Vísir - 29.10.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 29. október 1963
5
Laxá —~
Framh. af bls. 1.
sem er um 100 metra fyrir ofan
gömlu stífluna. Fullvirkjuð á
þessum stað mundi Laxá skila 7
sinnum meiri orku eit nú er. í
áætlunum um virkjanir þessar
er einnig tekinn sá möguleiki að
virkja Laxá gegnum Másvatn,
sem er nokkru lægra en Mý-
vatn, ieiða ána norður heiði og
byggja virkjun skammt frá
Stóru-Laugum í Reykjadal. Ott-
erstedt, rafveitustjóri teiur að
virkjun hjá Brúum, sem helzt
kemur til greina, geti skilað raf
magni á ágætu verði, sem yrði
þá veitt bæði austur og vestur.
Næturlíf —
Framhald af bls. 4.
bröndurum eins og venjulega.
Berti og Anna syngja, og prúð-
búnir gestirnir þyrpast út á
gólfið. Það er því miður kom-
inn tími til að fara, og við
stoppum smástund á barnum til
þess að fá okkur eldsneyti til
ferðarinnar. Svo löbbum við af
stað fram hjá náunganum sem
er að vanga súluna við borðið
sitt, og niður í anddyrið. Þar
eru nokkrir að koma, og nokkr-
ir að fara, eins og gengur, og
við sláumst í hóp með þeim
síðarnefndu.
Ótj.
ÍÞRÓTTIR —
Framh. af bls. 2.
legt. Við fórum þessa ferð í strætis-
vagni, sem við tókum á leigu í
Kaupmannahöfn, en í Ruhrhéraðinu
bilaði bíllinn og við urðum að taka
annan bíl, minni og óþægiiegri all-
an, og enn urðum við að skipta
síðar, og enn þegar sá danski kom
á eftir okkur eftir vélarskipti, sem
hann hafði undirgengizt og ókum
við í honum það sem eftir var. 1
Liibeck fengum við mjög óvenju-
legan svefnstað, — sem sé á landa-
mæralínu Austur- og Vestur-Þýzka-
lands. Þetta lætur einkennilega í
eyrum, en samt sem áður satt, þvf
við sváfum á árbakka, þar sem
áin skilur á milli hlutanna. Þegar
við vöknuðum sáum við nokkra
verði spígspora gráa fyrir járnum
hinum megin við fljótið og nokkru
lengra inn f landinu voru miklir
varðturnar. Ferðin var sem sagt í
alla staði vel heppnuð, kostaði pilt-
ana ekki tiltakanlega mikið, 10000
krónur, en helminginn af þvf höfðu
þeir safnað sér með bazar, happ-
drætti og 17. júnfsölu. Nú, svo flug
um við með KLM til London og
sáum þar leik Heimsliðsins og Eng-
lands, leik sem við munum seint
gleyma og einnig leik Arsenal við
Kaupmannahafnarúrval, og auðvit-
að hvöttum við Danskinn til að
sýna norræna samvinnu í verki. En
að lokum þetta: Það var mjög örv-
andi að finna hve mikils og góðs
traust íslenzkir handknattleikur nýt
ur í Þýzkalandi".
- jbp -
Kongö —
Framhald af bls. 8.
bandsstjórnar í Leopoldville.
Hinni fyrri stefnu var Tsombe
fylgjandi. Nú hefir fylkjum ver-
ið fjölgað og gæti það stutt
málstað þeirra, sem telja affara
sælast, að hver landshluti eða
fylki ráði sér að verulegu leyti
sjálft, en á hinn bóginn eru á-
tökin slík milli einstaklinga og
ættbálka, að traust sambands-
stjórn og valdamikil kann að
reynast affarasælasta fyrir-
komulagið eins og er a.m.k.
ORENDUR EFTIR
40METRA FALL
í hádeginu í gær beið ungur
maður um tvítugt bana, er hann
féii ofan úr 40 metra háum
tumi Borgarsjúkrahússins ofan
á skyggnið sem er yfir anddyr-
inu. Ekki vora sjónarvottar að
atburði þessum, þar sem matar-
hié verkamanna stóð yfir. Mað-
urinn hafði skilið eftir uppi í
tuminum úlpu sína, peysu, arm
bandsúr og gleraugu.
