Vísir - 19.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 19.09.1963, Blaðsíða 15
15 V í SIR . Fimmtudagur 19. september 1963. M—l 1111II IHIIII Peggy Gaddis. 26 • • nnn — Ekki von á neinum litlum englabörnum í nótt — ég á við, að þú verðir ekki kvödd upp í Af- dal eða eitthvað til að annast mót- tökuna? Það er — raunverulega — von um, að við getum verið ein allt kvöldið? Meredith hló. — Raunverulega — og ég skal meira að segja taka símann úr sambandi, — eigum við að negja fram undir miðnætti? Jónatan sagði alltaf, að læknar ættu rétt á að njóta kvöldsins, og ekki mættj ó- náða þá fyrr en eftir miðnætti — og þá aðeins í brýnni neyð. Hugh andvarpaði af ánægju. — Ég kem eins og skot, þegar ég er búinn að ganga frá hérna, og ætla mér sannarlega að hafa hraðan á. — Blessaður á meðan, sagði Meredith og lagðj frá sér símtólið og flýtti sér upp og aíklæddi sig og svo beint í steypibað. Og meðan hún var að þerra sin ákvað hún að fara £ einn sinn fallegasta kjól, til þess að hún yrði sem allra ó- læknislegust í augum Hugh. Hugur hennar var þó ekkj allur hjá Hugh. Hún gat ekki annað en hugsað um Rosalie, og sitt af nverju, sem hafði verið henni ráð- játa allt frá því að Rösalie kom • •eim þá um sumarið, Hve kát. uæstum ofsakát hún oft hafði verið -,‘inkum fyrst í stað. Stafaðj háð tíkki af því, að hún var sannfærð um, að Lawrence mundi koma og Mra henni þær fréttir, að konan hans hefði fallist á skiinað, og hann gæti tekið hana sér fvrir konu innan tíðar. Og svo - er það dróst að hann kæmi, þunglyndis köst, eirðarleysi, og kannski var barna að leita skvringar á því, að hún hafði byrjað að daðra við Hugh — og svo Stewart þótt enda sleppt yrði. Meredith var ekki í vafa um, að Stewart var í þann veginn að verða alvarlega ástfanginn í Rosalie — ef hann var það ekki þegar. En Stewart var læknir, maður, sem fann til á'byrgðar sinnar, sem vafa- laust gerði sér Ijóst, að hann gæti ekki hugsað um að kvongast, fyrr en hann hefði náð fullri heilsu og búinn að fá stöðu. En ef svo væri, sem hún hugði, að hann væri ást fanginn í Rosalie, mundi hann vilja fá hana fyrir konu. Meredit vonaði af heilhug, að hann næði sér fljótt, og henni fannst sannast að segja OIV CHIEF SAWAlS ISITEH-TEI5AL 'COHÍEREHCE , OF GEEAT CMEFS\ SEEMS TO HAVE BEEM ISWOEEP’- PEEHAPS 5ECAUSE THE CHIEFS WEKE IKiVITBP WITHOUT THEIE. TEOU5LE -MAKING WITCH TOCTOE^ allt benda til þess, að hann væri á hröðum vegi að ná fullri heilsu — og hún óskaði sér þess einnig, að vonbrigði Rosalie hefðu ekki þau áhrif, að hún færi að gefa honum undir fótinn af dutlungasemi bland inni hefndargirni. Henni fannst, að hún gæti ekki verið örugg um, að ekkert slíkt gerðist, en hún vonaði til guðs, að þessi vonbrigði yrðu til þess að allt það, sem gott var í fari Rosalie, sigraði, en að hún væri góðum mannkostum búin ef- aðist Meredith ekki um, þótt þeir hefðu 'ekki notið sín sem skyldi í ábyrgðarleysi unglingsáranna. Hún var í miklum vafa um hvdrt hún ætti að aðhafast nokkuð sjálf. Hvað gat hún gert? Farið til Ste- warts og sagt honum hreinskilnis lega, að Rosalie væri alvarlega ást 1 fangin í öðrum? Eða hvatt Rosalie til að láta Stewart í friði? Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hvorugt mundi ganga. Hún yrði að láta þetta afskiptalaust. Og í þessum svifum barst fóta- tak Hugh’s að evrum hennar, og hún minntist þess, að þetta kvöld áttu þau að eiga ein. Því hafði hún heitið honum. Og gleyma öllu öðru, — varpa af sér eigin og annarra byrðum, -sem hún hafði borið, I kvöld skyldi enga skugga leggjá á leið þeirra. Hún þaut niður stigann, klædd 1 léttum, grænum kjól, sem fór henni ágætlega. Hugh hafði staðnæmst í dyragættinni, — eins og ástfang inn unglingur, sem í fyrsta sinn lítur gullfallega stúlku og hefur þeg ar orðið ástfanginn í henni. Henni fannst að hún heyra hann hvísla nafn sitt eða heyrði hún bara slög ; síns eigin hjarta? En Hugh opnaði ; faðrn sinn móti hennj og hún flaug í hann og allt var gleymt nema j að þau unnust hugástum. Seytjándi kapituli Það var Mlfrar mílna akstur út úr bænum að Mayberry-húsinu. Þetta var stórt hús tvílyft og byggt í gamla tímans stíl, enda byggt af auðugum manni. Hann var frá Suð ur Karolínu og hafði aðallega ver ið ætlað konu hans og börnum til dvalar á heitasta tfma ársins. Þetta hús, sem var byggt fyrir aldamót- in seinuntu, var ekki svo mjög frá brugðið húsuta efnamanna í Suður ríkjúnum á þeim tíma, en nú var skreyting þess og húsið allt mjög fjarr; nútímasmekk manna, en það hafði þjónað sínum tilgangi sem griðastaður konu hans og margra barna, sem nú voru dreifð um allar jarðir. Meredith hafði oft ekið þarna fram hjá í sjúkraferðum sínum £ Pea-Ridge-hreppi, en þar voru bændabýlin mjög dreifð og mjög langt milli sumra þeirra. Húsið hafði jafnan vakið nokkra forvitni Meredith. Það var í mið- jum trjágarði, sem var hvorki meira né minna en um 5 ekrur lands að flatarmáli. Stundum hafði flögrað að henni, að framtaksamir umbótamenn á sviði félagsmála ættu að kaupa þetta hús, eða þá sveitarstjórnin, til þess að breyta því í sjúkrahús, en' jafnan hafði hún hugsað sem svo, að líklega fengist það ekki nema með upp sprengdu verði. Það var árla morguns - dag nokkurn, er leið hennar lá þar fram hjá, að hún varð þess vör, að eitt- hvað meira en litið var í bígerð. Fimm eða sex verkamenn, allir blakkir, voru að grisja runnana í garðinum og klippa suma, aðrir að uppræta illgresi, og aðrir voru að fjarlægja hið ósmekklega utanhúss skraut, og það var verið að dytta að gluggum og mála. Dyrnar voru opnar og gluggar, og þaðan heyrð- ust hamarshögg, og því greirrifegt að verið var að vinna inni sem úti. Ekki gat verið um það að villast hugsaði hún, að búið var að selja húsið, og að hinn nýi eigandi var að láta dytta að öllu, og þetta hlaut að vera efnaður maður, þar sem hann réðst þegar í gagngerar breyt ingar, og hafði heiian her manna í vinnu. Einhvern veginn olli þetta vonbrigðum, en hún brosti þurr- lega, því að vitanlega hafði það bara verið skýjaborg, að hún gæti nokkurn tíma eignast þetta hús og gert þ£&,ýíð sjúkrahúsi eins og I flögrað hafði að henni. Hún hafðLj .. ekkí ó'rðið^ af neinu, en hún var : fá-.. ekki í vafa um, að sá sem keypt hafði, rnundi hafa gert góð kaup, því að húsið hafði upphaflega ver ið traustbyggt og vel til þess vand að, — allt byggt af kjörviði, — það hafði hún einhvern tíma heyrt eftir góðum heimildum. Miklum störfum var að gegna, þegar hún var aftur komin í lækn- isstofuna, og það var enginn tími lengur til þess að hugsa um gamla Mayberry-húsið og breytingarnar, sem verið var að gera á því. Það gengu mislingar í bænum um þetta leyti og það voru mörg heimilL sem hún þurftj að koma á. Hún hafði verið að vinna að því að fá skólaráðið og heilbrigðisyfirvöldin til þess að fallast á bólusetningu barna á skólaaldri, áður en skólarn ir tækju til starfa, en ekki orðið ágengt, og foreldrar barnanna höfðu yfirleitt ekki heldur skilning á málinu. Og lítið hafð; henni orðið ágengt með hugmynd sína um