Vísir - 24.09.1963, Side 7

Vísir - 24.09.1963, Side 7
VISIR ---■'■■n Þriðjudagur 24. september 1863. Sigurjón Bj'órnsson sálfræðingur: Hinir afskiptalausu Vegirrlir góðir — jgrfitt mun vera að gefa nokkurt viðhlítandi svar við því, hvers vegna sumir eru trúhneigðir en aðrir trú- litlir. Ástæðurnar liggja ef- laust að miklu leyti djúpt i skapgerð og tilfinningaiífi einstaklingsins og eru mönn- um mjög ósjálfráðar. Fróðir menn eru þó nokkuð sam- mála um, að tvö atriði skipti miklu máli. Annars vegar þörf mannsins til þess aö koma skipulagi á tilveru sína, sjá samræmi og tilgang í því, sem annars gæti virzt tilviljunarkennt og á ringul- reið. Hins vegar er svo að sjá sem trúarkenndin styðj- ist mjög við kvíða og örygg- isleysi mannsins. Þetta síðast nefnda fæst iðulega staðfest. Ef mönnum líður illa, líkarn- lega eða andlega, eykst venju lega trúarþörfin. Þegar fá- tækt, sjúkdómar, styrjaldir og annað böl steðjar að mann fólkinu, lifnar í glæðum trú- arinnar, en þegar allt leikur í lyndi, kulna þær aftur. Á sama hátt má skipta æviskeiði manna í nokkur tímabil mismunandi ríkrar trúhneigðar. Barnið er oftast haldið nokkrum kvíða og öryggis- leysi og reu til þess skiljan- legar ástæður. Það hefur ekki umhverfið á valdi sínu, en er háð því. Líkami þess er lítt þroskaður, hugsun þess og þekking nær skammt. Börnum er því gjarnt að hverfa á náðir trúarinnar. Líkt er gamalmennum farið. Þau eru að missa tökin á líf inu og dauðinn hinn óum- flýjanlegi nálgast óðum. Ellin verður því gróskuskeið trú- arlífsins. Hins vegar verður hjá mörgum nokkur lægð í trúarþörfinni á blómaskeiði ævinnar. Það verður sá tími, sem margir eru mjög afskipta lausir um trúmál, finnst þau algert aukaatriði eða dautt form, sem þeim komi lftið sem ekki við. ^llt er nú þetta ofureðlilegt og mannlegt og í rauninni tæpast umtalsvert, ef ekki kæmi eitt atriði til sögunn- ar, sem nú skal getið. Það er vitaskuld á blómaskeiði æv- innar, sem flest fólk verður foreldrar og er falið það verk efni að ala upp börn sín. Þar mætast tvær kynslóðir með nokkuð ólíkar trúarþarfir. A. m. k. er ekki algengt, að börn foreldra, sem eru tómlát um trúmál, velti talsvert fyrjr sér hugmyndum um Guð og Jesús, himin, engla og dauða. Og mörg hafa þau þörf fyrir að biðja til Guðs. Ég veit að margir hinna afskiptalitlu foreldra komast í nokkur vandræði, þegar börn þeirra brydda á þessum málum. Sumir þagga þau niður, aðrir hæðast að þeim, þeir þriðju vísa á prestinn og enn aðrir gera sér upp tilfinningar, sem þeir hafa ekki. Ekkert af þessu er verulega gott og sumt af því slæmt. Ef til vill getur það hjálpað trúlitlum foreldrum eitthvað að hug- leiða, hvernig þeir litu sjálfir á þessi mál, þegar þeir voru litlir. Ef til vill minnast þeir þess, að þá áttu þeir helgi- dóma innra með sér, sem þá hefði tekið sárt að troða ó- hreinum fótum. Og ef menn reyna að horfa fram á við og hugsa sér sig garnla og slitna. vondaufa og kvíðna, ja, hví skyldu þeir þá verða frábrugðnir öðru gömlu fólki hvað trúarþörf varðar. Sé þannig hugsað, líta menn frekar á trúardeyfð sína sem tímabundið fyrirbæri, er þeir hafa tiltölulega lítið vald yfir. Og þeim ætti að verða auð- veldara að bera virðingu fyr ir trúartilfinningu barna sinna og vera þakklátir þeim, sem hlúa að henni (t. d. prest um og kennurum). í rauninni er nóg að temja sér að ganga hljóður um helgi dóm annarra. Það er nóg, en það er einnig skylda. Því að vissulega er það eitt af frum- atriðum almennra mannrétt- inda, — og