Vísir - 19.09.1963, Blaðsíða 1
.......•................■••;.......:■•••-■ •
£ b'*
.
i > ' ,
Bili&i
Vísir hefur fregnað að
nýtt skip muni bætast
við kaupskipaflotann
um næstu mánaðamót.
-----------------------<
Þingsetning
10. október
Forseti Islands hefur, að tillögu
forsætisráðherra, kvatt Alþingi til
fundar fimmtudaginn 10. október
1963. Fer þingsetning fram að lok-
inni guðsþjónustu, er hefst í dóm-
kirkjunni kl. 13.30.
Eigandi að þessu skipi
er nýstofnað hlutafélag,
skráð í Keflavík, Kaup-
skip h.f. Samkvæmt til-
kynningu í Lögbirtinga-
blaðinu er hlutafé félags
ins 5 milljónir.
Eftir þvf sem blaðið hefur
komizt næst eru hluthafamir
innan við 15. Stjórnarformaður
er Árni Guðjónsson hrl., en
framkvæmdastjóri Sigurbjörn
Eiríksson. Kaupskip h.f. var
stofnað í október í fyrra og
samkvæmt tilkynningu í Lög-
Framh. á bls. 5
V.-þýzk bókasýning oð hefjast
Á laugardaginn verður opnuð
mikil bókasýning f Góðtemplara-
húsinu. Þetta er sýning á bókum
frá Vestur-Þýzkalandi, haldin af
sambandi vestur-þýzkra bókaútgef-
enda og bóksala. Sýndar verða
1600 bækur, aðallega um læknis-
fræði, náttúrufræði og tækni, en
einnig er að finna bækurum fag-
Bfoðíd í dag
íls. 3 Leikritið „Gísl“ i
Þjóðleikhúsinu.
— 4 Kvennasíða.
— 7 Skrifstofutækni
1963
— 8 Starfsfræðsla er mik
ið nauðsynjamál
— 9 Grein um Kólumbíu
urfræði, stjórnmál, lögfræði og
þjóðfélagsfræði o. fl. Sýningin
verður opin daglega til 29. þ. m.
Framh. á bis. 5.
Grænlendingar í réttirnar!
! morgun komu hingað 10
Grænlendingar i boði landbún-
aðarráðuneytisins og Búnaðar-
félagsins. Er erindi þeirra hing-
að til lands að kynna sér is-
lenzka sauðfjárrækt og búnað-
arhætti. Fara þeir til Norður-
lands í dag en alls munu Græn-
lendingamir verða hér í hálfan
mánuð.
í hópnum eru fern hjón, sem
landbúnað stunda, auk þess
einn bóndi og fréttamaður sem
mun ferðast með hópnum. Eft-
ir nokkra dvöl á Norðurlandi
munu tvenn hjón dveljast um
vikutíma á búnaðarskólanum á
Hólum en tvenn á Hvanneyri.
Þá munu Grænlendingarnir fara
í réttir, kynna sér starfsemi
sláturhúsanna og ferðast eitt-
hvað um hér á Suðurlandi. Það
er Búnaðarfélagið sem' annast
móttökumar ' og skipuleggur
ferðina, og snæddi búnaðarmála
stjóri Halldór Pálsson hádegis
verð með Grænlendingunum á
Sögu í morgun — og auðvitað
var íslenzkt lambakjöt á borð-
um!
íslendingar hafa fyrr kennt
Grænlendingum sauðfjárrækt en
þá á Grænlandi, og þangað hef-
ir verið flutt íslenzkt sauðfé.
Grænlenzku gestirnir saman komnir í Hótel Sögu 1 hádeginu í dag.
Launamálin fyrirborg■
arstjómarfund í dag
Lögregía, slökkviliðið og stræfis-
vagnsfjórar sömdu í nótt
Eins og Vísir hefir áður skýrt
frá hafa staðið yfir samningar um
kaup og kjör borgarstarfsmanna I
Reykjavík að undanförnu og orð-
ið samkomulag I meginatriðum
við Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar um hliðstæð launakjör og
rikisstarfsmenn hafa nú, og 28
launaflokka. Við lögreglumenn,
slökkviliðsmenn og stirætisvagn-
stjóra þurfti að semja sérstaklega
og voru samningafundir með full-
trúum þessara starfshópa I alla
nótt. Þar náðist f stuttu máli
sagt samkomulag milli samninga-
nefnda um launakjörin í megin-
atriðum, og niðurröðun I flokka,
en eftir er að ganga frá ýmsu
varðandi vinnutíma og vinnutil-
högun. Ætlunin var að ljúka þess-
um undirbúningi öllum fyrir borg-
arstjórnarfundinn í dag og leggja
hið nýja samkomulag um laun
borgarstarfsmanna fyrir þann fund.
Stefnt er að þvf að greiða út laun
1. okt. n. k. samkvæmt nýja sam-
komulaginu.
7000 undirskriftir á „sjoppunum
37°/o börn og unglingar og 18% utanbæjar
Gert er ráð fyrir að færri á-
heyrendur komist að en vilja á
bargarstjórnarfund í Reykjavík
í dag. Þar verður til síðari um
ræðu tillaga að samþykkt um
afgreiðslutfma verzlana i
Reykjavík og fleira, en þau mál
eru nú mjög ofarlega á baugi i
borginni, kvöldsölumálin svo-
nefndu. Þegar þessi mál voru til
fyrri umræðu í borgarstjórn fjöl
menntu Reykvíkingar á borgar-
stjórnarfund, einkum þó kaup-
menn.
Söluturnaeigendur ræddu við
blaðamenn í gær og eru mjög
óánægðir með að þurfa að loka
klukkan 10 á kvöldin og selja
um söluop allan daginn, m.a. til
þess að sporna við „sjoppu-
hangsi", eins og það er orðað.
Hafa söluturnaeigendur safnað
undirskriftum að undanförnu og
lagt fram hjá borgarstjórn
lista með alls um 7000 nöfnum
„borgara í Reykjavík", þar sem
mótmælt er þessum fyrirhug-
uðu breytingum.
18% FINNAST EKKI -
37% BÖRN OG UNGLINGAR.
Nú hefir Manntalsskrifstofa
Reykjavíkurborgar rannsakað
nokkra þessara undirskriftalista
sem valdir eru af handahófi.
Kemur þá i ijós að 44% þeirra
sem á þeim listum eru, teljast
Reykvíkingar á kosningaaldri,
37% eru börn allt frá 7 ára
aldri og unglingar að 21 árs
aldri, og 18% finnast ekki á
manntali í Reykjavík. Er þar
annað hvort um utanbæjarfólk
að ræða eða tilbúin nöfn. Enda
kemur £ ljós við nánari athug-
un, að á fyrrnefndum listum er
fólk búsett á ýmsum stöðum|
úti á landi, svo sem á Akureyri,
Egilsstöðum, Keflavík, Hafnar-
firði, Mosfellssveit og Garða-
hreppi.
53. árg. — Fimmtudagur 19. september 1953. — 206. tbl.
NÝTT SKIPAFÉ-
LAG ST0FNAÐ
I