Atburður þessi gefur tilefni
tii þess að benda á nauðsyn
En eins og nú er ástatt verð-
ur engu spáð. Nú er undanþágu
ástand. Og hver veit nema það
verði hernaðarleg stjórn (junta),
sém tekur völdin. — Hvað ger-
ist er undir hermönnum Mobuto
komið og hinni fámennu
menntastétt landsins, segir að
lokum í yfirlitsgreininni. — a.
VinningafjöSdi —■
Framh. af bls. 16.
umboðin í Rvfk hafa opið alla daga
eins og verzlanir. Verð miðanna
verður óbreytt. Kostar heilmiðinn
60 kr. á mánuði, en hálfmiðinn 30
kr. Rektor háskólans, Ármann
Snævarr, ræddi hið nýja fyrirkomu
lag á fundi með fréttamönnum og
kvaðst vona, að auknar tekjur er
af þessu kæmu, mættu bæta eitt-
hvað úr brýnni þörf háskólans fyr-
ir aukið húsnæði. Sagði hann að
hörmulegt væri til þess að vita,
að engar kennslu- eða rannsóknar-
stofur hefðu verið byggðar fyrir
háskólann síðan um stríðslok. Á
þessum tíma hafa hins vegar há-
skólahverfi í nágrannalöndum okk-
ar blómgazt og batnað ótrúlega
mikið. Þá má geta þess, að 20 pró-
sent af tekjum happdrættisins hef-
ur ríkissjóður hirt f „sérleyfisgjald"
og er ekkert annað happdrætti und-
ir þetta selt. Sagt var í upphafi,
að fé þessu skyldi varið til bygg-
inga eða annarra framkvæmda í
þágu háskólans, en það mun nú
hafa gengið svona upp og ofan með
þá ákvörðun.
Hætfulegir —
Framh. af bls. 1.
gamli maðurinn. En hann gerir
sér ekki almennilega grein fyrir
atvikum. Hann veit það bara
að á hann var ráðizt. Hann var
að skyldustörfum sínum og þau
rækir hann með mikilii sam-
vizkusemi, hann er á undan
sinni samtíð f þeim efnum. —
Sennilega hefur hamn skroppið
fram á dekk til að huga að um-
gangi. Það hefði hver einasti
maður látið undan árás sem þess
ari, það er ekki nema von að
hann gæti ekki staðið á móti.
Lögregla var fljót að koma hon
um á sjúkrahús og það skipti
mestu, úr þvi sem komið var.
— Annars er ég ekkert að
spyrja hann mikið út í þetta
mál. Þetta er sorgarsaga, og
verst fyrir þá ungu menn, sem
gerðu árásina. Ég veit að gamli
maðurinn viil sem minnst um
þetta tala.
Guðmundur verður að Hggja
og hvílast langa hrfð enn. Vænt-
anlega finnast þeir eða sá sem
árásina gerði. En þeir eru ekki i
hinir einu sem haldnir eru á-
þess að svo sé búið um efstu
hæðir háhýsa, svo sem Borgar-
sjúkrahússins, að slíkir atburð-
ir geti þar ekki komið fyrir. Er-
lendis er í turnum og háhýsum
fullnægjandi útbúnaður sem
hindrar að óviðkomandi menn
eigi þar aðgang, og svo ætti
einnig að vera hér á landi. Sér-
stök nauðsyn er að gæta þess f
háhýsum sem en-n era f bygg-
ingu.
rásaræði í þessari borg, sifkum
mönnum virðist fara fjölgandi.
Það er kominn tími til að fólk
fari varlega að næturlagi og gefi
slíkum mönnum ekki færi á sér.
Guðmundur var að skyldustörf-
um og gat ekki umflúið árásina,
enda virðist beinlfnis hafa ver-
f
ið ætlunin að misþyrma, en það
hefði getað endað með alvar-
legri afleiðingum.
Loffleiðir —
Framh. af bls. 1.
á kné.
Erindi Lofleiða mun hafa ver-
ið rætt á einum fundi f Flugráði
Mun þá hafa verið samþykkt að
senda málið til umsagnar Flug-
félags Islands en það mun vera
venja, er slík mál berast, að
leita umsagnar þeirra aðila, er
það snertir. Fundur átti að vera
í Flugráði í dag og umsögn Fiug
félagsins að liggja fyrir en eftir
því sem Vísir frétti í morgun,
hafði umsögn Flugfélagsins þá
enn ekki borizt og voru ekki
líkur til þess, að fundur yrði í
Flugráði í dag.
