Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 8
8
V I S IR . Miðvikudagur 25. sept. 1963.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Stjórnarandstaðan og
verðbólgan
Blöð stjómarandstöðunnar smjatta mikið á verð-
bólgunni. Leynir sér ekki að þau vilja að hún magnist
sem mest, þótt hið gagnstæða sé látið I veðri vaka. Öll
viðleitni stjómarandstöðunnar hefur beinzt í þá átt að
eyðileggja árangur viðreisnarinnar og koma ríkis-
stjóminni á kné. Til þess hefur öllum tiltækum ráðum
verið beitt og ekkert um það hugsað, þótt hagsmunum
þjóðarinnar væri með því stefnt í voða.
Öllum mun enn í minni, hvemig ástand efnahags-
málanna var, þegar vinstri stjómin fór frá völdum.
Gjaldeyrisaðstaða fslands var þá verri en nokkurs ann-
ars Iands, sem upplýsingar lágu fyrir um, ef til vill að ?
einu eða tveimur undanskildum. Allir yfirdráttarmögu- I
leikar íslenzkra banka erlendis vom nýttir til hins ýtr- | -
asta og tilfinnanlegar hömlur á gjaldeyrísyfirfærslum,
jafnvel til brýnustu nauðsynja. Við borð lá, að landið jv
gæti ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar
erlendis, m. ö. o. að það kæmist í greiðsluþrot. §§f
Framsóknarflokkurinn hafði haft forustuna í þeirri
ríkisstjórn, sem þannig skilaði af sér ^þjóðarbúinu.
Hann bar ásamt kommúnistum aðalábyrgðina á stjóm-
arstefnunni og fékk sig víst fullsaddan á samstarfinu,
eftir því sem foringjar hans sögðu eftir stjómarslitin.
Það hefði því mátt ætla að foringjar Framsóknarflokks
ins sýndu þann manndóm, að láta kommúnista eina
um skemmdarstarfið, og legðust heldur á sveif með
þeim, sem tóku að sér að reyna að bjarga frá hruninu.
Stefria vinstri stjómarinnar hafði reynzt röng, og það
áttu Ieiðtogar Framsóknar að viðurkenna. Þá hefðu
þeir verið menn að meiri. En hvað gerðu þeir?
Viðreisnarstjómin hafði ekki fyrr birt stefnuyfirlýs-
ingu sína og fyrirætlanir en leiðtogar Framsóknar og
aðalmálgagn flokksins ganga í lið með kommúnistum
til þess að berjast gegn því að björgunin tækist. Slíkt
ábyrgðarleysi er með eindæmum. Sjónarmið Fram-
sóknarforkólfanna var semsé þetta: Það sem okkur
tókst ekki að gera, skal hinum ekki takast heldur, hvað
sem það kostar þjóðina! Þessari stefnu hefur svo verið
fylgt æ síðan, og því miður hefur skemmdaröflunum
orðið mikið ágengt í iðju sinni.
Til marks um það, af hve miklum heilindum er mælt,
þegar Tíminn og Þjóðviljinn eru að fárast út af verð-
bólgunni, er sú staðreynd, að bæði blöðin fordæma
hverja þá ráðstöfun, sem reynd er til þess að halda
henni í skefjum. Þær leiðir, sem íslenzka ríkisstjómin
fer í því efni, eru hinar sömu og efnahagssérfræðingar
í Vestur-Evrópu telja árangursríkastar. Og væri Fram-
sókn í ríkisstjóm, er enginn vafi á því, að hún mundi
velja þær Ieiðir líka, enda vandséð að nokkrar aðrar
séu færar.
Orðrómur um að Harold Mac-
millan, forsætisráðherra Breta,
vilji efna til kosninga í landi
sínu i nóvember n.k., virðist
hafa við taisverð rök að styðj-
ast ef marka má af því sem
brezku blöðin hafa um málið
að segja. Hingað til hafa allar
slíkar spár reynzt rangar vegna
þess að alltaf hefur eitthvað fflf
orðið til að hafa áhrif í þá átt
að tefja fyrir kosningu, og skipt
ir þar mestu máli Profumo-mál-
Ið og tvö njósnamál i vetur.
