Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 2
 V í SIR . Miðvikudagur 13. nóvember 1963. JÓN BIRGIR PÉTURSSON æiípœi .. t iS,te .... 1 *R» i *í| ««i» M jíit; ííjíI iu Irp*4*ia,* Landsliðsundirbúningur fyrir HM / Tékkósló- vakiu er hafinn en æfingar eru ekki vel sóttar í marzbyrjun n. k. hefst í Tékkó-1 handknattleik. í síðustu keppni stóð ilóvakíu heimsmeistarakeppni f | lið íslands sig mjög vel og varð Hörður Kristinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson á útiæfingu hjá hand- knattleikslandsliðinu. Æfingar byrja með hlaupum utan húss, en halda áfram inni á eftir. 6. í röðinni. Frammistaða Islands varð svo til þess að landslið okkar fer beint í lokakeppnina í Tékkó- slóvakíu, en þarf ekki að leika und anlelki. Af hálfu HSÍ var hafizt handa í sumar að þjálfa upp lið til keppn- innar. Frímann Gunnlaugss. form. landsliðsnefndar HSl, skýrði okkur frá því í fyrrakvöld, þegar við heim sóttum iandsliðsæfingu, að 25 pilt- ar hefðu verið útnefndir í sumar til æfinga, þegar sænski þjálfarinn Matson var hér á ferð. Síðan var bætt við, en nú hafa 16 handknatt- leiksmenn gefið nefndinni jáyrði sitt og lofað að stunda æfingar nefndarinnar, sem eru tvisvar í viku, á mánudögum í KR-heimili og miðvikudögúm á Keflavíkurflug velli. „Félagsæfingarnar eru sem stend ur Þrándur í Götu okkar æfinga“, sagði Frímann. „Félögin hafa ekki getað séð af sínum mönnum til okkúT, pnda skiljaplegt,, Þau þurfa að halda vel á spöðunum til að komast í æfingu fyrir íslandsmótið og vilja ógjarnan missa af beztu leikmönnum sínum. Þetta er þó nauðsynlegt, LANDSLIÐIÐ - full- trúar þjóðarinnar, sem eiga að verja heiður sinn innan skamms á erlendri grund, verða að sitja í fyrirrúmi. Við vonum samt að tak ast megi að samræma þetta, til þess hefur æfingatíma á Keflavík- urvelli m. a. verið breytt og verður nú æft á miðvikudögum í stað þriðjudaga áður“. „Hvernig hafa æfingarnar verið stundaðar til þessa?“ „Því miður verð ég að segja eins og er, að þær hafa verið illa .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, NORRÆNA SUNDKEPPNIN: Þátttakendar syntu alls á 3. hring umhverfís jörhu DANIR urðu sigurveg- arar í Norrænu sund- keppninni árið 1963. — Þeir juku þátttökutöl- una um 143.2% frá síð- ustu keppni. — Fjöldi danskra þátttakenda var 75.310, eða 1.6% af íbúa- fjölda Danmerkur. Hins vegar syntu 17.1% af í- búum íslands í keppn- i ■ ■ ■■ ■ inni, en aukningin frá síðustu keppni var hins vegar 11.6% og nægði aðeins í 3. sæti. I 2. sæti var Noregur með 50.1% aukningu, Svíþjóð varð 4. með 2.6% aukningu, en þar syntu 225.552 manns eða 3,0% þjóðarinnar. Finnar voru eina þjóðin, sem ekki jók eitthvað við sig. Þar syntu 92.457 manns, eða 2.1% íbúanna. Fækkunin nam 36.782 eða 28.5%. - Alls syntu 497.626 manns 200 metr- .■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ana, samtals 99525 kílómetra, sem jafngildir því að Norður- landabúar hafi synt hátt á 3. hring umhverfis jörðu um mið- baug! í keppni kaupstaða vann ísa- fjörður sigur, en þar syntu 835 íbúar eða 31% Ibúanna. Reykja- vík og Kópavogur urðu í sið- ustu sætunum í þeirri keppni. Reykvíkingar sem syntu voru 12.324 eða 16.5%, en í Kópa- vogi syntu 964 eða 13.5%. I keppni sýslanna vann S-Þing- eyjarsýsla. Þar syntu 688 manns eða 24.9% íbúanna. sóttar. Þetta stafar af æfingum fé- laganna mest, en einnig mikilli vinnu, veikindum o. fl. Ég vona þó að þetta fari að lagast innan skamms. Á æfingunni í KR-heimilinu í fyrrakvöld mætti helmingur þeirra Ieikmanna, sem lofað hafa að æfa með landsliðinu, nokkrir boðuðu forföll vegna veikinda, en frá sum um hafði ekki spurzt. Það er greini legt að landsliðsmenn mega halda vel á spöðunum, ef árangur á að nást“. Þeir 16 leikmenn, sem æfa nú fyrir HM í Tékkóslóvakíu, eru þessir: Frá FH: Einar Sigurðsson, Birgir Björnsson, Ragnar Jónsson, Hjalti Einarson, Örn Hallsteins- son. Frá Fram: Ingólfur Óskarsson, Sigurður Einarsson. Frá Víking: Rósmundur Jónsson, Þórarinn Ólafsson. Frá Ármanni: Árni Samúelsson, Hörður Kristinsson. Frá KR: Karl Jóhannsson, Sigurð- ur Þórðarson. Frá Val: Sigurður Dagsson. Karl Jóhannsson í erfiðri æfingu innanhúss. Frá Þrótti: Guðmundur Gústafsson. Frá ÍR: Gunnlaugur Hjálmarsson. Landsliðsþjálfari er Karl Bene- diktsson. Sigurður Dagsson meiddist ný- lega og mun vart verða með í æfingunum í vetur. Vera má að Sigurður Óskarsson úr KR geti tekið þátt í æfingum liðsins, en hann hefur enn ekki getað gefið endanlegt svar. ☆ •: > '>í •>, - ^ . Fánar Norðurlandanna við opnun keppninnar f maí í vor. Myndin var . tekin við gömlu Sundlaugarnar í Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.