar margar?" „Þær eru sex núna auk ráðs- konunnar og sjálfrar mín. Svo eru kennararnir, sem ég minnt- ist á áðan, og einu sinni I hálf- um mánuði höfum við fundi með lækninum og sálfræðingnum, Framhald á bls. 10. 9 EZJI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.