Vísir - 21.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 21.10.1963, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 21. október 1963. Leynivlnssala og ölvun við nkstur Um siðustu helgi varð árekstur í milli tveggja bifreiða á Miklubraut og mciddist annar ökumaðurinn lítillega í andlit. Þegar farið var að gera að meiðslum ökumannsins lagði af honum vínþef og kom þá í ljós að Framh. á bls. 5. 500 manns sóttu krabba- meinsleitarstöðina síSasta ár\ Mikil aðsókn er alltaf að krabbameinsleitarstöðinni, að því er próf. Niels Dungal tjáði Vísi í morgun. Hafa sótt stöðina til jafnaðar um 500 manns á ári undanfarin ár og ávallt eru marg ir á biðlista. 1 febrúar eða marz n. k. mun verða opnuð stöð fyrir leit að krabbameini í legi. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, hefur verið ákveð ið að gefa konum kost á ókeypis krabbameinsleit í legi. Er nú verið að innrétta kjallara í húsi Krabbameinsfélagsins við Suður götu fyrir þá starfsemi og stúlk ur verða menntaðar sérstaklega fyrir stöðina. Sagði próf. Niels Dungal, er Vísir ræddi við hann í morgun, að framkvæmdir í Suð urgötu hefðu tafizt vegna skorts á iðnaðarmönnum í sumar. Hinn nýi doktor Ólafur Bjarna son segir í doktorsritgerð sinni um legkrabba, að 80 sjúklingar hafi sýkzt af legkrabba hér á tímabilinu 1951—55. Sýna tölur, að tíðni legkrabbameins er mun meiri í Reykjavík en utan Reykjavíkur og er það sama saga hér og erlendis, þar sem tíðni legkrabbameins er mest í stærstu borgum en lægst í dreif býlinu. Mesta flóð i Þorlákshöfn í 25 ár Sjórinn flæddi inn í frystí hús, brnut rúður og gróf í sundur vegi Mesta flóð sem komið hefur í Þorlákshöfn frá því 1925, skall á s. 1. laugar- dagskvöld. Sjór flæddi inn í frystihús Meitils og allar rúður sjávarmegin á frysti húsinu brotnuðu. Miklar skemmdir urðu á vegum m. a. fór að heita má alveg braut sem lögð hafði verið frá frystihúsinu að Norður vararbryggju. Sjórinn æddi yfir malarkamba sunnan við þorpið og langt inn á Skjuldbuknn í Reykjuvík tún þar. Engar skemmdir urðu á höfninni sjálfri eða á vélum sem notaðar eru til hafnarframkvæmda á staðnum. Það var milli klukkan 7 og 8 á laugardagskvöldið sem flóðið gerði. Vindurinn var að sunnan, rigning 6 — 8 vindstig. Sunnan við þorpið voru miklir maiarkambar, sem voru nokkurs konar varnar- garðar af náttúrunnar hendi. Und- anfarið hefur verið nokkuð gert af því að taka möl úr þessum kömb- um til hafnarframkvæmda, sem nú standa yfir í Þorlákshöfn. Æddi sjórinn yfir kambana og langt inn á tún, sunnan við þorpið og skemmdust kambarnir á stóru svæði. Nokkrar skemmdir urðu á veg- inum niður í þorpið, en vegur sem lagður hafði verið frá Norður- vararbryggju að frystihúsinu tætt- ist allur sundur. Sjórinn flæddi inn á gólf í frysti- húsi Meitiis, einnig brotnuðu allar rúður sjávarmegin í frystihúsinu, svo og hurð. 1 Þorlákshöfn er birgðaskemma, sem er eign Sam- bandsins og er þar geymt nokkuð mikið magn af mjöli. Flæddi sjór- inn þangað inn, en ekki tókst blaðinu að fá nákvæmar upplýs- ingar um hversu mikið af mjölinu skemmdist. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarverðinum í Þorlákshöfn, Friðriki Friðrikssyni, urðu engar skemmdir á höfninni sjálfri né vélum sem notaðar eru til hafnar- framkvæmda í Þorlákshöfn. Að sögn kuhnugra er þetta mesta flóð sem komið hefur í Þorlákshöfn s.l. 25 ár. Kommúnistar í mmnihluta / IBnnemasambandinu Á Þingi Iðnnemasambands Islands, sem fram fór um helg- ina, gerðust þau tíðindi, að kommúnistar gripu til hreinna Iögbrota til þess að halda völd- um í samtökunum, er þeir sáu að þeir voru f miklum minni hluta á þinginu. Lýðræðissinnar fengu kjörinn forseta þingsins með 10 atkvæða meirihluta en komrtiúnistum, er höfðu stjórn Iðnnemasambandsins, tókst með bolabrögðum að svipta marga réttkjörna fulltrúa atkvæðis- rétti og gengu lýðræðissinnar þá af þinginu i mótmælaskyni. Kommúnistar hafa stjórnað Iðnnemasambandi Islands um langt árabil og hafa þeir óspart beitt samtökunum fyrir sinn pólitíska vagn. Á þingi iðnnema nú um helgina kom í ljós, að kommúnistar höfðu aðeins feng ið kjörna fulltrúa frá einu iðn- nemafélagi, þ. e. Félagi járniðn- aðarnema. Áttu kommúnistar 9 fulltrúa frá því félagi. Auk þess áttu kommúnistar fráfarandi stjórn en samkvæmt lögum Iðn- nemasambandsins hefur hún at- kvæðisrétt á þingi. Lýðræðis- sinnar höfðu fengið kjörna full- trúa annarra félaga en þau eru 6 — 7 í sambandinu. Nýtt félag nema í bifvéla- virkjun hafði sótt um upptöku í iðnnemasambandið. Er kommún- istar sáu, að þeir voru í minni- hluta, úrskurðuðu þeir, að taka skyldi inntökubeiðni þess upp í lok þingsins! En kjörbréf Iðn- nemafélags Hafnarfjarðar, sem ollu deilum, voru samþykkt. Við kjör þingforseta urðu mikil á- tök. Höfðu báðir armar mann í kjöri og náði frambjóðandi lýð- ræðissinna, Jón Stefánsson, kjöri með 10 atkvæða meiri- hluta. Sáu kommúnistar þá sitt óvænna og undirbjuggu ýmiss konar bolabrögð. Er taka skyldi fyrir inntöku- beiðni Félags nema í bifvéla- virkjun, hófu kommúnistar um ræður um kjörbréf Iðnnemafél- ags Hafnarfjarðar, sem samþ. höfðu verið í upphafi þings. Sögðu kommúnistar ,að einn af fulltrúum þess félags væri jafn framt í félagi í Reykjavík. Töldu kommúnistar að þar af leiðandi væru allir fulltrúar Iðnnema- Framh. á bls. 5. SILDARBA TARt, TINAST UTIM0RGUN Eins og getið hefur verið í fréttum var risaskjaldbakan sýnd hér í Reykjavík í gær, og var aðsókn mjög mikil, og komust færri að en vildu. Ljósmyndari blaðsins var einn af þeim forvitnu er langaði að sjá þessa stóru slcepnu, og tók þessa mynd af snáðanum sem er ailt að því með höfuðið uppi í skolti skepnunnar, en hún virðist hafa geispað golunni með galopinn skoltinn. (Ljósm. L Afe) Togarinn Þorsteinn Þorskabítur fer út í dag til framhalds síldarleit- ar, en hann kom inn aðfaranótt sunnudags og hafði þá verið úti við síldarleit tæpa viku. Þá 6 daga, sem hann var úti gat hann lítið athafnað sig vegna veð- urs, en eins og alkunnugt er var mjög umhleypingasamt alla síðast- liðna viku. Fullyrða má, að ekki sé mikið magn komið á miðin, enda er þess varla að vænta. I fyrra var ekki um mikið síldarmagn að ræða fyrr en um miðjan nóvember. En sú sild, sem veiðst hefir, er fremur stór, meðallengd 32 — 33 sm, og sæmilega feit. Vegna leiðinda- veðurs hafa fáir bátar verið að veið- um, sumir fengið slatta mest 700 tunnur.. I gær voru engir bátar á sjó til síldveiða, en í morgun snemma fóru þeir bátar, sem byrj aðir eru, að tínast út einn af öðr- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.