Vísir - 18.10.1963, Side 9

Vísir - 18.10.1963, Side 9
V1SIR . Föstudagur 18. október 1963. 9 Hugleiðing um Haustsýningu /. Nótt á fj'óllum Ég hef svo oft í þessum dálk- um rætt kosti og afrek abstrakt málaralistar, að ég þarf varla að óttast misskilning, þótt ég fjalli hér um eitt af vandamál- um hennar, en tveir þriðju hlut- ar Haustsýningar Félags ís- lenzkra myndlistarmanna að þessu sinni eru abstrakt mál- verk. Vandamálið virðist mér snerta sjálfan grundvöll listar- innar, — ef til vill er það heim- spekilegs eðlis. Spurningin er: hvernig skilja þessir listamenn heiminn og sjálfan sig? Hugsa þeir yfirleitt um afstöðu manns- ins til lífsins? Sé svo, er þá skiln ingur þeirra enn hinn sami og í upphafi abstrakt listar? Eða hefur máske tilgangur þessarar stefnu tapazt á leiðinni, f striti dagsins? Hefur hún kannske lot- ið örlögum eldri lista, sem hún ætlar að leysa af hólmi og festst í margtroðnum slóðum vanans? Að ræða þessa sýningu og snið- ganga þetta vandamál, er ekki að ganga hreint til verks. Bissiére, hinn merki franski rúnamálari, sagði eitt sinn: „Allt er gerlegt og allt er leyfilegt, ef maðurinn aðeins birtist bak við myndirnar eins og hann er . . . og ef einhverjum af áhorf- endum geðjast að þeim manni, sem ég er, hef ég sigrað". Ég verð að játa, að mér birt- ist sjaldan á Haustsýningunni maðurinn eins og hann er. Frammi fyrir sýningargestum er margt, sem er skemmtilegt og spennandi, eins konar drauma- verkstæði, en maður fer út eins og úr bíó og gleðst á ný yfir raunveruleikanum, yfir götuljós- um, blómum í gluggum og kær- ustupari sem reikar suður með Tjörn. Eitthvað vantar, — herzlumuninn. Okkur var boðið heim, en ekki lengra en í for- stofuna. Hvað gefur nú að líta i þess- ari forstofu? Þarna birtist okkur ný „málfræði" málaralistar og ég viðurkenni að h 'n hefur skerpt skyn okkar á liti og form til muna. Hún hefur rannsakað og aðgreint til hins ýtrasta það mennska mál, sem við köllum list. Ég get ekki að því gert en mér dettur í hug maðurinn sem tók sundur úrið sitt, þegar það seinkaði sér og tókst síðan ekki að setja það saman aftur. Sé litið á abstrakt list í heild, verður að segja, að eldri lista- mennirnir lögðu sig alla fram við að koma brotunum saman, en yngri mennirnir virðast sætta sig við að sitja yfir molunum og líta svo á, að það sé eðlilegt ástand. Enda þótt hin abstrakta list noti þessa skírðu myndrænu „málfræði", verður hún sjaldn- ast að því mennska máli sem talað er, þaðan af síður sungið. Ég þori að fullyrða, að það á ekki lengur neitt skylt við lífið af þeim einföldu ástæðum, að upphaf abstrakt listar var mót- mæli gegn tilveru okkar, eins og hún er, í viðjum hefða, fáguð lyginni og tilgangssnauð. Þá leitaði málaralistin að einhverju í manninum, sem var heilla, frumlegra og óspillt. Við höfum á síðustu áratugum verið vitni að því hvernig þetta átti sér stað og með hvaða hætti það var framkvæmt: Hrauni, sandi, mold og glerbrotum hefur verið hellt í litinn, hamslaust spraut- að, múrhúðað, hrært saman og látið renna. Þar gefur að líta á myndfletinum jarðskorpur, tunglgígi, hrúðursár og svöðu- sár, sundurétinn fílaskráp, álímd ar pokadruslur, kaðla og vírnet. Og sálræn orsök þessa? Ofsi upphafningar, döpur dáleiðsla, taugaveiklun vonbrigðanna, reiðiköst í mótmælaskyni. Menn töluðu tungum, venjulegt mál hrökk ekki til. Þeir fram- kvæmdu „sjokk“ með köldu blóði og ekki skorti leyndar- dómsfulla töfra trumbusláttar blámannsins. Og að lokum út- smogið byggingarstarf og hálf- þreytt fagurfræðileg leikfimi. Varla er þörf að taka það fram, að ósjaldan blandast allt þetta „blöffi“, (en það skeður alltaf og alls staðar) og að allt pipar og kynstrunum öllum af dýrmætustu kryddtegundum er eytt. Hin einfalda staðreynd er þó, að ekki er hægt að matreiða með kryddi einu saman; það vantar bæði kjöt og brauð. Hvers konar raunveruleiki er það sem við söknum? Við vilj- um fá mótað, í mynd, ögn af til- veru mannsins. Það sem við þrá um eru: „... kvistir kynlegir þá koma úr jörðu harma funa hitaðri að neðan og ofan vökvaðri eldregni tára“. (Bj. Th.) II. Málverk Hvað á sér stað á sýningunni? Með fáeinum undantekningum en þá einnig sorglegt. En þetta eru undantekningar. Kristján Davíðsson þeytir gulu, rauðu og orange á léreftið og dreifir síð- an úr því með spaða og lífs- frymi verundar er sært fram, sigurhrós upphafningar, á undan allri andlegri skilgreiningu og — samkvæmt áætlun — í óbrúandi fjarlægð frá okkur hversdags- mönnum. Aðrir koma fram stilltari og með meiri hógværð. Hafsteinn