Vísir - 14.11.1963, Qupperneq 16
VISIR
Fimmtudagur 14. nóvember 1963
ÝSAN A
13.90
KÍLÓIÐ
Togarinn Geir seldi ísfisk í
Grimsby í morgun, 86,7 lestir fyrir
10.052 sterlingspund. Er þetta á-
gæt sala. Aflinn var mestmegnis
ýsa og hefir fengizt fyrir hana
sem svarar til 13.90 kílóið.
Togarinn Sigurður seldi 181 lest
í morgun f Bremerhaven fyrir
143.000 mörk.
í gær seldi Þorsteinn Ingólfsson
101 lest í Cuxhaven fyrir 81,416
mörk.
Tveir Akureyrartogarar seldu í
Bretlandi í gær. Harðbakur 122
lestir fyrir 11.936 stpd. og Sval-
bakur 109 lestir fyrir 10.339 stpd.
Jón forseti seldi 91,5 lestir f
Kiel í fyrradag fyrir 75,461 mörk og
Askur í Bremerhaven 107 lestir
fyrir 95.500 mörk.
Fylkir seldi 92 lestir í Cuxhaven
á mánudag s.l. fyrir 80.306 mörk.
Jóhann Hafstein
asam■
Vísi er kunnugt um það,
að Ingólfur Jónsson flug
málaráðherra hefir á-
huga á sameiningu ís-
lenzku flugfélaganna,
Flugfélags íslands og
Loftleiða, og vinnur nú
að því að koma á lagg-
imar nefnd til að ræða
þá hugmynd. Óformleg-
ar viðræður um þessa
nefndarskipun munu
vera hafnar og reynir
ráðherrann að fá for-
stjóra félaganna og einn
stjómarmann frá hvoru
félagi til þess að taka
sæti í þeirri nefnd með
ráðuneytisstjóranum í
samgöngumálaráðuneyt
inu, sem yrði formaður,
þannig hefðu flugfélög-
in fullkomlega jafna að-
stöðu í þessari viðræðu-
nefnd.
Alfreð Elíasson.
Hugmynd ráðherrans er sú,
að það hljóti að vera hagkvæm
ara á ýmsan hátt að reka eitt
flugfélag á Islandi í stað 2 og sér
stök ástæða sé til þess að stefna
að einhvers konar sameiningu
þeirra, þegar erlend stórfélög
hafi tekið upp harða samkeppni
eða baráttu við Loftleiðir, og
sú barátta hljóti einnig að bitna
á Flugfélagi Islands. Undir slík
um kringumstæðum hljóti sam-
eining að vera rétt stefna þar
eð tvö sameinuð flugfélög, þótt
eigi séu stór á heimsmælikvarða
hljóti að teljast sterkari sam-
steypa hjá þvl sem að vera
hvort út af fyrir sig og þurfa
jafnvel að keppa ir.-ibyrðis. í
væntanlegri nefnd myndi full-
komin sameining flugfglaganna
að sjálfsögðu vera rædd, svo
og aðrir möguleikar, sem til
greina koma, t.d. sameining um
utanlandsflug þótt ekki væri
gengið lengra.
í tilefni af þessari hugmynd
um sameiningu flugfélaganna
hefir blaðið snúið sér til for-
stjóra þeirra og spurt hver af-
Örn Johnson.
staða þeirra væri, eða hvað þeir
vildu láta hafa eftir sér í þessu
sambandi, eins og málin standa:
Örn Johnson, forstjóri Flug-
félags íslands sagði:
— Þetta mál verður tekið til
umræðu á stjórnarfundi Flug-
félags íslands á næstunni.
Verður þar væntanlega tekin
afstaða til tilmæla samgöngu-
Framh. á 4. síðu.
Landsnefndin ræðir vii
Samningaviðræður milli verka
lýðsfélaganna og atvinnurek-
enda eru nú að hefjast, en full-
trúar ríkisstjórnarinnar munu
einnig taka þátt í þeim viðræð-
um. í dag kl. 4 verður fundur
með landsnefnd verkamannafé-
Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra
Á fundi ríkisráðs í morgun
var Jóhann Hafstein, alþm., skip
aður dómsmálaráðherra og iðn-
aðarmálaráðherra í ráðuneyti
Bjarna Benediktssonar.
Á fundi þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins í gær var samþykkt
með samhljóða atkvæðum að Jó
hann Hafstein alþingismaður
skyidi taka sæti dómsmálaráð-
herra í ríkisstjórninni í stað
Bjarna Benediktssonar ,sem verð
ur forsætisráðherra.
