Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 11
19.55 Afrts News Extra 20.00 Bonanza 21.00 Hootenanny 21.30 The Ann Southern Show 22.00 Fight Of The Week 22.55 Afrts Final Edition News ' 23.00 The Steve Allen Show Fundarhöld Reykvíkingafélagið heldur skemmtifund á Hótel Borg mið- vikudaginn 13. þ. m. kl. 20.30. Sigurveig Hjaltested og Guð- mundur Guðjónsson syngja. — Bimbó tríóið spilar. Happdrætti, dans. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Bræðrafélag Langholtssafnaðar heldur félagsfund miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 8,30 e. h. f safnað- arheimilinu. Stjórnin. W ^ STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir fimmtudag- inn 14. nóvember. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Hugsaðu fyrst og fremst um öryggið í dag. Sérstaklega varðandi atvinnu þína og eignir. Gefðu vinum þínum holl ráð, en lánaðu engum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að snúa sér til þess sem sjaldan eða aldrei bregzt þér þegar erfiðleikar steðja að. Leggðu alla stórveldisdrauma til hliðar núna. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þeim mun meir, sem þú ert upptekinn við degleg störf þín, þeim mun minni tíma hefurðu til að dvelja við niðurdragandi hugrenningar. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þér ætti að reynast kleift að framkvæma eitthvað það sem gerir þig rólegan. Frjálsræði þitt mótast að mestu af fjárhags- legri getu þinni. Ljóið, 24. júli til 23. ágúst: Þú ættir að Ifta yfir farinn veg og átta þig á því hvar störfum þínum og framkvæmdum hefur verið ábótavant. Reynslan er oft bezti kennarinn. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Byrjaðu á að átta þig á öllum þeim atriðum, sem gætu leitt til þess að þú fyndir út hvar á veginum þú værir staddur. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Árangur nokkuð harðari fjár- málalegri stefnu ætti að koma í ljós nú, en tilhneigingamar til að taka aftur upp fyrri lifnaðar hætti eru enn fyrir hendi. Drekrmi, 24. okt. til 22. nóv.: Finndu út hinar réttu aðferðir og hvar aðrir standa gagnvart þér, áður en þú hefst handa. Ýmislegt bendir til þess að þú þurfir að átta þig betur á hlut- unum. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það kann að vera rétti tím inn núna til að taka sér hvíld og líta yfir kosti og lesti fram- kvæmdanna. Þér reynist auð- veldara að koma öllu á réttan kjöl þannig. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Sumt fólk álítur að það sé annarra verk að leysa þá gordonshnúta, sem það sjálft hefur hnýtt sér. Gerstu ekki sjálfboðaliði I slíkum tilfellum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Stefndu að þvf marki, sem þú hefur sjálfur sett þér, svo fremi sem það er raunverulegt og hægt er að ná því. Snúðu þér f aðrar áttir ef þú skyldir uppgötva að það er aðeins blekking. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Eðlisávísun annarra kann að reynast hafa við rök að styðj ast, og ætti ekki að láta sér slíkt í léttu rúmi liggja. Ef þú ert ekki sannfærður, þá skaltu hafa eigin tilfinningar að leiðar ljósi. Kvenstúdentafélag Islands. Fundur I Þjóðleikhússkjallaran- um f kvöld, miðvikudag 13. nóv. kl. 8,30 e. h. Próf. Sigurður Nordal talar. Stjómin. Áheit og gjafir 22. okt. 1963 voru mér afhent- ar tfu þúsund krónur að gjöf til Blindravinafélagsins. Gefendur óska ekki nafna getið. Gjöf þess ari verður varið til kaupa á segul bandi handa blindum. Hinum ó- þekktu gefendum flyt ég mínar innilegustu þakkir fyrir þeirra höfðinglegu gjöf til hjálpar blind- um. Frá gamalli konu kr. 100, NN kr. 500, Þuríði kr. 200, ES kr. 100, áheit, Þorbirni Ingvarss. kr. 100, Guðr. Jónsd. kr. 200, Sigfr. Halldórsd. kr. 500, NN kr. 100, sysctrum EM kr. 1000, NN til minningar um hjónin Ingólf Krist- ánsson og Elísabetu Jónsdóttur kr. i000, G.Br. 100, Ágúst Bj. kr. 100, BJ 2000, Þá hefur Lions- klúbbur Reykjavíkur gefið skól- anum 2 blindravélar að verðmæti um kr. 5000. Fyrir allar þessar gjafir færum við gefendum okk- ar innilegustu þakkir. F.h. Blindravinafélags Islands Þorsteinn Bjarnason. Hjálparheiðni Svo sem alþjóð er kunnugt af fréttum, urðu hjónin í Hömluholt- um í Hnappadalssýslu fyrir þvi tjóni, að ibúðarhúsið brann ofan af þeim aðfaranótt mánud. 