Austmann hugsar um viðkvæmt jafnvægi myndbyggingarinnar. Bragi Ásgeirsson nær í mynd- um sínum einkar fullkominni á- ferð og framkallar þannig sér- staka töfra. Jóhannes Jóhannes son byggir upp í myndum sín- um eins konar „stabíl móbfle", vel unnið og skemmtilegt á að líta. Var það helzt þar, að ég þóttist sjá manninn bak við sem atburður, eða ef þær eiga sér stað, þá fyrir utan reynslu- og örlagasvið mannlegs lffs. Við erum skilin eftir mállaus og get um ekki svarað í því samtali sem ætti að vera milli myndar og manns. Unnt væri að þjappa þannig skáldskap Shakespeares f eina allsherjar dramatíska for- múlu, en hverfur þá ekki Shake- speare sem Shakespeare? Allt umstang Rómeós við að elska Júlfu er um leið kjarni málsins. III. Eldur j smiðjunni Það sem gerir Haustsýningu Félags íslenzkra listamanna merkilega er að okkur er þó augnablik hleypt inn úr forstof- unni. Okkur er gefinn kostur á að taka verulegan þátt f mynd sem nefnist „1 smiðjunni" eftir lii haustsýningunni 1963. þetta hefur verið leikið þúsund og aftur þúsund sinnum. Ot af fyrir sig eru þessar síðustu at- hugasemdir ekkert sem mælir á móti abstrakt listinni í heild, en ekki má loka augunum fyrir þessum staðreyndum, ef maður ætlar að gera sér grein fyrir því hvar abstrakt listin stendur árið 1963. Ég spyr eins og Ital- inn Morandi: „Hvert er hægt M.YNDL1ST að komast héðan?“ Leiðangur- inn í hyldýpi undirvitundar og afturhvarf til frumstæðustu við- bragðasviða sálarinnar hafa dregið upp á yfirborðið merki- legan heim tákna og forma. Sá heimur er einhvers staðar milli Ginnungagaps og mannsandans. Hann er steinrunninn og f mörg um atriðum andstæða andlegu persónu mannsins. M. ö. o. eins og áður var get- ið: Við erum boðnir í veizlu, en á borðum er enginn matur. Að vísu er hvorki sparað salt né eru verkgæði myndanna á til- tölulega háu stigi og heildarsvip urinn nokkuð jafn. Gætir þar að nokkru leyti viðleitni til tækni- legs fullkomleika og grunar mig að með þessu sé verið að reyna, eins og endranær, að hylja innri skort á öryggi. Athugum nokkur dæmi. Hvaða opinberun veitir Vilhjálmur Bergsson okkur með myndum sínum? Á að skilja hamslaus pensilför hans á dökkbláum grunni sem hitatöflu og hjarta- rit? Sérfróður maður myndi þá geta dregið heilsufræðilegar á- lyktanir af þeim, en mig fær enginn til þess að kalla þær listaverk. Og hvað meinar jafn gáfaður listamaður og Sigurjón Ólafsson með skottinu ofan á rekaviðar- bút sínum? Ef þetta á að vera tákn einhvers dularfulls undir- heims, sem venjulegt hugvit nær ekki til, kýs ég heldur að vera áfram í andlegu svelti en að fylgja Sigurjóni þangað. Von- andi er þetta aðeins upp á grín, myndina, eins og f lítilli mynd Benedikts Gunnarssonar. Valtýr Pétursson neitar sér um alla liti fyrir æðra markmið. Þorvaldur Skúlason lætur andstæðurnar stangast á. Gjallandi orange og skarpblár flötur glfmast á. 1 myndum hans kemur þó skýrast fram, það sem ég kalla heim- spekilegt vandamál sem fylgir upphafi abstrakt listar, en þessi málari hefur á undanförnum ára tugum allra manna mest reynt að fá abstrakt listina til að gefa sitt bezta og reyndar tekizt það. Nú málar Þorvaldur andstæður. Hvaða andstæður? Er hér um að ræða almenn tilfelli andstæðna eða hreina abstraktsjón þeirra? Og er hægt að hugsa þannig? Því heimurinn er fullur af and- stæðum, hugsun okkar, tilfinn- ingar og skilgreiningar grund- vallast af því að skynja and- stæður. En séu andstæðurnar af klæddar öllum raunveruleika mannlegrar tilveru, verður ekki annað en formúla eftir, og eiga sér ekkj lengur stað og stund Gunnlaug Scheving. Þar virðist vera þessi ögn af mótaðri til- veru okkar, sambúð manna eins og hún einu sinni var og allir muna, felld í andrfkri og stór- fenglegri litaskipan. Það er undravert hvernig Gunnlaugi Scheving hefur tekizt að yrkja saman andstæðurnar: kalt ljósið streymir að utan og blandast heitu andrúmslofti inni. Fólkið í myndinni er umvafið þessum andstæðum, hlýju og kulda. Allt er þetta eins einfalt og óbrotið og sjálfur raunveruleikinn. Því miður nýtur hún sín illa á sýningunni. (Ég sá hana f vinnustofu meistarans). Hinn of ljósi og pappfrskenndi veggur skálans, óheppilegur rammi og óhagstæð ljós í salnum valda þvf að myndin missir mikið af upprunalegum krafti sínurn. Auk þess raska margar smá- myndir í kringum hana þeirri ró,- sem henni er nauðsynleg. Auðséð er þó, að hjá því var ekki komizt á sýningunni. Frá á bls. 10. Eftir KURT ZIER skólastjóra Sösa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.