þar eiga börn sama rétt og fullorðnir —, að fá að hafa helgidóm sinn f friði, svo fremi að hann skerði í engu mannhelgi ná- ungans. gtundum má heyra kirkjunn ar menn kvarta yfir því, að trúarlíf almennings sé of dauft, fólk sé of áhugalaust og afskiptalaust. Ætli þessi kvörtun sé réttmæt? Ef deyfð in stafar af því, að fólki líð- ur nú almennt betur, er laus- ara við kvíða og er öruggara, í stuttu máli, unir sér betur í heiminum en fyrr á tíð, — ber þá ekki fremur að fagna þvf en harma. Getur það ekki á sama hátt verið nokkurt áhyggjuefni, ef barn er svo öryggislaust og hjálparvana í foreldrahús um, að því er nauðsyn mik- illar trúarlegrar huggunar? Auðvitað hlýtur það að vera hugsjón okkar, að öllum líði vel, og þvf hljótum við að verða að hugsa okkur tvisvar um, áður en við kjós- um trúarvakningu á kostnað veraldlegrar velferðar. En um þessi mál má vissu lega deila, sem vonlegt er, þvf að hver er sá, að hann treysti sér til að segja með fullri vissu um, hver sé hinn raunverulegi og endanlegi ti) gangur mannlífsins. ■ Framhald af bls 9. I | staðar verður maður að njóta | friðar. I ; Skógur óhugsandi ! Og ennþá eins vil ég geta. ; Áður en ég kom til íslands fyrst | vissi ég að það var skóglaust. | Ég gat ekki hugsað mér skóg- i laust land og var sannfærður um að það væri leiðinlegt og ljótt. En nú gæti ég ekki hugsað mér skóg á íslandi. Þetta enda- lausa tæra víðsýni er einhvern veginn svo miklu dásamlegra. Traustvekjandi hugarfar — Hvað segið þér mér um íbúana? — Af þeim kynnum sem ég hafði af þeim allt hið bezta. Ná- in kynni myndast í fæstum til- fellum vegna ólíkra tungumála og Hka vegna þess að maður er eins og fló á hörðu skinni, tollir aldrei það lengi á sama staðn- um að maður hafi tækifæri til að kynnast fólkinu sem skyldi. Hins vegar hef ég f gegnum bcssi stuttu kynni orðið þess áskynja að íslendingar eru með fádæmum gestrisnir og alltaf reiðubúnir að rétta hiálparhönd hvar og hvenær sem eitthvað bjátar á. Þá gengur það ótrú- leika næst hvað húsakynni Is- lendinga eru skemmtileg og falleg. Ég bekki enga þjóð sem býr iafn skemmtilega. hvað þá betur. Það er eitthvað í fari ykkar íslendinga sem okkur Sviss- lendingum geðjast að, eitthvað traustvekiandi og heilbrigt hug- arfar, sem gerir ykkur ólíka Suðurlandabúum. Jafnvel þótt við skiljum ekki málið ykkar þá skiljum við fólkið þrátt fyrir allt. Hélt að Suðurlandsvegur væri borg. — Hvað er það helzt hér á landi sem þér teljið helzt á- bótavant eða viljið gagnrýna sem útlendingur? — Mér finnst að maður sem notið hefur annarrar eins gest- risni og hjartahlýju meðal þjóð- ar yðar eigi ekki að gagnrýna, jafnvel þótt honum finnist eitt- hvað fara miður en skyldi. En ef ég á endilega að leysa frá skjóðunni á þann hátt myndi ég helzt kjósa að benda forráða- mönnum vegamála að koma upp greinilegri vegvísum — prestum — fyrir okkur útlendinga. Ég lenti oft í nokkrum erfiðleikum út af því að ég skildi ekki hvað á þeim stóð. Ég vissi t. d. ekk- ert hvað „Suðurlandsvegur" þýddi. Hélt fyrst að þetta væri þorp eða einhver mikilvægur staður í grend við Reykjavík. Ég leitaði um allt Islandskortið að bæ eða borg sem héti Suð- urlandsvegur, en árangurslaust. Fyrir okkur útlendinga — og raunar ykkur líka — væri heppi legra að letra á vegvísinn Hvera gerði eða Selfoss eða Vík. Mér fannst þó fyrst kasta tólfunum þegar ég kom að norðan og fór að leita að vegvísi upp á Hvera- velli. Þar hefði ég lent í mikl- um villum og vandræðum ef ég hefði ekki haft