Vísir - 18.10.1963, Síða 5

Vísir - 18.10.1963, Síða 5
V í SIR . Föstudagur 18. október 1963. «7 Bækur Framh. af bls. 1. stöðin vinnur svo úr upplýsingun- um og dreifir þeim til þeirra bóka- verzlana víða um heim, sem eru að- ilar að samvinnunni. Bóksalarnir senda svo upplýsingarnar jafnharð- an til þeirra viðskiptavina sinna, sem eru áskrifendur að þjónust- unni, og geta þeir þá pantað bók- ina um hæl ef þeir í. annað borð kæra sig um hana. Bókaþjónustan tekur almennt til allra bóka, sem út koma í aðildar- löndunum, en pésar, vasabrotsbæk- ur og ahnennar kennslubækur eru þó undanskildar nema sérstaklega stendi á. Þegar um safnverk er að ræ'ia, er tilkynnt um fyrsta og síð- a-'a bindið, en einnig hvert einstakt bin ’i, sé það helgað sjálfstæðu efni. Ekki aðeins frumútgáfur frá aðildarlöndunum, heldur og þýð- ingar, eru teknar með f upplýsing- arnar. Og vart er hugsanlegt að veigamikil bók komi út utan að- ildarríkjanna svo, að hún sé ekki þýdd á tungu einhvers þeirra. Þannig hefur t. d. farið stöðugt vaxandi fjöldi sovézkra vísinda og tæknirita, sem þýdd hafa verið í vestrænum ríkjum síðustu árin. Ekki þarfnast allir viðskiptavin- ir upplýsinga um allar bækur, sem út koma. Áhugamálin eru misjöfn, og sama gildir um störfin. Með þá staðreynd í huga, hefur bókunum verið skipt niður í 5 aðalflokka, sem hafa svo yfir 110 undirflokka. Gefst áskrifendum kostur á að velja sér úr þeim einn eða fleiri, eftir því sem störf þeirra eða áhuga mál krefjast. Aðalflokkarnir eru: 1) Hugvísindi, 2) Náttúruvísindi, 3) Félagsvfsindi, 4) Tækni, 5) Lækna- vísindi. Nauðsynlegt — Framh. af bls. 1. Hins vegar hefði þensla verið mikil undanfarið, m. a. vegna óeðlilega mikilla kauphækkana og því yrði að grípa til gagnráðstafana til þess að stöðva þá óheillaþróun, er nú hefði hafizt. Þorvaldur sagði að mikill meiri hluti þjóðarinnar væri fylgjandi frjálsræði f viðskiptum og and- vígur höftum. Flestir vildu einnig stöðugt verðgildi krónunnar, en helzt greindi menn á um það, hvort miða ætti að því að bæta lífs- kjörin jafnt og þétt en lítið í einu eða í stórum stökkum. Þeir sem bezt'a aðstöðu hefðu til þess að njóta uppgripanna hverju sinni, kærðu sig kollótta um jafnan vöxt, Kanar á rússneskum skermi. Dagblöðin í Reykjavík skýrðu frá því f gær að sjónvarpsdag skráin á Keflavíkurvelli yrði mjög bætt á næstunni. Líkjega hefur Þjóðviljinn fund ið þetta á sér því 9. október segir blaðið með feginstón í röddinni: Sovézk sjónvarpstæki ryðja sér til rúms á íslandi. Og ekki dugar minna en stærsta letur á baksíðunni til þess að „fortelja" nýjustu sjónvarpsþjóð en farsælast yrði þó, er til Iengdar léti, að tryggja jafnar framfarir þó hægari yrðu. Þjóðartekjur á mann gætu ekki vaxið nema um 3 — 4 prósent á ári, ef miðað væri við það, er bezt gerðist hjá öðrum þjóðum, og við það yrðu verka- Iýðsfélögin að miða kröfur sínar, vildu þau tryggja sér raunhæfar kjarabætur. Undanfarið hefði hins vegar hvað eftir ahnað verið samið um margfalt meiri hækkanir og það hefði átt stóran þátt í óheilla- þróuninni. Væri nú nauðsynlegt að taka upp ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samningar þyrftu að miðast við lengri tímabil og endurskoða þyrfti vinnulöggjöfina, en jafnframt yrði að draga úr op- inberum framkvæmdum um skeið og stilla fjárfestingu í hóf. Aðal- atriðið ætti að vera að tryggja verðgildi peninganna og fullt jafn- vægi og við það yrðu hinar óhjá- kvæmilegu aðgerðir að miðast. Samkeppni — Framh. af bls. 16. höfum ekkert að óttast, okkur er annað betur gefið. Við mun- um í náinni framtíð halda áfram með DC-6B flotann okkar, en halda áfram að hafa augun opin gagnvart nýjum flugvélategund um, sem þá gætu notazt hvort heldur væri á Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvöll". Sigurður Magnússon, blaða- fulltrúi sagði: Ef hagur SAS byggist algjörlega á þessu flugi yfir Atlantshafið, þá mega þeir vera Loftleiðum þakklátir fyrir að opna augu þeirra fyrir þessari leið“ Einar Farestveit, hjá Pan American sagði: