Vísir - 13.11.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Miðvikudagur 13. nóvember 1963.
15
rxzn
Farið var með líkið inn í her-
bergi, sem einn gluggi með riml-
um var fyrir, og vissi hann út
að húsagarði. Burðarmennirnir
lögðu börurnar frá sér úti í
homi. Borð var í herberginu og
á því ritvél og skriffæri.
VII.
— Dómarinn ætlar að yfir-
heyra þá, sem einhverjar upp-
lýsingar geta gefið, en þetta
verða stuttar yfirheyrslur að
þessu sinni. Bið ég menn því
að halda hér kyrru fyrir, ef þeir
skyldu verða kallaðir.
— Það er bezt ég tali fyrst
við Magloire, sagði' dómarinn,
en í því kom stöðvarstjórinn inn,
á svipinn sem hann hefði mikil-
vægt erindi að reka.
— Nokkuð að? spurði de Ro-
dyl.
■ — Móðir ungu stúlkunnar er
komin, svaraði stöðvarstjórinn.
De Rodyl varð nú aftur grip-
inn geðshræringu, sem hann átti
erfitt með að leyna.
— Frú Angela, á ég við, bætti
stöðvarstjórinn við, en allir
horfðu ósjálfrátt á de Rodyl þvf
að enginn hafði gleymt hve mik-
ið honum hafði áður sýnilega
orðið um það að heyra nafn
þessarar konu, en de Rodyl
stappaði nú í sig stálinu, setti
á sig hörku- og alvörusvip emb-
ættismannsins og mælti kulda-
lega:
, — Biðjið þessa konu að ganga
inn.
Stöðvarstjórinn fór til þess að
sækja konuna og á meðan beð-
ið var eftir henni ríkti þögn.
Loks birtist frú Angela, kaup-
konan fagra, í dyragættinni. Hún
var svartklædd óg föl, en þó að
fegurð hennar nyti sín ekki fylli
lega, vegna þess að hún hafði
sýnilega grátið og var mædd,
hreif fegurð hennar alla við-
stadda svo ekki mun of mikið
sagt, að hún hafi vakið aðdáun
f allra hugum.
; Stöðvarstjórinn hafði dregið
sig í hlé, en de Rodyl hörfaði til
þaka tvö, þrjú skref, og hafði
sýnilega orðið mikið um. Var
hann óstyrkur mjög.
Frú Angela gekk hægt inn í
herbergið og horfði á hvern af
öðrum.
— Mér hefir verið sagt að
mæta hér og svara þeim fyrir-
spurnum, sem upp kunna að
verð" 1 nar. Ég er reiðubúin.
X hún talaði horfði
b vl. Henni var mik
i stamaði:
r hér? Afsakið, mér
ge-. ega skjátlazt eftir 17
ár, eða — eruð þér ekki Fem-
and de Rodyl barón?
— Ég er hér sem fullmektug-
ur saksóknara, frú, sagði hann
hörðum rómi, til þess að fá upp
lýsingar um glæp, sem framinn
var. Þegar embættismaðurinn
hefir gert skyldu sína mun Fern
and de Rodyl svara frú Angelu.
Þetta var mælt í fyrirlitning-
artón, enda skipti frú Angela lit-
um.
— Þér þurfið ekki að svara
mér, sagði hún virðulega. Ég
þarf einskis að spyrja de Rodyl
barón, sem ill örlög létu verða
á vegi mínum og hafa látið verða
á vegi mfnum eftir 17 ár. Em-
bættismaðurinn getur borið
fram spurningar sínar.
Dómarinp,, de^Gevry. vj$i nú
koma vim sinum til hjálpar, því
að hann sá, að hann var f vanda
og greip því fram í og breytti
rásinni með einni setningu:
— Það er mér, sem yður ber
að svara, frú, sagði hann, þvf að
mér hefir verið falin rannsókn
málsins.
— Ég er reiðubúin.
— Það var framið morð síð-
astliðna nótt í hraðlest nr. 13
— og menn gera ráð fyrir, að
dóttir yðar, sem var farþegi í
þessari lest, hafi orðið fyrir árás
morðingjans, sem myrt hafði
þann mann, sem yður var svo
mikið um að sjá, þ.e.a.s. lík
hans.
