Vísir - 24.09.1963, Side 2

Vísir - 24.09.1963, Side 2
2 VÍSIR . Þriðjudagur 24. september 1963. 5TJ51TD f=a o=n rr W//////Æ i 1 W/////Æ. i 1 Fyrstsa hondknaftBeiksheimsóknin: ur íloknæstamánaðar Fyrsta handknattleiks heimsóknin á þessum vetri verður heimsókn hins velþekkta tékk- neska liðs Spartak Pils- en, en liðið kemur hing- að til Iands 28. október í boði ÍR-inga. Næsta sumar mun svo IR-ingar halda til Tékkóslóvakíu til þess að endurgjalda heimsóknina. Spartak Pilsen varð frægt í Tékkóslóvakíu fyrir um það bil 4 árum og síðan hefur liðið ver- ið á „toppinum", m. a. varð liðið nr. 2—3 í tékknesku I. deildarkeppninni í fyrra, Með Spartak Pilsen leika margir frægir leikmenn, en þeirra allra fremstur er Frantisek Herman sem hefur milli 30—40 landsleiki að baki. Ákveðið er að liðið komi hingað til lands 28. október n. k. Fyrsti leikur- inn verður gegn gestgjöfunum Í.R. 30. október. Munu I.R.-ing- ar væntanlega styrkja lið sitt. AIls leikur Spartak Pilsen hér sex leiki, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvaða liðum Spartak Pilsen muni mæta, en vitað er að það mun leika gegn úrvali Landsliðs- nefndar f íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugvelli sunnudaginn 3. nóvember. Spartak Pilsen er eins og fyrr segir meðal „toppliðanna" í Tékkóslóvakíu, en þar í landi er breiddin mjög mikil í hand- knattleik. Sigurvegari á síðasta keppnistímabili varð Dukla Prag, en öðru og þriðja sætinu skiptu með sér Gottwaldov og Spartak Pilsen. Til marks um það hversu breiddin er mikil og liðin jöfn má nefna það að Dukla Prag vann neðsta liðið í keppninni á heimavelli sínum aðeins með 3ja marka mun. en á heimavelli liðsins sem féll niður vann Dukla Prag aðeins með eins marks mun. Nú fyrir nokkru hófst tékk- neska meistarakeppnin og í fyrstu umferðinni töpuðu bæði Dukla Prag og Spartak Pilsen, en Gottwaldov gerði jafntefli. Dukla Prag tapaði fyrir Prerov 18:15, en Spartak Pilsen tapaði fyrir nýliðunum í I. deild 11:7. Gottwaldov gerði jafntefli við C.K.N. Prag 16:16. Formaður móttökunefndar f. R. verður Albert Guðmundsson stórkaupmaður. Ráðgert er að Í.R. muni endurgjalda heim- sóknina næsta sumar og senni- lega munu Í.R.-ingar fara utan 20. júní. Ferðin mun taka 12 til 15 daga. Væntanlega munu I.R.-ingar taka tvo til þrjá láns- menn með í förina. Fró aðalfundi H. BC. R. R.: Mörg og mikilvæg verkefni framund- an í handknattfeik Aðalfundur Handknatf- leiksráðs Reykjavíkur fór fram í íþróttahúsi K.R. í gærkveldi. Á fundinum kom það fram að aldrei fyrr hafa eins mörg og mikilvæg verkefni beðið handknattleiksiðkenda og nú á næst komandi vetri. í skýrslu ráðsins segir að um 800 keppendur hafi tekið þátt í mótum sem haldin voru á vegum Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur s. 1. ár. Mörg og mikilvæg verkefni eru framundan á komandi vetri, m. a. ferðir unglingalandsliðs til Sví- þjóðar til þátttöku í unglinga- meistaramóti Norðurlanda, sem er á vegum H.S.Í. Karlalandsliðið fer einnig út til Tékkóslóvakíu til þátttöku í heimsmeistarakeppninni, væntanlega í febrúar eða marz- mánuði. — Meistaraflokkur K.R. til Danmerkur og Þýzkalands og I.R.-ingar fara til Tékkóslóvakíu í júnimánuði til að endurgjalda heimsókn Spartak Pilsen. Tvær erlendar heimsóknir verða í vetur. I nóvember á vegum I.R., en 1 apríl á vegum Víkings. En til alls þessa, bæði utanfaranna og heimsóknanna verður H.K.R.R. að taka rikt tillit I sambandi við niðurröðun á leikjum I Reykjavík- urmóti og íslandsmeistaramóti. Þá mun og fara fram hér á landi handknattleiksmeistaramót Norður landa I útiknattleik kvenna á n.k. sumri. Á margt er drepið I skýrslu stjórnarinnar m. a. hið nýja íþrótta- og sýningarhús sem vænt- anlega verður tilbúið árið 1965 og þá rætist draumur íslenzkra hand- knattleiksmanna um að fá fullkom- ið hús til æfinga og keppni. Stjórn ráðsins var öll endur- kjörin. Hana skipa: Jóhann Ein- varðsson, K.R., Liselotte Odds- dóttir, Ármann, Birgir Lúðvfksson, Fram, Bergur Guðnason, Val, Árni Árnason, Víking, Gunnlaugur Hjálmarsson, Í.R. og Halldór Þórðarson, Þrótti. Höfðu i hótunum við dómurunn Það bar til tíðinda á leik B-liðs Akumesinga og KR loknum, að nokkur hópur áhorfenda þyrptist að dóni aranum syni og höfðu sumir í hót- unum að lumbra duglega á honum. Til þess að þessir * ... , 'endur að slá hnng Guðmundi Axels-i ,, ö domarann Mynd þessi er tekin að loknum leik B-liðs Akurnesinga og KR. Á henni sést hvemig áhorfendur hafa safnast utan um dómarann. „blóðheitu“ áhorfendur fengju ekki vilja sínum framgengt urðu nokkrir lleikmenn K.R. og áhorf- í kring um Einn af leikmönnum Akraness, sem Ieikið hafði stuttu áður gegn Fram, var nokkuð við skál, ýtti nokkuð duglega einum Ieikmanni . K.R., en K.R.-ingurinn var ekki | af baki dottinn og svaraði með i þeim hætti að hrækja duglega á Akurnesinginn af engu minni dugnaði. En það sem einkum vakti at- hygli, að framarlega eða fremst I þessum skrílslátum stóðu nokkr- ir leikmenn úr A-liði Akurnesinga, sem vildu með þessum aðförum að dómaranum, sýna óánægju sína með dómarann, en hann hafði m. a. vísað einum leikmanni Akra- ness, Guðmundi Sigurðssyni út af fyrir grófan leik, m. a. fyrir að sparka I annan bakvörð K.R.- ljðsins. Þessi framkoma Akurnesinganna og fárra áhorfenda er viðkomandi til vansæmdar og vægast sagt mjög ókurteis, svo ekki sé minnzt á íþróttaanda. Strax eftir leikinn kærðu Akur- nesingar leikinn og byggðu þeir kæru sína á því að dómarinn hafi ekki haft áskilin réttindi til þess að dæma leikinn. Bl

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.