Vísir - 29.10.1963, Page 1

Vísir - 29.10.1963, Page 1
VISIR m thit if u» «»■ ir 11—im—<■ ■ STÓR VIRKJUN I LAXÁ Knútur Otterstedt, rafveitu- stjóri á Akureyri kallaði biaða- menn saman til fundar um helg ina. Skýrði hamt frá miklum framkvæmdum sem eru á döf- inni varðandi nýja stórvirkjun Laxár. Ráðgert er að stórauka vatns —i n o«—hhii 11 r ■! i iii »iim' magnið í Laxá með framhalds- virkjanir fyrir augum. Á að veita Suðurá í Svartárvatn og öllu vatnsmagni Svartárvatns síðan í Kráká. Þannig yrði Svartá, sem kemur úr Svartár- vatni tekin í þessa vatnaleið. Taiið er að vatnsaukning mundi verða 18 rúmmetrar á sek, en það mundi verða aukn- ing um 40 af hundraði miðað við núverandi rennsii sem er 35 rúmmetrar. Ráðgerður er um 30 metra hár stíflugarður hjá Brúum, Framh. á bls. 5. iT a Allgóð síldveiði var í nótt sem leið um 50 mílur út af Jökli eða á sömu slóðum og fyrr. Veður var á- gætt og síldin ágæt. Síldarbátum á miðum fer nú fjölgandi. f nótt fengu 17 skip 9520 tunnur. Sigurð ur fékk 650 tn., Sólrún 300, Sólfaxi 500, Halldór Jónsson 650, Krist- ján Valgeir 700, Reykjanes 700, Jökull 550, Gnýfari 400, Skipaskagi 400, Fiskaskagi 100, Engey 1000, Hrafn Sveinbjarnarson III. 1400, Hamravík 400, Höfrungur II. 470, Haraldur 300 og Rifsnes 400. Myndin var tekin þegar verið var að landa úr Sólrúnu f morgun, en hún er ein af mörgum bátum, sem leggja aflann upp hér. Aflinn s. 1. nótt var hátt í 10.000 tunnur og bátum fjölgar á miðunum og gæftir góðar (Ljós. Vísls: I. M-) Ráðstefnu IATA um al menna flugfargjalda- lækkun á Norður-At- lantshafsleiðinni sem staðið hefir síðustu daga í Salzburg, hefir verið frestað, þar sem ekki náðist samkomulag um málið. Var lækkuninni vísað til nefndar, sem á að reyna að leysa deiluna. Fyrir Flugráði liggur nú er- indi frá Loftleiðum um leyfi fyrir stórfelidri lækkun flugfar gjalda á ieiðinni Reykjavík — Luxemborg—Reykjavík. Erindið hefur verið ræitt í Fiugráði, en ekki afgreitt ennþá. Hefur Vísir frétt, að einhver fyrirstaða muni vera fyrir því að Loftleið ir fái leyfið til fargjaldalækkun arinnar — en hér er um að ræða stórfellda fargialdalækkun sem ísienzkir fiugfarþegar mundu njóta góðs af. Undanfarið hafa fiugfélögin bíða enn leyfís til íargjaldalækkunar boðið farþegum verulegan far- gjaldaafslátt á Evrópuleiðum á tímabilinu apríl —maí og sept. — október. Hefur sá afsiáttur ver- ið bundinn því skilyrði að farið væri fram og aftur innan 30 daga. Fyrir nokkru fengu Loft- leiðir það samþykkt í Flugráði að fargjaldalækkun þessi mætti gilda allan veturinn. Samkvæmt því er fargjaidið nú á leiðinni Rvík—Luxemborg —Rvík kr. 7066, en var í fyrra 9275. Lækk unin er því 2691 kr. En Loftleiðir telja sig nú geta lækkað fargjaldið enn meira á þessari leið. Vill félagið lækka fargjöldin niður I 5073 kr. á leiðinni fram og aftur og hefur sótt um það til Rlugráðs. Yrði fargjaldið þá 4184 kr. lægra en í fyrra. Það eru fyrst og fremst 3 ástæður fyrir því, að Loft- leiðir vilja bjóða svo stórfellda lækkun fargjalda: 1) Félagið telur það þjóð- hagslega hagkvæmt, að stuðla að auknu farþegaflugi milli landa yfir veturinn vegna þess hve sumarið er mikill annatími hjá þjóðinni. 2) Það er aðeins spurning um tíma hvenær IATA samþykkir mikla lækkun fargjalda á leið- um yfir Atlantshaf. Það er engin ástæða fyrir Loftleiðir að bfða eftir ákvörð un hinna háu herra erlendis, sem fyrst og fremst hugsa um hag hinna stóru erlendu flug- félaga úr því að Loftieiðir telja sér kieift að bjóða lækkun far- gjalda strax. 3) Lækkun fargjalda Loft- leiða nú mundi auðvelda félag- inu samkeppnina við SAS, en þessi norræna flugsamsteypa reynir nú að koma Loftleiðum Framh. á bls. 5. E! o ð m) í d tí g BIs. 2 íþróttir. — 3 Stórkaupmenn á fundi — Myndsjá. — 4 Næturlíf í Reykjavík. — 8 „Kongó-lýðræði“. I— 9 Viðtal við Adolf Björnsson rafv.stjóra um virkjun Svartár. Hættulegfr árásarmenn gassga Imsir Margt bendir til að hin til- efnislausa árás á Guðmund Guð- mundsson, vaktmann um borð í Reykjafossi, í s.l. viku, hafi ver- ið tilraun að yfirlögðu ráði til misþyrminga á gömlum manni, sem hefði getað haft í för með sér manndráp. Guðmundur, sem er 82 ára gamall, telur að árás- armennirnir hafi verið tveir. — Ungur maður hefur verið hand- tekinn, en hann þverneitar ásök- unum og telur sig hafa fjarvist- arsönnun svo fremi, sem fólk er hitti kann á förnum vegi, gefur sig fram við lögregluna. Hann er í gæzluvarðhaldi og málið í rann sókn bæjarfógctans í Kópavogi, sem vill enn lítið um það segja. Ef sá handtekni er annar árás- armannanna er hann að hylma yfir meðfélaga sínum. Sé hinn handtekni saklaus leika báðir á- rásarmennirnir lausum hala, og þá er ekki að spyrja að hætt- unni, sem af þeim getur stafað. Árásin á háaldran manninn sýn- ir hvers af þeim má vænta. Guðmundur er talinn með af- brigðum samvizkusamur maður og „langt á undan sinni samtíð“, eins og Marin dóttir hans orðar það. Hjá henni og manni hennar Brynjólfi Jónssyni, hefur Guð- mundur búið, að Barmahlíð 18. — Hann Iiggur nú í sjúkrahúsi Hvítabandsins, betur á sig kom- inn en búazt hefði mátt við eftir það sem gerzt hafði. Mikil sár og bólga er á andliti hans. Marin kveðst hafa heimsótt föður sinn daglega. — Hann er sár og leiður, Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.