Vísir - 21.10.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1963, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Mánudagur 21. október 1963 Utgetandi: Blaðaútgáfan VISIS- Ritstjðri: Gunnar G. Schraœ. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Ráð Eysteins Á það hefur nokkrum sinnum verið bent hér í blað- inu að þrátt fyrir harðar deilur á núverandi stjórnar- stefnu hefir Framsóknarflokkurinn aldrei bent á nein úrræði til þess að leysa vanda efnahagsmálanna. Nú hefir það þó gerzt, á fundi framsóknarmanna í vikunni, að formaður flokksins Eysteinn Jónsson hefir loks tilkynnt hvernig leysa eigi vandann. Ráð Eysteins eru tvenns konar. í fyrsta lagi vill hann láta nota sparifjáraukninguna „í stað þess að frysta hana í banka kerfinu“. í annan stað vill hann láta verja greiðslu- afgangi fjárlaga frá því í fyrra og í ár til útlána. Það er staðreynd, sem allir flokkar viðurkenna, að grundvöllur efnahagsvanda þjóðarinnar í dag er of mikil þensla, of mikið fé í umferð. Það fé spennir upp verðið á vörunum og þurrkar upp allt það vinnuafl sem er til í landinu. Það úrræði Eýsteins að veita hundr uðum milljóna enn inn í efnahagskerfið myndi því stórauka á þá spennu og þenslu sem fyrir er, auka enn dýrtíðina og framleiðslukostnað atvinnuveganna. Ráð Eysteins þýðir því eitt af tvennu: Stórfelld gengis- lækkun eða algjör stöðnun og gjaldþrot atvinnuveg- anna. Framsóknarmenn verða þess vegna að gera betur en þetta, ef þeir ætlast til að mark sé tekið á orðum þeirra og gagnrýni. Fargjaldastríðið Segja má að fargjaldastríðið á Norður- Atlants- hafsflugleiðinni sé nú komið í algleyming. Um miðja síðustu viku hóf SAS sínar ódýru ferðir og eru far- gjöldin 18—25% lægri en með þotunum. Loftleiðir hafa einnig fengið leyfi til þess að lækka fluggjöldin á leið- inni yfir hafið um 25% frá þeim taxta sem gilti í fyrra- vetur og sækja nú enn um leyfi til lækkunar á leið- inni Reykjavík — Luxemborg. Svar við þeirri beiðni hefir enn ekki borizt. Sú spuming er eðlilega ofarlega í hugum manna hvernig Loftleiðum muni vegna í hinni hörðu sam- keppni á þessari flugleið, nú þegar risafélögin hafa lækkað fargjöld sín. Munu flestir óska þess að Loft- leiðir bíði engan hnekki af þeirri samkeppni. Sjálfir eru fomstumenn félagsins bjartsýnir og telja samkeppnis- aðstöðu félagsins ekki alvarlega hættu búna, svo fram- arlega sem félagið fái þær lækkanir fargjalda sam- þykktar sem það hefir beðið um. Er það auðvitað meginforsendan fyrir því að félagið nái til þess far- þegafjölda sem það hefir haft hingað til, nú eftir að stóru félögin hafa gengið í leikinn. Þess er að vænta að íslenzku loftferðayfirvöldin geri framvegis jafnt og hingað til, allt það sem þau mega til þess að styrkja og styðja Loftleiðir í starf- semi sinni nú þegar veður hafa skipazt svo í lofti. 522 Njósnari í innsta NATO A llir starfsmenn í bækistöðv- um NATO í París þekktu Ge- orges Pacques, hinn virðulega og greinda fuiltrúa í upplýsinga deild samtakanna. Hann var hinn fulikomni embættismaður, vann starf sitt óaðfinnanlega. Hann var í þeim fámenna hópi, sem hafði fengið skírteini frá frönsku öryggislögregiunni, að hægt væri að treysta honum fyr ir þýðingarmestu hernaðarleynd armálum. Georges Pacques sat á fund- um með innsta hring herfor- ingjaráðanría. Hann var rólegur og traustvekjandi á ráðherra- fundum NATO, þar sem verið var að ræða viðkvæmustu vandamálin, ágreiningsmál Vest urveldanna, skipun hermála, hið leynilega varnarkerfi. Hann sat aðeins fáa metra frá McNamara landavamarráð- herra, Dean Rusk utanríkisráð- herra og Maxwell Taylor yfir- manni herráðs Bandaríkjanna. Viðræðurnar snerust um kjarn- orkuvígbúnað í Evrópu. Georges Pacques hlýddi á umræðurnar rólegur og gætinn. Það var mik- ið um tölur, sem táknuðu styrk leika varnanna. Það sást að hann tók upp blað og blýant og punktaði eitthvað niður hjá sér. Það var ekki nema eðli- legt, að þessi vandvirki embætt ismaður þyrði að skrifa atriði niður sér til minnis. ★ 'C’n svo komust starfsmenn frönsku leyniþjónustunnar að því fyrir tilviljun, að Rússar höfðu komizt yfir margvfslegar upplýsingar og leyniskjöl, sem gátu aðeins hafa komið frá hin- um æðstu stöðum. Þeir fóru að kanna, hvernig þau hefðu getað sloppið út úr hinum þrönga hring. Þeir fóru að kanna, hverj ir hefðu átt aðgang að skjölun- um. Það reyndist vera auk ráð- Hinn virðulegi embættismaður Georges Pacques á leið i fundarsal. herranna mjög takmarkaður hóp ur, aðeins um 20 manns. I þess- um hópi var Georges Pacques. Smám saman þrengdist hringur inn, og í september s. 1. gerðist sá atburður, sem varð honum loks að falli. Tveir menn sátu saman i glæsiíbúð í húsinu númer 5 við Place Ecrivains-Compattant í auðmannahverfi Parísar skammt frá Sigurboganum. Annar þeirra var franskur maður, Georges Pacques, hinn rússneskur, starfs maður sendiráðs Sovétríkjanna í Parfs, sem hafði komið í heim- sókn til hans. Enginn gat vitað með vissu, hvað þeir voru að ræða um, en fundur þeirra hlaut a.llt í einu skjótan endi, því að hópur lögreglumanna ruddist inn í stofuna og tilkynnti þeim, að þeir væru handteknir. ★ IVTjósnamálin eru orðin æði mörg frá stríðslokum. Menn minnast kjarnorkunjósna þeirra Rosenbergshjónanna, eða Kláus- ar Fuchs og Pontecorvos, eða hertækninjósna Vassals. En öll stærstu njósnamálin hafa komið upp í Bandaríkjunum eða Bret- landi. Það hefur verið lítið um stórfelld njósnamál í Frakk- landi. En þegar fyrsta stóra mál ið kemur þar upp, þá virðist það heldur ekki ætla að verða nein smásmíði. Georges Pacques hinn virðu- Framh. á bls. 10. Mynd tekin á ráðherrafundi í NATO. Örin bendir á Pacques. Vinstra megin á myndrnni sitja Max- well Taylor, Rusk og McNamara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.