Flutningarnir hafa aukizt hjá okkur, þó ekki svo mjög, enda er aðal- ferðatíminn ekki nú. Það eru margir sem vilja prófa að fljúga með þotum, enda er það nýjung fyrir flesta íslenzka farþega. Við höfum orðið varir við að fólk er ófúst til að fara til Kefla- víkur til að fljúga þegar hægt er að fara frá Reykjavíkur- flugvelli. En samt sem áður held ég að um talsverða aukningu verði að ræða hjá okkur". Birgir Þórhallsson, forstjóri millilandaflugs Flugfélags ís- lands: „Við gerum okkur full- komlega ljóst að Pan Americ- an er eitt bezta og stærsta flug félag heim og að áhrifa frá flutningum þess muni gæta hjá okkur í eitthvað minna flugi. Hins vegar er ekkert svo slæmt að ekki boði nokkuð gott. Pan Am mun þannig flytja íslandi meiri tekjur af ferðamönnum, e.t.v. munu Bandaríkjamenn inni þessi gleðitíðindi. „þau eru í fyrsta lagi ódýrust allra tækja" upplýsir blaðið og segir þau auðveldlega geta orðið al- menningseign. Það er mjög ánægjulegt út af fyrir sig þegar blöð taka slíkum stakkaskiptum, því fram að 9. október mátti Þjóðviljinn hvorki heyra Keflavíkursjónvarpið né sjá. En það er náttúrulega stór munur á því hvort horft er á hermannadagskrána í rússnesku tæki eða tæki framleiddu af kapitalistunum I Ameríku eða landi Adenauers. Það er svo mikill munur að jafnvel Þjóðvilj inn bráðnar nú af hjartanlegri aðdáun þegar TV-Keflavík kem ur á skerminn. Röntgenaugu Eysteins. Tíminn skýrir frá þvl í gær- morgun að þjóðin hafi verið blekkt, Þá veit maður það. Og mað- Minnkandi aðsókn aíkvik• myndahásm Reykiavíkur Kvikmyndahúsaeigendur í Reykjavík eru sammála um að aðsókn að kvikmyndahúsum þeirra hafi minnkað verulega undanfarna mánuði. Ekki segj- ast þeir þó hafa gert sérstakar athuganir á þessu ári, en telja sig hafa þetta örugglega á til- finningunni. Að þeirra dóm; er vaxandi innflutningur sjónvarps tækja helzta ástæðan. Þeir benda þó á að margt fleira komi til greina, t.d. mikil vinna hjá fólki, sem ætíð dregur úr bíó- aðsókn. Margt fleira kemur til álita í þessu sambandi. Vísir ræddi við Hilmar Garð- ars, formann félags kvikmynda- húseigenda, Friðfinn Ólafsson, forstjóra stærsta kvikmynda- hússins, Háskólabíós, og Árna Kristjánsson, forstjóra Austur- bæjarbíós. Þeir sögðust engar athuganir hafa gert sérstaklega á þessu ári. Hins vegar kvaðst Hilmar hafa kannað aðsóknina í sínu húsi, Gamla Bíói, tímabilið 1954 til síðustu ára, og teldi hann um minnkandi aðsókn að ræða jafnt og þétt á þessum tíma. Þeir töldu allir fráleitt að aðsóknin hefði minnkað um fjórðung á þessu tímabili, eins og eitt dag- blaðanna hefur eftir þeim, af misskilningi, í morgun. Hins vegar væri þessi minnkandi að- sókn fyrir sum þeirra alvar- legt mál, sem krefðist mótað- gerða, en þær væru nánast á valdi hins opinbera, þar sem það ákvæði skemmtanaskatt og aðgöngumiðaverð. Verð að- göngumiða væri hér mjög lágt, og hefði ekki fengizt eðlileg hækkun í langan tíma. Þess vegna væri hagur kvikmynda- húsanna fremur slæmur, þegar á allt er litið. Vetraráætlun Flugfélegs íslands gengin / gildi Um síðustu mánaðamót gekk vetraráætlun innanlandsflugs Flug félags íslands í gildi og hinn 1. nóvember n. k. hefst vetraráætlun millilandaflugs félagsins. Inananlandsflug. Samkvæmt vetraráætlun innan- landsflugs verður flogið frá Reykja vík til eftirtalinna staða sem hér segir: Til Akureyrar verða morgunferð ir alla daga og síðdegisferðir á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og laug- ardögum. Til Vestmannaeyja verða ferðir alla daga. Til ísafjarðar verða ferðir mánu daga, þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. Til Egilsstaða verður flogið mánu daga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Til Hornarfjarðar föstudaga. Til Sauðárkróks þriðjudaga og með vélum þeirra verða um kyrrt hér nokkra daga, og þá jafnvel nota vélar okkar í innan landsferðum. Annars er sam- keppni alltaf góð ef hún er heið arleg eins og þessi, hún hvetur okkur til að gera enn betur". urinn sem kemur upp um þessa skelfingu er enginn annar en Eysteoinn í Glaumbæ á „fjöl- mennum" fundi framsóknar- manna. Lengi hefir Eysteinn þótt rökvís og skyggn en nú hefir honum tekizt að sanna, að 3000 bílar á ári eru eintóm blekking. Þeir hafa aldrei ver- ið fluttir inn. Sama máli gegn- ir um fiskiskipin 52 sem smíð- uð voru í fyrra. Þau hafa aldrei á sjó komið. 