Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 16
MiSvikudagur 25. sept. 1963. Vantar vitni Rannsóknarlögreglan I Reykja- vík hefur beðið Vísi að koma á framfæri tilmælum til ökumanns er valdið hefur árekstrj á Miklubraut í gærkvöldi, einhvemtíma á tíma- bilinu kl. 20.45-21.30. Á þessum tíma var Ólafur Tryggvason læknir 1 sjúkravitjun þar í húsi, en hafðj skilið bifreið sína ,R-4528, sem er grænn Merce des Benz, fyrir utan hús nr. 74 á syðstu akbrautinni. Þegar læknir- inn kom út aftur hafði bifreið ver- ið ekið á R-4528, sennilega ekið afturábak á hann og dældað vatns- kassahlíf, bílnúmer o.fl. á bifreið Ólafs. Rannsóknarlögreglan biður bæði ökumann bifreiðar þeirrar er valdur er að árekstrinum og eins vitni sem séð hafa atburðinn, að gefa sig fram við hana hið fyrsta. ■ Safnið rekið til byggða í haustsnjónum. MENNMUNA EKKIVERRA LEITARVEDUR EN NÚNA — segir Þorsteinn í Vatnsleysu Tíðarfarið hér á Iandj síðustu daga hefur valdið margvíslegum erfiðleikum, ekki sizt fyrir bænd- ur og Ieitarmenn hér sunnanlands. Þorsteinn á Vatnsleysu tjáði Visi í morgun, að „verra leitarveður hefði ekki komið í manna minn- um, snjór hefði verið mikill á fjöllum uppi og kafaldshríð alveg niður f byggð“. Leitimar gengu samt slysalaust og í dag, miðviku- daginn f 22. viku sumars, rétta þeir Tungnamenn heima f héraði. Bæð; vegna veðurfarsins og eins þar sem réttir eru í Biskupstung- um f dag, hringdi Vísir Þorstein bónda á Vatnsleysu uppi og innti hann eftir hvernig göngur og leitir hefðu gengið að undanförnu. „Ég sjálfur tók ekki þátt í leit- unum“, sagði Þorsteinn, „en ég veit þó að leitir voru hinar erfið- ustu vegna snjókomunnar. Voru leitarmenn 6-7 tíma að komast leið Bílar fastír á Holta- vörðuheiði í gær Guðbjöm Þorsteinsson skip- stjóri í brúnni I Gróttu, hinu aflasæla skipi sínu. Myndin var tekin £ morgun. (Ljósm. I.M.) i Um hádegisbilið f gærdag tók að blása upp og snjóa á Holta- vörðuheiði. Margir bflar töfðust og sumir stóðu fastir nokkrar klukkustundir. Um tólf leytið f nótt var hefill kominn frá Hvammstanga til þess að skafa heiðina og noþkru áður hafði bíll frá Vegagerðinni unnið við að aðstoða smábíla sem höfðu stöðvazt á heiðinni. „Það er hreinasta vitleysa að leggja upp á Holtavörðuheiði án þess að hafa keðjur“, sagði Ósk ar Jónsson, vöruflutningabíl- stjóri frá Dalvfk, sem fór yfir Holtavörðuheiði í gærdag. Ég fór yfir heiðina um fjögur leytið í gærdag. Á leiðinni mætti ég Vegagerðarbil sem hafði tafist töluvert vegna þess að þrír smábílar höfðu stöðvast sunnan í Heiðarsteinsbrekk- unni, en þar var nokkur snjór Framh. á bls. 5 ar sinnar frá Hveravöllum inn að Fossrófum, sem er þó stutt dag- leið“. Leitir taka 7 daga hjá Tungna mönnum. Tóku nú 28 menn þátt í leitunum. Fara þeir á bílum inn á Hveraveili og flytja allan farang ur þangað. Þar taka hestarnir við og leitað er um allstórt svæði. „Féð lítur út fyrir að vera betra, feitara tiltölulega en venja er. Staf- ar það af tíðarfarinu. í góðu veðri og hitum, vill féð gjaman liggja f forsælu og bltur þá minna. Þeg- ar veðrið er verra er féð meira á hreyfingu og verður vænna fyrir vikið“. „Og hvað er margt fjár f eigu ykkar Tungnamanna?" „Um 14000 fjár, en réttimar eru þó mun minni, því þessu fé öllu er ekki smalað á okkar afrétt. Gangnamenn úr innsveitum Mýrasýslu, sem Ieituðu afréttar lönd til Þverárréttar, fengu blindhrfð f göngum f gær og Frh. á bls. 5. <s>- Erfíðri vertíð iokið — segir Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri á aflaskipinu Gróttu Sfldarvertíðinni er lokið. Jafnvel aflaskipin Sigur- páll, Guðmundur Þórðar son, Grótta o. fl. hafa haldið heim og fyrir aust an eru nú aðeins 7—10 aðkomuskip. Og þau bíða sennilega eftir veðri til að stíma heim á leið. f fyrradag fenj?u 19 skip 13 þús. mál, en síðan hefur verið bræla, rok og rigning, á miðunum. Segja má að skipin hafi haldið vertíðina vel út, þvl i fyrra var hætt hálf- um mánuði fyrr. Þó eru allir sammála um ,að ver tíðin í sumar hafi verið hin erfiðasta. Bæði hefur veður yfirleitt verið óhagstætt og sfldin stað- ið sig illa, staðið djúpt og verið stygg. Vfsir náði tali af skip- stjóranum á Gróttu frá Reykja- vík, Guðbirni Þorsteinssyni, í morgun og það var og hans á- lit að vertíðin hefði verið erfið. Sagði Guðbjörn, sem verið hefur með fengsælustu skip- stjórum f sumar, svo frá, „að bæði veður og síld hefðu valdið erfiðleikunum. Áður fyrr, þeg- ar hvorki tæki né skip voru sem nú, hefði lítil sem engin síld veiðzt. — Ég hef verið á nýju skipi í sumar, því Grótta var smíðuð sl. vetur og hún og annar útbúnaður hefur reynzt ágætlega. Það • Frh. á bls. 5. VS-^S’H^SaSSOTiSSSBJBBi Óskar Jónsson, vöruflutningabílstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.