— Ég veit ekki hvað fyrir
kom — og þá ekki heldur hvort
dóttir mín hafi orðið fómardýr
þessa manns, ég veit bara, að ég
er haldin angist og kvíða út af
því, sem fyrir dóttur mína kann
að hafa komið, og bið þess að
geta farið á fund hennar.
— Ég held ekki, að þér hafið
ástæðu til að óttast, að dóttir
yðar sé lífshættulega meidd,
ella hefði okkur verið símað.
Nei, treystið því, að hún verði
brátt heil heilsu, og þá getum
við spurt hana um hvað fyrir
kom. Hún ein virðist geta látið
í té upplýsingar, sem varpa birtu
á málið.
— Hún? Hvemig ætti hún að
geta það?
— Jú, sjáið þér til. Dóttir yðar
var í sama klefa. Hún hefir þann
ig séð morðingjann, sem vafa-
laust hefir ætlað að drepa hana
til þess að losna við hættulegt
vitni. Hún mun geta látið okk-
ur fá mikilvægar upplýsingar,
og ég vona, að þér getið einnig
gert það.
— Ég spurði Angela undrandi.
Hvernig ætti ég að geta, að?
— Við búumst við að þér seg-
ið allt af létta.
— Allt af létta? Ekki hefi ég
neinu að leyna — og hvað veit
ég, nema það, sem þið allir vit-
ið, hvað gerist — og að dóttir
mín varð fyrir árás.
— Viljið þér ekki gera allt til
þess að hefna hennar?
— Vissulega.
— Þá verðið þér að ganga í
lið með okkur — en það er okk
— Ég er reiðubúinn til þess.
— Hvað heitið þér?
— Angela.
— Það er aðeins skírnarnafn,
þér hljótið að bera ættamafn.
Hvert er fullt nafn yðar.
— Angela Bernier?
— Giftar eða ekkja?
Frú Angela leit sem snöggv-
ast með fyrirlitningarsvip á de
Rody1. og svaraði svo:
— Ég er ekkja, en var þó
aldrei gift, ekkja eftir mann, er
vélaði mig með þeirri afleiðingu,
að ég varð móðir dóttur minn-
ar, sem hann vel vissi, að var
hans. Hann vissi það, hann ef-
aðist ekki um það.
Angela reyndi að horfa í augu
de Rodyl, en hann leit undan
eða til hliðar, eða grúfði sig yfir
skjölin, sem lágu fyrir framan
'iann.
— Hvað heitir dóttir yðar?
spurði de Gevry?
— Emma-Rósa Bernier. Það er
mitt nafn og annað nafn hefir
hún aldrei borið. Faðir hennar
þekkir hana ekki. Hann hefir
aldrei reynt að fá að sjá hana,
en hann fær væntanlega tæki-
færi til þess nú stöðu sinnar
vegna, og kannske fær hann þá
samvizkubit, en það verður um
seinan.
Fernand de Rodyl hreyfði sig,
eins og hann ætlaði að stíga
fram og segja eitthvað, en hann
hætti við það, var niðurlútur, og
það var sem hann óttaðist að
horfa beint framan í hana, en
svo tók hann rögg á sig og
sagði:
— Má ég biðja yður að láta
yður nægja að svara þeim fyrir-
spumum, sem fyrir yður eru
bornar, í stað þess að koma
með athugasemdir sem ekki
koma málinu við. Rétturinn
þarf ekki á þeim að halda.
— Rétturinn .endurtók frú
Angela, en eruð það ekki þér
sem eruð hér fulltrúi réttarins
og réttlætisins?
Hún virtist ætla að halda á-
fram, en tók sig á, sneri sér
að dómaranum og sagði:
— De Rodyl barón hefir rétt
fyrir sér og ég mun ekki koma
með fleiri athugasemdir. Hvers
óskið þér af mér?