N
u er orðrómurinn um ko: n-
ingar í nánd kominn aftur
á kreik. Macmillan er sagður
hafa bent á það að velmegunin
í landinu væri vaxandi, sam- ,
kvæmt yfirlýsingum brezka fjár
Macmillan
málaráðherrans Reginald Maud-
ling. Og hann hefur einnig bent
á að innan Verkamannaflokks-
ins ríki ekki sú eining, sem nauð
synleg sé flokknum til stórkost
legra átaka. Bencjir þann i
sambandi á aðíV^wl^ðsfélögúnfno'-'
sem séu sterkust innan Verka-
mannaflokksins sé ekki í mörg-
um stórmálum á sömu línu og
þingfiokkur Verkamánnaflokks-
ins.
Innan ríkisstjórnarinnar eru
mjög skiptar skoðanir um
ber, vilja ekki fórna sætum sín-
um svo auðveldlega aðeins til
að flokkurinn hafi betri aðstöðu
að fimm árum liðnum.
uHtux i&ituí .... •- , 'y,-
i, v&áirtöt . ,*►* ?.
eir sem andvígir eru Mac-
'*tr millan I málinu segja eink-
um að verði beðið til næsta vors
eða hausts muni ýmis þau deilu-
mál, sem hingað til hafa verið
Ihaldsflokknum skeinuhætt,
verða gleymd. Það sé engin á-
Wilson
hversu heppilegt sé að efna til
þingkosninga á næstunni. Butl-
er, Macleod og Hailsham eru
sagðir andvígir hugmyndum
Macmillans. Ýmsir af áhrifa-
mestu þingmönnunum eru einn-
ig andvígir honum. Yngri menn
flokksins, sem óttast fylgistap
ef til kosninga kemur í nóvem-
stæða til að annar eins vetur
og sá síðasti endurtaki sig. Jafn-
vei þótt eitthvað kæmi fyrir
myndi það einnig verða gleymt
með vorinu eða haustinu.
Þeir segja einnig: Verði geng-
ið til kosninga núna munu kjós-
endur álykta sem svo að íhalds-
flokkurinn telji sig hvort eð er
vera búinn að tapá næstu kosn-
ingum svo jafngott sé að taka
við áfallinu strax og koma jafn-
vel í veg fyrir ennþá stærri ó-
sigur árið 1964.
Margir ráðherrar eru þeirrar
skoðunar að það mundi verða
ómögulegt að hrinda af stað
nægilega skæðri kosningaher-
ferð meðan aðstaða og álit
flokksins er ekki betra en það
er £ landinu.
Það verður ókleift fyrir
Ihaldsmenn að gera sér mat úr
Denning-skýrslunni því að nú
bendir margt til að hún verði
ekki jafnlaus við gagnrýni á
ríkisstjórnina eða ráðherra henn
ar og menn bjuggust við.
Denning lávarður fjallar að
vísu ekki um einkamál ráðherr-
anna, þann lætur þau alveg
liggja milli hluta. Hann hefur
að sögn brezku blaðanna ein-
göngu fjallað um vitneskju rík-
isstjórnarinnar og leyniþjónust-
unnar um sambandið milli Keel-
er, Profumo og rússneska her-
málafulltrúans Ivanov, en þar
kemur dr. Ward einnig við sögu.
Lávarðurinn mun hafa dregið
ýmsar miður þægilegar niður-
stöður af meðferð opinberra að-
ila á vitneskju sinni um þetta
víðfræga samband.
JJarold Wilson, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar er sagður
vera sannfærður um að gagn-
rýni hans í þingumræðum um
Profumomálið verði staðfest
með Denningskýrslunni.
Það sem sagt hefur verið um
væntanlegar þingkosningar hef-
ur ekki opinberlega verið stað-
fest af formælendum ríkisstjórn
arinnar. Enda er ekkert að stað-
festa fyrr en endanleg ákvörð-
un hefur verið tekin, en það
mun verða gert næstu daga í
viðræðum innan ríkisstjórnarinn
ar og þingflokks íhaldsmanna.
Skíptar skoðssnir um múSið innnn stjórnnrinnor