Jóhann Hafstein er fæddur á
Akureyri 19. sept. 1915. Hann
Iauk stúdentsprófi 1934 og lög-
fræðiprófi 1938. Hann var fyrst
kosinn á þing í Reykjavík árið
1946 og hefur átt sæti á þingi
Framh. á bls. 5.
laganna og fulltrúum Vinnuveit-
endasambands íslands, og er það
fyrsti fundur þeirra aðila, sem
haldinn er síðan samkomuiag
verkalýðsfélaganna og ríkis-
stjórnarinnar náðist um síðustu
helgi.
Undanfarið hefur verið unnið
að því að koma á fót samstarfs-
nefnd launþegasamtakanna, sem
komið geti fram sem einn aðili
gagnvart vinnuveitendum og
ríkisstjórninni. Skýrði Snorri
Jónsson framkvæmdastjóri Al-
þýðusambands I'slands Vísi svo
frá f morgun, að þessu verki
væri nú um það bil að ljúka.
Þegar viðræður hófust við
vinnuveitendur sl. haust um nýja
kaup- og kjarasamninga, komu
verkamannafélögin á fót lands-
nefnd til þess að fara með samn
inga við atvinnurekendur. Eru
nú allar horfur á því, að Iðju-
félögin muni tilnefna fulltrúa í
þessa landsnefnd. Félögin f bygg
ingariðnaðinum hafa einnig
myndað sérstaka nefnd, svo og
félög málmiðnaðarmanna og
skipasmiða. Þessir þrír hópar
Framh á bls 5
Fiskimálaráðs+efnan i London:
FYRIR LUKTUM DYR-
UM í FJÓRA DAGA
Brezka blaðið Fishing News daga og fara fram fyrir luktum á beztan hátt ýmsum fiskivernd
skýrði frá því 8. nóvember að
alþjóða ráðstefnan um fiskimál
sem brezka ríkisstjórnin hefir
boðið til f London 3. desember
muni væntanlega standa 4
dyrum. Þótt dagskrá ráðstefn-
unnar hafi enn ekki verið birt
sé ætiunin að ræða þar verziun
með fiskafurðir, fiskveiðitak-
mörk, hvernig framfylgt verði
arráðstöfunum og fleiri skyld
mál.
Blaðið segir að ákvörðun
brezku rfkisstjórnarinnar um út
Framh. á 4. sfðu.
Sjónarvottar að eldsumbrotum:
HéSdum fyrst að það væri skin að brenna
l
f morgun þegar eld-
gosið hófst á hafsbotni
vestur af Vestmanna-
eyjum var vélbáturinn
ísleifur II. frá Vest-
mannaeyjum að veiðum
á hafinu aðeins um eina
mílu frá staðnum þar
sem gosið hófst.
Vísir átti i morgun tal við
skipstjórann á ísleifi II., Guð-
mar Tómasson. Hann sagði, að
þeir hefðu legið þarna yfir lín-
unni og var einn hásetinn, Ól-
afur Vestmann, á baujuvakt.
Hann sá allt f einu, hvar svart-
ur reykur kom upp úr hafinu.
Trúði hann í fyrstu varla sínum
eigin augum og gerði félögum
sínum viðvart. Þegar skipstjór-
inn sá reykmökkinn ímyndaði
hann sér, að þarna hlyti að
vera að brenna skip, þó Ólafur
héldi því fram að ekkert skip
væri þar. Ákvað skipstjórinn að
sigla nær og spurðist jafnframt
fyrir um það hjá loftskeytastöð-
inni í Eyjum, hvort neyðarkall
hefði verið sent út, en hún kann
aðist ekki við það.
Þeir voru komnir nærri
mökknum, eða um hálfa mílu,
þegar þeim var ljóst, að hér
væri náttúruundur að gerast. —
Hafði svarti mökkurinn þá auk-
izt og stigið upp og umhverfis
hann fór að koma þétt gufuský,
sem stóð hátt til himins. Þótti
þeim þá vissara að víkja frá,
fóru yfir að baujunni og tóku
til við að draga línuna.
Þeir urðu varir við nokkra ó-
kyrrð á sjónum, þar sem bátur-
inn fór að rugga meira en áð-
ur, en ekki heyrðu þeir nein
hljóð frá gosinu, enda var vél
bátsins í gangi allan tímann.
Ekki töldu þeir hættulegt að
vera í svo sem mílufjarlægð frá
stróknum, en ekki hefði verið
gott ef þessi strókur hefði kom-
ið upp undir bátnum.