Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Miðvikudagur 13. nóvember 1963, 7 ■h' tpir. . 4: _ • : ■ ■ ■ I m ■ Hver sú sem hefði Iátið sjá sig í hnéháum kuldastígvélum á götum Reykjavíkur um þetta leyti í fyrra hefði verið álitin í meira Iagi huguð og jafnvel „dá- Iítið skrýtin“. En á einu ári get- ur margt gerzt og nú hefur það gerzt, að Parísarkóngamir hafa látið þau boð út ganga að stíg- vélin eigi helzt að ná upp að hnjám og gjarnan dálítið upp yfir hné. Og boðin frá París eru ekki lengi á leiðinni, hér norður á Islandi hafa þau verið tekin ræki lega til greina, stígvélin þjóta upp eftir leggnum og eru nú komin upp að hnjám. Sú skóverksmiðja, sem mest mun framleiða af kvenkuldastlg- vélum og fjölbreyttasta úrvalið mun hafa, er skóverksmiðjan Þór, en framleiðsluvörur hennar eru seldar í Rímu. Þótt úrvalið í Rímu sé mikið, þau tekin saman með reim. Það er fróðlegt að sjá hvemig svona stígvél verða til allt frá því er skinnin, sem þau eru saumuð úr, liggja á borðinu 6- sniðin, þar til stlgvélin liggja I kassanum tilbúin að fara á mark aðinn. En leiðin frá borðinu í kassann er löng, og liggur um margar hendur og gegnum marg ar vélar. Þessi umræddu stígvél eru saumuð úr nappaleðri, en nappa leður er kindaskinn, sem sútað er eins og hanzkaskinn. (Þessu má ekki rugla saman við nappa- (plast), sem er gerviefni, eftir- líking af nappaleðri, en það efni er mikið notað I töskur og hatta). Það er verið að sauma fleiri tegundir af stígvélum, af ýms- um gerðum og hæðum. Flest stígvélin eru I svörtum lit, það er aðal tlzkuíiturinn I ár. Dálítið er af brúnum, því að brúnir skór eru alltaf I tízku og einnig sjá- þá er það meira I verksmiðj- unni, því að auk þeirra stígvéla, sem á markaðinum eru, eru þar stígvél, sem verið er að sauma og væntanleg eru á markaðinn á næstunni. Við litum inn I verk smiðjuna Þór fyrir nokkru til að sjá á hverju íslenzkt kvenfólk mætti eiga von — jú, og við sá- um það, sem við vorum eigin- lega að leita að, kuldastígvél upp að hnjám, með lágum tré- hæl. Þau eru með rennilás inn- anfótar og ofan á kantinum eru um við talsvert af rauðum stíg- vélum, en þau eru lægri og einkum ætluð skólastúlk- um. Efnið í þessum stígvélum er ýmist kálfsskinn eða nappaleður. Það þarf margt að athuga áð- ur en hægt er að setja stlgvél á markaðinn, að því er Arnbjörn Óskarsson forstjóri og Ásgeir Jónsson verkstjóri tjáðu okkur. Þegar útlit stígvélsins hefur ver ið ákveðið — hugmyndirnar að því koma I stórum dráttum ut- anlands frá, því að stígvélin verða að fylgja tízkunni, en smáatriðin eru oft heimatilbúin — þarf að gera snið og prófa sig smátt og smátt áfram með stígvélin, láta máta þau, þvl að gallarnir koma oft ekki I ljós fyrr en farið er að ganga á stígvélinu. Gallar, sem I ljós koma, eru lagfærðir, sniðinu breytt þangað til stlgvélið er orðið gott. Einnig þarf að velja hentugustu botnana á hvert snið, og sömuleiðis hælana. Þeg- ar stígvélið er orðið gallalaust er hafin á þvl fjöldaframleiðsla og tegundin sett á markaðinn. Kuldastígvélin eru fóðruð með hentugum efnum, en þau hæstu eru einungis fóðruð I skóinn, það myndi gera leggina of svera ef þau væru fóðruð alveg upp úr. Hælarnir sem verið er að setja á stígvélin eru gúmmfhælar, tré- hælar og hinir svonefndu life- time hælar, en slíka hæla ætti flest íslenzkt kvenfólk að vera farið að þekkja. Þeir eru úr ein- hvers konar plast-gerviefni, mjó ir og oft háir og I gegnum þá gengur stálteinn. Arnbjörn tjáði okkur að þessir hælar væru bandarísk uppfinning og væri Framh á bls 5 VAV.V.V.V.^^V.V.V.VV.V.V.V.VAW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V I Margskonar listaverk í I Húsgagnaverzl. Rvíkur ■JÞað þarf mörg handtök áður en kuldastígvél eru tilbúin. Hér er ein 1‘stúlkan í verksmiðjunni að sauma hnéháu kuldastígvélin. Miklar breytingar hafa ný- skeð orðið á Húsgagnaverzlun Reykjavikur. Gefur þar nú að líta ýmsar nýjungar, sem et’laust munu falla viðskiptavinum vel í geð. Til dæmis má nefna, að ekki eru eingöngu húsgögn á boðstólum, heldur og ýmis kon- ar listaverk, bæði eftir innlenda og erlenda listamenn. Þar eru m.a. málverk eftir Hafstein Au-.t mann, Hauk Sturluson og Hring Jóhannsson, „sculptur“ eftir Jón Benediktsson og veggteppi eftir Barböru Árnason. Einnig glæsilegir keramik vas ar, bæði frá Glit h.f. og Edin- borg College of Arts, teppi og gluggatjöld, o.m.fl. Sigurður Karlsson, er ráðgjafi verzlunar- innar I öllu viðvíkjandi útstill- ingum og uppstillingum, og veit ir hann einnig viðskiptavinum verzlunarinnar aðstoð við inn- réttingar I heimahúsum, ef ósk- að er. Sú þjónusta er ókeypis. Sigurður hefir getið sér mjög gott orð á þessu sviði, ekki síð- ur en öðrum, en hann hefur meðal annars teiknað System Pyramid húsgögnin, sem hvar- vetna hafa vakið mikla hrifn- ingu. Það kerfi sitt ,hefur Sig- urður nú endurbætt nokkuð, og gat þess, að verð húsgagnanna myndi lækka allverulega. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur var stofnsett árið 1930, og voru stofnendur hennar, þeir Jón Magnússon, og Guðmundur Helgi Guðmundsson. Jón seldi skömmu fyrir dauða sinn Þor- láki Lúðvlkssyni sinn hlut I fyr irtækinu, sem Þorlákur svo rak með Guðmundi til dauðadags. Síðan ,hefur Guðmundur Helgi annazt rekstur þess ásamt Ósk- ari syni sínum, sem er þar fram kvæmdastjóri. Það - -óð verzluninni lengi fyrir þrifum, hversu lltið og ó- fullnægjandi húsnæði hennar var. Var þvi ráðizt I að byggja eigið hús, flutti hún þangað 1959, Óskar Guðmundsson sagði að tilgangurinn með þessum breytingum, og aukinni þjón- ustu, væri að reyna að gera verzlunina að: „lykli að fögru húsnæði“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.