mót- tökustofu eða klinik fyrir verðandi mæður, þar sem þær gætu komið til skoðunar og fengið ráðleggingar, en slíkri stofnun vildi hún koma á fót og skyldi hún bera nafn Mörtu I Peebles. j Ekki þurfti að efa vinsældir Mere I dith í River Gap og sveitunum þar í grennd, en fólk var þröngsýnt og ekki ginnkeypt fyrir nýjungum, — jafnvel ekki fyrir mörgu, sem hafði verið komið á almennt í landinu, og jafn meðal mæðra var lítill skiln ingur ríkjandf á þörfinni fyrir stofn un í þágu verðandi mæðra, og eink um voru það hinar eldri sem töldu allt hafa slampast af nokkurn veg inn til þessa, og þó höfðu margar þeirra orðið fyrir því að missa i börn fárra daga gömul, en það var guðs vilji — og þær vildu ekki festa trúnað á, að hægt vœri að fyrirbyggja ungbarnadauðann að mestu. Jónatan hafði iðulega varað Mere dith við of mikilli bjartsýni, og reynsla hennar sjálfrar var þegar orðin sú, að eina vonin um að vinna fyrir framgangi umbótamála, var að fara sér hægt. Oft hugsaði Meredith um reiði- yrði Addie Perkins, er hún sagði, að hún mundi hata hana allt sitt líf fyrir að hafa þau áhrif á dreng inn, að fara í herinn, en Meredith gat ekki gleymt systkinum hans, sem ekki voru enn farin að fara í skóla. Henni hafði eklci dottið í hug hvernig hún gæti hjálpað þeim, en dag nokkurn þegar hún sá skólastjóra barnaskólans, Lauru Hastings, koma gangandi á móti sér. Hún gaf henni merki um að hún vildi hafa tal af henni, og er Meredith hafði stöðvað bíl sinn gekk Laura til hennar, og heilsaði hennj glaðlega. Laura var pipar- mey, 45 ára, há og grönn og svip mikil, sem ekki er ótítt um ógift ar konur á hennar aldri, sömu stétt ar. — Það er orðinn óratími síðan ég sá þig, sagði Meredith. — Kom heim í gær. Var á sum arnámskeiði í Atlanta, sagði Laura Flastings glaðlega. Kondu .me5 heim. Við skulum okkUr ís-te og þú segir mér allar fréttirnar. — Þakka þér fyrir — og ég fæ þá tækifæri til þess að segja þér, að ég kann að meta starf þitt í River Gap og þú átt víst fylgi rriitt við framgang þeirra mála, sem þú ert með á prjónunum. — Þú átt kannski við hve vel gengur eða hitt heldur með stofn unina til hjálpar verðandi mæðrum. Það verður víst allt á brattann. Það kom ein stúlka um daginn til mín, barnshafandi, og vildi fá ráðleggingar. Og hvernig ráðlegg ingar heldurðu að hún hafi viljað fá — ráð til fósturéyðingar. Hún var úr Afdalnum. Og þegar ég hafði útskýrt fyrir henni, að það væri ekki hlutyerk lækna að myrða ó- fædd börn, strunsaði hún út í vonsku, og sagðist ekki vera neitt upp á mig komin, — Mammy Jo myndi hjálpa sér. Hún tautaði eitt hvað um te úr baðmullarstönglum. Hvað hún átti við fæ ég víst aldrei að vita. - O, ætlj þú fáir ekki vitneskju um það, ef þú Ieitar hennar. Það er nefnilega sagt, að blökkukonur, 2 A i SlU EuiOIT CiuARrO DGbrTbT1 United Festure Ej'ndlraU, inc. Nei ungi maður, það þýðir ekk- ert að reyna að hlaupa frá vanda málum lífsinn. Halió þér þarna. Mér er alveg ó mögulegt að sofa fyrir hrotunum í yður. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaliali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Það lítur ekki vel út með þátt- töku í höfðingjaráðstefnunni sem Gana boðaði til. Þú segir ekki margt Wildcat, segir Tarzan við vin sinn. Ég sé að þú ert að skoða hvernig Afrika lifir. Hann kemur Tarzan, hrópar Gana skyndilega, Medu, höfðingi læknanna kemur. Og í hliðinu er Medu, ásamt tveim manna ginna, ekk; þó töframanna. Údýrur jiykkor drengjnpeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.