1100 milljónir I sparifé, meira en þjóðin hefir eignazt frá landnámsöld, er ekki nema skröksaga bankanna. Gjaldeyrissjóðirnir eru auðvitað heldur ekki til nema á pappírn- um í Seðlabankanum. Og lík- lega er hið margumtalaða frysti hólf þess mæta banka galtómt. Þannig gerist ævintýrið um nýju fötin keisarans enn á ís- landi. En það þarf aðeins mann með röntgenaugu, mann eins og Eystein til þess að gera sér það ljóst. — Vestri. föstudaga. Til Húsavíkur miðvikudaga og laugardaga. Til Þórshafnar og Kópaskers verður flogið fimmtudaga og til Fagurhólsmýrar föstudaga. í öllum flugferðum til og frá Kópaskeri, Þórshöfn og Húsavík er komið við á Akureyri og enn- fremur er þriðjudagsferð til og frá Egilsstöðum um Akureyri. MiIIilandaflug Samkvæmt vetraráætlun milli- landaflugs Flugfélags íslands, sem hefst sem fyrr segir um næstu mánaðamót, verða fjórar ferðir í viku til Bretlands og fjórar ferðir til Kaupmannahafnar. Til Noregs verður flogið einu sinni í viku. Ferðir til einstakra viðkomustaða erlendis samkvæmt vetraráætlun verða sem hér segir: Varð hræddur í gær kom maður f lögreglustöð- ina í Reykjavík og tjáði lögregl- unni að hann hafi þá rétt áður komizt yfir áttavitaspíritus og drukkið hann. Farið var með manninn í Slysa- varðstofuna til að dæla upp úr honum vökvanum. En þegar viðkomandi maður var spurður um nánari atvik, hvar hann hefði komizt yfir spíritusinn og hvar neytt hans, vafðist hon- um tunga um tönn. Þar lyktaði, að hann játaði þetta allt vera upp- spuna frá rótum. Hins vegar væri hið sanna í málinu, að hann hafi tekið inn svefntöflur, helzt til stór an skammt að hann hélt, varð þá hræddur og skrökvaði upp sögunni um áttavitaspíritusinn til að fá dælt upp úr sér. Leikfélogið — Framh. af bls. 16. in Iokaákvörðun um staðsetn- ingu leikhússins ennþá. — Nýi staðurinn, sem félaginu var boð ið upp á, er í hjarta nýs bæj- arhverfis ,sem skipulagt' verð- ur í Kringlumýrinni, norðaust- ur af golfskálahæðinni. Til Glasgow og Khafnar verðut flogið á mánud., miðvikudögum og laugardögum. Til Bergen, Osló og Kaupmannahafnar á föstudögum og til London á föstudögum. Til Reykjavíkur eru svo áætlunarferðir daginn eftir brottför héðan að heim an nema frá London, en þaðan kemur flugvélin samdægurs. Sú breyting kemur nú til fram- kvæmda, að ferðir um Noreg fær- ast yfir á föstudaga og laugardaga f stað laugardaga og sunnudaga undanfarin ár. Flugfélag íslands hefur gefið út prentaða vetraráætlun millilanda- og innanlandsflugs á vetri kom- andi. Öryggi — Framh. af bls. 1. útvegsmenn og skipstjórar hafa af sinni hálfu skipað nefnd til að athuga þessi mál og gera sín- ar tillögur fyrir sfldarvertíðina, sem nú er að hefjast. Verður boðað til fundar með skipstjórn- armönnum og útgerðarmönnum fyrir þann tfma. Það sjónarmið sitt, að bann við allri dekkhleðslu og upp- stillingum á þilfari geti haft slysahættu í för með sér, í stað þess að afstýra slysum, skýra skipstjórar þannig, að oft sé nauðsynlegt að geta rétt skipin af með dekkhleðslu. Þegar háf- að sé beint f lest dragi nótin skipin niður á stjórnborða, og sé beinlínis nauðsynlegt oft og tíðum að mega háfa í stfur á þilfari til þess að rétta af hliðar- hallann og jafna hleðsluna á skipinu. Einnig er gert ráð fyr- ir í reglugerðaruppkastinu að siglt sé með lokaðar lestir. Það telja skipstjórar einnig hættu- legt, þar eð alltaf komi borð á lestirnar þegar síldin hafi sjatn- að og hún sláist þá til í lestinni, sem bæði sé slæmt fyrir hrá- efnið og hættulegt öryggi skips- ins. Því sé nauðsynlegt að hafa eitthvert op á lestinni og bæta við síld í hana eftir því sem farmurinn sígur og sjatnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.