kunnugan leið- sögumann. Er ekki unnt að bæta úr þessu á einhvern hátt? Dósir og nesti Það er annað atriði sem mér þykir ekki úr vegi að minnast á. Það atriði eigið þið sam- eiginlegt með okkur Svisslend- ingum það er sóðalegur við- skilnaður eða hirðuleysi úti í guðsgrænni náttúrunni. Mér finnst að við Svisslendingar höfum meir en nóg af tómum niðursuðudósum og öðru rusli í lækjum og grasi, þó við þurf- um ekki endilega að sjá þetta fyrirbæri f ykkar fagra, og ann- ars ósnortna landi. Ég vildi óska að unnt væri að ráða bót á þessu líka. Sá myndabók — Hvað kom yður til þess að koma til íslands? —Það var á þeim árum, sem ég var hvað veikastur fyrir kvikmyndatöku sem tómstunda dútli að það barst í tal við kunningja minn einn hvert heppilegast væri að fara til að taka sérkennilega og skemmti- lega kvikmynd. Hann sagði mér að fara til íslands. Reyndar hafði hann ekki komið hingað sjálfur, en hann vissi mikið um landið og taldi það heppilegan vettvang fyrir myndatöku. Mér fannst þetta í fyrstu vera fjarstæða. ísland var skóg- laust land og hlaut þar af leið- andi að vera ljótt og sviplaust. Samt sat þetta nafn í huga mér og einn góðán veðurdag þegar ég átti leið framhjá bóka- verzlun sá ég myndabók frá Is- Iandi í glugganum. Ég fór inn Og keypti hana. Þegar ég skoð- aði hana heima hjá mér um kvöldið varð ég svo heillaður að ég ákvað þá um kvöldið að fara til Islands. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Annars finnst mér undarlegt hvað Island er Iftið kynnt í Sviss og hvað svissneskar ferða skrifstofur gera lítið til að vekja athygli fólks á landinu ykkar, sem er þó án efa eitt sérkennilegasta land í Evrópu og um Ieið það merkilegasta jarðfræðilega séð. — Teljið þér að þér hafið náð góðum árangri í kvik- myndatökunni? — Ég vona það. Árið 1960 tók ég 1000 metra Ianga kvik- mynd. Hún heppnaðist mjög vel og bæði leikir og fagmenn sem hafa séð hana urðu hrifnir og hvöttu mig til að bæta við hana og gera úr henni langa land- kynningarmynd. Það sem ég tók í sumar er margfalt á við það, sem ég kvikmyndaði fyrir þrem árum. Og ég held líka betra. Til gam- ans vil ég geta þess að það fyrirbæri sem kvaldi mig mest í fyrri ferðinni og sem ég bölv- aði í sand og ösku frá morgni til kvölds, þess saknaði ég hvað mest nú. Vantar mýflugur — Hvað var það? — Það var mý. Það ætlaði mig lifandi að drepa þegar ég var norður við Mývatn 1960. Þá hafði ég ekki hugsun á því að kvikmynda það, datt það of seint í hug, en tók ákvörðun um að gera það nú. Ég beið í marga daga eftir mýi við Mý- vatn í sumar, en það var alltof hvasst — náði sér ekki upp. — Hvað er meiningin að gera við kvikmyndina þegar hún er fullbúin? — Það er allt í óvissu. Ég hygg að það taki mig a. m. k. tvö ár að ganga frá henni og setja inn í hana tón og tal. Ég hafði með mér upptökutæki og tók ýmis hljóð, mannamál, söng og hljóðfæraslátt, brimgný, hljóð fugla og dýra, sog og skvettur í hverum og þar fram eftir götunum. Ég hef fyrst í stað' hugsað mér að sýna hana í ýmsum landfræði- og land- kynningarfélögum, svo sem svissneska Alpafélaginu og víð- ar. Ef til vill kemur hluti af henni í svissneska sjónvarpið. en hvað frekar verður er allt ó- ráðið ennþá. Fyrst verð ég að sjá árangurinn. Kæru vinir mínir. Hugljúfar þakkir fyrir órjúfandi tryggð og vináttu. Ríkarður Jónsson. SENDISVEINN Sendisveinn óskast á skrifstofu vora. H/F. HAMAR - AUGLÝSIÐ í VÍSI — AUGLÝSINGASÍMINN ER 1-16-63 KKmEsæi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.