— í fyrsta lagi, hvernig má
það vera, að dóttir yðar, mjög
ung stúlka skyldi vera ein síns
liðs í jámbrautarlest á nætur-
ferðalagi.
— Dóttir mín er við heima-
vistarnám í Laroche. Það er af-
mælisdagurinn hennar í dagogég
er alltaf vön að heimsækja hana
í tvo daga þegar hún er að heim-
an í skóla £g,;.á.afmæli.jLn í
þetta skipti atvikaðist svo að
ég gat ekki farið og lágu til
þess mikilvægar ástæður. Ég
skrifaði því frú Fontana og bað
hana sjálfa að fylgja dóttur
minni á stöðina og sjá um, að
hún fengi sæti í dömuklefa, og
svo ætlaði ég að vera til staðar
til þess að taka á móti henni, er
lestin kæmi til Parísar. Emma
átti að koma með lestinni kl.
4,58. Ég beið hennar og getið
þér gert yður í hugarlund hvem
ig mér leið, er hún kom ekki og
frétti svo hvað gerzt hafði.
Hún gat ekki haldið áfram,
huldi andlitið í höndum sér og
grét og ósjálfrátt færði de Rodyl
sig nær henni.
— Verið rólegar, frú sagði
hann. Dóttir yðar er á lífi við
sjáum um, að sá sem gerði á
hluta hennar fái makleg mála-
gjöld.
Hin fagra Angela lyfti höfði
skyndilega og horfði á hann og
mælti með nokkrum þunga:
— Þegar þér hefnið dóttur
T
A
R
Z
A
N
Tarzan og vinir hans sluppu vel
frá fyrirsátinni, og daginn eftir
hraða þeir sér til hjálpar hinum
sjúku Punum. Síðla dags, nema
þeir staðar í rjóðri, og Tarzan
segir, þetta eru veiðilönd Pún-
i ! THS nat\ei.í,N?5 OF /AAKIY
!. ICAK -TlilBES WO UONSEZ '
. iTOVIPE FOOP OK HEALTH- !•
i i t F’K.OS'.-E/A ?0«EE5O?Y \
í |"A AtUST SOLV6 l Jý'
anna, Já, svarar Medu. En áin
þeirra hcfur þornað upp, og þeir
hafa ekki nema slæmt vatn að
drekka. Við verðum að passa okk
ur að drekka það ekki, annars
verðum við sjálfir veikir. Lönd
margra ættbálka, eru ekki lengur
nægileg í.i þess að sjá þeim fyrir
mat, segir Tarzan. Og þeir deyja
umvörpum. Þetta er mál sem eitt-
hvað verður að göra í. Afi minn
átti við sömu erfiðleika að etja,
segir Joe Wildcat, og indíánun-
um tókst að læra að lifa, jafnvel
í eyðimörk.
minnar og refsið þeim seka þá
gerið þér skyldu yðar sem em-
bættismaður — þér gerið ekki
annað en skyldu yðar.
De Gevry greip fram í fyrir
henni.
— Ég skil nú tildrögin að því
hvers vegna dóttir yðar komst
í þennan vanda — hvernig á því
stóð, að hún fór inn í klefann,
sem afbrotin bæði voru fram-
in, en viljið þér nú segja okkur
hvers vegna yður varð svo mikið
um það, er þér sáuð líkið í gær-
morgun. Þekktuð þér manninn?
Anegela titraði frá hvirfli til
ilja. Ætti hún að neita eins og
hún hafði áður gert? Menn
báðu hana að segja sannleikanr.
— og var henni ekki skyit að
segja sannleikann. Hafði hún
rétt til að hafna þeirri hjálp, sem
v/Miklatorg
Sími 2 3136
^Rd8gg/90^
LAUGAVEGI 90-02
Sölusýning á bifreiðum alla
virka daga vikunnar.
•
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað.
•
Salan er örugg hjá okkur.
Bílak
or
Nýii bilar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALE1GAN,
Bergþórugötu 12 Slmar 13660
14475 og 16598
Hvítar
drengjsiskyrtur
:.r prjónunæÍGii
Miklatorgi
BeaK-iSFSEE5SFSK