Vísir hefir fregnað að Flug-
félagið telji nokkuð nærri sér
höggvið, ef af þessari fargjalda
lækkun yrði, þar sem það er
meðlimur í IATA og sjálft þvi
bundið af hinum háu fargjöld-
um þeirrar samsteypu.
Vísir gerði í morgun tilraunir
til þess að ná í fiugmálastjóra,
Agnar Kofoed Hansen, sem er
formaður Flugráðs en það tókst
ekki. I staðinn talaði blaðið við
vararformann Flugráðs, Gunnar
Sigurðsson. Staðfesti Gunnar
það, er blaðið hafði frétt, að
málið hefði verið tekið fyrir í
Flugráði en ekki afgreitt þar
enn.
í Flugráði eiga þessir sæti: Að
almenn: Agnar Iíofoed Hansen,
formaður, Magnús Jónsson, Jón
Axel Pétursson, Jónas Rafnar,
Þórður Björnsson. Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, varaform.,
Haukur Claessen, Alfreð Gísla-
son, Björn Pálsson, Guðbrand-
ur Magnússon.
Hvar eigum —
til sveita eru meðal annars komn
ir til af því, að unglingarnir
geta ekki fundið skemmtistað í
Reykjavík. Hvað Lídó snertir,
þá skal þess getið, að hinum
svokölluðu eldri unglingum
finnst of barnalegt að fara þang
að, því að stór hluti þeirra, sem
skemmta sér þar, er yngri en
16 ára.
— Hvað finnst þér um starf-
semi Æskulýðsráðs?
— Um Æskulýðsráð get ég
sagt það eitt, að flestir mínir
kunningjar og jafnaldrar hafa nú
ekkert eða lítið álit á Æsku-
lýðsráði. Og það er staðreynd,
að það eru mjög fáir unglingar
eldri en t. d. 17 ára, sem starfa
innan Æskulýðsráðs. Æskulýðs-
ráð nær svo skammt. Það hefur
klúbbastarf fyrir þá, sem hafa
áhuga t. d. á sjóvinnu og ljós-
myndun, en fyrir eldri unglinga,
sem eru t. d. í skóla og skemmta
sér um helgar, hefur Æskulýðs-
ráð fátt eða ekki neitt upp á að
bjóða. Það hefur reynt að hafa
dansleiki og skemmtanir, en
flestum fundizt þeir allt of þving
andi.
— Hvað finnst þér um frum-
varp það, sem nú liggur fyrir
Alþingi og byggt er á tillögum
Þjórsárdalsnefndar?
— Ég hef ekki kynnnt mér
það mikið, en einn sérstaklega
góður punktur er í því, og það
er bann það, sem sett er á leigu
bílstjóra að aka drukknum ungl-
ingum. En drykkjuskapur ungl-
inga í leigubílum hefur verið
mikið áberandi að undanförr.u,
sérstaklega þó á sumrin, þegar
unglingar hafa yfirléitt meiri
fjárráð.
'Y'f-. '
Ingileif Ögmundsdóttir,
nemandi, 16 ára.
Að síðustu hittum við að máli
Ingileif Ögmundsdóttur, sem er
formaður nýstofnaðs músik- og
skemmtiklúbbs, er starfar innan
Æskulýðsráðs.
— Mín skoðun er sú, að það
sé allt of lítið gert fyrir ungl-
ingana og skemmtanir þær, sem
unglingar geta sótt, flestar of
dýrar. Einnig má að minu áliti
auka mjög útvarpsefni fyrir
unglinga.
Þessir svokölluðu vínveitinga-
staðir ættu að hafa 1 dag í viku
opið fyrir unglinga, en að sjálf-
sögðu á ekki að afgreiða þeim
vín. Fyrir skömmu stofnuðum
við nokkrir unglingar músik- og
skemmtiklúbb. Þar vinna ungl-
ingarnir sjálfir að skemmtiatrið-
um o. fl. Og stefnt er að því að
veita unglingunum ódýra og
heilbrigða skemmtun.