Vísir - 14.11.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1963, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1963. STÓR- FEN6LEG SÝN Klukkan átta í morgun hófst eldgos á hafsbotni um 15 km. vestur af Vestmannaeyjum. — Meðal þeirra fyrstu í Vest- mannaeyjum, sem sáu gosið var Hallberg Halldórsson kaupmað ur, sem á heima að Steinsstöð- um, en þaðan sést gosið bezt. Skömmu síðar söfnuðust Vest- mannaeyingar svo hundruðum skipti að Steinsstöðum til að horfa á gosið. Gosið var í fyrstu fremur lít- ið en fór vaxandi þegar leið fram á morgun og skýrði fréttaritari Vísis í Eyjum frá því, að það væri orðið stórfenglegt skömmu fyrir hádegi. Fréttamaður og Ijósmyndari Vísis flugu yfir gossvæðið í morgun og var vissulega stór- fenglegt að sjá reykskýin og eldglæringamar upp úr haffleí- inum og gufumökkinn, sem reis mörg þúsund metra f Ioft upp. Myndsjáin birtir í dag tvær ljósmyndir sem Ingimundur Magnússon tók yfir eldgosinu í morgun. Gosid — Framh. af bls. 1. sprungugos að ræða, sennilega á að gizka 200 metra langri sprungu. Gosaugu telur hann vera 3 eða 4 og þau stærstu norðan til á sprungunni. Ómögulegt er um það að segja hvað þama kann að gerast næstu daga og vikur. En ef gos- ið heldur iengi áfram telur Tóm as líkur fyrir því að þarna geti ný eyja skotið upp koilinum. — Verði þarna eingöngu um vikur — eða gjalleyju að ræða má búast við að hún hverfi fljótt í djúpið aftur. Fer það mjög eftir sjávardýp- inu á gosstaðnum hvað þarna getur gerzt. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Vísir fékk hjá Sjó- mælingum íslands í dag er dýpi þarna á stóm svæði 40—60 metr ar, en einstakir klakkar ná hærra upp og niður á þá em ekki nema 14—20 metrar. Ef Iangt gos verður á þessum slóðum má jafnvel búast við að gíghóll rísi úr sæ. Og ef um ofansjávargos verður að ræða má búast við hraungosi, sem myndar fasta skorpu og gæti varið eyjuna fyrir sjávargangi. Slysavarnafélagið hefur varað skip við að fara nálægt gosstaðn um, því það telur að öldugang ur út frá eldsumbrotunum geti orðið svo mikill og komið svo óvænt að hann geti orðið þeim hættulegur. Aðvörun um þetta var útvarpað í hádeginu. ® :: ;i:;; fe 3 fKcHisey 5’,. ... • ■ * Súinasker Uppdrátturinn sýnir hvar gosið kom upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.