Vísir - 19.10.1963, Side 4
VfSIR . Laugardagur 19. október 1963.
Kvennasíða
ina í fingrunum
Útl 1 homi stendur þvotta-
pottnrirm fullur af blóðmörs-
keppum, á gólfdnu og uppi á
boxfli eru fötur og balar með
vömbum, mör, blóði og ýmsu
fleiru sem notað er til slátur-
gerðar.
Við erum staddar í þvottahús-
inu f kjallaranum að Bjarkar-
götu 8 og húsmreðurnar Lára Jó
hannsdóttir og Hanna Helgason
Þeir sem einu sinni hafa vanizt
á að borða súrt slátur vilja
það helzt ekki öðru vísi. Frú
Lára leggur slátrið niður í
tunnu, þar sem það súmar síð-
an.
em að gera slátur. Þegar okk-
ur ber að garði er frú Lára að
fylla keppina en frú Hanna
saumar fyrir.
Þegar við förum að spyrja
þær um þeirra reynslu af slát-
urgerð, kemur í ljós að frú Lára
hefur verið i slátri á hverju
hausti síðan hún var lítil telpa
en frú Hanna vill minna úr sln-
um sláturstörfum gera, segist
oft hafa verið í slá'tri en yfir-
leitt sem „hjálparkokkur".
Frú Lára er búin að gera sitt
slátur og er nú að hjálpa frú
Hönnu við sláturgerð. Þær eru
með fjögur slátur og geta því
tekið hlutunum með ró, að því
er þær segja og frú Lára segir
okkur frá því að á bernsku-
heimili hennar hafi oft verið
soðið slátur stanzlaust í heila
viku, enda voru margir í heim-
ili, oft milli 50 — 60 manns. Þá
var að sjálfsögðu enginn fryst-
ir og þvl allt slátrið sýrt og
notað allt fram að næstu slátur
áákwi. r>. m, m 'm
„Þegar maður er alinn upp við
súrmát- getur maður helzt ekki
án hans verið“, segir frú Lára,
„og þvl legg ég áherzlu á að fá
slátrið súrt sem allra fyrst“.
Hún lítur upp frá verkinu, þurrk
ar sér og gengur með okkur inn
I kalda geymslu fyrir innan
þvottahúsið en þar er hún þegar
búin að leggja slátrið niður I
tunnu.
„Það er dálítið erfitt að geyma
slátur þannig að það fúlni ekki“,
segir hún. „Geymslan má ekki
vera of heit og heldur ekki of
köld og ég gæti trúað að skort
ur á góðum geymslum væri á-
stæðan til þess að ekki er meira
um að slátur sé sýrt“.
Jafnóðum og lokið er við að
sauma fyrir keppina eru þeir
settir I suðupottinn. Þeir koma
upp á yfirborðið og blása út, en
til þess að þeir rifni ekki eru
þeir pikkaðir með nál. Síðan
eru þeir látnir sjóða I um það
bil 2 y2 tíma og er þeir fara
að sökkva eru þeir soðnir.
Við minnumst á að það sé
mikil vinna við sláturgerð, en
Keppirnir fylltir og saumað fyrir. Frú Hanna Helgason er nær, en
frú Lára Jóhannsdóttir fjær.
SláturkepPirnir hafa þanizt út
í suðupottinum og eru nú pikk-
aðir til þess að þeir rifni ekki.
þær segja að hún marg borgi
sig og slátur sé bezta búbótin,
sem hægt sé að fá. Slátrið kost
ar nú aðeins 55 krónur og það
má fá mikið úr því.
„Það er mikill munur á þvl
sem áður var hvað afgreiðslu á
slátri snertir. Nú er það afgreitt
í mjög góðum húsakynnum vest
ur á Bræðraborgarstíg og er
mjög gott að komast að því
þar. Auk þess fær maður nú
vambimar hreinsaðar, en það
var ekki áður. En aftur á móti
er slátrið ekki alveg nýtt þegar
það er selt núna. Nú er öllu
slátrað fyrir austan og flutt
fryst til Reykjavíkur en hér fyrr
á árum meðan slátrað var í
Reykjavík fékk maður það
volgt. Nú fær maður ekki leng-
ur vinstrina og heldur ekki vél-
inda, lungu og lappir. Vinstrin
var notuð við lifrapylsugerð og
vélinda með kjöti og mör er
herramansmatur. — Lappirnar
vora notaðar í sviðásultu —
vinnan við hana var mikil, en
sultan var líka góð.
Og ég er viss um það að slát-
ur er beztu matarkaup sem
hægt er að gera. Þau hafa allt-
af verið beztu matarkaup og
munu alltaf verða það“.
Við tökum undir það og
spyrjum hana hvort hún noti
einhveria sérstaka uppskrift að
slátri?
„Uppskrift?“, segir frú Lára.
„Nei, slíkt hef ég aldrei séð. Ef
ég hef einhverja er hún í koll-
inum og fingranum".
Á myndinni rabba þau saman „systkinin“ Útigangur og Heima-
sæta. Þeirra réttu nöfn eru Sigurður Skúlason og Sigrún Kvaran.
Einkenni-
legur
maður
Leikhús æskunnar sýndi i
fyrsta skipti í Reykjavík leik-
ritiB „Einkennilegur maBur“ eft
ir Odd Bjömsson í Tjamarbæ
í gærkveldi.
UndanfariS hefur leikritiB ver
iB sýnt á 27 stöSum úti á landi
við ágæta aðsókn.
Níu hlutverk eru f leikritinu,
og eru Ieikendur: Sævar Helga-
son, Sigurður Skúlason, Sigrún
Kvaran, Sigurh'n Óskarsdóttir,
Valdimar Lárusson, Jónína Ól-
afsdóttir, Grétar Hannesson,
Bergljót Stefánsdóttir og Þór-
unn Sigurðardóttir. Leikstjóri er
Guðjón Ingi Sigurðsson. Milli
þátta er flutt mögnuð elektrón-
isk tónlist eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson. Þetta er þriðja við-
fangsefni Leikhúss æskunnar, en
hin fyrstu voru Herakles og
Agíasarfjósið og svo þættir úr
leikritum eftir Shakespeare.
Saumaskapur hjá frúnni, úr einu atriði sýningarinnar. Frá v.: Þórunn
Sigurðardóttir, Bergljót Stefánsdóttir og Sigurlín Óskarsdóttir.