28. okt. Þar með urðu átta börn heimllis- laus, á aldrinum 9 mán. til 15 ára. öllum má ljóst vera bjargarleys- ið eftir slíkt áfall og hve ömurlegt það er að horfa upp á fríðan barna- hóp tvístraðan eftir áfallið. Landsmenn hafa oft áður brugð- ið skjótt við til hjálpar 1 líkum tilfellum. Þess vegna er það von sveitunganna að irieð sameiginleg- um fjárstyrk verði unnt að bæta tjónið. Því leita ég nú á náðir almenn- ings um fjárhagsaðstoð, svo hægt verði, hið fyrsta, að veita hjónun- um og gáfuðum og efnilegum böm- um þeirra heimili að nýju. Blaðið hefur góðfúslega orðið við beiðni um að veita fjárframlögum viðtöku. Árni Pálsson sóknarprestur. BELLA Ég veit vel að ég sagöist myndi elska þig til eilífðar, en það eru nú 3 vikur sfðan. Nokkrum mínútum seinna voru kóngurinn og þegnar hans um- kringdir af argandi villimönnum, sem bundu þá og fleygðu þeim í hrúgu í burðarstólinn. Mawba- kala-galagú —, öskruðu þeir inn fæddu, og héldu af stað til þorps síns með vini okkar alla ríg- bundna. Þetta hefði aldrei komið fyrir, ef yðar hátign hefði leyft lögbókina, sagði Frikki ásakandi. Kalli % kóng- urinn il i P EC i : it B Y Sjórán, hrópar lögreglumaður- inn undrandi. Nei, hættu nú, Rip. Kafteinn Kidd er löngu dauður. Skilurðu nú hvað ég meina, segir Rip hlæjandi, það myndi enginn trúa mér. En það er staðreynd að á síðasta ári, voru margar snekkjur sem eru í eigu milljóna mæringa, rændar. Og það hefur alltaf verið þessi senor Scorpion, sem hefur verið foringi sjóræn- ingjanna. Hann kemur um borð 1 snekkjurnar ásamt vel vopnuð- um þorpurum, og skipar fólki að afhenda alla skartgripi og pen- inga sem það hefur með sér. Ymislegt Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar hefur kaffisölu í Sigtúni við Austurvöll sunnudaginn 17. nóvember kl. 3. e.h. Kaffigestum er gefinn kostur á að kaupa fallegar, handunnar jólagjafir. Eftir heimkomuna úr Evrópu |I ferðalaginu hófst Saud Arabíu- ■I konungur handa um að fram- ■* kvæma mikla sparnaðaráætl- á' un. Honum hefur nefnilega !■ lengl verið meinilia við allan *I þann fjárstuðning sem hann •I hefur orðið að veita arabísk- ■* um ættarhöfðingjum vegna J* allra kvenanna sem þeir eiga, *■ svo að nú hefur hann sett tak- ■J mörk fyrir hve margar konur hver má eiga: — I* Höfðingi verður að láta í sér nægja að eiga 12 eigin- ■* konur og 18 hjákonur — og \ þykir víst sumum heldur litið. á« Francoise Sagan er nú orðin |I fullorðin og því ekki álitin ■á undrabam lengur. Hún heldur ■| þó áfram að skrifa og Frakkar I; velta því mjög fyrir sér hvem- [■ ig henni muni vegna sem full- V þroska skáldkonu. % Hún hefur nú nýlega lokið ■J við að semja leikrit, sem geri ;t !■ á keisaratímabilinu i Rússlandi |< um síðustu aldamót. Aðal- j! persónan er rússnesk kona, ■[ sem heitir Angora. Francoise Sagan Angora tekur virkan þátt í samkvæmislifi heldra fólks í Pétursborg og við Svartahaf en samkvæmt heimspeki Sagan finnst Angoru líf sitt að sjálf- sögðu drepandi leiðinlegt. Leikritið verður frumsýnt í París í ársbyrjun 1964. Því hefur enn ekki verið gefið nafn — en Sagan hefur bent á þá lelkkonu sem hún vill að leiki Angom — það er Juliette Greco.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.